Morgunblaðið - 07.08.2003, Qupperneq 20
LANDIÐ
20 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HERDÍS Þórðardóttir, formaður
bæjarráðs, hefur unnið samantekt á
því hvernig embætti og nefndir bæj-
arins raðast á milli kynja hér í
Hveragerði. „Hlutfallið er svo til
hnífjafnt, ef eitthvað er þá er hlut-
skipti kvenna aðeins betra. Mér
finnst þetta mjög jákvætt og sér-
stakt í bæjarfélagi og það sem gerir
þetta einstaklega skemmtilegt er að
ekki var lagt upp með það í upphafi
að kynjaskiptingin ætti að vera jöfn.
Það sem hefur að mínu mati skilað
konum eins vel og raun ber vitni inn í
bæjarmálin er, að konur voru mjög
virkar og áhugasamar við síðustu
bæjarstjórnar kosningar,“ segir
Herdís.
Skiptingin er sem hér segir: Bæj-
arfulltrúar Hveragerðisbæjar eru 7
og skiptast þannig eftir kynjum:
Konur eru þrjár en karlar eru
fjórir.
Bæjarráðið skipa þrír fulltrúar,
tvær konur og einn karl.
Embætti og stjórnunarstöður
skiptast á eftirfarandi hátt:
Konur eru í stöðum skrifstofu-
stjóra, formanns bæjarráðs, félags-
málastjóra, umhverfisstjóra, tveggja
leikskólastjóra og forstöðumanns
bókasafnsins. Karlar eru í stöðum
bæjarstjóra, forseta bæjarstjórnar,
bæjartæknifræðings, skólastjóra
grunnskólans, íþrótta- og tóm-
stundafulltrúa og verkstjóra áhalda-
húss.
Formennska nefnda skiptist á
milli kynja á eftirfarandi hátt:
Konur hafa formennsku í atvinnu-
og heilsubæjarnefnd, menningar-
málanefnd, félagsmálanefnd, bygg-
inganefnd, starfshópi aldraðra og
bókasafnsnefnd. Karlar gegna aftur
á móti formennsku í skipulagsnefnd,
hitaveitunefnd, umhverfisnefnd,
skólanefnd, starfshóp um vímuefna-
varnir, ferlinefnd og íþrótta- og
æskulýðsnefnd. Í ofangreindum
nefndum sitja 33 konur og 30 karlar.
Jafnara getur kynjahlutfallið
varla verið hjá bæjarfélagi.
Jafnrétti í stjórn bæjarins
Hveragerði
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Sigurður Ingvarsson og Adda Þórey Jónsdóttir, sem eru á öðru ári, ættu að
eiga jafna möguleika á að stjórna bænum sínum þegar þau verða „stór“.
FRAMKVÆMDIR standa yfir við
endurlagningu á um 6 km kafla á Út-
nesvegi sunnan við Hellissand.
Verktakinn, Stafnafell ehf., hefur
staðið sig vel gagnvart þeirri miklu
umferð ferðamanna sem farið hefur
um veginn og kappkostað að haga
framkvæmdunum þannig að sem
minnst óþægindi hlytust af. Alltaf
verða þó einhverjar tafir á umferð
við svona aðstæður.
Lögð verður klæðning á veginn
um Gufuskálamóður að Móðulæk.
Við það styttist kaflinn sem unnið er
við og allt verður í lagi um komandi
helgi. Allir, og ekki síst þeir sem eru
í ferðaþjónustu, fagna betri vegum.
áfanga með því að koma með rjóma-
tertu til vegagerðarmannanna til að
gæða sér á með eftirmiðdagskaffinu.
Vinnuflokkur frá Klæðningu hf. að verki á Gufuskálamóðum undir Jökli.
Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir
Starfsmenn Stafnafells ehf. fá sér tertu. Hildur hótelstjóri lengst til vinstri.
Klæðning
undir Jökli
Hellissandur
Hótelstjóri Hótels Eddu sem annast
rekstur Hótels Hellissands, Hildur
Ýr Arnarsdóttir, fagnaði þessum
MENN notuðu frídag verslunar-
manna til ýmissa hluta, flestir þó til
ferðalaga. Á vissan hátt gerði þús-
undþjalasmiðurinn Ketill Sigurjóns-
son á Hellnum það einnig. Ketill sem
er lærður húsasmiður og orgelsmið-
ur notaði daginn til að sjósetja lítinn
bát sem hann hefur verið að dunda
sér við að smíða undanfarna mánuði.
