Morgunblaðið - 07.08.2003, Side 24

Morgunblaðið - 07.08.2003, Side 24
SKOÐUN 24 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR AÐ UNDANFÖRNU hefur farið fram kostuleg umræða um mjög merkilegt mál, þ.e.a.s. um nauðsyn- legt samstarf stjórn- valda sem geta beitt stjórnsýslusektum til að ljúka málum og refsivörsluaðila. Þessi umræða hefur vart átt sér stað hér á landi en hefur gert það víða erlendis. Þar hefur verið leit- að leiða til að tryggja samstarf þess- ara aðila. Hér virðist tónninn í fulltrú- um refsivörslukerfisins, ríkis- lögreglustjóra, vera sá að eiga ekkert samstarf við stjórnsýsluna um þessi mál. Annaðhvort allt eða ekkert. Þetta háttalag embættis ríkislög- reglustjóra hefur vakið mikla furðu. Undirritaður hefur tekið þátt í þess- ari umræðu sem alþingismaður, með þá skyldu alþingismanna á herðunum að veita framkvæmdavaldinu aðhald. Morgunblaðið og ríkislögreglustjóri hafa kosið að kalla málflutning hans „dylgjur“. Því tel ég mér bæði rétt og skylt að gera frekari grein fyrir sjón- armiðum sem búa að baki þeirri skoð- un minni að rannsókn málsins eigi bæði undir lögreglu og samkeppn- isstofnun. Tilefni umræðunnar Í kjölfar þess að hluti af rannsókn samkeppnisstofnunar „um meint brot olíufélaganna gegn ákvæðum sam- keppnislaga“ fór í opinbera umræðu, vöknuðu spurningar um samstarf samkeppnisstofnunar og lögreglu við rannsóknina. Samkeppnisstofnun rannsakar aðeins lögaðila og hugs- anleg brot þeirra á samkeppn- islögum. Valdheimildir hennar standa ekki til annars. Hún hefur ekki laga- heimildir til að afla upplýsinga um einstaklinga. Engin fyrirmæli er að finna í lögum um samstarf hennar og lögreglu. Því er mikilvægt að lögregla og samkeppnisstofnun móti sér sínar samskiptareglur við rannsókn mála. Þessi hugsun hefur væntanlega verið fulltrúum samkeppnisstofnunar of- arlega í huga þegar þeir gengu á fund ríkislögreglustjóra um miðjan júní, í því skyni að gera honum grein fyrir rannsókn sinni. Þannig uppfylla þeir upplýsinga- og frumkvæðisskyldu sína gagnvart lögreglu. Fyrstu við- brögð ríkislögreglustjórans voru með eindæmum. Embættið neitaði að móttaka upplýsingar. Að þeirra mati þótti það ekki nægilega formleg at- höfn að forstjóri stofnunar afhenti skýrsluna sjálfur, skilji maður málið rétt. Rannsókn samkeppnisyfirvalda Brot gegn samkeppnislögum geta varðað sektum eða fangelsi. Sam- keppnisráð leggur stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða samtök fyrirtækja sem brjóta gegn ákvæðum samkeppn- islaga. Samkeppnisstofnun undirbýr mál sem lögð eru fyrir samkeppn- isráð. Samkeppnisstofnun og sam- keppnisráð rannsaka ekki mál með tilliti til þess hvort einstaklingar hafi orðið brotlegir við lög, né leggja á þá sektir. Samkeppnislög eru sérlög. Löggjafarvaldið hefur því falið sam- keppnisyfirvöldum rannsóknar- og sektarvald gagnvart fyrirtækjum hafi þau gerst brotleg við ákvæði sam- keppnislaga. Það byggir á því að rannsókn verði skilvirkari og ódýrari en hjá lögreglu, enda mikil sérþekk- ing sem verður til í svona stofnunum. Stofnunin sjálf hefur ekki lögsögu yf- ir einstaklingum samkvæmt lögum. Rannsókn lögregluyfirvalda Um rannsóknir á brotum ein- staklinga geta gilt aðrar reglur en ef mál snúa að lögaðilum. Þar er og til fleiri sjónarmiða að líta. T.d. segir í mannréttindakafla stjórnarskrár- innar, nánar tiltekið 70. gr., að öllum beri réttur til að fá úrlausn um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlut- drægum dómstóli. Í 1. