Morgunblaðið - 01.08.2003, Page 50

Morgunblaðið - 01.08.2003, Page 50
50 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. YFIR 30.000 GESTIR! Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12. Sýnd kl. 8, 10.10 og 12.20. B.i. 14 ára. YFIR 20.000 GESTIR! Tortímandinn er kominn aftur. Fyrsta flokks spennumynd.  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV FRUMSÝNING Framhaldið af hinni frábæru Legally Blond sem sló í gegn! Resee Witherspoon er mætt aftur sem enn meiri ljóska í enn meira fjöri. HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 500 kr. YFIR 30.000 GESTIR! FRUMSÝNING Framhaldið af hinni frábæru Legally Blond sem sló í gegn! Resee Witherspoon er mætt aftur sem enn meiri ljóska í enn meira fjöri. Frá Leikstjóra Training Day kemur mögnuð mynd með harðjaxlinum Bruce Willis og hinni glæsilegu Monicu Bellucci. Missið ekki af þessari! FRUMSÝNING Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. kl. 6, 8.30 og 11. YFIR 20.000 GESTIR! Stríðið er hafið! Tortímandinn er kominn aftur. Fyrsta flokks spennumynd.  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. „MIG hefur alltaf langað að koma til Íslands,“ segir breska söngkonan Sarah Brightman og er einlæg í yfirlýsingu sinni. Hún hefur sjálf ferðast um allan heim en vinsældir hennar teygja sig víða. „Ég hef heyrt að þetta sé ynd- islegt land,“ segir hún. Áhrifin á nýjustu sólóplötu Brightman, Har- em, sem kom út fyrr í sumar, koma þó úr bæði suðlægari og austlægari átt. Hvaðan skyldu þessi arabísku áhrif koma? „Þau koma víða að. Þær bækur sem ég las þegar ég var lítil fjölluðu oft um sögur úr austri og svo las ég Þúsund og eina nótt og rithöfund- ana C.S. Lewis og T.E. Lawrence,“ segir Sar- ah, sem ferðaðist líka mikið með foreldrum sín- um þegar hún var barn. „Við ferðuðumst til Norður-Afríku, Istanbúl, Spánar, Portúgal svo eitthvað sé nefnt og í Bretlandi er líka mikið fjölmenningarsamfélag,“ segir hún. Brightman á sjálf ættir að rekja á austrænar slóðir. „Amma mín í móðurætt kom til Bret- lands frá Suður-Indlandi þegar hún var tólf ára gömul, þannig að ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þeirri menningu. Þetta hefur alltaf ver- ið hluti af lífi mínu.“ Sungið á arabísku og hindú Það er því eðlilegt að Brightman leiti á þess- ar slóðir og má nefna að það er sungið á arab- ísku, hindú og frönsku auk ensku á plötunni. „Mig langaði að syngja aðeins á hindú því málið tengist sögu fjölskyldu minnar um langan tíma,“ segir hún. „Ég hef oft sungið á frönsku, og mér fannst það við hæfi með þemanu því franska er töluð til dæmis í Norður-Afríku.“ Sarah fær Kadim Al Sahir til liðs við sig á plötunni en hann syngur þar á arabísku. Kad- im, sem er Íraki búsettur í Kanada, er einn vin- sælasti söngvari Mið-Austurlanda og hefur selt meira en 30 milljón plötur á ferli sínum. Upptökur á plötunni fóru fram víða, í Ham- borg, Beirút, Prag, Kaíró, London, París, Maidenhead og Toronto. Sarah vann jafnframt með tónlistarfólki frá öllum þessum svæðum. „Þessi plata var mikil áskorun, við undir- bjuggum okkur mjög vel en vinnan hófst fyrir um þremur árum. Það eru margar sögur á bak við hana og er hún því mjög persónuleg fyrir mig,“ segir hún. „Þetta er ævintýraplata.“ Harem hefur líka notið vinsælda um allan heim og má nefna að hún hefur farið á toppinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Taív- an auk þess sem Harem náði gullplötusölu í Kanada eftir aðeins tvær vikur á lista. Sarah er mikið á ferð og flugi og hefur nýlega ferðast til Mexíkó, Brasilíu, Suður-Afríku, Noregs, Bandaríkjanna og Portúgal auk þess að spila í Hyde Park í London um síðustu helgi. Söng með Bocelli Sarah er frægust hér á landi fyrir dúettinn „Time to Say Goodbye“ með Andrea Bocelli. Í júní síðastliðnum, um sex árum eftir að lagið náði fyrst vinsældum, fékk Sarah verðlaun í Þýskalandi fyrir lagið en smáskífan er þar sú söluhæsta síðustu 25 árin. Sarah er enn á ferðinni um helgina og kemur fram ásamt fyrrnefndum Kadim Al Sahir á Beiteddine-hátíðinni í Beirút í Líbanon í dag og á morgun en hátíðin er á meðal þeirra virtustu í Mið-Austurlöndum. Kadim syngur í laginu „War is Over“ á Harem og syngja þau dúett á hátíðinni en Sarah kemur líka ein fram. Sarah tekur því áhrifin úr austri og fer með útkomuna þangað aftur og finnst gaman að al- menningi í Mið-Austurlöndum líki tónlistin. Fiðluleikarinn þekkti, Nigel Kennedy, er einn þeirra, sem vinna með Brightman á plöt- unni. „Hann er frábær, hann hefur skemmti- legan persónuleika og er góður tónlistarmaður. Hann hefur líka alltaf haft hugrekki til að til- einka sér mismunandi tónlistartegundir,“ segir Sarah en þau hafa þekkst í mörg ár. Það sama má segja um Söruh, að hún sé ekki hrædd við að tileinka sér nýjar stefnur í tónlist. Hún er komin langan veg frá því þegar hún var vinsæl söngleikjastjarna og lék í fjölmörgum uppsetningum á West End og Broadway á verkum þáverandi eiginmanns hennar, Andr- ews Lloyds Webbers. Hún lærði ballett frá unga aldri og fór snemma að syngja. Hún var í popphljómsveitinni Hot Gossip, sem árið 1978 skaust á toppinn í Bretlandi með smáskífunni „I Lost My Heart to a Starship Trooper“ þann- ig að hún hefur komið víða við. Hún segir aðspurð ekki mikið eima eftir af áhrifum frá tímabili hennar sem söngleikja- stjörnu í því sem hún er að gera núna. „Í raun- inni ekki. Ég tókst á við það á sínum tíma en hef ekki tekið það áfram með mér, nema reynsluna af því að koma fram á sviði. Ég hef lært hverju er hægt að koma áleiðis á sviði,“ segir hún. Sarah ætlar að halda áfram að kynna arab- íska ævintýraheiminn sinn fyrir heiminum. „Ég hef ferðast víða til að kynna plötuna og held því áfram til loka þessa árs. Svo held ég líklegast af stað í tónleikaferðalag um heiminn í janúar.“ Sarah Brightman sendir frá sér plötuna Harem Arabískur ævintýraheimur Hún var gift Andrew Lloyd Webber og var vinsæl söngleikja- stjarna. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Söruh Brightman um Harem, nýjustu sólóplötu hennar, sem kemur úr annarri átt. Sarah Brightman hefur notið vinsælda um allan heim. Þekktust er hún hér á landi fyrir dúett með Andrea Bocelli, „Time to Say Goodbye“. Platan Harem með Söruh Brightman er komin út. www.sarah-brightman.com ingarun@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.