Bátinn smíðaði hann eftir eigin
teikningu og því ríkti ákveðin spenna
yfir því hvernig hann myndi liggja í
vatni við sjósetninguna.
Báturinn, sem smíðaður er úr stál-
plötum utan á timburgrind, rann
léttilega á flot og lá vel og þótt aðeins
væru komnar í hann tvær þóftur tók
Ketill með sér farþega í jómfrúrferð-
ina. Það voru þau Hjörtur Sturluson
og Heiða Dögg Jónsdóttir sem reru
með honum yfir að Baðstofuhellinum
og til baka, meðan eiginkona hans,
Sveinbjörg Eyvindsdóttir, tók
myndir af sjósetningunni. Eftir að
hafa haldið upp á sjósetninguna með
hádegisverði í Fjöruhúsinu fóru þau
saman á sjó, Ketill og Sveinbjörg,
með veiðistangir og renndu fyrir
fisk, en lítið var um afla í þetta sinn,
en sjóferðin var þó góð.
Ketill lítur á árabátinn sem fyrsta
stig bátasmíðinnar, því hann hefur
það á stefnuskránni að þróa hann
frekar og setja í hann utanborðsmót-
or þannig að hann verði fjölnota.
Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann
Nýr bátur
í flota
Hellna-
manna
Hellnar
MIKILL ferðamannastraumur hef-
ur verið undanfarna góðviðrisdaga
á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Allt
umhverfið iðar af mannlífi og svo
auðvitað af fugli og öðrum dá-
semdum náttúrunnar. Sú var tíð að
þarna var ekki margförult. Gár-
ungar töluðu um að á Arnarstapa
hefði lífið verið svo frjálst að strák-
ar hefðu verið komnir með bíl-
prófið um tíu ára aldurinn. Enginn
kemur að Arnarstapa án þess að
skoða höfnina sem er afar sérstök
og kúrir vært undir klettunum.
Blíðviðri
á Arnar-
stapa
Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson
Ólafsvík
ÆRIN Dís var að bíta gras
uppi á þaki á gömlum hlöðnum
kofa með torfþaki og þó að
grasið væri girnilegt og veðrið
gott gaf hún sér aðeins tíma til
að líta upp og stilla sér upp fyr-
ir myndatöku.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Dís uppi
á þaki
Fagridalur
ÚTSKRIFTARNEMAR
handavinnudeildar Kenn-
araskólans 1953 komu sigl-
andi með Sæfara til að fagna
stórafmæli – handavinnu-
kennarar í 50 ár – í Grímsey.
Það er glaður, samheldinn
og unglegur hópur sem er
saman kominn í Félagsheim-
ilinu Múla. Útskriftarnem-
arnir hafa sannarlega notið
samveru í öll þessi 50 ár.
Það voru 16 stúlkur og 6
piltar sem fengu handa-
vinnukennararéttindi sín
1953 og héldu til starfa vítt
og breitt um allt Ísland. Frá
1985 ákvað hópurinn að
styrkja enn böndin og hafa
farið í ferðalög innanlands
og utan öll árin síðan. Þeg-
ar fór að fækka í hópnum
voru makar teknir inn og
sagði einn þeirra, Þorsteinn
Gíslason, fyrrum skipstjóri,
kennari og fiskimálastjóri, sem er
eiginmaður Vilborgar handavinnu-
kennara, að hann teldi óvenjulegt,
ef ekki einstakt hvað svona stór
hópur hefði haldið dyggilega saman
í hálfa öld.
Einn úr útskriftarhópnum,
Tryggvi Eyjólfsson á Lambavatni,
vildi þakka konunum í árganginum
það hvað samheldnin væri mikil og
50 ára útskriftar-
afmæli á baugnum
Grímsey
samfundirnir margir og þá sér-
staklega fyrirliða þeirra Rósu Árna-
dóttur á Höskuldsstöðum í Eyja-
fjarðarsveit en hún átti einmitt
hugmyndina um afmælisfagnað í
Grímsey. Rósu, sem kom nokkur vor
til Grímseyjar að kenna skólabörn-
um sund, fannst tilvalið að gleðjast á
þessum merku tímamótum á heim-
skautsbaug.
Gestirnir í landgangi Sæfara, f.h., Tryggvi
Eyjólfsson Rauðasandi, Rósa Árnadóttir
Eyjafjarðarsveit, Vilborg Vilmundardóttir
Garðabæ og Erla Ásgeirsdóttir Hveragerði.
Morgunblaðið/Helga Mattína