Morgunblaðið - 07.08.2003, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.08.2003, Qupperneq 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 25 menn: DIESEL DIESEL DIESEL MATINIQUE 4-YOU 4-YOU 4-YOU 4-YOU gallabuxur bolir skór bolir/skyrtur gallabuxur skyrtur jakkar bolir áður: 8.990 3.990 6.990 afsl. 4.990 3.990 5.990 2.990 NÚ: 5.990 1.990 4.990 50% 2.990 1.990 2.990 990 konur: MISS SIXTY DIESEL MORGAN IMITZ BY BILLI BI AGAIN NO VA MAS gallabuxur bolir bolir jakkar rúskinn hermannabuxur stígvél sandalar skór áður: 12.990 4.990 2.990 18.990 3.990 17.990 5.990 9.990 NÚ: 5.990 1.990 1.590 10.990 1.990 6.990 1.990 5.990 Laugavegi 91 - s.511-1717 - www.sautjan.is ÚTSÖLULOK UM HELGINA ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR LAUGAVEGI JÆJA, til hamingju líffræðingar hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH). 1. ágúst var kominn tími á að stofnanasamn- ingur okkar yrði yf- irfarinn og eflaust einhverjir vongóðir um að fá rós í hnappagatið fyrir vel unnin störf. Eða hvað? Nei, það er ekki enn búið að gera stofn- anasamninginn sem nú ætti að vera að yfirfara skv. miðlægum samningi Félags íslenskra náttúrufræðinga við fjármálaráðuneytið. Miðlægi samningurinn okkar FÍN-ara gildir frá 1. júlí 2001 til 30. nóv. 2004 og í honum er þessi klausa: „11.1.3.3. Aðilar stofnanasamnings skulu end- urskoða hann innan eins árs frá staðfestingu kjarasamnings og síðan eigi sjaldnar en annað hvert ár.“ Hér er því verið að brjóta miðlæga kjarasamninginn. Það er því miður ekkert nýtt að hægt og illa gangi að semja við LSH og eftir 9 ár hjá stofnuninni er mað- ur ekki gapandi af undrun. Samt fylgja alltaf vonbrigði slíkum vinnu- brögðum, ekki síst í ljósi ljómandi góðrar stefnu LSH í starfsmanna- málum. Mig langar að benda hæst- ráðendum LSH á að kynna sér þessa stefnu sína (hana má finna á heimasíðu LSH) en þar stendur meðal annars: „Gildandi kjarasamn- ingum er fylgt og eru ákvæði þeirra túlkuð með hliðsjón af hagsmunum sjúkrahússins og starfsfólksins.“ Hmmm…, er það já? Einnig þetta: „Lögð er áhersla á að ráða til starfa hæfasta starfs- fólkið sem völ er á hverju sinni.“ Það er nefnilega það. Eitt er að ráða fólk og annað að halda því í vinnu. Eru það kannski ný sannindi að hæfasta fólkið haldist lengi við þar sem minnst er borgað? Er kannski möguleiki á því að fögur orð stefn- unnar annars vegar og raunveru- leikinn hins vegar eigi sinn þátt í fjölda mannabreytinga á LSH. Og síðasta tilvitnun: „Starfsfólk er hvatt til nýsköpunar og þátttöku í rannsókna-, vísinda- og gæðastarfi.“ Árið 1995 var fellt (selt) úr kjara- samningi FÍN og ríkisins, ákvæði um umbun fyrir áfanga í vís- indastörfum eins og birtingu greina í virtum vísindatímaritum. Stefnan hlýtur að vera að fá slíkar hvatn- ingar inn í stofnanasamning. Eða í hverju felst þessi hvatning? Launagreiðandi minn, fjár- málaráðuneytið, ætti skv. kosninga- loforðum stjórnarflokkanna að vera í óðaönn að undirbúa skattalækk- anir til einstaklinga. Í sjálfu sér fagna ég því en sem starfsmaður LSH skil ég nú verr en nokkru sinni af hverju ekki er staðið við gerða samninga. Það stangast nefnilega á, þetta svigrúm til skattalækkana annars vegar og vandi LSH hins vegar. Væri kannski snjallt að byrja á því að uppfylla þá samninga sem fjármálaráðuneytið hefur þegar skrifað upp á og sjá svo til? Eða hefði það ekki skilað jafn miklu í kosningabaráttunni? Nú er ekki einu sinni þannig að ríkið sé að græða á seinaganginum því grein 11.2.5 í miðlæga samningnum segir til um afturvirkni launahækkana. Það að draga svona lappirnar er hins vegar góð trygging fyrir óánægju starfsmanna. Kæru ráðamenn (bæði í Arnar- hvoli og á Eiríksstöðum), kíkið nú í budduna og athugið hvort ekki megi finna hækkanir til líffræðinga svamlandi í svigrúminu. Það mætti kíkja á þá samninga sem gerðir hafa verið við líffræðinga hjá öðrum rík- isstofnunum til samanburðar, því launagreiðandinn er sá sami. Við sem höfum hangið lengi í afmælinu og ekki fengið neina köku skiljum ekki gjörla þegar húsmóðirin fer að hreykja sér af öllum afgöngunum. Kökuboð fjármála- ráðuneytisins Eftir Björgu Guðmundsdóttur Höfundur er líffræðingur hjá Land- spítala – háskólasjúkrahúsi. NÚ þegar alþjóðleg brjósta- gjafavika er 1.