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 segir, að öll mál sem handhafar rík- isvaldsins höfða til refsingar, skulu fara eftir ákvæðum laga þessara, nema þau sæti meðferð sérdómstóla sem lög þessi taka ekki til. Þá segir ennfremur í 111. gr. sömu laga, að sérhver refsiverður verknaður skal sæta ákæru, nema annað sé sér- staklega ákveðið í lögum. Af tilvitn- uðum ákvæðum stjórnarskrár og laga er ljóst að einstaklingi verður ekki gerð refsing nema áður hafi ver- ið gefin út ákæra og um hana fjallað fyrir óhlutdrægum dómstóli. (Ein- staklingum kann að vera ákveðin stjórnvaldssekt þegar sérstakar laga- heimildir kveða á um það. Það á ekki við í samkeppnismálum.) Samkeppn- isyfirvöld hafa ekki ákæruvald. Um rannsókn þeirra gilda almennt ekki reglur laga um meðferð opinberra mála, þó þær séu hafðar til hliðsjónar. T.d. má nefna að menn eru ekki á eitt sáttir um hver sé réttur fyrirtækja til að upplýsa ekki um athæfi sem kann að leiða til þess að fyrirtækið verði sektað, meðan skýr ákvæði eru um rétt einstaklinga um að þurfa ekki að greina frá atvikum sem kunna að leiða til refsingar. Fleiri dæmi má taka. Rannsóknir fjármálaeftirlits og skattrannsóknarstjóra Öfugt við lög um fjármálaeftirlit hvílir ekki lagaskylda á samkeppn- isyfirvöldum að tilkynna til lögreglu um brot gegn samkeppnislögum. Þá rýfur rannsókn samkeppnisstofnunar ekki fyrningu brots andstætt því sem við á um rannsókn skattrannsókn- arstjóra, einsog fram koma á fundi allsherjarnefndar sl. þriðjudag. Rannsóknir þeirra geta snúið beint að einstaklingum jafnt sem lög- aðilum, öfugt við það sem við á um samkeppnisstofnun. Það er ljóst í mínum huga að löggjafinn verður að taka þessi mál til frekari umræðu og skoðunar. Meðan það hefur ekki ver- ið gert gilda þær reglur sem eru við lýði hverju sinni. Rannsókn á brotum einstaklinga á samkeppnislögum Í mínum huga er ljóst að sérstakar rannsóknir yfirvalda vegna brota ein- staklinga á samkeppnislögum og ábyrgð þeirra heyra undir lögreglu. Þannig hefur löggjafinn skilið við málið. Frumkvæði um að hefja lög- reglurannsókn gagnvart einstakling- unum hvílir á lögreglu. Það er í sam- ræmi við 2. tl. 66. gr. laga um meðferð opinberra mála. Þar segir m.a.: „Lög- regla skuli hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki.“ Þar sem aðrar reglur hafa ekki verið settar um samskipti þessara hliðsettu stofnana, lögreglu og samkeppnisstofnunar, gildir þessi lagaregla um hver skuli hafa frum- kvæði að slíkri rannsókn. Einnig ber að hafa í huga að önnur lög en sam- keppnislög kunna að hafa verið brot- in. Samkeppnisstofnun hefur vakið athygli ríkislögreglustjóra á rann- sókn sinni. Því er boltinn hjá ríkislög- reglustjóra. Þannig eru lögin, jafnvel þó ýmsir vilji hafa þau öðruvísi. Greinargerð embættis ríkislögreglustjóra Í Morgunblaðinu sl. þriðjudag var að finna greinargerð embættis rík- islögreglustjóra vegna lítillar svar- greinar sem ég birti sl. laugardag, vegna leiðaraskrifa sama blaðs. Morgunblaðið og