Morgunblaðið - 01.08.2003, Síða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Uss, ég vorkenni ykkur ekkert þó þið þurfið að halda þrenn bra-bra-jól, Sigmar minn.
Umferðin um verslunarmannahelgina
Aldrei of
varlega farið
Verslunarmanna-helgin, stærstaferðahelgi sum-
arsins, er nú framundan.
Fjöldi fólks heimsækir há-
tíðir, tjaldar eða heldur í
sumarbústaði. Ævintýra-
legar halarófur bifreiða af
öllum stærðum og gerðum
eru þá á ferðinni, meðal-
hraðinn er á lægri nótun-
um vegna fjöldans og á
stundum er ástand öku-
manna væntanlega mis-
jafnt eftir því hvað aðhafst
var um helgina. Á vegum
úti er því rétt að fara með
gát og ætla sér ekki um of
með hrað- eða fram-
úrakstri sem oft getur
haft ófyrirsjáanlegar og
slæmar afleiðingar. Sig-
urður Helgason, sviðs-
stjóri umferðaröryggissviðs
Umferðarstofu, gefur okkur
nokkur góð ráð út í umferðina.
Hvers ber helst að gæta þegar
ekið er um þjóðvegina?
Okkar helsti óvinur er auðvitað
of mikill hraði, svo og raunar
ójafn hraði því það getur líka ver-
ið dálítið hættulegt þegar fólk ek-
ur of hægt. Þá er framúrakstur
alltaf áhyggjuefni og hefur í
mörgum tilvikum síðustu ára ver-
ið valdur að banaslysum sem er
mikið áhyggjuefni. Um svona
skemmtanahelgar er líka meiri
hætta á ölvuðum ökumönnum
undir stýri en áfengi og akstur
eiga ekki samleið eins og allir
ættu að vita.
Hvaða hættur leynast á þjóð-
veginum sem ekki finnast í þétt-
býli?
Segja má að umferðin sé mjög
ólík á þjóðvegum annars vegar og
í þéttbýli hins vegar. Það er mun
meiri hraði á þjóðvegunum og
auk þess eru margir óvanir að
aka utan þéttbýlis. Þá hefur dreg-
ið úr hæfni fólks til að aka á mal-
arvegum frá því sem áður var og
því getur fylgt hætta.
Hvað þarf helst að hafa í huga
þegar ekið er með vagna í eft-
irdragi?
Leyfilegur hámarkshraði með
tjaldvagn er áttatíu km á klukku-
stund og þarf að huga að ýmsu
þegar keyrt er með slíkt í eft-
irdragi. Það þarf t.d. að komast
að því hvað bíllinn er þungur en
það kemur fram í skráningarskír-
teini hversu þungan eftirvagn bíll
má draga. Þetta er mikilvægt at-
riði og eins að fólk sé með fram-
lengingu á speglunum sjái það
ekki almennilega aftur fyrir sig
með þeim. Svokallaðar eftirvagn-
ar, tjaldvagnar og fellihýsi þurfa
auðvitað að uppfylla reglur um
gerð og búnað ökutækja. Það
kveður á um atriði eins og t.d.
ljósabúnað.
Hvaða hlutverki gegnir Um-
ferðarstofa um helgina ?
Við erum í samstarfi við vega-
gerð, lögreglu og aðra sem koma
að umferðarmálum. Við verðum
með útvarpsútsendingar alla
helgina, frá föstudagskvöldi, þó
minna á sunnudag því
þá dregst umferðin
alltaf svolítið saman. Í
útvarpinu leitumst við
við að koma á framfæri
þeim skilaboðum sem
við teljum mikilvægt að koma á
framfæri til fóks til þess að um-
ferðin gangi örugglega og vel fyr-
ir sig. Núorðið höfum við aðgang
að mjög góðum upplýsingum eins
og t.d. umferðargreinum Vega-
gerðarinnar og veðurstöðvunum
sem eru á líklega hátt í fimmtíu
stöðum á landinu. Við höfum því
nokkuð góða tilfinningu fyrir því
hvar umferðin er mest og hvernig
aðstæður eru. Að sjálfsögðu fáum
við einnig upplýsingar frá lög-
reglu og frá almenningi sem hef-
ur gjarnan samband við okkur á
svona helgi.
Virðist umferð á Íslandi hafa
breyst sýnilega á undanförnum
árum?
Ég held að það sem helst hafi
gerst, sé litið á umferðina yfir
verslunarmannahelgina, sé það
að umferðin er orðin dreifðari.
Fólk fer fyrr af stað og fólk fram-
lengir jafnvel helgina, tekur sér
frí ef til vill sitt hvorum megin við
hana. Það má segja að yfir sum-
armánuðina, júlí og fyrri helm-
inginn af ágúst, sé mikil umferð
um hverja helgi og ástæða til að
vera vel á verði. Við sjáum það
aftur og aftur að það er einhver
truflun sem veldur slysunum, fólk
er kannski að skipta um geisla-
disk, stilla útvarpið eða gera eitt-
hvað sem dregur úr athyglinni
eitt augnablik og það getur haft
afdrifaríkar afleiðingar.
Hvernig er bílbeltanotkun Ís-
lendinga háttað?
Bílbeltanotkun á þjóðvegum
landsins er nokkuð góð, en tals-
vert vantar enn á að menn noti
beltin í þéttbýli, ekki síst á minni
stöðum á landsbyggðinni. Við vit-
um hins vegar aldrei hvenær slys
getur átt sér stað og þá geta belt-
in bjargað öllu.
Hvað einkennir góðan öku-
mann?
Hann er alltaf með hugann við
aksturinn, gætinn og fylgir um-
ferðarlögum. Slys verða oftast
vegna þess að einhver fer ekki að
lögum og menn gleyma sér eitt
andartak sem hefur slys í för með
sér.
Telur þú Íslendinga
almennt góða öku-
menn?
Ég held að þeir séu
flestir ágætir öku-
menn, þó svo að nátt-
úrulega megi líka segja að innan
um séu einstaklingar sem jafnvel
ættu alls ekkert að hafa ökurétt-
indi. Flestir íslenskir bílstjórar
eru þó fyllilega sambærilegir við
það sem við sjáum í öðrum lönd-
um og ég leyfi mér að fullyrða það
að ökukennsla og menntun öku-
manna hefur stórbatnað á Ís-
landi. Þar stöndum við að vissu
leyti framar öðrum þjóðum.
Sigurður Helgason
Sigurður Helgason fæddist ár-
ið 1954. Hann stundaði nám í
sagnfræði og bókasafnfræði við
Háskóla Íslands. Sigurður hefur
starfað við kennslu, var upp-
lýsingafulltrúi Umferðarráðs
árin 1988 til 2002 en tók þá við
starfi sviðsstjóra umferðarör-
yggissviðs Umferðarstofu. Sig-
urður er kvæntur Önnu B. Ólafs-
dóttur og eiga þau þrjú börn.
Margir eru
óvanir að aka
utan þéttbýlis
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
21
83
0
0
7/
20
03
byrjar í Húsasmiðjunni
1.990 kr.
1.690kr.
9.980 kr.
7.990kr.
Regnsett
blá, gul, græn og camo
5868465-5868471
Gönguskór 389
leður, með gritex öndun
5860542-5860552
stærðir 37-47
Flíspeysur
kvenpeysur með hettu (nýtt)
5860180-5860189
Flísteppi
150x200 sm
5860387-5860392
grænt, beige og blátt
3.995 kr.
Verð
2.990 kr.
Verð
Gasvörur í miklu úrvali
20% afsláttur