Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 41 Elsku frænka. Það hvarflaði ekki að mér að ég ætti ekki eftir að sjá þig aftur þegar ég kvaddi þig síðast, við ætluðum að hittast í haust og gera eitthvað skemmtilegt. Innst inni vissi ég að hverju stefndi en ég vildi ekki trúa raunveruleikan- um, hann kemur manni alltaf á óvart. Þú varst myndarleg og mikil húsmóðir, þú hafðir gaman af því að baka og lofaðir þá gjarnan ömmubörnum að hjálpa til. Þetta sagði mér meira en mörg orð, þau eiga eftir að sakna ömmu sárt. Þú varst mjög góð og natin við pabba þinn meðan hann lifði, því þú komst oft með hann í kaffi og keyrðir hann eitt og annað, það sýnir hvað þú varst heilsteypt og góð við allt og alla. Það var alltaf gott að koma til þín og finna hlýjuna og góðviljann sem stafaði frá þér og þínu heimili. Elsku frænka þú fórst alltof fljótt frá okkur, við áttum eftir að gera svo margt saman, en við ráð- um víst engu um okkar næturstað. Ég samhryggist ykkur öllum og sérstaklega þér, Kæja mín, sem varst svo yndisleg og góð við mömmu þína. Ég veit af eigin raun hvað sorgin getur verið sár, en maður lærir að lifa með henni. RAGNHEIÐUR BJÖRK RAGNARSDÓTTIR ✝ RagnheiðurBjörk Ragnars- dóttir fæddist á Skagaströnd 9. apríl 1939. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 18. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grindavíkur- kirkju 25. júlí. Elsku Ragga mín, þakka þér fyrir að fá að kynnast þér, ég veit að við eigum eftir að hittast aftur. En hvar og hvenær veit ég ekki. Þessi litla grein er örlítill þakklætisvott- ur fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg, hennar skarð verður aldrei fyllt. Guð veri með ykkur öllum, Guðríður (Gúrý) frænka. Látin er góð vinkona mín, Ragn- heiður eða Ragna í Grindavík eins og við skólasystur hennar kölluð- um hana okkar á milli. Hún hefur lokið lífshlaupi sínu langt um aldur fram eftir erfiðan sjúkdóm um nokkurt skeið. Við kynntumst á Laugarvatni og vorum mikið sam- an, fórum meðal annars til Dan- merkur og unnum á hóteli í tæpt ár. Það var skemmtilegur tími, við ferðuðumst mikið og alltaf var eitt- hvað að gerast hjá okkur. Ragna var yndisleg manneskja, það var afar gott að vera í návist við hana og spjalla, hún kom fram við alla eins, sama hver átti í hlut, alltaf látlaus og alúðleg, það er ekki öll- um gefið. Eftir að við giftum okkur og fór- um að búa, hún í Grindavík en ég úti á landi, urðu samverustund- irnar færri og saknaði ég þess oft, en við vorum í góðu sambandi hvor við aðra og hittumst af og til, en alltof sjaldan. Ragna varð ung ekkja og varð að vinna utan heim- ilis alltaf eftur það, hún vann við ýmis störf í Grindavík og núna síð- ast við hótelið í Bláa lóninu þar sem henni þótti gott að vera. Ég vil með þessum línum þakka Rögnu fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, það er sárt að kveðja hana svona fljótt. Börnum Rögnu, systkinum og fjölskyldum þeirra sendi ég samúðarkveðjur. Missir þeirra er mikill. Guðrún. Hún Þórunn Þor- geirsdóttir, Tóta frænka mín, dó 10. júlí síðastliðinn, 101 árs að aldri. Ég hélt að hún yrði hér alltaf. Í næst- um 30 ár hefur hún kvatt