Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 51 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. www.regnboginn.is Stríðið er hafið! Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20. FRUMSÝNING SV. MBLHK. DV Tortímandinn er kominn aftur. Fyrsta flokks spennumynd.  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. MICHAEL DOUGLAS ALBERT BROOKS Búðu þig undir versta brúðkaup sumarsins þar sem allt getur gerst! Ein besta gamanmynd sumarsins með stórleikaranum Michael Douglas. YFIR 15000 GESTIR! www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Stríðið er hafið! Sýnd kl. 4, 6.30, 9 og 11.35.B.i. 14 ára. Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins! SV. MBLHK. DV Tortímandinn er kominn aftur. Fyrsta flokks spennumynd.  Kvikmyndir.com MICHAEL DOUGLAS ALBERT BROOKS FRUMSÝNING Búðu þig undir versta brúðkaup sumarsins þar sem allt getur gerst! Ein besta gamanmynd sumarsins með stórleikaranum Michael Douglas. POWE RSÝnI NG kl. 11 .35. Á STÆ RSTA THX tJALD I LAND SINS YFIR 15000 GESTIR! TVÆR forvitnilegar skífurað vestan rötuðu til lands-ins fyrir skemmstu, önnur,Lapalco með Brendan Benson, reyndar búin að vera lengi á leiðinni, kom út á síðasta ári vestan hafs en Evrópubúar hafa þurft að bíða drjúga stund. Hin, Sumday, með Grandaddy, er með hljómsveit sem sendi frá sér frábæra plötu fyrir þremur árum og loks nýja plötu um daginn. Brendan Benson – Lapalco Jack White White Stripes-maður er meðal þeirra sem hampað hafa tónlistarmanninum Brendan Benson og White Stripes hefur meðal ann- ars lag eftir Benson á tónleika- dagskrá sinni. Fyrir vikið hafa menn viljað telja Benson til Detroit- bylgjunnar sem svo mjög hefur bor- ið á undanfarið. Brendan Benson hefur eiginlega goldið þess að eiga svo góða vini, því hann er ekki blúsrokkari, ekki bíl- skúrsbúi sem er því ánægðari sem gítarhljómar hans eru skældari. Hann er popplagasmiður í hæsta gæðaflokki, naskur á laglínur og króka þá og kima sem gera popplag að einhverju meira en síendurteknu viðlagi, dæmigerður pælari sem sit- ur slímusetur inni í svefnherbergi og grúfir sig yfir gítarinn. Benson var svo óheppinn að kom- ast snemma á samning hjá stórfyrir- tæki, því Virgin samdi við hann um útgáfu á skífu og vildi svo hafa putt- ana í því hvernig sú plata myndi hljóma. Fyrsta atlaga að skífunni var þegar Benson fór í hljóðver með upptökustjóranum Jason Falkner og tók upp með honum en Falkner samdi að auki með honum mörg lag- anna. Þegar Benson skilaði svo plöt- unni til útgáfunnar fundu menn henni allt til foráttu og þá helst að ekki yrði hægt að selja hana. Aftur var haldið í hljóðver, að þessu sinni með Ethan James við stjórnvölinn (glöggir sjá þegar hvað útgáfan vildi fá; Falkner hafði áður unnið með síð- hippunum skemmtilegu Jellyfish en James með þeim leiðu lúðum Jane’s Addiction). Þrátt fyrir afskipti útgáfunnar varð platan, One Mississippi, býsna góð, lögin skemmtileg og útsetn- ingar þokkalegasta blanda af rokki og poppi, kraftapopp sögðu sumir og líktu við Matthew Sweet meðal ann- ars. Það dugði ekki til að selja hana, kraftapoppið eiginlega búið að syngja sitt síðasta þegar hér var komið sögu (1996), og næstu árin komst fátt að hjá Benson annað en að losna undan Virgin-samningnum. Að því loknu var svo hægt að snúa sér að tónlistinni að nýju, eða í það minnsta að taka upp, því hann hætti ekki að semja lög þó hann hafi samið af sér. Fyrir rúmu ári kom út vestan hafs önnur breiðskífa Brendans Bensons, Lapalco, á vegum