Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 14
ERLENT
14 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
INNRÁSIN í Írak hefur ekki
dregið úr þeirri ógn, sem Bret-
um stafar af hryðjuverkastarf-
semi og gereyðingarvopnum.
Er það álit þverpólitískrar
þingnefndar, sem segir í áliti
sínu, að hugsanlega hafi Íraks-
stríðið lagt stein í götu barátt-
unnar gegn al-Qaeda-hryðju-
verkasamtökunum. Ekki sé
ólíklegt, að Íraksstríðið hafi
beinlínis bætt ímynd al-Qaeda í
augum margra múslíma, eink-
um í Persaflóaríkjunum. Að-
stoðarráðherra í bresku stjórn-
inni mótmælti niðurstöðum
nefndarinnar í gær og sagði, að
með því að fjarlægja Saddam
Hussein hefði um leið verið
fjarlægður einn helsti stuðn-
ingsmaður alþjóðlegrar hryðju-
verkastarfsemi.
Krefjast
framsals
LUIS Macchiavello, sendiherra
Perús í Japan, lagði í gær fram
formlega kröfu um, að Alberto
Fujimori, fyrrverandi forseti
Perús, yrði framseldur þangað.
Sagði hann, að Perúmönnum
væri það
lagalega og
siðferðilega
skylt að
draga hann
fyrir dóm
vegna aðild-
ar hans að
spillingu og
dauða sak-
lausra borg-
ara. Fujim-
ori fékk ríkisborgararétt í
Japan árið 2000 vegna þess, að
foreldrar hans voru Japanir
þótt þeir hefðu sest að í Perú.
Stríðsglæpa-
maður
dæmdur
SERBNESKI læknirinn Mil-
omir Stakic var í gær dæmdur í
ævilangt fangelsi fyrir glæpi
gegn mannkyni en Alþjóða-
sakamáladómstóllinn í Haag
sýknaði hann hins vegar af
ákæru um þjóðarmorð. Stakic,
sem er rúmlega fertugur að
aldri, var fundinn sekur um
beina ábyrgð á einum ljótasta
kaflanum í sögu Bosníustríðs-
ins, hinum alræmdu fangabúð-
um í Prijedor en þar voru unnin
mörg grimmdarverk. Á sama
tíma var hann borgarstjóri í
Prijedor og yfirmaður heilsu-
gæslustöðvarinnar þar.
Færri
ferðamenn
FERÐALÖGUM útlendinga til
Bandaríkjanna hefur fækkað
mikið. Árið 2001 sóttu 10,4
milljónir manna um vegabréfs-
áritun til að komast þangað en
8,3 milljónir á síðasta ári. Í
fyrra fengu 68% áritun eða 5,7
milljónir manna en 8,3 milljónir
í hitteðfyrra. Í dag verða reglur
um áritun hertar enn og verður
þess víðast hvar krafist, að um-
sækjendur komi í viðtal í sendi-
ráði Bandaríkjanna í viðkom-
andi landi.
Mörg dæmi eru um, að ungu
fólki, sem fengið hefur skóla-
vist vestra, hafi verið neitað um
áritun og almennt hefur þetta
komið illa niður á bandarískum
háskólum.
STUTT
Sama ógn
eftir Íraks-
innrás
Alberto Fujimori
FULLTRÚAR stjórnvalda í Banda-
ríkjunum og stalínistastjórnarinnar í
Norður-Kóreu skiptust á hörðum
ásökunum í gærmorgun og sagði
John Bolton, aðstoðarutanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, að líf margra
N-Kóreumanna væri eins og „mar-
tröð í víti“. Stjórn Kim Jong-ils í
N-Kóreu sagði
hins vegar að
Bandaríkjastjórn
væri sek um „lyg-
ar og samsæri“.
Bolton sagði að
Kim Jong-il, leið-
togi N-Kóreu,
væri „harðstjóri“
og gagnrýndi
harkalega mann-
réttindabrot
kommúnista.
„Hann [Kim] lifir
sjálfur eins og kóngur í Pyongyang en
heldur hundruðum þúsunda manna í
fangabúðum og milljónum að auki í
skelfilegri fátækt, fólkið rótar í mold-
inni til að reyna að finna eitthvað að
borða,“ sagði hann. „Fyrir marga er
lífið í N-Kóreu eins og martröð í víti.“
Norður-kóreska dagblaðið Rodong
Sinmun sagði að draga ætti Banda-
ríkjastjórn fyrir alþjóðlegan dómstól
fyrir að hafa réttlætt innrás í Írak
með „villandi upplýsingum“ um að
Saddam Hussein ætti gereyðingar-
vopn. Einnig hefði Bandaríkjastjórn
eflt lið sitt á landamærum Kóreuríkj-
anna með það að markmiði að gera
innrás, rægt norðanmenn og staðið
fyrir hvers kyns samsærum.
