Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SENNILEGA ræður fáttjafn miklu um afkomuvenjulegs fólks hér á landiog hvernig til tekst meðkaup á eigin húsnæði. Það eru stærstu fjárhagslegu ákvarðan- irnar í lífi flestra og líka ákvarðanir sem langflestir Íslendingar taka nokkrum sinnum á lífsleiðinni, þar sem óvíða er jafn algengt og hér að fólk búi í eigin húsnæði. Við fasteignakaup er fólk iðulega að skuldbinda sig áratugi fram í tím- ann, jafnvel það sem eftir er starfs- ævinnar. Það skiptir því miklu máli hvernig til tekst og hvernig ástandið er á fasteignamarkaði hverju sinni. Er verðið hátt eða lágt í sögulegu samhengi, hvernig er lánafyrir- greiðslan, hverjir eru vextirnir, hvernig ívilnar skattakerfið þeim sem eru að kaupa sér eigin húsnæði o.s.frv? Þetta er rifjað upp hér meðal ann- ars vegna fyrirætlana stjórnvalda um að stórauka fyrirgreiðslu við hús- næðiskaupendur með lánum sem geta numið allt að 90% af matsverði íbúðarhúsnæðis og orðið allt að 21 milljón kr. frá og með 1. maí árið 2007. Greiningardeild Landsbanka Íslands áætlar að þessar breytingar á lánafyrirgreiðslu geti haft í för með sér 10-15% hækkun á markaðsverði húsnæðis. Sú hækkun kæmi til við- bótar verðlagi á húsnæði sem hefur ekki í annan tíma verið hærra, sam- kvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins, ef undan er skilið skamm- vinnt tímabil á árinu 1982 á tímum óðaverðbólgu hér á landi. Verð á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu hefur hækkað um 70% frá árinu 1997, sem er 40% raunhækkun á tímabilinu. Í því sambandi ber að hafa í huga að fasteignaverð var orð- ið mjög lágt á þeim tíma í sögulegu samhengi eftir margra ára trega sölu á fasteignamarkaði hér á landi, sem eflaust tengdist fyrst og fremst efna- hagsörðugleikum á fyrri hluta síð- asta áratugar. 12—13% hækkun síðasta árið Ekkert lát er á verðhækkunum nú, því síðustu tólf mánuði hefur verðlag á húsnæði hækkað að meðaltali um 12-13% samkvæmt upplýsingum Fasteignamatsins. Raunar má rekja verðbólgu síðustu mánaða að lang- stærstum hluta til þessarar hækkun- ar fasteignaverðs, því verðlagshækk- anir af öðrum toga eru nánast ekki fyrir hendi síðasta árið. Hver fer- metri í tveggja herbergja íbúð á höf- uðborgarsvæðinu kostaði að meðal- tali á fyrrihluta þessa árs 136 þúsund kr. miðað við staðgreiðsluverð og hefur hækkað um 56 þúsund kr. frá árinu 1997, en þá kostaði fermetrinn í tveggja herbergja íbúð í kringum 80 þúsund krónur að meðaltali. Hlutfallslega sambærilegar hækk- anir hafa orðið á stærra húsnæði, en fermetraverð á öllum stærðum íbúða í fjölbýlishúsum hefur hækkað um nálægt 70% á ofangreindu tímabili. Lítil einbýlishús hafa hins vegar hækkað meira en þessu nemur eða um rúm 80% og fermetraverð í stórum einbýlishúsum hefur hækkað minna eða sem nemur tæpum 65% á ofangreindu tímabili. Tæplega 2.000 kaupsamningar á síðasta ársfjórðungi Við erum jafnframt að upplifa nú lengsta tímabil samfelldra verð- hækkana á fasteignamarkaði á síð- asta aldarfjórðungi og það eru engin merki um að það sé að breytast, eins og fyrr sagði. Til marks um það eru einnig nýjar tölur Fasteignamatsins sem sýna að tæplega tvö þúsund kaupsamningar um húsnæði voru gerðir á öðrum ársfjórðungi í ár, sem er um 100 fleiri kaupsamningar en gerðir voru á sama ársfjórðungi í fyrra og um 200 fleiri en gerðir voru á fyrsta ársfjórðungi yfirstandandi árs. Að sama brunni ber að fyrstu sex mánuði ársins bárust Íbúðalánasjóði tæplega eitt þúsund fleiri umsóknir um húsbréf en á sama tímbili í fyrra. Umsóknir um húsbréf voru 5.843 í ár en á sama tímabili í fyrra voru um- sóknirnar 4.863 talsins, sem jafngild- ir um 20% aukningu. Aukningin er enn meiri ef júnímánuður er einn skoðaður, því þá bárust 1.066 um- sóknir um húsbréf. Í sama mánuði í fyrra voru umsóknirnar 793 talsins og fjölgaði þeim því um 35% á milli mánaða. Í krónum talið er aukningin enn meiri, því heildarfjárhæð sam- þykktra skuldabréfaskipta var um 45% hærri í júní í ár en í sama mán- uði í fyrra. Á fyrstu sex mánuðum ársins jókst heildarfjárhæð sam- þykktra umsókna um 36%. Megin- ástæða þess er að meðalfjárhæðir bréfa hafa aukist verulega, eða um 17%. Meðalfjárhæðin á fasteignabréf er að meðaltali 3,9 milljónir kr., sam- kvæmt upplýsingum frá Íbúðalána- sjóði. Þá voru afgreidd húsbréf á reiknuðu verði um 16% hærri í júní 