–7. ágúst þá er hægt að finna á mörgum vefsíðum skrif um brjóstagjöf á ýmsum stöðum í heiminum og á síðu hjá lalecheleague- .org er verið að undirbúa sérstaka göngu til stuðnings brjóstagjöf sem verður á ýmsum stöðum í heim- inum. Hér á landi er brjóstagjöf talin fara vel af stað og hátt hlutfall mæðra með barn á brjósti er þær fara heim af sjúkrahúsi og er það vel. Mikilvægt er að heilbrigð- isstarfsfólk styðji og fræði mæður á meðgöngu og eftir fæðingu við brjóstagjöf hvenær sem er á brjóstagjafatímabilinu. Verðandi mæður þurfa að kynna sér vel hvernig brjóstagjöf fari af stað og hverjar séu þarfir barnsins. Þetta er ekki meðfætt og því mikilvægt að læra. Mæður geta leitað til heil- brigðisfólks um upplýsingar og stuðning. Í þjóðfélagi okkar er mikill hraði og áhrif annarra sem ekki eru með barn á brjósti virðast oft hafa mikil áhrif á móður og koma jafnvel inn sektarkennd hjá henni. Því er mikilvægt að njóta samveru með barni sínu eins lengi og kostur er. Eitt helsta áhyggjuefni hjá ný- orðnum mæðrum er að vita hvort barn fái næga mjólk er það sýgur brjóstið þar sem ekki er hægt að sjá hve mikið barnið drekkur úr brjósti eins og úr pela. Oft er þetta eina ástæðan fyrir því að mæður fara að gefa þurrmjólk og hætta því snemma með barn á brjósti. Því er mikilvægt að mæður læri að þekkja hve mikið barn sýgur í hverri gjöf og hvað það útskilur af þvagi og hægðum. Sérstaklega á fyrstu 2 vikunum eða lengur. Þá sýgur barn oft og ekki er verið að spilla barni eða gera óþægt eins og margir halda. Hér skiptir nærvera miklu fyrir tengslamyndun. Ef barn sýgur ekki á 4 klst. fresti á þessum fyrstu 2 vikum þá er nær öruggt að barn þyngist ekki nóg. Barn sem sýgur brjóstið og út- skilur vel fósturhægðir ætti á 5. degi eftir fæðingu að skila tæru þvagi og gulkornóttum hægðum. Því er mjög mikilvægt fyrir mæður að fylgjast með fjölda blautra bleia, fjölda hægðableia og hvernig liturinn er á hægðunum. Þetta er ein besta aðferðin til að vita hve mikið barn sýgur eins og að vigta barn til að vita þyngd- araukningu. Margar áhugasamar konur um brjóstagjöf hér á landi hafa tekið alþjóðlegt próf (IBCLC) í brjósta- gjafaráðgjöf og síðastliðin 3 ár hef- ur verið hægt að taka prófið hér á landi. Félag íslenskra brjósta- gjafaráðgjafa var stofnað í janúar sl. og eru alls 23 brjóstagjafaráð- gjafar, IBCLC, í félaginu. Hinn 28. júlí sl. luku 8 þessu prófi til við- bótar. Alls tóku nú 2.000 manns prófið í 130 löndum og var það á 10 tungumálum. Um er að ræða al- þjóðlegt próf sem er ansi viðamikið en prófið samanstendur af 200 spurningum. Allir geta tekið þetta próf en það eru fyrst og fremst ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og læknar er þreyta prófið. Brjósta- gjafaráðgjafar sækja síðan ráð- stefnur til að viðhalda sér í faginu og á 5 ára fresti eru þeir endur- metnir og ef þurfa þykir þreyta þeir prófið aftur. Nú starfa brjóstagjafaráðgjafar hér á landi víða á sjúkrahúsum og heilsu- gæslum landsins. Má nefna Ak- ureyri, Höfn í Hornafirði, Selfoss, Keflavík, Kirkjubæjarklaustur og Reykjavík. Allar mæður geta fengið ráðgjöf um brjóstagjöf á Landspítalanum og víðar um landið þar sem brjóstagjafaráðgjafar eru starf- andi, þá er vert að minna á að hægt er að fá ráðgjöf í gegnum síma fyrir mæður sem komnar eru heim, sem getur verið mjög mik- ilvægur stuðningur hvenær sem er á brjóstagjafatímabilinu. Útleiga á mjaltavélum er í hönd- um brjóstagjafaráðgjafa sem er al- veg frábært. Er það von mín að aukin þekk- ing hjá heilbrigðisfólki og nýjustu rannsóknir leiði til að verðandi og nýorðnar mæður fái bestu fræðslu og stuðning við brjóstagjöf í fram- tíðinni. Gleðilega brjóstagjafaviku. Brjóstagjafa- ráðgjafar á alþjóðlegri brjóstaviku Eftir Björk Tryggvadóttur Höfundur er IBCLC, ljósmóðir og formaður Félags brjóstagjafaráðgjafa á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.