Morgunblaðið - 01.08.2003, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 01.08.2003, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI ÁLAGNING hátekjuskatts til ríkis- sjóðs hækkar um 24,7% frá árinu 2002 til 2003, skv. upplýsingum á heimasíðu Ríkisskattstjóra. Þannig var hún rúmlega 1,4 milljarðar í fyrra en tæplega 1,8 milljarðar í ár. Nemur hækkunin um 350 milljónum kr. milli ára. Þeim sem greiða há- tekjuskatt fjölgar um 9,7% milli ár- anna eða úr 13.300 í rúmlega 14.500. Það eru um 6,4% framteljenda. Álagning hátekjuskattsins til rík- issjóðs lækkaði á hinn bóginn um 9,8% milli áranna 2001 og 2002, eða úr 1,6 milljörðum í 1,4 milljarða. Var sú lækkun rakin til sérstakrar hækk- unar á frítekjumörkum sem leiddi til þess að greiðendum fækkaði um 12%. Heimild rennur út um áramót Hátekjuskattur er 7% tekjuskatt- ur sem lagður er, til viðbótar almenn- um tekjuskatti, á tekjur einstaklings sem hefur meira en rúmlega 3,9 milljónir í árslaun. Á álagningarseðli þeirra sem greiða hátekjuskatt er gerð grein fyrir álögðum hátekju- skatti vegna tekna ársins 2002 en einnig er gerð grein fyrir fyrirfram- greiddum hátekjuskatti vegna tekna ársins 2003. Þær eru því áætlaðar fram til næstu áramóta. Skv. lögum er hátekjuskattur tímabundinn og rennur heimild um hann út um næstu áramót nema hún verði endurnýjuð. Fleiri greiða hátekjuskatt  Skattamál/4, 10, 11 VEÐURKLÚBBURINN á elliheimilinu Dalbæ á Dalvík hefur birt spá sína fyrir verslunarmanna- helgina. Klúbburinn birtir reglulega spár sínar og undanfarin tvö ár hefur hann spáð rétt fyrir um veður yfir verslunarmannahelgina. Spáin fyr- ir helgina fram undan er eftirfarandi: „Það má í raun segja að heilt yfir verði hvergi vont veður eða einhver illindi, það verður nokkuð sanngjörn skipting á þessu en í heildina best norðan- og austanlands, þ.e.a.s. hlýjast og mest af blessaðri sólinni, þó við verðum ekki laus við rigninguna, veðrið verður síst sunnan- og suðaustanlands og það er þá helst vætan sem gæti angrað ferða- langa þar.“ Síðan segir að búast megi við ágætu veðri norðanlands og „laugardagurinn og sunnu- dagurinn verða með besta móti og stærsti hluti laugardagsins verður afbragðs góður, í heildina verður veðrið á okkar svæði milt, hlýtt og sól á köflum en smá væta þess á milli. Farið varlega í umferðinni og elskið náungann.“ Yfirleitt eru spár veðurklúbbsins hugsaðar út frá norður- landssvæðinu en margir eru farnir að þekkja til aðferða klúbbsins og geta því heimfært spána yf- ir á sinn landshluta. Veðurstofa Íslands spáir norðlægum áttum um helgina. Dálítil væta verður norðan- og austan- lands, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir. Dregur úr úrkomu á sunnudag. Hægviðri á mánudag og bjartviðri, en stöku skúrir norð- austanlands og búist er við 10 til 17 stiga hita. Landsmót ungmennafélaganna verður á Ísafirði um helgina og búist við mörg þúsund gestum. Gestir voru að byrja að tjalda í Tungudal í gær. „Hvergi vont veður eða ein- hver illindi“ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Spá veðurklúbbsins á Dalvík TÖLUVERÐ umferð út úr höfuðborginni var í gær og þyngdist fram á kvöldið. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli streymdi fólk að Bakkaflugvelli í allan gærdag og þá þyngdist umferð í Fljótshlíð og Galtalæk í gærkvöld. Dagurinn gekk stóráfallalaust fyrir sig, en tveir erlendir ferðamenn sluppu ómeiddir er jeppabifreið sem þeir voru í lenti út af veginum á Mýrum í Austur-Skaftafellsýslu. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Hornafirði fór bíll- inn út af veginum á beinum vegarkafla austan Hólmsár en talið er að rekja megi slysið til þess að ökumaðurinn hafi verið að huga að farsíma í vasa sínum. Vaxandi umferð úr borginni ÞÆFÐ ull hefur verið talsvert not- uð í íslenskri hönnun á síðari tím- um, en ullarband upp á gamla mát- ann er þó síður en svo fallið úr gildi. Ung kona, Sonja Bent, stendur á bak við nýstárleg ullarklæði sem hún segir tilvalin til þess að klæðast úti á lífinu. Settið byggist á gömlu, góðu ull- arsíðbrókunum, að viðbættum gylltum þræði og rykkingum við hné. Ýmist má klæðast hálferma- peysu í stíl eða