smáfyrirtækis, StarTime. (Það er svo kaldhæðni ör- laganna að þegar útgáfurétturinn var framleigður til stórfyrirtækis, eins og alsiða er, varð V2 fyrir val- inu, en sú útgáfa var einmitt stofnuð upp úr Virgin útgáfunni þegar það fyrirtæki var selt.) Platan nýja er fyrirtak og hefur ekki spillst við það að vera ár á leið- inni hingað til lands. Benson gerir mestallt sjálfur á skífunni, syngur og leikur á bassa, gítar og trommur, en traustur aðstoðarmaður er Jason Falkner, sá hinn sami og Virgin kunni ekki að meta, en hann semur fimm lög með Benson, stýrir upp- tökum á þeim lögum og syngur með Benson. Önnur upptökustjórn er í höndum Bensons. Grandaddy – Sumday Síðasta breiðskífa bandarísku hljómsveitarinnar Grandaddy, The Sophtware Slump, þótti mikið meist- araverk, án efa ein af bestu skífum ársins 2000. Á henni var yrkisefnið hlutur tækninnar í mannheimi og ekki síst örlög tækninnar; þegar far- síminn er rafmagnslaus, þvottavélin biluð, sjónvarpið ónýtt og ísskáp- urinn ryðgar í vegkantinum er fátt gagnslausara, tækin hrúgast upp sem minnisvarðar fyrir inntakslaust líf. Víst var tekið djúpt í árinni á plötunni The Sophtware Slump sem kom út fyrir tæpum þremur árum og þó sveitin sé á svipuðum slóðum á nýrri skífu sinni, Sumday, er ekki eins dimmt yfir, aukinheldur sem tónlistin er jarðbundnari ef svo má segja. Líkt og forðum er Jason Lytle allt í öllu, semur allt, stýrir upptökum syngur með sinni sérkennilegu rödd, leikur á gítar og hljómborð. Lögin sem hann semur eru oft undir- furðuleg, laglínur fara nýstárlegar leiðir inn í eyru hlustandans og bera með sér texta sem sumir eru að því virð- ist bull, aðrir beittir og beiskir – hin dæmi- gerða togstreita milli þess að segja áheyr- anda allt af létta en lykla það svo að hann skilji helst ekki neitt. Lytle er tónlistar- maður að atvinnu, hef- ur ekki gert annað ár- um saman, en vill þó síst af öllu vera popp- stjarna; kann því illa að fljúga, er á snúrunni, líður illa á hótelum, þolir ekki að vera miðdepill athyglinnar og finnst óþægilegt að standa á sviði frammi fyrir fólki sem starir á hann. Merkilegt að hann lætur sig þó hafa það, en að því hann segir sjálfur knýr sköpunargleðin hann áfram, hann lifir fyrir lagsmíðarnar: „Og þó ég kunni því alls ekki að standa á sviði finnst mér gaman að leika á tónleikum því maður sér aldrei fyrir hvernig fer.“ Þó Lytle hafi alla tíð verið tón- hneigður hafði hann meiri áhuga á hjólabrettum og var atvinnumaður í þeirri grein þar til hann meiddist illa og þá tók tónlistin við. Kjarni sveitarinnar er tríóið Lytle, trommuleikarinn Aaron Burtch og bassaleikarinn Kevin Garcia, en aðrir liðsmenn eru píanó- leikarinn Tim Dryden og gítarleik- arinn Jim Fairchild. Sveitin hefur verið að í rúman áratug, en fyrsta breiðskífan, Under the Western Freeway, kom út fyrir sex árum. Sú var og er mjög skemmtileg og enn betri var The Sophtware Slump sem kom út 2002; plata sem hefur elst einkar vel. Menn hafa telið Sumday misjafn- lega, sumum finnst þeir Grandaddy- menn hafa mýkst um of, beiskjan horfin úr textum og lögin hlaupa ekki útundan sér eins og forðum. Óþarft er þó að hlusta á slíkt jóss, það verður enginn svikinn af skíf- unni þó það þurfi kannski að hlusta á hana oftar en einu sinni. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Tvær að vestan Tvær forvitnilegar skífur að vestan rötuðu til landsins fyrir skemmstu. Önnur, Lapalco með Brendan Benson, og Sumday, með Grandaddy. Grandaddy-flokkurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.