Morgunblaðið - 01.08.2003, Side 12

Morgunblaðið - 01.08.2003, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR Skeljungs hf. á fyrri hluta ársins nam 130 milljónum króna, sem er 78% minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaður fyrirtækisins var 595 milljónir króna. Arðsemi eigin fjár lækkaði úr 30,7% í fyrra í 4,8% í ár. Greiningardeildir bankanna spáðu að meðaltali 235 milljóna króna hagnaði, sem þýðir að hagnaðurinn er 45% minni en spáð var. Gunnar Karl Guðmundsson, for- stjóri Skeljungs, segir að afkoman einkennist fyrst og fremst af miklu gengistapi af erlendum skuldum vegna veikingar krónunnar í júní- mánuði. Hann segir rekstrarkostn- að nokkurn veginn á áætlun en minni sala hafi valdið minnkandi framlegð. Að mestu hafi afkoman þó verið eins og búist hafi verið við. Spurður um útlitið segist Gunnar Karl vera þokkalega bjartsýnn. Tap hlutdeildarfélaga hafi dregið af- komuna niður um 99 milljónir króna og þar vegi þyngst afkoma Hauk- þings. Kostnaðarverð seldra vara sem hlutfall af vörusölu hækkaði úr 76,9% í 77,9% milli ára og framlegð af vörusölu dróst saman um rúm- lega 7%. Rekstrargjöld án afskrifta hækkuðu um 5% og í fréttatilkynn- ingu frá Skeljungi segir að þessi hækkun stafi fyrst og fremst af auknum launakostnaði, sem meðal annars megi rekja til þess að tvær bensínstöðvar sem hafi verið í út- leigðum rekstri hafi verið teknar í eigin rekstur. Hagnaður fyrir af- skriftir, svokölluð EBITDA, lækk- aði um 40% og nam 286 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Fjármunaliðir helsta skýring versnandi afkomu Fjármunaliðir lækkuðu um 379 milljónir króna, um 85%, og námu 68 milljónum króna í ár. Undir þeim lið eru fjármunatekjur sem drógust saman um 271 milljón króna og námu 168 milljónum króna og áhrif hlutdeildarfélaga sem versnuðu um 108 milljónir króna og voru neikvæð um 99 milljónir króna í ár. Hagnaður fyrir skatta nam 146 milljónum króna og dróst saman um 80% eða um 573 milljónir króna. Eins og fyrr segir drógust fjár- munaliðirnir saman um 379 millj- ónir króna og skýra því stærstan hluta versnandi afkomu Skeljungs fyrir skatta. Veltufé frá rekstri dróst saman um 26% og nam 421 milljón króna, en handbært fé frá rekstri jókst verulega, eða úr 9 milljónum króna í 525 milljónir króna. Eignir Skeljungs jukust um 9% frá áramótum og námu rúmum 14 milljörðum króna um mitt ár og skuldir jukust um 17%. Eigið fé dróst lítillega saman og nam rúm- um 51⁄2 milljarði króna. Eiginfjár- hlutfall lækkaði úr tæplega 43% í rúmlega 39% á tímabilinu. Björgvin Ingi Ólafsson hjá Grein- ingu Íslandsbanka segir að hagn- aður Skeljungs fyrir afskriftir, EBITDA, á fyrri árshelmingi hafi verið 66 milljónum króna lægri en Greining Íslandsbanka hafi gert ráð fyrir og hagnaður hafi verið nánast enginn á 2. ársfjórðungi en Grein- ing Íslandsbanka hafði gert ráð fyr- ir 193 milljóna króna hagnaði. Upp- gjör Skeljungs hafi því verið nokkuð undir væntingum Greining- ar Íslandsbanka. „Álagning var jafnframt lægri en vænst var og framlegð því minni,“ segir Björgvin. „Mikið vægi dollara í skuldum félagsins grundvallaði jafnframt væntingar um gengis- hagnað vegna styrkingar krónu gagnvart dollara. Þær væntingar gengu ekki eftir og voru fjármagns- liðir því mun verri en gert var ráð fyrir. Væntingar um verulegan af- komubata frá 1. ársfjórðungi gengu ekki eftir í sama mæli og búist var við en gert var ráð fyrir 7,6% EBITDA framlegð á 2. ársfjórð- ungi, niðurstaðan var 5,3%, til sam- anburðar við 6,7% á sama tímabili í fyrra og 2,8% á 1. ársfjórðungi. Að mati Greiningar Íslandsbanka er afkoman óviðunandi. Auk þess sem það hefði, að mati Greiningar Ís- landsbanka, mátt skýra betur ástæður versnandi rekstrar frá fyrra ári en afkoma 2. ársfjórðungs er mun verri en á sama tímabili síð- asta árs þó að mikill gengishagn- aður síðasta árs sé undanskilinn.