Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 39 Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTMUNDUR J. SIGURÐSSON fyrrv. aðstoðaryfirlögregluþjónn, Bogahlíð 9, Reykjavík, lést á LSH Landakoti laugardaginn 12. júlí. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki á L1 Landakoti og B4 Fossvogi fyrir góða umönnun. Svava Þórðardóttir, Gerða Björg Kristmundsdóttir, Ómar H. Kristmundsson, Steingerður Sigurbjörnsdóttir, Hrafnhildur Ómarsdóttir, Helga Ómarsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, FJÓLA SIGURJÓNSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 18. júlí. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju á morgun, mánudaginn 28. júlí kl. 13.30. F.h. aðstandenda, Björk Kristjánsdóttir, Stefanía Kristjánsdóttir, Ásgeir Þór Hjaltason, Sigurlaug Jakobsdóttir, Bragi Már Bragason, Valdimar G. Jakobsson. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU KRISTÍNAR ALEXANDERSDÓTTUR frá Suðureyri við Súgandafjörð, Dalbraut 27. Berta G. Björgvinsdóttir, Tómas Högnason, Sigurður St. Björnsson, Rakel Sigurðardóttir, Guðrún Ása Björnsdóttir, Angantýr Vilhjálmsson, Daníel G. Björnsson, Jórunn Guðmundsdóttir, Alexander G. Björnsson, Gyða Gorgonia Björnsson, Björn K. Björnsson, Marteinn S. Björnsson, Kristín Helgadóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURÞÓRS JÚNÍUSSONAR, Grenilundi 8, Garðabæ. Guð blessi ykkur. Guðrún Marta Jónsdóttir, Kristinn Jens Sigurþórsson, Hjördís Stefánsdóttir, Pálína Jóna Guðmundsdóttir, Ómar C. Einarsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við frá- fall og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÚLFHILDAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Dysjum, Garðabæ. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til hinna fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug og heiðruðu minningu ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR GUÐBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, Vífilsdal, Hörðudalshreppi. Guð blessi ykkur öll. Hulda Heiðdal Hjartardóttir, Svanur Hjartarson, Edda Tryggvadóttir, Haraldur Bjarni Hjartarson, Anna Flosadóttir, Svava Heiðdal Hjartardóttir, Ólafur Kristinn Eggertsson, Hugrún Heiðdal Hjartardóttir, Jörundur Hákonarson, Hörður Hjartarson, Elín Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, INGVA GUNNARS EBENHARDSSONAR fyrrv. skrifstofustjóra, Árskógum 6, Reykjavík, áður Víðivöllum 18, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á deild 11E Landspítala Hring- braut, líknardeild Landspítala Landakoti og hjúkrunarþjónustu Karitasar. Guðrún Erla Ingvadóttir, Heiðar Pétur Guðjónsson, Jónína Ingvadóttir, Jóhann Hjartarson, Emma Guðrún Heiðarsdóttir, Sæunn Sif Heiðarsdóttir, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir. ✝ Hallgrímur Jó-hann Jónsson fæddist í Reykjavík 10. september 1928. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 17. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar Hallgríms voru Sigríður Hallgríms- dóttir, f. í Hvammi í Fljótum 15.10. 1898, d. 4.1. 1953, og Jón Björnsson vélstjóri, f. á Ketilstöðum á Tjörnesi 23.6. 1898, d. 30.12 1976. Hall- grímur á tvo bræður, Árna, f. 1926, og Óla Þór, f. 1935, d. 1967. Hallgrímur kvæntist 1949 Sheilu Finch og eru börn þeirra: 1) Margrét Katrín, f. 15.10. 1949, gift Dennis Plaice, börn þeirra eru: a) Samantha Ósk Eastwood, f. 2.7. 1976, gift Daniel Eastwood, og b) Lukas Jóhann, f. 4.10. 1978, unn- usta Rachael Boorn, sonur þeirra er Toby Kennett, f. 29.12. 2001. 2) 1978, unnusta Gunnur Kristín Gunnarsdóttir, b) Óskar Þórarinn, f. 12.9. 1981, c) Árdís Ethel, f. 10.12. 1986, og d) Hrafn Davíð, f. 9.2. 1989. Fyrir átti Ethel tvö börn, þau eru: 1) Rannveig Þóra Garð- arsdóttir, f. 23.8. 1949, gift Guð- mundi Haukssyni, börn þeirra eru: a) Halldóra, f. 20.6. 