Nauðsynlegt að tjá sig skýrt
Bolton var spurður hvaða áhrif
hann teldi að ummæli hans hefðu á
stjórn kommúnista. Sagði hann að
nauðsynlegt væri að Bandaríkjamenn
tjáðu sig skýrt og létu þjóðir heims
vita hvers vegna þeir hefðu svo mikl-
ar áhyggjur af stuðningi N-Kóreu-
manna við hryðjuverkamenn og til-
raunum þeirra til að smíða
gereyðingarvopn. Bandaríkjamenn
telja að N-Kóreumenn eigi nú þegar
nokkrar litlar kjarnorkusprengjur.
Ágreiningur ríkjanna tveggja hef-
ur harðnað mjög síðustu mánuði.
Bandaríkjamenn vilja koma í veg fyr-
ir að N-Kóreumenn haldi áfram að
flytja út eldflaugar til landa sem
grunuð eru um að reyna að komast
yfir gereyðingarvopn og aðstoða
hryðjuverkamenn. Eldflaugar eru ein
helsta útflutningsafurð norðanmanna
en efnahagur landsins er í rúst. Á síð-
ari árum hefur oft komið þar til hung-
ursneyðar, milljónir manna hafa fall-
ið.
Geysilegu fé er hins vegar varið í að
halda uppi afar öflugum her sem ógn-
ar stöðugt grannríkinu S-Kóreu.
Hafa Japanar, S-Kóreumenn og
Bandaríkjamenn þrátt fyrir þetta oft
sent mikið af matvælum og eldsneyti
til N-Kóreu til að reyna að draga úr
neyð almennings en norðanmenn
krefjast meiri hjálpar og vilja auk
þess að Bandaríkin heiti því að gera
aldrei árás á landið.
Bolton sagði m.a. að fjárkúgun
norðanmanna væri nú á enda. „Kim
Jong-il er á algerum villigötum ef
hann heldur að hann muni auka ör-
yggi sitt með því að smíða kjarnorku-
vopn,“ sagði hann. Bolton gagnrýndi
öryggisráð SÞ fyrir að taka ekki mál-
ið á dagskrá og sagði að trúverðug-
leiki ráðsins væri í húfi.
Bandaríkjamenn hafa haft herlið á
landamærum Kóreuríkjanna til varn-
ar sunnanmönnum síðan Kóreustríð-
inu lauk fyrir réttum 50 árum. Þeir
hafa hafnað kröfum N-Kóreustjórnar
um tvíhliða viðræður til að reyna að
jafna deilurnar en krafist þess að þær
yrðu fjölþjóðlegar.
Fyrir íbúana eins
og „martröð í víti“
Seoul. AP, AFP.
Bandaríkjamenn
segja Kim Jong-il
lifa kóngalífi
meðan þegnar
hans svelti
John Bolton
Stjórnarfar í Norður-Kóreu gagnrýnt
ÖLDRUÐ, írösk kona gleðst yfir því
að hafa loks fundið vatnsbrunn í
grennd við heimili sitt, 30 km suður
af borginni Mosul. Íbúar í sveitum
Íraks búa við mikla fátækt og þurfa
oft að láta sér duga mengað vatn til
matargerðar og þvotta.
Paul Bremer, landstjóri Banda-
ríkjamanna í Írak, sagðist í gær
vonast til þess að hægt yrði að efna
til kosninga í landinu innan árs en
það myndi gera bandarísku herliði
kleift að snúa aftur heim. Kosn-
ingar verða þó ekki haldnar fyrr en
búið er að koma á efnahagslegum
stöðugleika og tryggja öryggi
borgaranna. Bandarískur hermað-
ur lést eftir að hafa ekið yfir jarð-
sprengju í Bagdad í gær og annar
féll fyrir hendi leyniskyttu. Tals-
maður Colin Powells, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, til-
kynnti í gær, að búið væri að greiða
þeim, sem sagði til sona Saddams
Husseins, það fé, sem sett var til
höfuðs þeim, um 2,3 milljarða ísl.
kr.