mig með trega þegar ég hef farið af landi brott, sannfærð um að sjá mig aldrei aftur. Í hvert sinn sem ég hef komið aftur á „klakann“ hefur hún fagnað mér með sólskinsbrosi, kossi og hlýju en föstu handtaki. Tótu fannst alltaf best að hafa alla heima hjá sér og skildi ekki flakk um heimsins lönd. Síðustu ára- tugina var hún ævinlega á inniskóm og flest ferðalögin hennar voru út á tröppur að blessa húsið, anda að sér norðangarranum eða að kveðja gesti sem komu á Flókagötuna. Tóta var margorð um þær hættur sem stafa af ferðalögum en sjálf hafði hún sem ung kona ferðast yfir þunnan ís á jökul- fljóti og hætt lífi sínu til að sjá föður sinn í hinsta skipti. Þótt Tóta væri ekki víðförul var hún fróð um sögu og staðhætti ýmissa landa, nær og fjær. Mér er það minn- isstætt þegar ég kom frá Lundúnum í fyrsta sinn spurði Tóta mig í þaula um hvað ég hefði séð og fræddi mig um sögu borgarinnar. Eftir heimsóknina í eldhúsið til Tótu fannst mér ég loks- ins vera búin að sjá heimsborgina. Tóta hafði stálminni, mundi allt sem ÞÓRUNN ÞORGEIRSDÓTTIR ✝ Þórunn Þorgeirs-dóttir fæddist í Haukholtum í Hruna- mannahreppi 6. mars 1902. Hún lést á Droplaugarstöðum 10. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kapellu 18. júlí. hún hafði lært og gat þulið ártöl, atburði og ýmsan kveðskap. Á fyrri árum eyddi hún mörgum stundum á Þjóðskjalasafninu og fléttaði grúski við heim- ilisstörf og aðra vinnu. Það er erfitt að lýsa svo margbrotinni per- sónu og orð skorta þann kraft sem bjó í þessari litlu og grönnu konu. Henni fannst gaman að tala við fólk og þótti gott að skála við gesti í sjerr- íi en á sama tíma forð- aðist hún margmenni og hélt sig mest heima við. Hún gat verið hörð og ákveðin en gat líka verið blíð og glað- sinna. Hún var barngóð og gestrisin og henni var umhugað um að öllum gestum á Flókagötunni liði sem best og þeir fengju örugglega nóg að borða og drekka. Hún lagði sig fram um að kanadískum eiginmanni mínum, sem er af írsku bergi brotinn, fyndist hann vera hluti af fjölskyldunni og benti honum á tengsl Íslendinga og Íra sem koma fram í fornsögunum. Í seinni tíð varð Tótu oft hugsað til hvað dauðinn fæli í sér. Henni fannst ósanngjarnt að fara í þessu hinstu ferð án þess að vita hvað tæki við. Hún fór oft með eftirfarandi sálma- brot: Gott er að treysta guð á þig, gleður það mannsins hjarta. Yfirgefðu aldrei mig, englaljósið bjarta. Ég þakka þér Tóta fyrir hlýjar og ríkar samverustundir á liðnum ára- tugum og vona að englaljósin lýsi leið þína og gefi þér styrk. Halla Þorsteinsdóttir. ✝ Kristmundur Jó-hannes Sigurðs- son fæddist á Ref- steinsstöðum í Víðidal í Vestur- Húnavatnssýslu 9. október 1912. Hann lést á LSH Landakoti 12. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Líndal Jó- hannesson og Krist- björg Kristmunds- dóttir. Kristmundur var næstelstur fimm systkina. Eftirlifandi eigin- kona Kristmundar er Svava Þórðardóttir. Börn þeirra eru Gerða Björg og Ómar Hlynur, kvæntur Steingerði Sigurbjörns- dóttur. Börn Ómars og Stein- gerðar eru Hrafnhildur og Helga. Kristmundur starfaði lengst af sem rannsóknarlögreglumaður hjá Rannsóknarlögreglunni í Reykjavík 1945-1977 sem varð- stjóri, aðalvarðstjóri og aðst. yf- irlögregluþjónn. Hann starfaði sem aðst. yfirlög- regluþjónn hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins 1977 þar til hann hætti störfum vegna ald- urs 1982. Hann starfaði mikið að umferðaröryggis- málum, m.a. sem formaður Klúbbsins öruggur akstur í Reykjavík til margra ára. Hann var einnig virkur í félagsmálum lög- reglumanna, þ.