Morgunblaðið - 07.08.2003, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HREFNUVEIÐAR í vís-indaskyni hefjast hérvið land síðar í þessummánuði en ekki hafa
verið stundaðar hrefnuveiðar við
Ísland frá árinu 1986. Árni M.
Mathiesen, sjávarútvegsráðherra,
kynnti í gær áætlun sem felur í sér
að í ágúst og september verða
veiddar samtals 38 hrefnur, sam-
kvæmt rannsóknaáætlun Hafrann-
sóknastofnunarinnar.
Áætlunin, sem gerir ráð fyrir
hvalveiðum í vísindaskyni, var lögð
fyrir vísindanefnd Alþjóðahval-
veiðiráðsins fyrr á þessu ári í sam-
ræmi við reglur ráðsins. Áætlunin
er til tveggja ára og gerir ráð fyrir
því að 100 hrefnur, 100 langreyðar
og 50 sandreyðar verði veiddar á
hvoru ári.
Nú hefur verið ákveðið að á
þessu ári verði þeim hluta áætlun-
arinnar sem snýr að hrefnu hrint í
framkvæmd. Á fyrsta ári rann-
sóknanna verða hrefnuveiðarnar
jafnframt minni en upphaflega var
gert ráð fyrir, 38 hrefnur í stað 100.
Ástæða þessa er m.a. sú að veið-
arnar hefjast seinna á árinu en upp-
haflega áætlunin gerir ráð fyrir,
eða um miðjan þennan mánuð. Töf-
ina má að nokkru leyti rekja til þess
að ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins lauk ekki fyrr en þann 19. júní
sl. en Árni M. Mathiesen, sjávarút-
vegsráðherra, sagði á blaðamanna-
fundi í gær að einnig væri með
þessu verið að koma til móts við þá
gagnrýni sem fyrirhugaðar veiðar
hafa fengið. Af sömu ástæðu hefði
hann ákveðið að ekki skyldi hefja
vísindaveiðar á stórhvelum að svo
stöddu.
Sagði Árni að þótt ekki sé um
stórtækar veiðar að ræða sé engu
að síður að vissu leyti verið að
brjóta blað í sögu hvalveiða við Ís-
land með þessari ákvörðun. Engar
hvalveiðar hafi verið stundaðar við
Ísland síðan 1989. Ljóst sé að al-
mennur stuðningur sé við það hér á
landi að hvalveiðar hefjist, ítrekað-
ar skoðanakannanir séu til vitnis
um það, auk þess sem Alþingi hafi
ályktað í mars 1999 að hefja skuli
hvalveiðar hið fyrsta hér við land.
Árni lagði áherslu á að veiðarnar
nú tengdust ekki með nokkrum
hætti þeim fyrirvara sem Ísland
gerði við aðild sína að Alþjóðahval-
veiðiráðinu. Ísland hefði getað
stundað þessar veiðar með sama
hætti þótt enginn fyrirvari hefði
verið gerður. Árni sagði því ljóst að
veiðarnar yrðu jafn löglegar og þær
frumbyggjaveiðar, vísindaveiðar og
veiðar í atvinnuskyni sem helstu
hvalveiðiþjóðir stunda í da
Árni sagði að reynt yrð
þær afurðir sem falla til
arnar, í samræmi við þæ
sem settar eru á vísin
Engu að síður væri ljóst
arnar mundu ekki standa u
„Það er því engin leið fyr
rýnendur að halda því fra
sé um dulbúnar atvinnuv
ræða því þær munu kos
mikla fjármuni.“
Hafrannsóknastofnunin
tryggja að farið verður m
dýr samkvæmt reglum þar
að afurðir verði nýttar til f
Allur hagnaður af sölu afu
renna til rannsóknastarfsi
að er að heildarkostnaður
isins árið 2003 verði um 35
króna, þar af rúmlega h
vegna veiðanna og sýnatök
Árni sagði að engar ák
hefðu enn verið teknar u
hald hrefnuveiðanna á næs
heldur um veiðar á öðrum
undum. Framhaldið yrði m
í ljósi niðurstaðna veiðann
ári.