Reuters
Kosningar í Írak innan árs
PÁFAGARÐUR hefur hafið
herferð gegn hjónaböndum
samkynhneigðra og varað
stjórnmálamenn úr röðum
kaþólskra við því að þeir sem
styðji slík hjónabönd séu að
ýta undir „mjög ósiðlegt“ at-
hæfi. Gefin var út 12 síðna yf-
irlýsing um málið í gær í Róm
og eru þar leiðbeiningar fyrir
kaþólskt fólk um afstöðu til
málsins, samþykktar af Jó-
hannesi Páli II páfa en und-
irritaðar af Joseph Ratzinger
kardínála.
Íhaldssamur
kardínáli
Ratzinger þykir afar íhalds-
samur en hann hefur það hlut-
verk að fylgja eftir kenningum
Páfagarðs og er oft talinn
valdamestur í kirkjunni að
páfa undanskildum.
Sett hafa verið lög í nokkr-
um vestrænum ríkjum um að
heimila hjónabönd samkyn-
hneigðra. Talsmenn kirkjunn-
ar segja að ekki sé nauðsynlegt
að sambönd samkynhneigðra
séu staðfest með lögum frekar
en hefðbundin vináttusambönd
milli fólks. Taka beri tillit til
hagsmuna barna og banna
samkynhneigðum að ættleiða
og ala upp barn. Börn verði að
njóta uppeldis beggja kynja ef
þau eigi að þroskast með eðli-
legum hætti, annars séu brotin
á þeim mannréttindi.
„Það er alls engin ástæða til
að líta svo á að sambönd sam-
kynhneigðra séu á nokkurn
hátt af sama tagi eða á nokk-
urn hátt hliðstæð þeirri skipan
sem Guð hefur sett um hjóna-
band og fjölskyldu,“ segir í yf-
irlýsingunni. „Hjónaband er
heilagt en atferli samkyn-
hneigðra gengur gegn siðalög-
málum náttúrunnar.“ Bent er á
að munur sé á því annars veg-
ar að lögleiða heimild til „hins
illa“ sem ekki jafngildi því að
„umbera illt“. Samkvæmt
kenningum kirkjunnar ber
ekki að fordæma samkyn-
hneigða heldur kynlíf þeirra,
það sé synd.
Bandarískir
hægrimenn uggandi
Margir hægrimenn í Banda-
ríkjunum eru mjög andvígir
því að kristin trúfélög leyfi
hjónabönd samkynhneigðra.
Hyggjast nokkrir repúblikana-
þingmenn leggja fram frum-
varp til laga um að lagðar verði
hömlur á rétt samkynhneigðra
til að giftast. Óttast þeir að ný-
legur úrskurður hæstaréttar í
Washington muni opna fyrir
heimild til slíkra hjónabanda í
landinu öllu en þing einstakra
sambandsríkja setja að öðru
jöfnu lög um slík mál.
George W. Bush Banda-
ríkjaforseti sagðist á miðviku-
dag álíta að hjónaband ætti að
vera „milli karls og konu“ og
rétt væri að tilgreina einhvers
staðar fastar reglur um þau
efni. Hann sagði að samfélagið
ætti vissulega að vera opið og
vinsamlegt en þar með væri
ekki sagt að hann væri nauð-
beygður til að slaka til varð-
andi málefni á borð við hjóna-
bandið.
Páfa-
garður
í her-
ferð
Páfagarði. AP, AFP.
Vilja banna hjóna-
bönd samkyn-
hneigðra
BANDARÍSKA leyniþjónustan,
CIA, dró í efa fullyrðingar bresku
stjórnarinnar, sem komu fram í
skýrslu sem gefin var út í septem-
ber í fyrra, um að Írakar hefðu
reynt að kaupa úran frá Afríku, að
sögn BBC.
Í skýrslu utanríkismálanefndar
neðri deildar breska þingsins, sem
undanfarið hefur rannsakað rök-
semdir fyrir stríðinu í Írak, kemur
fram að CIA hafi gert fleiri athuga-
semdir við fyrrnefnda skýrslu.
Þannig greindi breska blaðið Guard-
ian frá því að CIA hefði m.a. efast
um að fullyrðingar um að Írakar
gætu beitt sýkla- og lífefnavopnum á
innan við 45 mínútum væru réttar.
Donald Anderson, þingmaður
Verkamannaflokksins, sagði í gær
að það hefði verið „skynsamlegt“ ef
ríkisstjórnin hefði greint frá efa-
semdum CIA í fyrrnefndri septem-
ber-skýrslu.
CIA dró röksemdir Breta í efa