ullarbol með brydd- ingum. Ullin er gamaldags – en getur líka verið smart. Djammað í ull  Daglegt líf/2 HÆKKUN gengis krónunnar skýr- ir ekki ein þann vanda sem við er að etja í sjávarútvegi. Gengishækkunin hefur vissulega rýrt afkomu sjáv- arútvegsins frá því í fyrra en þá var hún með besta móti. Hins vegar er um að ræða sérstakan vanda í ýms- um greinum eins og rækju og að hráefnisverð til vinnslunnar fylgir ekki afurðaverði fyllilega eftir, að því er segir í ágústhefti Peninga- mála – ársfjórðungsrits Seðlabanka Íslands. Að sögn Birgis Ísleifs Gunnars- sonar seðlabankastjóra telur banka- stjórn Seðlabankans ekki tilefni til breytinga á vöxtum nú og líklegt sé að þeir haldist óbreyttir um hríð. „Í ljósi þess hvað verðbólga er nú lítil er hins vegar ekki hægt að úti- loka að breytingar sem draga úr innlendri eftirspurn og innfluttri verðbólgu kalli á tímabundna lækk- un vaxta frá því sem nú er. Þetta gæti til dæmis komið til ef ekki verður af framkvæmdum vegna Norðuráls, innlend eftirspurn vegna annars en stóriðjuframkvæmda reynist mun minni en nú er talið eða að verðhjöðnunarþrýstingur heldur áfram að magnast í umheiminum,“ segir seðlabankastjóri. Hátt gengi ekki eina skýringin á vandanum  Efnahagsbatinn/28 Sjávarútvegur GARÐABÆR og Hjallastefnan undirbúa nú stofnun grunnskóla sem á að taka til starfa í haust. Starfsemi skólans verður í anda Hjallastefnunnar og verður fyrst í stað kennt á yngstu skólastigum, þ.e.a.s. fimm og sex ára börnum. Síðan er áætlað að skólinn vaxi ár frá ári. Hjallastefnan gengur meðal annars út á jafnréttisuppeldi þar sem kynin eru aðskilin að hluta. Þannig sé betur mögulegt að mæta ólíkum þörfum kynjanna. Skólinn verður að öll- um líkindum rekinn í húsnæði vistheimilisins á Vífilsstöðum. Ný nálgun á grunnskólanámið Nýi grunnskólinn verður í beinu framhaldi af því starfi sem unnið er á Hjallaleikskólunum, enda lítur Margrét Pála Ólafs- dóttir, frumkvöðull Hjallastefn- unnar, svo á að ekki megi líta á grunnskóla og leikskóla sem al- gerlega ólík fyrirbæri með ólík- um forsendum. Því verður reynt að hafa flutninginn úr leikskóla yfir í grunnskóla sem mýkstan. Skólinn verður lítill og bekkir fámennir. Þó verður námið ekki leikur einn, enda er stefnan að bjóða upp á undirbúning að tungumálanámi og tölvunámi fyrir 5 og 6 ára börn. Ennfremur er skólanum skylt að fylgja öll- um þeim lágmarkskröfum sem settar eru fram í námskrám leikskóla og grunnskóla. Mikilvægur nýr valkostur Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, segir skólann verða valkost fyrir for- eldra og börn í Garðabæ og góð og nauðsynleg viðbót í mennt- unarflóru bæjarfélagsins. „Við lítum svo á að það sé mjög mik- ilvægt að fjölga valkostum í skólastarfi. Á undanförnum ár- um hefur fjölbreytnin aukist mjög á leikskólastiginu og það er tímabært að auka fjölbreytn- ina á grunnskólastiginu líka.“ Stofnun skólans hefur verið lengi í undirbúningi og er und- irbúningur á lokastigi. Ráðgert er að kennsla hefjist í í haust. Nýr einkaskóli í Garðabæ í haust Lítill skóli og bekkir fámennir  Hjallastefnan/16 EINN vandaðasti laxastigi landsins er við Skuggafoss í Langá á Mýrum, en þegar jafnlítið vatn er í ám og raunin hefur verið lengst af í sumar, eiga laxar það til að gefa fiskvegagerð mannskepnunnar langt nef og sýna henni hvern- ig forfeður þeirra og -mæður fóru að í árdaga þegar engir laxastigar voru til. Eins og laxinn á meðfylgjandi mynd og fjöldi annarra hafa gert í Skuggafossi í Langá í allt sumar. Laxveiði er annars misskipt milli landshluta það sem af er sumri. Góð veiði hefur verið á Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi upp að Breiðafirði, en Breiðafjörður hefur farið var- hluta af rigningunni og Norðurlandið varhluta af smálaxagöngum og veiði hefur þar verið fremur rýr á heildina litið þrátt fyrir góðar göngur stórlaxa. Á norðausturhorninu hefur hins vegar verið góð veiði til þessa og þar eru einnig á ferðinni óvenju kröftugar stórlaxa- göngur. Ljósmynd/Ólafur Ágúst JenssonLaxinn lítur ekki við laxastiganum góða sem sést í baksýn. Fiskvegagerðinni gefið langt nef ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.