Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 15 K O R T E R NORÐUR-kóresk stjórnvöld settu á þriðjudag í bið þau samstarfsverkefni sem unnið hefur verið að milli Norð- ur- og Suður-Kóreu og sökuðu suður- kóreska óvildarmenn sína um póli- tískt „morð“ á suður-kóreskum for- stjóra, sem sætti ákæru fyrir að hafa komið opinberu fé frá Suður-Kóreu í hendur Norður-Kóreumanna. Chung Mong-Hun, einn forstjóra suður-kóresku Hyundai-samsteyp- unnar, svipti sig lífi á mánudag með því að kasta sér út um glugga á skrif- stofu sinni í Seoul en verið var að rannsaka þátt hans í fjármála- hneyksli frá árinu 2000. Þar var fyr- irtækið sakað um að hafa millifært hálfan milljarð dollara, um 38 millj- arða króna, frá stjórninni í Suður- Kóreu til stjórnvalda í Norður-Kóreu fyrir viðræðufund sem haldinn var á milli ríkjanna tveggja árið 2000. Norður-kóreska ríkisfréttastofan KCNA sendi frá sér tilkynningu í þar sem fullyrt er að dauði Chungs hafi verið pólitískt morð sem suður-kór- eski íhaldsflokkurinn GNP og ríkis- saksóknarar bæru ábyrgð á. Chung Mong-Hun var sonur Chung Ju-Yung, stofnanda Hyundai, og stýrði Hyundai Asan, þeirri deild samsteypunnar sem sinnti viðskipt- um við Norður-Kóreu. Chung skildi eftir sig þrjú kveðjubréf þar sem hann óskaði þess að fyrirtækið héldi áfram uppbyggingu í Norður-Kóreu. Í tilkynningu KCNA segir einnig að fyrirhugaðum viðræðum um efna- hagsleg samstarfsverkefni milli Norður- og Suður-Kóreu séu í upp- námi og áformuðu ferðaþjónustusam- starfi, sem átti að opna ferðamönnum úr suðri – á vegum Hyundai Asan – leið til fagurra staða í fjalllendi Norð- ur-Kóreu, yrði skotið á frest. Hyundai Asan hefur nánast einok- að umsjón með viðskiptum á milli Norður- og Suður-Kóreu. Sjálfsmorðstíðni hefur aukist mjög í Suður-Kóreu síðustu ár og tengjast þau oftar en ekki fjárhagsörðugleik- um. Fólk leggur gjarnan mikið á sig til að standa sig gagnvart fjölskyld- unni, á vinnustað og í skóla og stund- um stenst það ekki þrýstinginn og velur þessa leið. N-Kóreumenn kalla sjálfsvíg forstjóra Hyundai-samsteypunnar morð Samskipti Kóreuríkja í uppnámi Seoul. AP, AFP. MICHAEL McKevitt, leiðtogi Hins sanna IRA, var í gær fundinn sekur um hryðjuverk fyrir dómstól í Dyflinni á Ír- landi. Hinn sanni IRA, sem er klofningshópur út úr Írska lýð- veldishernum, IRA, bar ábyrgð á mesta hryðjuverkinu í þriggja áratuga langri sögu átakanna á Norður-Írlandi, sprengingunni í bænum Omagh en hún varð 29 manns að bana. Í málaferlunum var stuðst mjög við vitnisburð Davids Ruperts, fyrrverandi starfsmanns FBI, bandarísku alríkislögreglunnar. Rupert vann einnig fyrir bresku leyni- þjónustuna og tókst að komast inn í samtök McKevitts undir fölsku flaggi. Sárasótt í sókn HINN hættulegi kynsjúkdóm- ur sárasótt eða sýfilis verður æ algengari í Danmörku. Haft er eftir Carsten Sand Petersen, yfirlækni á Bispebjerg-sjúkra- húsinu, að nú séu greind mörg tilfelli í viku hverri en fyrir nokkrum árum varð ekki vart við nema eitt mánaðarlega. Segir hann, að margir sjúklinga sinna séu samkynhneigðir og hafi smitast eftir dvöl í ýmsum borgum í Evrópu, ekki síst Berlín. Fundu ekki olíu FJÓRÐA tilraunin til að finna olíu á færeyska landgrunninu bar engan árangur. Það var ítalska olíufélagið ENI, sem að henni stóð og boraði niður á 3.847 metra við línuna, sem skilur milli Færeyja og Hjalt- landseyja. Fannst þar hvorki olía né gas. Áður hafa Statoil og BP borað án árangurs en sam- steypu með bandaríska fyrir- tækinu Amerada Hess tókst að finna olíu. Mörg ár munu þó líða áður en ljóst verður hvort hún er vinnanleg. Færeyska ol- íuráðuneytið vinnur nú að því að bjóða út nýjar boranir. Bílsprenging í Tel Aviv SPRENGJA sprakk í bíl í Tel Aviv í Ísrael í gær og varð sprengingin einum manni að bana og særði nokkra. Tals- maður lögreglunnar í borginni sagði, að ekki hefði verið um hryðjuverk í þeim skilningi að ræða, heldur uppgjör milli glæpaflokka. Ekki er óalgengt, að ísraelskir glæpamenn ryðji hver öðrum úr vegi með þess- um hætti. Þannig lauk einn helsti glæpaforinginn í Tel Aviv ævi sinni 30. júní síðastliðinn. Sonur Shar- ons fyrir rétti DÓMSTÓLL í Tel Aviv hefur skipað Gilad, syni Ariels Shar- ons, forsætisráðherra Ísraels, að afhenda skjöl varðandi spill- ingarmál, sem Gilad er flæktur í. Gilad er sakaður um að hafa tekið við mútum seint á síðasta áratug frá byggingarverktaka, David Appel, en hann hefur stutt Likudflokkinn, flokk Sharons, með miklu fé. Hingað til hefur Gilad neitað að svara spurningum lögreglunnar um þessi mál. STUTT Dæmt á Írlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.