“ Jákvæð merki í uppgjörinu Björgvin segir að jákvæð merki sé þó að finna í uppgjörinu. „Gjald- fært framlag í afskriftareikning er lágt á fjórðungnum sem gefur fyr- irheit um litla afskriftaþörf við- skiptakrafna. Hans Petersen var nýlega selt og þó söluverð sé ekki opinbert teljum við að rétt hafi ver- ið að selja félagið. Ljóst er að Hans Petersen átti ekki þá samleið með rekstri Skeljungs sem vænst var þegar félagið var keypt og líklegt er að hagræðingar- og samþættingar- möguleikar hafi verið ofmetnir við kaupin,“ segir Björgvin Ingi Ólafs- son hjá Greiningu Íslandsbanka. Engin viðskipti voru með hluta- bréf Skeljungs í Kauphöllinni í gær, en eins og kunnugt er eiga þrír stærstu eigendur hlutafjár í félag- inu, Kaupþing Búnaðarbanki, Sjóvá-Almennar tryggingar og Burðarás, nú í viðræðum um hugs- anlegt yfirtökutilboð. Tilkynnt var um viðræðurnar á mánudag og þá kom fram að stefnt væri að því að ljúka þeim á innan við viku. Hagnaður Skeljungs hf. dregst saman um 78% Framlegð af vörusölu dróst saman um 7% og fjármunaliðir lækkuðu um 85%                                                      !"#  $#  %$   & '         $ # ( ) '  &   *      )  *  ! (+, +#, "+(#  $$  "     !  !"!    %!    $$  !+(, "+, "+#             !"#$  #   HAGNAÐUR Skeljungs á öðr- um fjórðungi ársins var 732 þúsund krónur og hagnaður fyrsta fjórðungs var 129 millj- ónir króna. Næstu þrjá fjórð- unga á undan var hagnaður fyrirtækisins 300–400 millj- ónir króna í hverjum fjórð- ungi. Hagnaður annars fjórðungs í fyrra fyrir skatta var 479 milljónir króna en í ár var 4 milljóna króna tap fyrir skatta. Munurinn á milli ára skýrist að langstærstum hluta af versnandi fjármunaliðum, þar með talið áhrifum hlut- deildarfélaga, meðal annars Haukþings. Fjármunaliðirnir voru neikvæðir um 88 millj- ónir króna og versnuðu um 413 milljónir króna milli ára í öðrum fjórðungi. 732 þús. kr. hagnaður á öðrum fjórðungi REKSTUR Eimskipafélags Íslands og dótturfélaga skilaði 134 milljóna króna hagnaði á fyrri árshelmingi 2003 en á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn ríflega 2,5 milljörðum. Þessi versnandi afkoma skýrist fyrst og fremst af fjármagnsliðum félags- ins en fjármagnsgjöld námu nú 78 milljónum á meðan fjármunatekjur voru upp á nærri 1,6 milljarða í fyrra. Þá nam hækkun á virði hluta- bréfaeignar samstæðunnar í öðrum félögum 89 milljónum í ár en var 960 milljónir í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) nam 1.686 milljónum króna en var 1.200 millj- ónir fyrir sama tímabil í fyrra. Einn- ig jókst veltufé frá rekstri úr 740 milljónum í fyrra í 1.384 milljónir króna í ár. Rekstrartekjur samstæðunnar voru 15.660 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2003. Í tilkynn- ingu segir að þetta séu nokkuð minni tekjur en áætlað var og skýrist af þróun gengis, harðri verðsamkeppni í flutningastarfsemi og lækkun á tekjum Brims. Gengisþróun óhagstæð Þróun gengisvísitölu íslensku krónunnar hefur haft neikvæð áhrif á gengismun vegna langtímaskulda félagsins, sem að stærstum hluta eru í erlendri mynt, að því er segir í til- kynningu frá félaginu. „Meðalgengi krónunnar frá janúar til júní 2003 er um 10% sterkara en meðalgengi á sama tímabili 2002. Gengið hefur því töluverð áhrif á samanburð milli ára.“ Ennfremur segir að afkoma fyrir fjármagnsliði á öðrum ársfjórðungi sé undir væntingum samstæðunnar og eigi það sérstaklega við um af- komu Brims. Tekið er fram að af- komutölur samstæðunnar séu ekki fyllilega samanburðarhæfar við töl- ur síðasta árs vegna innkomu Brims í samstæðuna í apríl í fyrra. Ingimundur Sigurpálsson, for- stjóri Eimskipafélagsins, segir að hægar hafi gengið að ná fram við- unandi afkomu af flutningastarfsemi félagsins á árinu en vonir stóðu til. Tekjur Eimskips séu að stærri hluta í erlendum myntum en rekstrar- kostnaður, sem hafi haft það í för með sér að styrking krónunnar frá fyrra ári skilar sér í verri afkomu en ella. „Hins vegar hefur nýting á sigl- ingakerfi félagsins aukist nokkuð frá árinu á undan og að öðru óbreyttu má reikna með að veiking krónunnar í lok fyrri árshelmings muni bæta tekjur flutningastarfseminnar á síð- ari hluta ársins.