ríkislögreglustjóri hafa þrammað nokkuð í takt í sínum málflutningi um þetta mál. Um grein- argerð ríkislögreglustjóra er ekki mikið að segja. Þar er ekkert að finna sem dýpkar eða skýrir umræðuna á nokkurn hátt, aðeins staðfesting á þeirri miklu vörn sem embættið er í vegna kjánalegrar hegðunar yf- irmanna þess. Ekkert kemur þar fram sem breytir skoðunum mínum í þessu máli, sem ég m.a. setti fram í grein sl. laugardag. Þó er rétt að nefna að sem svar við athugasemdum mínum um þróun embættisins er í greinargerðinni að finna kostulega tilvitnun í skýrslu dómsmálaráðherra frá árinu 2002, þar sem meint afrek hennar um áhrif þess á löggæslu í landinu eru tíunduð. Rétt er að taka fram að hjá embættinu er að finna mikið af hæfileikaríku fólki. Það þekki ég vel. Það er fyrst og fremst yfirstjórn þess sem hefur orðið fólki umhugsunarefni. Embættið hefur þróast á allt annan hátt en lagt var upp með þegar til þess var stofnað. Því til staðfestingar er rétt að vitna beint í greinargerð sem fylgdi frum- varpi til lögreglulaga, sem lagt var fyrir Alþingi fyrir nokkrum árum. Þar sagði m.a. um stofnun embættis ríkislögreglustjóra: „Er lagt til að embætti ríkislögreglustjóra verði komið á fót og að það taki við ýmsum verkefnum dómsmálaráðuneytisins, hluta af verkefnum Rannsóknarlög- reglu ríkisins sem gert er ráð fyrir að verði lögð niður og ýmsum smærri verkefnum frá lögreglustjóranum í Reykjavík.“ Þessi tilvitnun ásamt öðru í aðdraganda stofnunar embætt- isins staðfestir að í upphafi var ætl- unin sú að koma á fót litlu embætti, með 10–15 mönnum sem áttu að sjá um ýmis samræmingarverkefni lög- reglunnar á landsvísu. Niðurlag Í þessari grein hef ég dregið saman sjónarmið sem búa að baki þeirri skoðun minni að lögregluyfirvöld eigi að hefja rannsókn vegna meintra brota einstaklinga á ákvæðum sam- keppnislaga í svokölluðu olíumáli. Það er hennar að hafa frumkvæði í málinu. Það er hlutverk lögreglu. Löggjafarvaldið hefur falið sam- keppnisyfirvöldum að fara með rann- sókn vegna brota lögaðila á sam- keppnislögum. Meðan lög kveða á um þetta fyrirkomulag ber að hlíta því. Þetta skipulag kemur í veg fyrir að einstaklingum og/eða fyrirtækjum verði refsað tvisvar fyrir sama brot, þar sem rannsóknin beinist að mis- munandi þáttum. Þar af leiðir, að ekki þarf að hafa áhyggjur af 2. mgr. 138. gr. laga um meðferð opinberra mála og ákvæðum mannréttindasáttmála um að sama aðila verði ekki refsað tvisvar vegna sama brots. Það ber að taka undir með ríkislögreglustjóra um það að aðilum sé bæði rétt og skylt að huga vandlega að öllum málatilbúnaði. Það á reyndar við allt- af í öllum málum. Ekki aðeins þessu. Mín skoðun er sú að þessum farsa ríkislögreglustjóra verði að ljúka sem fyrst, þó ekki væri nema í þágu emb- ættisins og tiltrúar almennings á lög- reglunni. Lögreglan og samkeppn- isstofnun verða að koma sér saman um málsmeðferð. Fátt er mikilvæg- ara en að fólk hafi þá trú að í landinu gildi ein lög og að allir séu jafnir fyrir þeim, hvort heldur rætt er um Jón eða séra Jón. Á fundi allsherj- arnefndar sl. þriðjudag kom fram hjá fulltrúa ríkislögreglustjóra að emb- ættið myndi sjá til þess að niðurstaða málsins yrði í samræmi við kröfur samfélagsins. Ef átt er við að eitt skuli