Morgunblaðið - 01.08.2003, Side 41

Morgunblaðið - 01.08.2003, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 41 DANSKA skáksambandið fagnar 100 ára afmæli sínu í ár á viðeigandi hátt, þ.e. með hverjum skákviðburð- inum á fætur öðrum. Þannig hófust þrjú skákmót sl. sunnudag í Árósum. Sterkasta mótið er tíu manna lokað stórmeistaramót. Þá er einnig teflt í AM-flokki með sama fyrirkomulagi og svo áskorendaflokki sem ein- göngu er skipaður dönskum skák- mönnum. Hannes Hlífar Stefánsson teflir á stórmeistaramótinu, en allir keppendur þar eru stórmeistarar eða alþjóðlegir meistarar og reyndar er ein kona í hópnum sem er stór- meistari kvenna. Hannes hefur byrj- að vel á mótinu og er í efsta sæti eftir fjórar umferðir með 3 vinninga. Fyrstu skákir hans hafa líklega fallið misjafnlega í kramið hjá dönsku áhorfendunum, en þá sigraði hann tvo danska alþjóðameistara, þá Dav- or Palo (2.510) og Klaus Berg (2.439). Í þriðju og fjórðu umferð gerði Hannes síðan jafntefli, fyrst við enska stórmeistarann Bogdan Lalic (2.503) og þar á eftir við búlg- arska alþjóðameistarann Marijan Petrov (2.475). Hannes er stigahæstur á mótinu, en þrír aðrir keppendur eru með yfir 2.500 skákstig. Hannes á einungis eftir að tefla við einn þeirra, pólska stórmeistarann Artur Jakubiec (2.537), sem hann mætir í fimmtu umferð. Mótið er í IX-styrkleikaflokki, en meðalstig keppenda eru 2.470. Því lýkur 4. ágúst. Skák frá Politiken Cup Hafsteinn Ágústsson (1.929) hlaut flesta vinninga Íslendinganna þriggja sem tefldu á Politiken Cup- skákmótinu sem er nýlokið. Haf- steinn átti góðan endasprett og fékk fjóra vinninga í síðustu fimm um- ferðunum. Í tíundu umferð mætti hann Norðmanninum Arne Hagesæther (2.088) sem beitti drek- anum ógurlega. Hvítt: Hafsteinn Ágústsson Svart: Arne Hage- sæther Sikileyjarvörn 1.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 g6 6.Be3 Bg7 7.f3 0–0 8.Bc4 Rc6 9.Dd2 Bd7 10.0–0–0 Hc8 11.Bb3 Re5 12.Bh6 Rc4 Besta leið svarts í þessari stöðu er talin vera 12.-- Bxh6 13.Dzh6 Hxc3 14.bxc3 a5 o.s.frv. 13.Bxc4 Hxc4 14.Bxg7 Kxg7 15.h4 -- Algengara er að leika 15.g4 o.s.frv. 15.-- b5? Nauðsynlegt er að leika 15. -- h5 o.s.frv. 16.h5 Rxh5? Betra er að leika 16...b4 17.Rd5 e6 18.Re3 Hc8 19.Dxb4 Db6 20.Dxb6 axb6 21.hxg6 fxg6 22.Rb3, þótt hvít- ur eigi peð yfir og mun betra tafl í því tilviki. 17.g4 b4 Ekki gengur 17...Rf6 18.Dh6+ Kg8 19.Rd5 He8 20.Rxf6+ exf6 21.g5! fxg5 22.Dxh7+ Kf8 23.Dh6+ Ke7 24.Dxg5+ Kf8 25.Hh8+ Kg7 26.Dxd8 Hxd8 27.Hxd8 og hvítur á vinningsstöðu. Eða 17...e5 18.Rb3 Rf4 (18...b4 19.Rd5 Rf4 (19...Rf6? 20.Dh6+ Kg8 21.Rxf6+ Dxf6 22.Dxh7+ mát) 20.Rxf4 exf4 21.Dxf4 Hh8 22.Dxd6 Hc7 23.Hd2 Dc8 24.g5 Be6 25.De5+ Kg8 26.Df6 Hd7 27.Hxd7 Bxd7 28.Hd1 h6 29.De7 hxg5 30.Dxd7) 19.Dxd6 b4 20.Dxe5+ Kg8 21.Dxf4 bxc3 22.Dh6 cxb2+ 23.Kb1 He8 24.Dxh7+ Kf8 25.Dh8+ Ke7 26.De5+ Be6 27.Hxd8 Hxd8 28.Rc5 Hcd4 29.Hh7 Hd1+ 30.Kxb2 H8d6 31.Dg5+ Kf8 32.Df6 Hb6+ 33.Kc3 Hc6 34.Hh8+ mát. 18.Rd5 Da5 19.Kb1! -- Það er ástæðulaust fyrir hvít að fara út í 19.gxh5 Dxa2 20.Rb3 Hfc8 21.hxg6 Hxc2+ 22.Dxc2 Hxc2+ 23.Kxc2 Ba4 24.Hd3, þótt sú staða sé einnig unnin fyrir hann. 19…e6 20.Hxh5! exd5 Eða 20...gxh5 21.Dg5+ Kh8 22.Df6+ Kg8 23.Re7+ mát. 21.Dh6+ Kf6 22.Dg5+ Kg7 23.Hxh7+! -- Hafsteinn lýkur skákinni glæsi- lega. 23.-- Kxh7 24.Df6! dxe4 25.Rf5! -- Kemur í veg fyrir að svartur geti borið drottninguna fyrir á h5. Svart- ur getur ekki lengur varist mátsókn hvíts. 25...De5 26.Hh1+ Kg8 27.Hh8+ mát. Norðurlandamót kvenna að hefjast Norðurlandamót kvenna í skák verður haldið í Svíþjóð dagana 2.–10. ágúst. Mótið er opið öllum skákkon- um með 1.800 skákstig eða fleiri. Tefldar verða níu umferðir. Guðfríð- ur Lilja Grétarsdóttir teflir á mótinu. Norðurlandamót bæði karla og kvenna verða haldin í ár eftir nokkurt hlé. Þau lögðust af þegar svæðakeppnum FIDE var hætt og Norðurlandamótið gaf ekki lengur réttindi til þátttöku í millisvæðamót- um. Erfitt er að sjá að þær tilraunir sem gerðar hafa verið með heims- meistarakeppnina frá þeim tíma hafi skilað miklu. Hannes Hlífar efstur í Árósum eftir fjórar umferðir Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson SKÁK Danmörk SKÁKSUMAR Í ÁRÓSUM 2003 27. júlí – 4. ágúst 2003 Hannes Hlífar Stefánsson dadi@vks.is Laugavegi 63 • sími 5512040 Vönduðu silkiblómin fást í Útitré - útiker

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.