Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 41 DANSKA skáksambandið fagnar 100 ára afmæli sínu í ár á viðeigandi hátt, þ.e. með hverjum skákviðburð- inum á fætur öðrum. Þannig hófust þrjú skákmót sl. sunnudag í Árósum. Sterkasta mótið er tíu manna lokað stórmeistaramót. Þá er einnig teflt í AM-flokki með sama fyrirkomulagi og svo áskorendaflokki sem ein- göngu er skipaður dönskum skák- mönnum. Hannes Hlífar Stefánsson teflir á stórmeistaramótinu, en allir keppendur þar eru stórmeistarar eða alþjóðlegir meistarar og reyndar er ein kona í hópnum sem er stór- meistari kvenna. Hannes hefur byrj- að vel á mótinu og er í efsta sæti eftir fjórar umferðir með 3 vinninga. Fyrstu skákir hans hafa líklega fallið misjafnlega í kramið hjá dönsku áhorfendunum, en þá sigraði hann tvo danska alþjóðameistara, þá Dav- or Palo (2.510) og Klaus Berg (2.439). Í þriðju og fjórðu umferð gerði Hannes síðan jafntefli, fyrst við enska stórmeistarann Bogdan Lalic (2.503) og þar á eftir við búlg- arska alþjóðameistarann Marijan Petrov (2.475). Hannes er stigahæstur á mótinu, en þrír aðrir keppendur eru með yfir 2.500 skákstig. Hannes á einungis eftir að tefla við einn þeirra, pólska stórmeistarann Artur Jakubiec (2.537), sem hann mætir í fimmtu umferð. Mótið er í IX-styrkleikaflokki, en meðalstig keppenda eru 2.470. Því lýkur 4. ágúst. Skák frá Politiken Cup Hafsteinn Ágústsson (1.929) hlaut flesta vinninga Íslendinganna þriggja sem tefldu á Politiken Cup- skákmótinu sem er nýlokið. Haf- steinn átti góðan endasprett og fékk fjóra vinninga í síðustu fimm um- ferðunum. Í tíundu umferð mætti hann Norðmanninum Arne Hagesæther (2.088) sem beitti drek- anum ógurlega. Hvítt: Hafsteinn Ágústsson Svart: Arne Hage- sæther Sikileyjarvörn 1.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 g6 6.Be3 Bg7 7.f3 0–0 8.Bc4 Rc6 9.Dd2 Bd7 10.0–0–0 Hc8 11.Bb3 Re5 12.Bh6 Rc4 Besta leið svarts í þessari stöðu er talin vera 12.-- Bxh6 13.Dzh6 Hxc3 14.bxc3 a5 o.s.frv. 13.Bxc4 Hxc4 14.Bxg7 Kxg7 15.h4 -- Algengara er að leika 15.g4 o.s.frv. 15.-- b5? Nauðsynlegt er að leika 15. -- h5 o.s.frv. 16.h5 Rxh5? Betra er að leika 16...b4 17.Rd5 e6 18.Re3 Hc8 19.Dxb4 Db6 20.Dxb6 axb6 21.hxg6 fxg6 22.Rb3, þótt hvít- ur eigi peð yfir og mun betra tafl í því tilviki. 17.g4 b4 Ekki gengur 17...Rf6 18.Dh6+ Kg8 19.Rd5 He8 20.Rxf6+ exf6 21.g5! fxg5 22.Dxh7+ Kf8 23.Dh6+ Ke7 24.Dxg5+ Kf8 25.Hh8+ Kg7 26.Dxd8 Hxd8 27.Hxd8 og hvítur á vinningsstöðu. Eða 17...e5 18.Rb3 Rf4 (18...b4 19.Rd5 Rf4 (19...Rf6? 20.Dh6+ Kg8 21.Rxf6+ Dxf6 22.Dxh7+ mát) 20.Rxf4 exf4 21.Dxf4 Hh8 22.Dxd6 Hc7 23.Hd2 Dc8 24.g5 Be6 25.De5+ Kg8 26.Df6 Hd7 27.Hxd7 Bxd7 28.Hd1 h6 29.De7 hxg5 30.Dxd7) 19.Dxd6 b4 20.Dxe5+ Kg8 21.Dxf4 bxc3 22.Dh6 cxb2+ 23.Kb1 He8 24.Dxh7+ Kf8 25.Dh8+ Ke7 26.De5+ Be6 27.Hxd8 Hxd8 28.Rc5 Hcd4 29.Hh7 Hd1+ 30.Kxb2 H8d6 31.Dg5+ Kf8 32.Df6 Hb6+ 33.Kc3 Hc6 34.Hh8+ mát. 18.Rd5 Da5 19.Kb1! -- Það er ástæðulaust fyrir hvít að fara út í 19.gxh5 Dxa2 20.Rb3 Hfc8 21.hxg6 Hxc2+ 22.Dxc2 Hxc2+ 23.Kxc2 Ba4 24.Hd3, þótt sú staða sé einnig unnin fyrir hann. 19…e6 20.Hxh5! exd5 Eða 20...gxh5 21.Dg5+ Kh8 22.Df6+ Kg8 23.Re7+ mát. 21.Dh6+ Kf6 22.Dg5+ Kg7 23.Hxh7+! -- Hafsteinn lýkur skákinni glæsi- lega. 23.-- Kxh7 24.Df6! dxe4 25.Rf5! -- Kemur í veg fyrir að svartur geti borið drottninguna fyrir á h5. Svart- ur getur ekki lengur varist mátsókn hvíts. 25...De5 26.Hh1+ Kg8 27.Hh8+ mát. Norðurlandamót kvenna að hefjast Norðurlandamót kvenna í skák verður haldið í Svíþjóð dagana 2.–10. ágúst. Mótið er opið öllum skákkon- um með 1.800 skákstig eða fleiri. Tefldar verða níu umferðir. Guðfríð- ur Lilja Grétarsdóttir teflir á mótinu. Norðurlandamót bæði karla og kvenna verða haldin í ár eftir nokkurt hlé. Þau lögðust af þegar svæðakeppnum FIDE var hætt og Norðurlandamótið gaf ekki lengur réttindi til þátttöku í millisvæðamót- um. Erfitt er að sjá að þær tilraunir sem gerðar hafa verið með heims- meistarakeppnina frá þeim tíma hafi skilað miklu. Hannes Hlífar efstur í Árósum eftir fjórar umferðir Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson SKÁK Danmörk SKÁKSUMAR Í ÁRÓSUM 2003 27. júlí – 4. ágúst 2003 Hannes Hlífar Stefánsson dadi@vks.is Laugavegi 63 • sími 5512040 Vönduðu silkiblómin fást í Útitré - útiker
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.