Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 31
Adolf Hitler (1889–1945) Der Führer und Reichs- kanzler, foringi og kanslari Þriðja ríkisins. Fæddur í Austurríki, flutti til Þýska- lands 1913. Barðist í fyrri heimsstyrjöldinni sem óbreyttur hermaður og hlaut Járnkrossinn fyrir hugrekki. Formaður Þjóð- ernissósíalistaflokksins (nasista) 1921. Einræðis- herra 1933–45. Bannaði starfsemi annarra flokka og mótstaða miskunnarlaust brotin niður eftir að hann varð Führer árið 1934, við sameiningu forseta- og kanslaraembættisins. Byrj- aði 1938 að hrinda í fram- kvæmd draumum sínum um Stór-Þýskaland með því að innlima Austurríki (með þögulu samþykki ráða- manna vestrænna lýðræð- isríkja), Súdetahéruðin og að lokum, alla Tékkóslóv- akíu. 1. sept. 1939 réðust herir Hitlers inn í Pólland og leiðtogar Vesturveldanna hrukku upp við vondan draum; manninum var ekki treystandi og síðari heims- styrjöldin brast á. Fjöl- mennt, vel búið og stjórnað herveldi Þriðja ríkisins var einkar sigursælt til að byrja með á öllum vígstöðvum en fór að fara halloka um það leyti sem Bandaríkjamenn héldu í stríðið. Þrátt fyrir að styrjöldinni væri svo gott sem lokið í ársbyrjun 1945, krafðist foringinn að Þjóð- verjar berðust til síðasta manns. Hann framdi sjálfs- morð 30. apríl 1945, frekar en að vera tekinn lifandi af herjum Bandamanna. Adolf Eichmann (1906–62) Undirofursti í SS og yfir- maður „júðadeildar“ Gest- apo. Eichmann átti sæti í Wannsee-ráðstefnunni í jan- úar ’42. Var einn meginhug- myndafræðingur Loka- lausnarinnar og heilinn á bak við þjóðflutningaáætlun gyðinga frá allri Evrópu til útrýmingarbúðanna í Pól- landi. Var handsamaður í stríðslok á bandaríska her- námssvæðinu en komst undan, leyndist og hvarf. Ísr- aelska leyniþjónustan hafði uppá honum í maí 1960, þar sem hann dvaldist undir fölsku flaggi í Argentínu. Ísr- aelsmennirnir smygluðu stríðsglæpamanninum um borð í kafbát og réttuðu í máli hans árið 1961. Hann var tekinn af lífi 31. maí 1962. Hans Frank (1900–46) Hershöfðingi og land- stjóri Póllands eftir hernám nasista. Var áður lögfræðilegur einkaráð- gjafi Hitlers. Gaf út yfirlýsinguna: „Pólland verður meðhöndlað sem nýlenda og Pólverjar gerðir að þræl- um hins stór-þýska ríkis.“ Hafði staðið fyrir flutningi rösklega 85% pólskra gyðinga í útrýmingarbúðir í árslok 1942. Frank var fundinn sekur við Nürn- berg-réttarhöldin og hengdur árið 1946. Wilhelm Frick (1877–1946) Nasistaleiðtogi, var gerður að innanríkisráð- herra 1933 og var sem slík- ur aðal hugmyndasmiður kynþáttalaganna. Dæmdur og tekinn af lífi í Nürnberg. Hermann Göring (1893–1946) Næstæðsti maður Þriðja ríkisins. Tók þátt í uppreisn- inni í München 1922, flúði til Svíþjóðar, þar sem hann var m.a. vistaður á geð- sjúkrahúsi. Kjörinn á þýska þingið (Reichstag), 1928 og varð hægri hönd Hitlers sem skipaði hann arftaka sinn 1939. Yfirmaður þýska flughersins (Luft- waffe), handsamaður í stríðslok en svipti sig lífi undir Nürnberg-réttar- höldunum, tveimur stund- um áður en aftaka hans átti að fara fram. Reinhard Heydrich (1904–1942) Fyrrum flotaforingi, gerður að yfirmanni SD, leyniþjónustu SS. Var skip- aður æsti maður Gestapo, hins pólitíska arms lögregl- unnar og Kripo, sem var glæpamáladeild hennar. Skellti þeim saman í örygg- islögregluna (SIPO). Allar