Morgunblaðið - 07.08.2003, Síða 41

Morgunblaðið - 07.08.2003, Síða 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 41 FABIO Capello, hinn kunni knatt- spyrnuþjálfari hjá ítalska liðinu Roma, sem er með lið sitt í æf- inga- og keppnisferð í Mexíkó, gagnrýnir aðferð þá sem Alþjóða- knattspyrnusambandið, FIFA, notar til að raða landsliðum niður á styrkleikalistann. Capello segir að listinn sé alls ekki trúverðugur og segi ekki rétt um styrkleika liða á honum. Hann tók til dæmis stöðu lands- liðs Mexíkós á listanum, en liðið er í fimmta sæti á eftir Brasilíu, Frakklandi, Spáni og Hollandi. „Ég hef ekki trú á því að lands- lið Mexíkó sé sterkara og leiki betri knattspyrnu en landslið Englands, Ítalíu, Tyrklands, Þýskalands og Argentínu. Ítalska landsliðið er sterkt, en það er í fjórtánda sæti á listanum,“ sagði Capello. Það er hægt að bæta við nokkr- um landsliðum sem Capello nefndi ekki en eru fyrir aftan Mexíkó, eins og landsliðum Tékk- lands og Kamerún. Ísland í sama sæti Íslenska landsliðið er í 59. sæti á lista FIFA, sem var gefinn út upp úr miðjum júlí, eða í sama sæti og það var í í júní. Capello gagn- rýnir FIFA-listann Riðlarnir eru sex í undankeppniHM í Túnis og eru þannig skip- aðir – leikið er á tímabilinu 7. til 25. janúar 2004: 1. riðill: Litháen, Grikkland, Eist- land, Búlgaría. 2. riðill: Tyrkland, Lettland, Kýp- ur. 3. riðill: Bosnía, Slóvakía, Holland. 4. riðill: Noregur, Rúmenía og Færeyjar. 5. riðill: Austurríki, Hvíta-Rúss- land og Ítalía. 6. riðill: Finnland, Makedónía og Belgía. Sigurvegararnir í riðlunum kom- ast í úrslitakeppni, sem átján þjóðir taka þátt í. Þrjár efstu þjóðirnar á EM beint á HM Það verður ekki ljóst fyrr en eftir Evrópukeppni landsliða í Slóveníu, sem fer fram í janúar og mars 2004, hvaða tólf þjóðir taka þátt í úrslita- keppninni um níu HM-farseðla, en Evrópa hefur 13 sæti í HM. Þrjár þjóðir sem taka þátt í EM geta tryggt sér HM-farseðil, þar sem þrjú efstu sætin í EM í Slóveníu gefa sæti á HM í Túnis – fjögur ef Króatía er í einu af þremur efstu sætunum. Löndin sem taka þátt í EM eru Ís- land, Svíþjóð, Þýskaland, Danmörk, Rússland, Tékkland, Úkraína, Pól- land, Serbía-Svartfjallaland, Spánn, Ungverjaland, Frakkland, Sviss, Portúgal, Slóvenía og heimsmeistar- arnir frá Króatíu. 12 þjóðir frá EM og sex úr und- ankeppninni keppa um níu sætin sem eru laus fyrir Evrópu, sem verð- ur með þrettán lið á HM í Túnis. Leikið verður heima og heiman 29./ 30. maí og 5./6. júní 2004. Fyrst verða landsliðin átján í úr- slitakeppninni sett í tvo styrkleika- flokka, eftir árangri á EM. Liðin níu, sem verða í styrkleikaflokki A, leika fyrst á útivelli. Dregið í riðla fyrir HM 2005 DREGIÐ hefur verið í riðla í Evrópu fyrir undankeppni heimsmeist- aramótsins í handknattleik karla 2005, sem verður í Túnis. Ísland sleppur við riðlakeppnina og fer beint í úrslitaleiki um HM-sætin, en alls taka þrettán Evrópulönd þátt í HM og hafa heimsmeistarar Króatíu þegar tryggt sér rétt til að taka þátt í keppninni í Túnis. ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði bæði mörk Bochum þegar liðið sigraði Dortmund, 2:0, í æfinga- leik þýsku 1. deildarliðanna í knattspyrnu í fyrrakvöld. Þetta var sannkallaður bræðraleikur því Þórður og Bjarni Guðjóns- synir léku með Bochum og í liði Dortmund var Jóhannes Karl Guðjónsson, sem æfir með liðinu og bíður niðurstöðu viðræðna Dortmund og Real Betis um kaup eða leigu þýska liðsins á honum. Leikurinn var stuttur, tvisvar 35 mínútur. Þórður spilaði allan tímann og skoraði mörkin með tveggja mínútna millibili undir lok fyrri hálfleiks. Síðara markið skoraði hann eftir að markvörður Dortmund varði frá Bjarna, bróð- ur hans. Bjarni lék fyrri hálfleik- inn með Bochum en Jóhannes Karl spilaði allan tímann með Dortmund. Þórður skoraði tvö í bræðraleik Íslensku piltarnir leika við Ung-verja annað kvöld, Slóvaka á laug- ardag, Þjóðverja á mánudag, Rússa á þriðjudag og Slóvena á fimmtudag. Undanúrslit og úrslit mótsins fara síðan fram dagana 16.