Morgunblaðið - 07.08.2003, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 07.08.2003, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 10. B i. 12 Sýnd kl. 8 og 10.10. B i. 16. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 5.50. ísl tal.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12  SG. DVÓ.H.T Rás2  GH KVIKMYNDIR.COM  SG. DV KVIKMYNDIR.IS GULL MOLAR Hollywood Ending Sýnd 6. Enskur texti / with english subtitles Sýnd kl. 6, 8, 10 og aukasýning kl. 11.30. B.i. 10 ára. AUKASÝNINGKL. 11.30. I . . . Stórsmellur úr smiðju Jerry Bruckheimer og Disney sem stefnir hraðbyri að vera vinsælasta mynd sumarsins í USA. t r ll r r i j J rr r i r i t f ir r ri r i l t r i í . 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.30, 6 og 8.30. B.i.12 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 12. YFIR 42.000 GESTIR! KVIKMYNDIR.IS  SG. DV  SG. DVÓ.H.T Rás2  GH KVIKMYNDIR.COM KRINGLAN Sýnd kl. 5, 8, 10 og 11.30. B.i. 10 ára. Stórsmellur úr smiðju Jerry Bruckheimer og Disney sem stefnir hraðbyri að vera vinsælasta mynd sumarsins í USA. ll i j i i i i i l i í . 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”!i 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg TÓNLISTARMAÐURINN Einar Tönsberg, sem er m.a. þekktur fyr- ir veru sína í alþjóðlegu hljómsveit- inni Lorien, hefur að undanförnu unnið að sólóverkefni undir nafninu Eberg. Útkoman er platan Plastic Lions, sem kemur út hérlendis í dag en Eberg var upphaflega gæluverkefni, sem þróaðist með- fram öðrum störfum. Einar, sem hefur verið búsettur í London undanfarin ár, var þó ekki staddur í stórborginni þegar Morg- unblaðið náði tali af honum heldur við smábátahöfnina í Neskaupstað. Kominn með annan fótinn heim „Ég er búinn að búa úti síðustu sex ár en er að reyna að stíga með allavega annan fótinn aftur heim. Maður kann svo að meta þetta þegar maður er búinn að vera í burtu og verður meiri Íslendingur fyrir vikið,“ segir Einar, sem hefur verið að undanförnu í fríi í heima- landinu. „Ég hef alltaf gert svona lög en mér hefur aldrei dottið í hug að klára þau. Nú langaði mig að að gera plötu í stað þess að eiga hálf- kláruð lög,“ segir Einar en tíu lög er að finna á plötunni. „Þetta var ofsalegalega góð tilfinning og var bara mjög gaman,“ segir hann en þetta eru allt ný lög. Nálgunin á lögunum var öðruvísi en Einar er vanur. „Ég er vanur að semja lög á kassagítar þannig að laglínan verði til og umbúðirnar komi svo. Núna ákvað ég að gera þetta öfugt, gera einhver hljóð og læti og búa svo lög til úr því seinna,“ segir hann. „Mig langaði að gera eitthvað allt öðruvísi.“ Plötuna gerði Einar sjálfur fyrir utan að hann fær aðstoð frá söng- konunni Bird, Janie Price, sem er Íslendingum að góðu kunn, í tveim- ur lögum. „Þetta er allt spilað af mér,“ segir hann en platan er tekin upp í „heimastúdíói inni í svefn- herbergi“. Einar segist hafa kynnst Bird úti í Englandi en söngkonan er með ís- lenskan umboðsmann, Önnu Hildi Hildibrandsdóttur. Hver skyldu þessi plastljón vera, sem Einar syngur um á plötunni? „Plastljón eru menn, sem eru stærstu dýrin í frumskóginum sín- um og halda að þau séu rosa fín og stór en þau eru bara úr plasti. Og svo eru þau í raun og veru í apalíki og gelta. En það er önnur saga,“ segir hann en málið skýrist að hluta þegar vefsíða hans er heim- sótt en geltandi api vakir yfir henni. Smíðaði 50 umslög Einar byrjaði á því að gefa út 50 eintök af Plastic Lions en þau komu öll út í handgerðum viðarum- slögum. „Ég smíðaði 50 eintök. Það var rosalega gaman. Ég fór í bygg- ingavöruverslun í London og keypti mér sög og plötur og setti þetta síðan saman á hjörum. Svo seldi ég þau vinum og ættingjum og gat þá fjármagnað prentun þús- und stykkja af plötunni,“ segir hann. „Ég vildi að þetta yrði fjár- hagslega sjálfstætt.“ Sögunni lýkur ekki þar með því útgáfufyrirtækið Rotator í Oxford bauð Einari þriggja plötu samning í kjölfarið. Platan verður endur- prentuð og kemur út í október í Bretlandi og víðar. Stefnan er tekin á að spila á nokkrum tónleikum þegar Einar kemur aftur til Englands. „Ég er með trommara og svo er Bird með mér,“ segir hann og vonast einnig til að geta haldið tónleika hér- lendis. Búið er að gera myndband við titillag plötunnar, „Plastic Lions“, en Gottskálk Dagur Sigurðarson leikstýrði því. „Við erum góðir kunningjar,“ segir Einar og bætir við að Gottskálk hafi einnig gert myndband fyrir Lorien. „Við erum alltaf að föndra eitthvað,“ segir hann en myndbandið var tekið upp í Osló. „Þar býr annar kunningi okkar sem er kvikmyndagerðar- maður þannig að við gátum fengið græjur þar. Það varð svolítil ferð úr þessu,“ segir Einar en mynd- bandið, sem er tilbúið, á vænt- anlega eftir að sjást á íslenskum stöðvum á næstunni. Kynslóð milli tveggja strauma Tónlist Ebergs má lýsa sem „elektró og „acoustic“ í bland. Ein- ar segir þetta vera tónlist kyn- slóðar sinnar, sem hafi lent mitt á milli tölvutónlistarinnar og rokks- ins, upplifað bæði. Þrátt fyrir sólóverkefnið er Lor- ien ennþá starfandi. „Við erum að undirbúa gerð næstu plötu,“ segir Einar en fyrsta breiðskífa hljóm- sveitarinnar kom út árið 2001 og nefnist Under the Waves. Einar hefur unnið við hljóð- upptökustjórn meðfram því að semja tónlist og þá notast hann líka við nafnið Eberg. „Það er ómögulegt að heita Einar þarna úti. Það hljómar eitthvað furðulega í eyrum þeirra, ég veit ekki af hverju.“ Einar Tönsberg sendir frá sér plötuna Plastic Lions Plastljón og geltandi apar Platan Plastic Lions með Eberg kemur út hérlendis í dag. Smekkleysa sér um dreifingu. www.eberg.net ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Einar segist vera orðinn meiri Íslendingur eftir dvöl sína í Bretlandi en hann er búinn að senda frá sér sólóskífu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.