“ Hann segir að afkoma Brims hafi verið heldur lakari en reiknað var með vegna lækkunar afurðaverðs á erlendum mörkuðum og minni grá- lúðu- og loðnuafla. „Þar að auki hef- ur umtalsvert tap verið af starfs- stöðvum félagsins á Raufarhöfn og Seyðisfirði og ef litið er til einstakra afurða hefur rækjuvinnsla verið sér- staklega erfið.“ Þrátt fyrir að búið sé að ná sam- legðaráhrifum á ýmsum sviðum í rekstri Brims segir Ingimundur að gert sé ráð fyrir að reksturinn á síð- ari hluta ársins verði lakari en á fyrri helmingnum, einkum vegna tekju- myndunar félagsins og lægra af- urðaverðs. Um Burðarás segir hann að óvarlegt sé að gera ráð fyrir hækkunum á gengi hlutabréfasafns félagsins á komandi mánuðum. Jónas Gauti Friðþjófsson hjá greiningardeild Landsbanka Ís- lands, segir afkomu Eimskipafélags- ins á heildina litið í takt við vænt- ingar en slakt engu að síður. „Afkoman á öðrum ársfjórðungi er óviðunandi, bæði á sviði sjávarút- vegs og flutningastarfsemi. Flutn- ingastarfsemin skilar enn of lítilli framlegð til að geta staðið undir sér til lengdar og er greinilegt að hag- ræðingaraðgerðir og skipulags- breytingar sem stjórnendur hafa boðað á undanförnum afkomufund- um hafa ekki skilað sér. Með aukn- um umsvifum innflutningi í tengslum við bata í hagkerfinu má þó reikna með að þessi hluti starfsem- innar muni sýna bata.“ Jónas segir ytri skilyrði í sjávarútvegi erfið m.a. vegna hás raungengis krónunnar og ekki hafi tekist að hagræða til fulls innan fyrirtækja þessarar stoðar rekstrarins. Þá sé afkoma Burðaráss slakari en almennt mætti ætla miðað við þróun á hlutabréfamarkaði það sem af sé ári. „Flutningastarfsemi félagsins hef- ur ekki komist í horf í nokkur ár og verður sá hluti starfseminnar sem aðilar á fjármálamarkaði munu eink- um fylgjast með og veita aukna at- hygli á komandi misserum.“ SAMSTÆÐUREIKNINGUR Eimskipafélagsins inniheldur af- komu þriggja dótturfélaga, Eim- skips ehf., Brims ehf. og Burðar- áss ehf. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig nokkrar stærðir úr samstæðureikningunum skiptast á rekstrareiningarnar þrjár. Hagnaður varð af rekstri Eim- skips ehf., sem annast flutninga- starfsemi Eimskipafélagsins, og nam hann 117 milljónum króna á tímabilinu en hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði var 569 milljónir króna. Afkoma flutn- ingastarfseminnar er sögð nokk- uð undir væntingum félagsins og hefur styrking krónunnar frá fyrra ári skilað sér í verri af- komu en ella. Sjávarútvegsarmur samstæð- unnar, Brim ehf., tapaði 91 millj- ón króna á tímabilinu en hagn- aður án afskrifta nam tæpum 1,2 milljörðum króna. Afkoma Brims er sögð verulega undir þeim væntingum sem gerðar hafi verið í upphafi árs. Hagnaður af rekstri fjárfest- ingafélagsins Burðaráss nam 237 milljónum króna á tímabilinu og versnaði frá fyrsta ársfjórðungi til annars en á þeim fyrri nam hagnaður félagsins 816 millj- ónum króna. Lakari afkoma á öðrum ársfjórðungi skýrist að- allega af lækkun á gengi hluta- bréfa í félögum sem Burðarás á stóran eignarhlut í, einkum Flugleiðum hf. og SÍF hf.  "% &% '"% (")*    "## * "#  "#%% "#     ! ! " !   #    $ !  %!  &#'    (  $!  # ) #* +  ' !  -- . - .    +  %  ,.. ,   - -        -.      Brim verulega undir væntingum Afkoma Eimskips versnar um rúma 2,4 milljarða Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði eykst um 40%   )%"#,!%  "% &% '"% ("                          -   * .  / ' 0 1 * 2 1 *     $$"  (     $  %#  %$ %" $ #    & '        . ! #$ $ ( . ) '  &   *       # +", "+", " #! ( $!   (   (   %" %#  ## ($"   .. ! #"  !! ..  " #+", "+",             !"#$  #  

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.