Hann sagðist ekki geta s
hver viðbrögð annarra ríkj
hverfissamtaka yrðu en v
þau sýndu skilning á m
þessara veiða, þar sem þæ
Sjávarútvegsráðherra ákveður að hafna
38 hrefnur
veiddar í ágúst
og september
Hrefna verður veidd hér við land síðar í þessum mánuð
fyrsta sinn í 17 ár, samkvæmt vísindaáætlun sem sjávar
vegsráðherra kynnti í gær. Alls verða veiddar 38 hrefnu
þessu ári en óljóst er með framhald veiðanna á næsta á
HREFNUVEIÐAR voru stund-
aðar á litlum vélbátum hér við
land mestan hluta síðustu aldar.
Lengst af voru þessar veiðar
mjög takmarkaðar eða nokkrir
tugir dýra á ári. Á árunum 1977–
1985 veiddu Íslendingar árlega
um 200 hrefnur. Hrefnuveiðar
hafa ekki verið stundaðar við Ís-
land frá því að bann Alþjóðahval-
veiðiráðsins tók gildi árið 1986.
Hrefna var því ekki veidd í
tengslum við víðtækar rannsóknir
sem fram fóru á árunum 1986–
1989 á vegum Hafrannsókna-
stofnunarinnar. Á árunum 1977–
1980 voru gerðar fyrstu grunn-
rannsóknir á líffræði hrefnu hér
við land sem beindust einkum að
aldri, vexti og viðkomu tegund-
arinnar. Einnig voru stundaðar
rannsóknir á veiðigögnum til að
varpa ljósi á ýmsa stofnþætti svo
sem kynja- og stærðarhlutföll eft-
ir svæðum, afla á sóknareiningu,
o.fl. Þá hafa verið stundaðar
rannsóknir á stofnerfðafræði
hrefnunnar með samanburði á
sýnum úr veiðinni við Ísland og
frá öðrum svæðum á Norður-
Atlantshafi. Rannsóknir á fæðu-
vistfræði hrefnunnar hér við land
hafa verið mjög takmarkaðar, og
byggist fyrirliggjandi vitneskja á
þessu sviði á athugunum á ein-
ungis 68 mögum sem safnað var
úr veiðum og með öðrum hætti
(hvalrekar) á yfir 20 ára tímabili,
þ.e. á árunum1977–1997. Eftir að
veiðum var hætt árið 1985 hafa
rannsóknir á hrefnu hér við land
einkum beinst að mati á stofn-
stærð með reglulegum talningum,
auk tilrauna til að kanna ferðir
hrefnu hér við land með
gervitunglasendum. Þá hefur eft-
ir megni verið reynt að safna
sýnum úr hrefnum sem rekið
hafa á land eða flækst í veið-
arfærum skipa og báta.
43 þúsund hrefnur
á landgrunninu
Frá árinu 1987 hefur Hafrann-
sóknastofnunin haft forgöngu um
víðtækar hvalatalningar í sam-
vinnu við nágrannaþjóðir við
Norður-Atlantshaf. Upphaf þess-
ara talninga má rekja til rann-
sóknaátaks stofnunarinnar á ár-
unum 1986–1989, og hafa til
þessa dags verið gerðar fjórar
talningar eða á árunum 1987,
1989, 1995 og 2001. Rannsóknir
þessar eru líklega viðamestu taln-
ingar á spendýrum sem um getur
í heiminum. Á íslenska taln-
ingasvæðinu miðaðist skipulag
talninganna við að fá sem örugg-
ast mat á fjölda hrefnu og lang-
reyðar við landið, fyrir utan taln-
ingarnar 1989 sem beindust
sérstaklega að sandreyði. Sam-
kvæmt talningum sem fram fóru
árið 2001 eru um 67 þúsund
hrefnur á Mið-Atlantshafssvæð-
inu, þar af um 43 þúsund á ís-
lenska landgrunninu. Vís-
indanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins
(IWC) samþykkti þetta stofnmat
á fundi sínum fyrr á þessu ári.