2003 en júní 2002. Það er þannig mikið líf í fasteigna- markaðnum nú og enn frekar stíg- andi en hitt, samkvæmt þessum upp- lýsingum um ástandið í júnímánuði síðastliðnum og á fyrrihluta ársins samanborið við sama tímabil árið 2002. Fyrri verðhækkunartímabil hafa verið mun skammvinnari en þetta og þeim hafa fylgt löng tímabil þar sem verð hefur staðið í stað og lækkað með tíð og tíma. Verðlækk- anir hafi yfirleitt komið fram með þeim hætti að hækkanir á íbúðarhús- næði hafa hætt að halda í við verðlag og verðið því rýrnað smátt og smátt vegna verðlagshækkunarinnar frek- ar en að um beinar verðlækkanir í krónutölu hafi verið að ræða. Þannig var það til dæmis um miðjan níunda áratuginn þegar verðlag á húsnæði rauk upp samfara góðæri til sjávar og sveita og nýju húsnæðislánakerfi árið 1986 sem stórjók fyrirgreiðslu við húsnæðiskaupendur, sem hafði verið afar takmörkuð áður. Í niður- sveiflunni sem fylgdi í kjölfarið árin 1988-91 þegar að kreppti í efnahags- lífinu stóð fasteignaverð í stað og lækkaði verulega að raungildi vegna verðbólgu þess tíma. Sama gerðist þó í miklu minna mæli væri á árinu 2001 þegar verð- bólgan fór tímabundið upp í 10% án þess að húsnæði hækkaði í sama hlutfalli. Verð á húsnæði rýrnaði því um skamman tíma í hlutfalli við verð- lag, en hefur síðan hækkað talsvert umfram það sem það var áður. Náin tengsl milli ástandsins í efna- hagslífinu og fasteignaverðs Það eru auðvitað mjög náin tengsl milli fasteignaverðs á hverjum tíma og hvernig það þróast og ástandsins í efnahagslífinu. Helsta skýringin á háu fasteignaverði nú og stöðugum hækkunum þess síðustu árin eru auðvitað aðstæðurnar í efnahagslíf- inu sem hafa verið landsmönnum af- ar hagfelldar. Hagvöxtur hefur verið samfelldur á ofangreindu tímabili og kaupmáttur vaxið um tugi prósenta, sem er auðvitað forsenda þess að fólk treysti sér til að leggja út í fasteigna- kaup. En fleira kemur til, sem leiða má af líkum að orðið hafi til þess að stuðla að hækkun fasteignaverðs, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Þar má nefna samfélagslegar breytingar eins og aðflutning fólks til höfuð- borgarsvæðisins á tímabilinu. Eins margvíslegar breytingar á fyrir- greiðslu til fasteignakaupenda og op- inberu fyrirkomulagi húsnæðismála með tilkomu Íbúðalánasjóðs og lok- un Byggingarsjóðs verkamanna. Þegar þessir þættir eru skoðaðir nánar virðist sem svo að flestir hafi þeir orðið til þess að stuðla að hækk- unum á fasteignaverði á höfuðborg- arsvæðinu. Þegar hefur verið minnst á efnahagsuppsveiflu síðustu ára. Á sama tíma hefur fólki á höfuðborg- arsvæðinu einnig fjölgað verulega, að stórum hluta með aðflutningi frá landsbyggðinni sem hefur stuðlað að meiri eftirspurn eftir húsnæði en ella. Þannig fjölgaði um rúmlega 15 þúsund manns á höfuðborgarsvæð- inu á sex ára tímabili frá 1997 og þar af má rekja tæplega 2/3 hluta eða tæplega tíu þúsund manns til að- flutnings utan af landi eða erlendis frá. Í annan stað hafa verið gerðar breytingar á fyrirkomulagi húsnæð- ismála á síðustu árum sem auðveldað hafa fólki að eignast eigið húsnæði almennt talað og þannig stuðlað að aukinni eftirspurn eftir húsnæði. Þær skipulagsbreytingar fólust með- al annars í því að félagslega íbúðar- kerfið var aflagt í þeirri mynd sem það var. Í staðinn voru tekin upp svo- kölluð viðbótarlán við húsbréfalán en að þeim lánum meðtöldum getur lánshlutfallið orðið 90%. Þar með var hópi fólks gert kleift að kaupa fast- eignir á almennum markaði sem hafði haft takmarkaða möguleika til Allir þurfa þak Margt hefur orðið til þess að stuðla að líflegum fasteignamarkaði á undanförnum árum. Það hefur m.a. orðið til þess að íbúðarverð er nú hærra en það hefur áður verið til jafnaðar hér á landi. Í sam- antekt Hjálmars Jónssonar er farið yfir nokkra þessara þátta auk þess sem fjallað er um tillögur um að hækka opinbera lánafyrirgreiðslu vegna fasteignakaupa í 90% af matsverði.                        ’ Greiningardeild Landsbanka Íslandsáætlar að þessar breytingar á lánafyrir- greiðslu geti haft í för með sér 10–15% hækkun á markaðsverði húsnæðis. ‘ ’ Miklu skiptir að breytt fyrirkomulag hús-næðislána verði ekki eitt og sér til þess að hafa áhrif á verð á fasteignum umfram það sem ástandið í efnahagslífinu á næstu árum gefur tilefni til. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.