um alla gilda þá ber að fagna því, þó sjálfur telji ég ekki sjálfgefið hverjar kröfur samfélagsins eru í þessu máli. Aðalatriðið er þó það að embættið sinni þeim verkum sem því hafa verið falin með lögum, og reyni ekki að skjóta sér undan óþægilegum málum. Lokaorð Ég leyfi mér að fullyrða að íslensk umræðuhefð mun ekki bíða nokkurt tjón þó sjálfskipaðir siðameistarar hennar, Morgunblaðið og fleiri láti af þeirri leiðu iðju sinni að fella órök- studda dóma um málflutning ann- arra. Þó tilefnið sé að reyna að skjóta skildi fyrir ríkislögreglustjóra á ber- angri, réttlætir það ekki gjörninginn. Ef hinir sjálfskipuðu siðameistarar ætla að halda dómgæslustörfum áfram er mikilvægt þeirra vegna að þeir dæmi alla, ekki aðeins þá sem hafa uppi óþægilegan málflutning, því óhjákvæmilega vakna spurningar um tilgang þessarar háttsemi. Varla er hann til þess fallinn að efla vandaða umræðuhefð í landinu, frekar virðist markmiðið vera að stjórna um- ræðunni. Það er mitt mat að nú sé mikilvægt fyrir þessa aðila að líta í eigin barm, svo þeir festist ekki í for- tíðinni. Hún er liðin. Það er nefnilega öllum hollt að líta í eigin barm endr- um og sinnum og er undirritaður þar ekki undanskilinn. Undarleg vinnubrögð ríkislögreglustjóra Eftir Lúðvík Bergvinsson Höfundur er alþingismaður. FLUTT verður tónverkið Petite Messe Solennelle eftir G. Rossini í Sel- tjarnarneskirkju í kvöld kl. 20. Að sögn aðstandenda tónleikanna er verkið óvenjulegt að flytjendaskipan, en það er samið fyrir fjóra einsöngv- ara, átta manna kór, píanó og harm- óníum. Þó verkið hafi verið flutt hér- lendis áður er, að sögn Braga Þórs Valssonar stjórnanda, ekki vitað til þess að verkið hafi verið flutt í þessari mynd hér á landi áður. „Þó titillinn gefi til kynna að hér sé um lítið verk að ræða þá er því í raun þveröfugt farið. Það eina sem er smátt er flytjendafjöldinn, en hvað stærðina á hópnum varðar þá erum við mjög ná- lægt því sem Rossini óskaði sjálfur eft- ir. Hann vildi ekki nema átta manna kór og þessa hljóðfæraskipan. Sam- kvæmt heimildum var Rossini einmitt afar tregur til þess að útsetja verkið fyrir hljómsveit, en gerði það loks til þess að tryggja að enginn annar gerði það. Verkið gerir vissulega miklar kröfur til kórsöngvaranna og því mik- ilvægt að vera með gott og vant söng- fólk sem ræður örugglega við verkið,“ segir Bragi Þór ánægður með sitt fólk. Raunar eiga flytjendur það flestir sameiginlegt að hafa annaðhvort ný- lokið framhaldstónlistarnámi erlendis eða eru rétt við það ljúka námi. „Við vildum hafa góða, en ferska söngvara. Þannig er einsöngssópraninn okkar, Anna Jónsdóttir, á leið til Rúmeníu í framhaldsnám, Jóhanna Ósk Vals- dóttir mezzósópran lauk fyrir nokkr- um árum tvöföldu mastersprófi, þ.e. í óperu- og ljóðasöng, frá Tónlistarskól- anum í Stuttgart, Garðar Thór Cortes tenór lauk námi í Vínarborg og Lund- únum og Valdimar Haukur Hilmars- son bassi lauk nýverið námi við Guild- hall School of Music and Drama.