Samkvæmt síðustu úttekt vís-
indanefndar Norður-Atlantshafs
sjávarspendýraráðsins
(NAMMCO) frá 1997 hafa veiðar
undanfarna áratugi ekki haft nein
teljandi áhrif á stofninn, og er
það í samræmi við síðustu úttekt
IWC á stofninum sem fra
árið 1990.
Talninganiðurstöður sý
óyggjandi að hrefna og að
Hrefna hefur veruleg áhrif
$ %&
'
$ '
",-
$ %&
*)
(
/$ %&
$ ' (
('+ .
(
HVALVEIÐAR OG
UMHEIMURINN
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar umað hefja hvalveiðar á nýjan leikhefur líkt og búast mátti við
vakið blendnar tilfinningar. Hvalveiðar
eru mikið tilfinningamál, jafnt meðal
þeirra sem styðja hvalveiðar og þeirra
sem eru þeim andvígir.
Þær veiðar sem ákveðnar hafa verið
eru vissulega varfærnislegar og því
verður ekki haldið fram með nokkrum
rökum að þær ógni hvalastofnum með
einum eða neinum hætti. Áætlun sú um
hvalveiðar, sem kynnt var Alþjóðahval-
veiðiráðinu í vor, var til tveggja ára og
var stefnt að því að 100 hrefnur, 100
langreyðar og 50 sandreyðar yrðu
veiddar á hvoru árinu. Til að byrja með
verða einungis veiddar 38 hrefnur í
ágúst og september. Ekki verða veidd-
ar fleiri hrefnur á þessu ári þrátt fyrir
að áætlunin geri ráð fyrir 100 hrefnum,
vegna þess hve seint veiðarnar fara af
stað, að sögn sjávarútvegsráðherra.
Ekki verða heldur hafnar veiðar á stór-
hvelum á þessu ári og ákvörðun hefur
ekki veriðtekin um framhaldið.
Hafrannsóknastofnun telur að um 43
þúsund hrefnur sé að finna á land-
grunni Íslands og því ljóst að ekki er
verið að ganga nærri hrefnustofninum.
Þetta er stórt skref. Hvalveiðar hafa
ekki verið stundaðar á Íslandi allt frá
árinu 1986 og hafa miklar deilur staðið
um það á þeim árum sem síðan eru liðin
hvort hefja beri þær að nýju.
Morgunblaðið hefur ítrekað sett
fram þá skoðun sína að varlega beri að
fara í þessum efnum. Ekki vegna þess
að hætta sé á að hvölum verði útrýmt,
líkt og sum náttúruverndarsamtök
halda enn fram, þrátt fyrir að allar
rannsóknir bendi til annars. Heldur
vegna þess að ljóst er að með ákvörðun
um veiðar er hugsanlega verið að fórna
meiri hagsmunum fyrir minni.
Hvalveiðar voru mikilvæg atvinnu-
grein á sínum tíma. Það er hins vegar
ljóst að þær forsendur sem þá voru til
staðar eru ekki lengur fyrir hendi. Inn-
anlandsmarkaður mun einungis taka
við mjög takmörkuðu magni af hval-
kjöti. Þeir útflutningsmarkaðir sem eitt
sinn voru fyrir hendi eru ekki lengur til
staðar. Það liggur fyrir að Japansmark-
aður mun ekki taka við hvalkjöti í bráð
og óvíst hvort sú verði raunin í framtíð-
inni. Rétt eins og hér á landi hafa
neysluvenjur breyst í Japan og ólíklegt
að þær hverfi aftur í fyrra horf. Reynsla
Norðmanna, sem hófu hrefnuveiðar á
ný fyrir nokkrum árum, er sú að ekki er
hægt að gera ráð fyrir því að hægt verði
að flytja út hvalkjöt á nýjan leik. Það er
ekkert sem bendir til að hvalveiðar
muni verða að atvinnugrein sem skiptir
okkur máli í þjóðhagslegum skilningi
nema þessar forsendur breytist.
Það liggur hins vegar fyrir að í flest-
um þeim ríkjum sem við treystum á
varðandi okkar meginútflutnings-
afurðir eru viðhorf í garð hvalveiða
mjög neikvæð. Það var ekki síst hin
mikla andstaða við hvalveiðar í ná-
grannaríkjunum sem gerði að verkum
að hvalveiðum var hætt á sínum tíma.