á m. einn af stofnendum Félags yfir- lögregluþjóna. Kristmundur stundaði mikið íþróttir á sínum yngri árum, sérstaklega glímu en glímukóngur Íslands varð hann 1942. Hann var í stjórn Húnvetn- ingafélagsins í Reykjavík í 10 ár og einn af stofnendum kvöld- vökufélagsins Ljóð og saga. Útför Kristmundar fór fram frá Fossvogskapellu 18. júlí síð- astliðinn. Elskulegur tengdafaðir minn, Kristmundur Jóhannes Sigurðs- son, lést 12. júlí sl. Ég kynntist Kristmundi fyrst árið 1977 en þá var ég 16 ára. Ég var frekar feim- in við þennan myndarlega, ákveðna mann en hann og Svava, eiginkona hans, tóku mér hlýlega og opnuðu heimili sitt fyrir mér. Smám saman kynntist ég þessu stórhuga hreystimenni sem síðar varð tengdafaðir minn. Kristmundur var fæddur í Vest- ur-Húnavatnssýslu og ólst þar upp. Hann hafði afar sterkar taugar til heimahaga sinna og sagði mér margar sögur úr sveit- inni. Sögur hans af uppvaxtarárum sínum báru vitni um þeirra tíma skilyrði, mikla vinnu og ósérhlífni. Tækifæri til mennta voru fá og þótt hugur Kristmundar stæði til langskólagöngu gafst honum ekki færi á henni. En þrautseigja og fróðleiksfýsn knúðu hann til sjálfs- menntunar allt hans líf. Það var ætíð mikið af bókum í kringum Kristmund og bókasafnsferðir voru órjúfanlegur hluti af lífi hans. Eftir að hann lét af störfum vann hann að því að safna þjóðlegum fróðleik og ættfræði. Afrakstur þessarar vinnu hans er dýrmæt eign fyrir fjölskylduna. Kristmundur starfaði lengst af hjá Rannsóknarlögreglunni í Reykjavík og Rannsóknarlögreglu ríkisins. Réttlætiskennd hans, heiðarleiki og þörf fyrir að leita sannleikans hljóta að hafa verið honum leiðarljós í starfi, í stóru og smáu. Kristmundur hafði sérstak- an áhuga á umferðaröryggismálum og hafði margar hugmyndir til úr- bóta. Hann var greinilega á undan sinni samtíð í þeim efnum. Það er erfitt að lýsa einstaklingi í nokkrum orðum en hreysti er eitt af þeim lýsingarorðum sem áttu við Kristmund. Hann var mikill maður að burðum, enda góður íþróttamaður á sínum yngri árum. Kristmundur var í Íþróttaskólan- um í Haukadal í tvo vetur og sagði oft frá þeim tíma með gleði. Hann varð Glímukóngur Íslands árið 1942 en myndir af honum í glímu- búningi sýna einmitt vel líkams- burði hans. En það voru ekki ein- göngu líkamsburðir, hreysti og hæfileikar sem gerðu Kristmund að góðum íþróttamanni. Ekki var síður mikilvægur sá eiginleiki hans að gera ætíð miklar kröfur til sjálfs sín. Sá eiginleiki hafði mikil áhrif á frammistöðu hans í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Ég minnist Kristmundar sem sterks, stórhuga og örláts fjöl- skylduföður. Umhyggja, hjálpsemi og metnaður fyrir hönd fjölskyldu minnar var honum ætíð ofarlega í huga. Ég er lánsöm