“ Að sögn Braga Þórs tengja flestir Rossini vafalaust við óperuna Rakar- inn í Sevilla, en Rossini samdi fjöldann allan af gamanóperum. „Upp úr 1830 hætti hann hins vegar að semja og gaf ekkert út í þrjátíu ár þar til hann skrif- aði þessa messu árið 1863, sem í dag er líklega næstþekktasta verk hans. Messuna nefndi Rossini, ásamt á ann- an tug verka, hinstu syndir sínar. Hann dó fimm árum eftir að hann lauk við að semja messuna. Kannski má segja að hann hafi verið að bæta fyrir léttúðina sem einkenndi gamanóper- urnar og reyna að tryggja sér vist í Paradís,“ segir Bragi Þór. Altarisganga nýmæli „Verkið sjálft er um áttatíu mínútur í flutningi. Það er byggt upp sem hefð- bundið messuform að viðbættum tveimur aukaköflum, sópransólói og orgel-Offertorium í miðju stykkinu, sem líklega hefur verið notað fyrir undirbúning altarisgöngu á sínum tíma. Þegar ég var að stúdera heim- ildir um verkið datt mér í hug að það það gæti verið gaman að bjóða upp á altarisgöngu og mun sr. Arna Grét- arsdóttir, sem er nývígð við Seltjarn- arneskirkju, þjóna fyrir altari undir lok tónleikanna,“ segir Bragi Þór, sem veit ekki til þess að þetta sé gert vana- lega við flutning verksins. „Ég minnt- ist einmitt á þessa hugmynd við mína prófessora úti og það kom svona nett- ur svipur á þá.“ Aðspurður segir Bragi Þór messu Rossini vera stærsta verk sem hann hafi stjórnað til þessa, en hann er hálfnaður með mastersnám í kór- stjórn við tónlistardeild Háskólans í Flórída. „Þetta er gott sumarverkefni, en ég fer aftur út í næstu viku og held áfram með mitt nám. Það er náttúr- lega frábært að fá tækifæri til þess að vinna svona sumarverkefni sem teng- ist náminu beint. Ég lærði upphaflega á klarinett og var svo í söngnámi í nokkur ár. Í sjö skipti í röð var ég eini fulltrúi Íslands í Heimskór æskunnar og fékk þar tækifæri ár eftir ár til þess að vinna með nokkrum bestu stjórn- endum heims. Segja má að þá hafi ég endanlega fengið stjórnendabakter- íuna,“ segir Bragi Þór kíminn. Aðgangseyrir á tónleikana er 1.500 kr. en 1.200 kr. fyrir nemendur og elli- lífeyrisþega. Morgunblaðið/Arnaldur Tónlistarfólkið sem stendur að flutningi messu eftir Rossini. Messa Solennelle Í TILEFNI af Fiskideginum mikla á Dalvík, á laugardaginn kemur, mun Leikfélagið Sýnir sýna Draum á Jónsmessunótt í Svarfaðardal. Sýnt verður í Hánefsstaðareit, sem er rétt utan við Dalvík, austan árinnar og hefst sýningin kl. 18. Draumurinn var sýndur í Elliða- árdal 26.–28. júlí sl. Upphaflega stóð til að hafa aðeins tvær sýningar, en ákveðið var að bæta þeirri þriðju við vegna fjölda fyrirspurna. Alls sáu því um 500 manns uppsetninguna í Elliðaárdalnum. Að sögn aðstandenda verða aðeins 120 miðar í boði á sýninguna í Svarf- aðardal en forsala aðgöngumiða fer fram í Olísversluninni á Dalvík og kostar miðinn 500 kr. Leikfélagið Sýnir mun einnig taka þátt í hátíðahöldunum í tilefni af Fiskideginum mikla. Sýnt verður at- riði úr Draumnum á sviðinu kl. 14.30 og götuleikhús verður á hátíð- arsvæðinu á milli kl. 14 og 16 í boði Samherja. Leikstjóri Draums á Jónsmessu- nótt er Þorgeir Tryggvason, tónlist- ina samdi Björn Thorarensen, bún- inga hönnuðu Þórey Björk Halldórs- dóttir og Þórunn Eva Hallsdóttir, Vilborg Valgarðsdóttir sá um förð- un en hárhönnun var í höndum Hrefnu Friðriksdóttur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hrefna Friðriksdóttir og Rúnar Lund í hlutverkum Hippólítu og Þeseifs. Draumurinn á Dalvík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.