þessar einingar lentu undir undir hatti Heydrichs sem einnig var arkitektinn að Einsatzgruppen, hinum ill- ræmdu dauðasveitum sem myrtu kerfisbundið austur- evrópska gyðinga á meðan á hernámi Þjóðverja stóð í Sovétríkjunum 1941–1942. Stjórnaði Wannsee-ráð- stefnunni um Lokalausnina. Var drepinn af tékkneskum skæruliðum 29 maí 1942 í bænum Lidice. Í hefndar- skyni drápu nasistar alla karla bæjarins, fluttu konur og börn í útrýmingarbúðir, jöfnuðu þorpið gjörsam- lega við jörðu og eyddu nafni þess af landakortum. Í dag stendur þjóðgarður á rústunum. Josef Mengele (1911–1978?) Yfirlæknir nasista, ill- ræmdur fyrir læknisfræði- legar tilraunir á föngum í Auschwitz, ekki síst á sí- gaunum, dvergum og tví- burum. Var gómaður af Bretum í stríðslok en slapp úr gæslu þeirra og komst undan til Suður-Ameríku, sem varð gósenland stríðs- glæpamanna Þriðja ríkisins. Hafðist fyrst við í Argentínu, síðan Par- agvæ, þar sem hann fékk ríkisfang árið 1959. Var jafnan hundeltur af Interpol, ísraelsku leyniþjónustunni og sendimönnum Simon Wies- enthal-stofnunarinnar. Líkamsleifar hans fundust í Brasilíu 1986. Associated Press Adolf Hitler með félögum í Hitlers-æskunni við neðanjarðarbyrgið. Arkitektar Helfararinnar Forsprakkarnir Hermann Göring Adolf Hitler standa óskemmdir. Gasklefinn var prufukeyrður með Zyklon B í sept- ember 1941. Fórnarlömbin voru 600 sovéskir fangar og 250 til viðbótar, valdir úr röðum sjúkra. Eftir vel lukkaða tilraunina voru fjórir gas- klefar byggðir til viðbótar í Birken- au. Afkastageta hvers og eins var um 6.000 fangar á sólarhring. Gasklef- arnir voru byggðir þannig að þeir líktust stórum sturtuklefum. Föng- um sem komu í hlað var tjáð að þeir yrðu sendir í vinnu en fyrst af öllu yrðu þeir að fara í aflúsun og steypi- bað. Veggir, loft og gólf úr þykkri steinsteypu og fyrir klefunum öflug, hljóðeinangruð stálhurð með gægju- gati. Þetta var því hávaðalítið múg- morð, enn einn vel heppnaður liður- inn í þeim útsmogna blekkingarvef sem gyðingum – og umheiminum, var haldið í á þessum raunatímum. Af margvíslegum ástæðum var reynt að drepa fólkið á komudegi en sjaldan kom til þess að hin hrikalega afkastageta dauðaverksmiðjunnar nýttist til fulls. Fjöldi myrtra fór sjaldnast yfir 20 þúsund á dag. Bæði afkastaði þessi framleiðni oft á tíðum daglegu framboði og í öðru lagi myndaðist flöskuháls í líkbrennslu- ofnunum. Í Birkenau var að lokum óhugnanlegur fjöldi ofna sem voru í afviknum líkbrennsluhúsum (crema- torium), sem Þjóðverjar náðu að sprengja í loft upp áður en Rauði herinn frelsaði búðirnar. Dag og nótt liðaðist dökkur og daunillur reykurinn uppúr skorstein- um líkbrennslanna. Fjöldi sérvaldra fanga og kapoa stóð vaktir allan sól- arhringinn en brennslan gekk hægt. Reyndar var búið að stækka ofnana undir það síðasta, en lengi vel komst aðeins eitt lík í hvern. Það dugði ekki til. Til að létta álagið kom til kasta Einstzgruppen, sem tók fjöldagrafir þar sem þeir ýmist fluttu lík úr gas- klefunum eða skutu fangana á staðn- um. Nokkur hundruð í senn og lögðu trjáboli á milli laga svo logaði betur. Ef það dróst að brenna líkin í fjölda- gröfunum, var huslað yfir þau mold- arlagi. Þá kom upp nýtt vandamál, jörðin tók fljótlega að lyftast allt á annan metra og út vall metangas sem myndaðist við