Sú andstaða byggist ekki á vísindaleg-
um grunni heldur tilfinningalegum
fyrst og fremst. Hvalir eru í hugum
margra einhverjar tignarlegustu
skepnur jarðar og hvalveiðar þar af
leiðandi siðferðilega óréttlætanlegar.
Það er hægt að vera ósammála slíkum
viðhorfum. Þau eru hins vegar engu að
síður staðreynd.
Jafnframt má gera ráð fyrir að þeir
sem hafa sterkar tilfinningar gegn
hvalveiðum séu jafnframt þeir sem Ís-
lendingar hafa reynt að höfða hvað
mest til við markaðssetningu á Íslandi
sem hreinni og óspilltri náttúruparadís
og íslenskum afurðum sem tærum og
ómenguðum. Hjá því verður ekki litið
að með því að hefja hvalveiðar á nýjan
leik gætum við verið að ógna hagsmun-
um okkar á öðrum sviðum án þess að
hafa neinn augljósan hag af því.
HLUTVERK FAGSAMTAKA
Nokkur umræða hefur spunnist umfagsamtök fyrirtækja í kjölfar
umfjöllunar um frumskýrslu Sam-
keppnisstofnunar um meint samráð
tryggingafélaganna þar sem því er
haldið fram að Samband íslenskra
tryggingafélaga hafi verið vettvangur
meints verðsamráðs aðildarfélaganna.
Í Morgunblaðinu á þriðjudag kemur
fram að Samtök banka og verðbréfa-
fyrirtækja vilji sameinast Sambandi ís-
lenskra tryggingafélaga og Sambandi
íslenskra sparisjóða. Halldór J. Krist-
jánsson, formaður Samtaka banka og
verðbréfafyrirtækja, lagði til í júní að
hafnar yrðu viðræður um sameiningu í
ein samtök fjármálafyrirtækja. Telur
hann að nú sé hugsanlegt að samtökin
séu of lítil og sérhæfð, en einnig séu
mörkin milli banka, tryggingafélaga og
verðbréfafyrirtækja að minnka.
Samtök banka og verðbréfafyrir-
tækja hafa hafnað því að fjallað hafi
verið um samkeppnismál á vettvangi
þeirra eins og kom fram í Morgun-
blaðinu á þriðjudag. Í Morgunblaðinu í
dag segir Ari Edwald, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, að það
komi sér „ansi spánskt fyrir sjónir, að
mönnum detti í hug að leysa upp og
banna félög sem stofnuð eru í löglegum
tilgangi af því að þau geta mögulega
orðið vettvangur samskipta sem leggi
grunn að ólöglegu samráði“.
Andri Árnason hæstaréttarlögmað-
ur telur hins vegar að í vissum tilvikum
sé ástæða til þess að leysa samtök at-
vinnurekenda upp, sérstaklega ef um
sé að ræða þröng samtök þar sem allir
aðilar á tilteknum afmörkuðum mark-
aði eiga aðild. Þegar fundað sé á vett-
vangi slíkra samtaka skapist hætta á að
menn fari að ræða um málefni, sem
óheimilt sé að hafa samráð um. Segir
hann að samkeppnisyfirvöld víða um
heim hafi áhyggjur af slíkum samtök-
um. Hann bætir við að hugsanlega
þurfi að grípa til þess úrræðis að leysa
upp slík samtök ef upp kemst um að
vettvangurinn sé nýttur í annarlegum
tilgangi, en heppilegra sé að fyrirtæki
séu aðilar að stærri heildarsamtökum
vegna þess að þar séu minni líkur á að
slík samstaða myndist.
Heilbrigð samkeppni er ein helsta
kjölfesta öflugs atvinnulífs. Hlutverk
fagfélaga er að leggja grunn að henni
og til rökræðunnar um það hvernig þau
gegni því hlutverki þarf að ganga með
opnum huga. Þar má ekki horfa
framhjá hagsmunum neytandans.
Hann þarf að að geta treyst því að hann
búi við frjálsa samkeppni, sem tryggi
honum bestu fáanlegu kjör.