1973, unnusti Gunnar Valþórsson, sonur þeirra er Valþór Reynir, f. 24.9. 2000, b) Garðar Haukur, f. 2.5. 1977, og c) Guðmundur Helgi, f. 20.8. 1980, unnusta Katla Sturludóttir. 2) Gísli Baldur Garðarsson, f. 1.11. 1950, kvæntur Helgu Baldursdóttur, börn þeirra eru: a) Garðar Páll, f. 9.2. 1979, b) Anna María, f. 25.1. 1981, gift Bjarna Guðjónssyni, dóttir þeirra er Helga María 27.2. 2002, c) Grímur Helgi, f. 22.3. 1986, og d) Gísli Baldur, f. 1.6. 1989. Gekk Hallgrímur börnum Ethelar í föður stað. Þau skildu. Eftirlifandi eiginkona Hall- gríms er Ingrid Marta Kruger. Þau bjuggu síðustu 14 árin í Karls- ruhe í Suður-Þýskalandi. Hallgrímur lauk flugnámi árið 1948 og starfaði lengst af sem flugstjóri. Var flugið áhugamál hans alla tíð. Útför Hallgríms var gerð frá Fossvogskirkju 23. júlí. Jón Stefán, f. 27.11. 1951, kvæntur Svan- hildi Sigurðardóttur, f. 12.7. 1944, börn þeirra eru: a) Kolbrún Ýr, f. 15.1. 1976, gift Knúti Loga Lárussyni, dóttir þeirra er Lauf- ey María, f. 4.12. 2000, og b) Hallgrímur Jó- hann, f. 18.3. 1980. Hallgrímur og Sheila skildu. Árið 1955 giftist Hallgrímur Ethel Bjarnasen, f. í Vest- mannaeyjum 26.3. 1930, d. 29.12. 2001. Börn þeirra eru: 1) Óskar Garðar, f. 4.2. 1956, kvæntur Valgerði Bjarnadóttur, dætur þeirra eru Auður Ósk, f. 1997, og Eyrún Arna, f. 1999. Fyr- ir átti Valgerður soninn Bjarna, f. 1983. Fósturdóttir Óskars frá fyrra hjónabandi er Lísa, f. 1975. 2) Sigríður, f. 5.1. 1959, var gift Hrafni Haukssyni, börn þeirra eru: a) Haukur Daníel, f. 27.7. Okkur er ljúft að minnast föður okkar sem lést 17. júlí sl. Margs er að minnast og margar góðar stundir sem við áttum saman, fyrst í Víðihvamminum þar sem við biðum eftir að pabbi kæmi heim úr flugi með eitthvað útlent góðgæti og gjafir, flugferðunum í litlu flugvél- unum sem hann hafði yndi af, póst- kort frá Nígeríu eða einhvers staðar utan úr hinum stóra heimi. Síðar þegar við höfðum eignast okkar eig- in börn hversu stoltur hann var af öllum hópnum, hversu vel hann tók á móti þeim þegar þau dvöldu hjá afa og Ingrid í Þýskalandi. Þau munu öll sakna afa síns. Faðir okkar var litríkur persónu- leiki og allt sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann af ástríðu, hvort sem það var svifflug, óhefðbundnar smáskammtalækningar sem hann lærði og allt þar á milli, alltaf var hann brunnur af fróðleik. Blessuð sé minning hans og hugur okkar og samúð er með eftirlifandi eiginkonu hans Ingrid. Margrét Katrín, Jón Stefán, Óskar Garðar, Sigríður Hallgrímsbörn og fjölskyldur. Haddi minn. Þú varst tengdafaðir minn frá árinu 1970 og komst ávallt fram við mig eins og faðir. Ég var mjög þakk- látur fyrir alla hjálpina fyrstu árin þegar það var erfitt hjá okkur. Ég mun aldrei gleyma góðu stundunum sem við áttum saman og það sem mér þótti skemmtilegast var að spjalla við þig um allt þar sem þú varst mjög víðlesinn og fróður um allt. Börnunum okkar þótti alltaf mjög vænt um þig og svo hann litli Toby okkar sem þú lékst þér við þeg- ar þú komst í heimsókn til okkar til Englands. Það mun myndast skarð í líf okkar eftir fráfall þitt. Elsku Ingrid mín, vertu dugleg því tíminn læknar. Þinn tengdasonur Dennis. HALLGRÍMUR JÓHANN JÓNSSON Elsku afi. Þó svo að þú sért búinn að yf- irgefa þennan heim vitum við að þú munt ávallt fylgja okkur. Þú munt ávallt vera í hjörtum okkar. Elsku afi, hvíldu í friði. Þín barnabörn Samantha Ósk og Lukas Jóhann. HINSTA KVEÐJA Okkar ástkæra SIGRÚN PÁLSDÓTTIR, Kolbeinsgötu 50, Vopnafirði, sem lést þriðjudaginn 15. júlí, verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju þriðjudaginn 29. júlí klukkan 14.00. Jarðsett verður að Hofi. Sigurður Guðmundsson, Bergljót Sigurðardóttir, Davíð Þorsteinsson, Anna Guðný Sigurðardóttir, Sigurlaug Pálsdóttir, Ágúst Sigurðsson og barnabörn. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.