rotnunina. Janek, leið- sögumaðurinn okkar, sagði að enn þann dag í dag væri gasið að leita upp á yfirborðið, íbúunum til skelfingar. Jarðvegurinn í kringum Auschwitz- svæðið væri óhuganlega mengaður og geymdi ömurlegar hryllingssög- ur. Þúsundir beinagrinda, rotnandi hold, skelfilegt magn ösku úr lík- brennsluofnunum. Flestir þekkja slagorðið yfir hlið- inu inn í þrælabúðirnar Auschwitz I. Það er liður í blekkingunni sem að því er virðist ótrúlega margir gyð- ingar féllu fyrir; að þeir væru komnir á staðinn til að vinna. Óvissuástandið væri tímabundið, síðan færi allt að lagast á ný. Tvöfaldar 4 metra háar rafmagns- girðingar umlykja Auschwitz I. og II. Með stuttu millibili eru varðturnar þar sem hermenn stóðu vakt allan sólarhringinn, gráir fyrir járnum. Þeir tilheyrðu sérstökum dauða- deildum SS: Totenkopfverbände og Totenkopfsturmbahn. Við höldum inn í þetta hverfi dauð- ans. Það sem slær mann fyrst af öllu er ótrúlegur fjöldi uppistandandi bygginga, og hrikaleg stærð alls slátrunar- og þrælabúðasvæðisins (Auschwitz II. og III.), sem er meira og minna í rústum. Það er óhugn- anlegt til þess að hugsa hversu mikla þekkingu, hugvit og skipulagshæfi- leika þarf til að slík morðverksmiðja virki eins og nýsmurð vél. Allt varð að gerast fyrir lokuðum tjöldum, hvorki umheimurinn né gyðingaþjóð- in mátti fá vitneskju um hvað var á seyði í þessu manngerða helvíti. Þjóðverjar leyndu tilvist búðanna frá upphafi af mikilli fyrirhyggjusemi. Í þeim tilgangi voru notaðar rafmagn- aðar gaddavírsgirðingar, grafnir tugir kílómetra af skotgröfum. 40 ferkílómetra svæði umhverfis Ausch- witz I. – III., svonefnt „Inter- essengebiet“, var lokað af. Heima- menn voru allir drepnir á árunum 1940–41 og um 1.000 pólsk heimili jöfnuð við jörðu. Þúsundir lærðra manna og leikra hafa velt þeim spurningum fyrir sér í hartnær 60 ár hví umheimurinn brást ekki við, hvernig í ósköpunum þjóðarmorð á milljónum manna gat átt sér stað? Hvers vegna sömu millj- ónirnar gengu nánast út í opinn dauðann? Þegar aðstæðurnar eru skoðaðar einfaldast hlutirnir og fyrir manni upplýkst gamalkunnur sann- leikurinn: Hér voru að verki viti firrt, bráðsnjöll illmenni. Svo er verið að efast um tilvist þess illa. Gráar byggingarnar koma kunn- uglega fyrir sjónir en áhrifin eru engu að síður ólýsanleg. Við erum komnir á staðinn sem ég áleit í bernsku að væri endapunktur illsku mannkynsins. Ég leyfi mér að efast um það í dag, grimmdin á sér engin takmörk og okkur umhugað að sanna það sem oftast og bæta afrekaskrá mannvonskunnar. Hér var framinn stór hluti svívirði- legasta þjóðarmorðs í sögunni. Það hlýtur að liggja á gestunum einsog mara. Hver staðurinn upplýkst á eft- ir öðrum, þrunginn voðasögu. Rétt innan við hliðið komum við að veggn- um þar sem kvenfangahljómsveitin undir stjórn hetjunnar Faniu Fen- elon, lék fegurstu tónlist meistar- anna fyrir kvalara sína til að halda lífi og sönsum. Tónarnir hljóðna í hug- anum, skorinorð lýsing leiðsögu- manns tekur yfir. Janek sýnir okkur hverja bygg- inguna á eftir annarri, flestar eru nýttar undir safn um Helförina. Síð- an kemur röðin að Svarta veggnum, Blokk 10 og 11. Þessi ægilegu nöfn eru allt í einu orðin að bláköldum raunveruleika fyrir augum okkar. Salur eftir sal, fullur af hræðilegum martröðum sem blasa við gegnum glugga