og þakklát fyrir að hafa átt slíkan tengdaföður. Guð varðveiti minningu hans. Steingerður Sigurbjörnsdóttir. KRISTMUNDUR JÓHANNES SIGURÐSSON Með dauðanum koma minningar; það er eins og þetta fylgist að: maður fer, minningar koma. Hlutir sem maður hafði í sjálfu sér enga hug- mynd um að maður myndi eftir rifjast upp fyrir manni. Ég man eftir heimsóknunum til Hreggviðs út á Nes sem voru yfirleitt farnar í þeim erindagjörðum að fá lánaðar hljóðbækur, sem svo eru kall- aðar, en Hreggviður átti af þeim myndarlegt safn. Í einni slíkri heim- sókn sagði ég við hann að mér þætti gott að hlusta á íslendingasögurnar á milli þess sem ég læsi undir próf. Tal- ið barst síðan nánar að próflestri og ég trúði honum fyrir því að ég væri orðinn dauðuppgefinn. Það er enginn lestur nema menn lesi sér til hita í tíu gráðu frosti, sagði hann þá. Úff! Ég man eftir því þegar ég sá Hreggvið í síðasta sinn. Þá var hann búinn að flytja sig til á Nesinu, íbúðin öllu minni og því tóku bókahillurnar helst til of mikið pláss en ég var vanur að skoða þær gaumgæfilega enda þéttsettnar af áhugaverðum bókum. Hreggviður sat í hægindastól þegar HREGGVIÐUR STEFÁNSSON ✝ Hreggviður Stef-ánsson fæddist í Galtafelli í Hruna- mannahreppi 20. mars 1927. Hann lést á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi 16. júlí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Seltjarn- arneskirkju 23. júlí. ég kom inn með þykkan doðrant sér í hönd, sem fjallaði um innrás Þjóð- verja inn í Sovétríkin í seinni heimstyrjöldinni, sem Hreggviður taldi vera mjög mikilvægan atburð í heimssögunni og eyddi miklu púðri í að útskýra fyrir mér hvers vegna. Hægra megin við hann hékk mynd af sjálfum Jósep Stalín upp á vegg. Við hlið Stalíns á myndinni var kona sem Hreggviður sagði, ef mig minnir rétt, að svipaði til fjallkonu okkar Íslend- inga; einhvers konar tákngervingur. Stalín var tittur, einnogsjötíu á hæð, en á myndinni er hann látinn vera mun hærri en fjallkonan, sagði Hreggviður. Áður en ég skildi við hann spurði ég hvort hann gæti miðlað eitthvað af reynslu sinni í gegnum lífið og gefið mér hollráð. Mundu bara, sagði hann, að Stalín var góður við börnin. Einmitt það. Og ég man líka eftir bréfunum sem hann sendi frá Spáni, yfirleitt um jól- in. Ég efast um að það sé til betri stíl- isti nema ef skyldi vera Þórbergur Þórðarson. Og svo er hann eini mað- urinn sem ég hef lesið eitthvað eftir sem er fyndnari en Halldór Laxness. Stundum las ég uppúr þeim fyrir vini og vakti alltaf mikla lukku. Minningarnar um hinn látna frænda minn eru sem sé bara góðar. Þórunni konu hans og nákomnum votta ég mína dýpstu samúð. Jakob Már Stefánsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KR. GUÐMUNDSSON fyrrv. verkstjóri frá Hafnarfirði, Þorláksgeisla 6, Reykjavík, lést föstudaginn 25. júlí á deild 11G Land- spítalnum Hringbraut. Jóhanna Þorbjörnsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir, Sigurður Kjartansson, Lovísa Guðmundsdóttir, Arnþór Bjarnason, Þorbjörn Guðmundsson, Anna Linda Steinarsdóttir, Vilborg Guðmundsdóttir, Loftur Jónasson, barnabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.