Morgunblaðið - 07.08.2003, Page 37
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 37
http://www.micasa.is
Spænskt húsgagnaúrval
ALLT NÝJAR
VÖRUR Í
VERSLUNINNI
www.hm.is
TÍSKA GÆÐI BETRA VERÐ
Nýr listi
Pantið í síma: 5 88 44 22
ALÞJÓÐLEGA skátamótið
Nordjamb 2003 var sett á Garða-
torgi sl. þriðjudag. Að sögn Jóns
Ingvars Bragasonar, fram-
kvæmdastjóra Nordjambs, er þetta
í annað sinn sem mótið er haldið
hér á landi en stefnt er að því að
halda það þriðja hvert ár. Mótið
er fyrir drótt- og róverskáta á
aldrinum 15-30 ára og stendur
fram til 10. ágúst. Hundrað skátar
frá 14 þjóðlöndum taka þátt í
mótinu og skipta sér í sjö ferða-
hópa. Hóparnir fara í mismunandi
verkefni en boðið er m.a. upp á
ferðir á Hvannadalshnjúk, Lauga-
veginn, köfun, hringhjól, Reykja-
veginn, snjósleðaferð og sigling-
arferð.
Ferðunum lýkur á morgun en
þá koma skátarnir saman á Úlf-
ljótsvatni og eyða helginni þar.
Skátar á ferð um landið
Aðalfundur TR Aðalfundur Tafl-
félags Reykjavíkur verður haldinn
fimmtudagskvöldið 14. ágúst í fé-
lagsheimilinu að Faxafeni 12 og
hefst fundurinn kl. 20. Verkefni
fundarins eru hefðbundin aðalfund-
arstörf. Allir eru velkomnir, en ein-
ungis fullgildir félagsmenn hafa til-
lögu- og atkvæðisrétt.
Vatnsmýrarhlaup Vatnsmýr-
arhlaupið, á vegum Sri Chinmoy
Maraþonliðsins, fer fram í áttunda
sinn í kvöld og hefst það við Ráðhús
Reykjavíkur kl. 20. Skráning hefst
kl. 17 í Ráðhúsinu en einnig er hægt
að skrá sig á www.hlaup.is.
Hlaupið er í Vatnsmýrinni og ná-
grenni Tjarnarinnar og keppt í
þremur aldursflokkum karla og
kvenna. Fá sigurvegarar að launum
glæsileg verðlaun, að sögn aðstand-
enda hlaupsins, en einnig verða
dregnir út vinningar í lok hlaupsins.
Að hlaupi loknu verður boðið upp á
ávaxtahlaðborð.
Í DAG
Opið hús Frjálshyggjufélagsins
Frjálshyggjufélagið verður með opið
hús á Rauða barnum á veitingahús-
inu Einari Ben., Veltusundi við Ing-
ólfstorg, frá kl. 20, föstudagskvöldið
8. ágúst. Geta áhugasamir kynnst
þar félaginu. Frjálshyggjufélagið er
félag fólks sem telur að frelsi sé
bæði hagkvæmt og réttlátt. Félagið
hefur að markmiði sínu að afla hug-
sjónum sínum fylgi með fræðslu.
Stefnu félagsins má finna á heima-
síðu þess, www.frjalshyggja.is.
Á MORGUN
Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur
Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur fer
fram í 34. skipti helgina 8.–10.
ágúst. Þetta stutta og skemmtilega
mót hefst á föstudaginn kl. 19 og
eru þá tefldar þrjár atskákir. Á
laugardag og sunnudag eru svo
tefldar fjórar kappskákir. Teflt er
kl. 10 og kl. 17 á laugardeginum en
kl. 10.30 og 17 á sunnudeginum.
Í ár mun fara fram sýning á ljós-
myndum, úrslitum og skákum úr
fyrri boðsmótum samhliða mótinu.
Nánari upplýsingar eru á heima-
síðu T.R. www.skaknet.is.
Vinnuvistfræði Norræn ráðstefna
um vinnuvistfræði verður haldin á
Grand hóteli dagana 10.–13. ágúst
nk. Að henni standa Vinnuvist-
fræðifélag Íslands í samvinnu við
Norrænu vinnuvistfræðisamtökin,
NES, og Vinnueftirlitið. Yfirskrift
ráðstefnunnar er Hugur og hönd í
heimi tækninnar. Meðal þess sem
fjallað verður um eru áhrif upplýs-
ingatækni á líðan starfsmanna,
áhrif breytinga og hagræðingar á
vinnustöðum, streita og krónískir
verkir, áhættumat, hönnun út frá
vinnuvistfræðilegu sjónarhorni,
þróun rannsókna, o.fl. Allar nánari
upplýsingar og skráning eru á
heimasíðunni: www.vinnis.is/
nes.2003
Fornvéladagur á Akranesi Á
þessu ári eru 85 ár liðin frá inn-
flutningi fyrstu dráttarvélarinnar
hingað til lands og 60 ár eru frá því
fyrstu ræktunarýturnar komu til
landsins. Til að minnast landnáms
þessara tækja og þeirrar byltingar
sem þau höfðu í för með sér fyrir
íslenska bændur stendur Safna-
svæðið á Akranesi fyrir svo-
nefndum Fornvéladegi nk. laug-
ardag, 9. ágúst. Þar verður sýning
á ýmsum eldri og nýrri tækjum frá
klukkan 12 til 16. Sýningunni lýkur
með skrúðakstri gangfærra öku-
tækja um götur bæjarins klukkan
16. Meðal þeirra tækja sem á sýn-
ingunni verða má nefna tvær af
eldri dráttarvélum Búvélasafnsins á
Hvanneyri. Auk landbúnaðartækja
verða ýmis önnur farartæki á ferð-
inni á Fornvéladegi. Nokkrir fé-
lagar úr Fornbílaklúbbi Íslands
mæta á staðinn með glæsikerrur
sínar, bifhjólaklúbbur þenur fáka
sína, vörubíll og slökkvibifreið
mæta og áfram mætti telja. Safna-
svæðið er opið alla daga frá 10–18
og vert er að minna á kaffihlaðborð
í Maríukaffi sem í boði verður á
Fornvéladegi.