á veggjunum sem snúa að ganginum. Eitt er troðfullt af gler- augum, annað af mannshári, en sov- éski herinn fann 7 tonn af þessu ógeðfellda hráefni til fatagerðar, er hann frelsaði búðirnar í janúar 1945. Stórt herbergi er fullt af ferðatösk- um, merktar ákveðnum áætlunar- stöðum Janek útskýrir fyrir okkur að merkingarnar voru enn einn hluti blekkingarinnar miklu. Logið var að gyðingunum á brottfararstað um ákvörðunarstað sem stendur á tösk- unum og koffortunum. Dauðadæmdu fólkinu talin trú um að þess biði betri tímar með blóm í haga. Við komum að herbergi sem geymir gráröndóttu fangabún- ingana; stranga af dúk úr mannshári (sem nasistar notuðu m.a. sem fóður í hermannabúninga); mikið magn af ýmiss konar skjölum, opinberum pappírum, gömlum myndum, o.s.frv. Óþrjótandi munir og minjar sem segja meira en nokkur orð. Við göngum fram á herbergi fullt af skóm misjafnlega slitnum, vönd- uðum, vondum. Rúskinnsskóm, gúmmístígvélum, sandölum, kloss- um. Allir af fólki sem endaði göngu sína í Auschwitz. Maður beygir af þegar við blasir haugur af barna- skóm. Eftir áfallið við skósafnið deyfist sálarhróið, og veitir ekki af. Hvar- vetna blasa hörmungarnar við. Undir það síðasta sýnir Janek óhugnanlega vistarveru í kjallara einnar blokkar- innar, sem gekk undir nafninu „kap- ellan“. Eitt af mörgum pyntingar- tækjum SS manna. Þetta er lítill klefi, 3–4 fermetrar. Þar lentu þeir sem voru með stórafbrot á bakinu, líkt og að hafa vogað sér að horfast í augu við böðlana, stolið sér brauð- bita, sagt eitthvað óæskilegt. Tyftun- in fólst í að kapellan var fyllt af uppi- standandi brotamönnum þangað til að fleirum varð ekki inn troðið. Um leið og þreytan fór að taka völdin og fólkið að kikna í hnjáliðunum var voðinn vís. Þeir sem hnigu niður voru umsvifalaust skotnir einsog hver annar ófögnuður. Er sá síðasti lá í valnum var kapellan fyllt á nýjan leik. Loksins erum við komin á enda- punktinn aftur, út í blessaða maísól- ina og skoðum að endingu minja- gripaverslunina. Nú er farið að fjölga á svæðinu. Fólksflutningabílar koma og fara, Janek segir okkur að venju- lega fái gestirnir einn og hálfan til tvo tíma á svæðinu. Ég mæli með því að fólk sem vill kanna búðirnar fari á eigin vegum og leigi sér leiðsögu- mann. Hér verða gestir að fá að ráða tíma sínum sjálfir, annað er vanvirða við minningu fórnarlambanna. Það er einnig ljóst að hingað kemur mað- ur heldur ekki ónauðugur í annað sinn. Það er líflegt í minjagripasölunni og okkur kemur spánskt fyrir sjónir að hér er skyndibitastaður því mat- arlystin lætur lítið á sér kræla. Fjöldi fólks, mest miðaldra bandarískir gyðingar, hakkar í sig pylsur, sam- lokur, hamborgara. Öðrum er lífs- reynslan óbærileg. Við þremenning- arnir setjumst þegjandi með kaffibolla og hvílum lúin bein eftir margra tíma göngu. Í gegnum skvaldrið, smjattið og hlátrasköllin heyri ég snökt í gömlum manni sem situr ásamt konu sinni og öðrum hjónum við næsta borð. Hann hefur örugglega upplifað sitt af hverju. Augu okkur mætast, ég heilsa og reyni að brosa hughreystandi til hans. Hér eru flestir þjáningarbræð- ur. Hópur vannærðra, tötralegra barna starir í linsu myndavélarinnar. Wilhelm Frick Josef Mengele Reinhard Heydrich Hans Frank Adolf Eichmann saebjorn@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.