–17. ágúst. Tólf lið taka þátt í úrslitakeppn- inni en í hinum riðlinum eru Portú- gal, Króatía, Svíþjóð, Frakkland, Serbía-Svartfjallaland og Danmörk. Íslenska liðið bar sigurorð af Dönum og Litháum í undanriðli sem leikinn var í Litháen í júní. „Þetta verður mjög erfitt og við vitum ekki mikið um andstæðinga okkar. Það er þó ljóst að Þjóðverj- arnir eru afar sterkir því þeir hafa tvívegis unnið þennan aldursflokk á Hela Cup í Þýskalandi. Ungverjana unnum við fyrir tveimur árum í leik um bronsverðlaunin á því móti en um hina mótherjana vitum við ekk- ert nema úrslit leikja. Rússarnir töp- uðu fyrir Portúgal í undankeppninni en Slóvenarnir unnu sterkan riðil mjög sannfærandi. Slóvakar eru síð- an með sem gestgjafar,“ sagði Heim- ir. Strákarnir hafa æft mjög vel fyrir ferðina. „Undirbúningurinn hefur verið góður, þetta eru metnaðarfullir strákar sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná árangri. Við æfð- um af krafti í Reykjavík um versl- unarmannahelgina og á Akureyri helgina þar á undan, og höfum spilað æfingaleiki við KA, Val og Fram. Það er talsverð reynsla í hópnum, Ásgeir, Andri, Árni Þór, Arnór, Björgvin, Ívar og Pálmar hafa allir spilað talsvert í 1. deildinni og sumir orðnir lykilmenn í sínum liðum,“ sagði Heimir. Hann valdi 16 leikmenn til ferð- arinnar og þeir eru eftirtaldir: Markverðir: Björgvin Gústavsson, HK, Pálmar Pétursson, Val, Þórður Þórðarson, Haukum. Aðrir leikmenn: Árni Björn Þór- arinsson, KA, Árni Þór Sigtryggs- son, Þór, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Haukum, Arnór Atlason, KA, Ingvar Árnason, Val, Andri Stefan, Hauk- um, Jóhann Gunnar Einarsson, Fram, Ragnar Hjaltested, Víkingi, Einar Ingi Hrafnsson, Aftureldingu, Hrafn Ingvarsson, Aftureldingu, Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV, Sigfús Páll Sigfússon, Fram, og Ívar Grétarsson, Selfossi. Tveir leikmenn sem léku með í undankeppninni meiddust og kom- ust ekki með, þeir Pálmar Sigurjóns- son og Davíð Guðnason, báðir úr Víkingi. Morgunblaðið/Kristinn Ásgeir Örn Hallgrímsson er leikreyndasti leikmaður íslenska liðsins í Slóvakíu. Piltalandsliðið á leið til Kosice PILTALANDSLIÐ Íslands í handknattleik fer í dag til Kosice í Slóvak- íu þar sem það tekur þátt í úrslitakeppni Evrópumeistaramóts 18 ára og yngri. Íslenska liðið er þar í sterkum riðli en Heimir Ríkharðs- son, þjálfari, sagði við Morgunblaðið í gær að markmiðið væri að ná öðru af tveimur efstu sætum riðilsins og komast þar með í undan- úrslit mótsins. „Takist okkur að ná þessu markmiði yrði það stór- kostlegur árangur,“ sagði Heimir. Gullmót Hansínu Jens Opið kvennamót verður haldið sunnudaginn 10. ágúst að Kiðjabergi. Mótið verður punktamót hæst gefið 28. Glæsileg verðlaun fyrir 1. til 5. sæti frá Gullsmiðju Hansínu Jens. • Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor. • Nándarverðlaun á 3. (12) braut og 7. (16) braut. • Lengsta teighögg (á braut) á 2. og 11. braut. Einnig verður dregið úr skorkortum í mótslok allra viðstaddra keppenda. - Keppnisgjald 2.500 kr. Skráning í skála s. 486 4495. STAFFAN Johansson, landsliðs- þjálfari í golfi, valdi fyrir helgina þá kylfinga sem taka þátt í Evrópu- keppni einstaklinga síðar í mánuðin- um. Það má segja að þjálfarinn velji fremur ung lið að þessu sinni. Fjórir karlar fara til Nairn í Skotalandi og keppa þar 20.–23. ágúst og tvær stúlkur fara til Shannon á Írlandi en þar verður keppt 27.–30. ágúst. Tveir ungir kylfingar úr GR fara, þeir Birg- ir Már Vigfússon og Guðmundur Ingvi Einarsson auk Heiðars Davíðs Bragasonar úr GKj og Sigurpáls Geirs Sveinssonar úr GA. Stúlkurnar sem valdar voru til far- arinnar eru Helena Árnadóttir úr GA og Nína Björk Geirsdóttir úr GKj. Staffan velur unga kylfinga í landsliðið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.