Blómaskreytinganámskeið Fimm
daga blómaskreytinganámskeið
verður haldið í vinnustofu Uffe
Balslev, Hvassahrauni, dagana 25.–
29. ágúst frá kl. 9–17. Kennt verður
að gera blómvendi, brúðarblóm-
vendi, skreytingar, kransa, krossa
o.fl. Unnið verður úr ræktuðu efni
og náttúrulegu efni sem þátttak-
endur tína sjálfir.
Landsmót Votta Jehóva. Lands-
mótið „Gefið Guði dýrðina“ verður
haldið dagana 8.–10. ágúst í
Íþróttahúsinu Digranesi, Kópavogi.
Landsmótið er þáttur í alþjóðlegri
mótaröð sem hófst í maí sl. og
stendur fram í janúar á næsta ári.
Flutt verða rúmlega 30 erindi á
mótinu ásamt umræðum, viðtölum
og sýnidæmum. Einnig verður flutt
biblíuleikrit. Dagskráin hefst alla
morgna kl. 9.30 og síðdegis kl. 14
nema á sunnudag. Þá hefst síðdeg-
isdagskrá kl. 13.40. Dagskráin verð-
ur túlkuð á táknmál heyrnarlausra
á laugardag frá kl. 14 til 17 og á
sunnudag frá kl. 13–40 til 16.
Á NÆSTUNNI
Minningardag-
ur á Húsafelli
MINNINGARDAGUR á Húsafelli í
Borgarfirði verður haldinn laugar-
daginn 9. ágúst nk. í tilefni þess að í
sumar er 200 ára ártíð séra Snorra
Björnsson og 40 ára ártíð Jakobs
Guðmundssonar, sem var frum-
kvöðull að byggingu kapellunnar á
Húsafelli. Jafnframt eru liðin 30 ár
frá vígslu kapellunnar. Skipulagning
minningardagsins er í höndum
stjórnar Húsafellskapellu.
Dagskráin hefst klukkan 15 í kap-
ellunni og síðan verða seldar kaffiveit-
ingar. Klukkan 17 verður hátíðar-
messa þar sem séra Geir Waage
sóknarprestur í Reykholti messar en í
lok hennar verður vígð viðbót við
kirkjugarðinn sunnan og austan kap-
ellunnar. Kapellan er teiknuð sam-
kvæmt hugmynd Ásgríms Jónssonar
listmálara en Halldór H. Jónsson
gekk frá endanlegum teikningum.
Húsið er því eftir því sem næst verður
komist eina verk Ásgríms Jónssonar
listmálara á sviði byggingarlistar.
Dagskráin er opin öllum en upplýs-
ingar um dagskrá hátíðarinnar má
nálgast á heimasíðu ferðaþjónustunn-
ar á Húsafelli.
Hestagrafreitur í bígerð
Í sumar er unnið að stækkun og
viðhaldi kirkjugarðsins en stefnt er að
því að gera ýmsar endurbætur á kap-
ellunni á næstu árum.
Stjórn kapellunnar hefur í hyggju
að gera hestagrafreit í Húsafellstúni
þar sem hestaeigendum verður boðið
að heygja hesta sína og setja stein yfir
gegn gjaldi sem rennur í kapellusjóð.
Verður þetta fyrsti opinberi hesta-
grafreiturinn hérlendis svo vitað sé.
Fyrirhugaður grafreitur hefur hlotið
heitið Sörlateigur til minningar um
þjóðsöguna um gæðinginn Sörla og
eiganda hans Skúla.
TENGLAR
.....................................................
www.husafell.is
Skoða landið
sem fer
undir vatn
FERÐAFÉLAGIÐ Augnablik
stendur fyrir sex daga leiðangri 11.
ágúst næstkomandi um landið sem
hverfur vegna Kárahnjúkavirkjun-
ar. Samskonar leiðangur 35 manna
fór um svæðið 22. júlí síðastliðinn og
þriðja ferðin er áformuð 18. ágúst.
Í fréttatilkynningu segir að þetta
sé í fyrsta sinn sem skipulagðir leið-
angrar séu farnir með ferðamenn yf-
ir Brúarjökul inn á Kringilsárrana.
Hinn 11. ágúst ætlar 40 manna hóp-
ur að leggja af stað en ferðin tekur
sex daga. Fararstjórar eru Ósk Vil-
hjálmsdóttir og Ásta Arnardóttir.
Nánari upplýsingar má finna á
vefslóðinni www.islandia.is/nature/
kringilsarrani.