Morgunblaðið - 24.08.2003, Side 1

Morgunblaðið - 24.08.2003, Side 1
Frábær tilbo› fyrir allt skólafólk Hoppukastalaland Skiptibókamarka›ur SÍ‹ASTI DAGURINN Góður árgangur Talið að vín ársins í Evrópu verði frábær B4 Ferill Bjarkar Safnkassi með upptökum frá tíu ára ferli 14 Rannsakar forn rit Eike Schnall sat við skriftir á Árnastofnun í heilt ár 12 STÆRSTU hluthafar í sjávarút- vegsfyrirtækjunum SH og SÍF, Landsbankinn og Íslandsbanki, vilja að félögin verði sameinuð. Telja hluthafarnir að sú sameining hefði í för með sér samlegðaráhrif sem myndu bæta rekstrarniður- stöðu fyrirtækjanna um sem nemur 700–1.000 milljónum króna á ári. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka, segist telja að meirihluti hluthafa í báðum félögum vilji að sameining félaganna verði að raunveruleika. Hann segir að gert sé ráð fyrir að sameining félag- anna geti farið fram á jafnréttis- grundvelli en nægur meirihluti hlut- hafa í hvoru félagi um sig standi á bak við ákvörðunina. „Takist sú samstaða ekki verða hins vegar aðr- ar leiðir farnar til að tryggja þetta markmið,“ segir Halldór. Hann seg- ir að arðsemi félaganna tveggja hafi ekki verið nægjanleg og nauðsyn- legt sé að leita ráða til að bæta hana. Hann segir að upphaflegt mark- mið Landsbankans með fjárfestingu í SH hafi verið að stuðla að þessari sameiningu. Um áramót hófust sameiningarviðræður á milli félag- anna tveggja en í byrjun mars bár- ust fregnir um að sú sameining væri úr sögunni þar sem félögin gátu ekki komist að niðurstöðu um innbyrðisvægi hvors félags um sig í nýju sameinuðu félagi. Fyrirtækið verði hér og undir stjórn Íslendinga Halldór segir að með sameiningu félaganna tveggja sé stefnt að því að gera SH og SÍF að alþjóðlegu matvælafyrirtæki með áherslu á sjávarfang. Hann segir að áhersla verði lögð á að félagið stækki; hugs- anlega með enn frekari samruna við önnur félög. Hann segir að þrátt fyrir fyrirætlaða útrás telji hann nauðsynlegt að félagið verði með höfuðstöðvar á Íslandi og stjórn þess í höndum Íslendinga. „Við höf- um alltaf gengið út frá því, enda eru hagsmunir innlendra framleiðenda það ríkir og sérþekking það mikil hér á landi, að þýðingarmikið er að fyrirtækið lúti í aðalatriðum ís- lenskri stjórn,“ segir Halldór. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, segist telja að samein- ing SH og SÍF sé leið til að ná fram hagræðingu og þar með aukinni arðsemi. Hann bendir auk þess á aukna möguleika stærra sameinaðs félags til þess að ástunda markaðs- starf á alþjóðlegum mörkuðum. Íslandsbanki og Landsbanki vilja sameina SH og SÍF Samlegðaráhrif 700– 1.000 milljónir á ári  Stjórn fyrirtækisins/4 Halldór J. Kristjánsson Bjarni Ármannsson ÚTLIT er fyrir mjög mikla upp- skeru á korni, kartöflum og úti- ræktuðu grænmeti á Suðurlandi og víðar. Byrjað er að þreskja korn, þremur vikum fyrr en venjulega, og grænmetið er sömuleiðis tíu dögum til tveimur vikum á undan því sem gerist í meðalári. Þá hefur grasspretta verið með eindæmum í sumar og í Hreppunum byrjuðu bændur á þriðja slætti í vikunni. Sumarið hefur verið hlýtt á Suð- urlandi og það kemur fram í því að gras og allur annar jarðargróður sprettur óvenjuvel. Kristján Bj. Jónsson ráðunautur segir að korn hafi sprottið vel og kartöflur og einnig hafi hann heyrt að gott útlit væri fyrir uppskeru á grænmeti sem ræktað er úti. Kornþresking hófst á Þorvaldseyri undir Eyja- fjöllum á fimmtudag. Byggið á fyrstu ökrunum er fullsprottið og útlit fyrir mjög góða uppskeru, að sögn Ólafs Eggertssonar bónda. Býst hann við að þresking á byggi hefjist almennt eftir viku og verði víða um land þremur vikum á und- an því sem venjulegast er. Ólafur var að slá tveggja raða bygg í 22 stiga hita á föstudaginn. Georg Ott- ósson, garðyrkjubóndi á Jörfa á Flúðum, segir að sumarið sé með betri ræktunarsumrum og útlit fyr- ir góða uppskeru á öllum tegundum útiræktaðs grænmetis. Einstök spretta á öllum jarðargróðri á Suðurlandi í sumar Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Jón Viðar Finnsson, bóndi á Dalbæ í Hrunamannahreppi, slær í þriðja sinn á þessu sumri. Útlit fyrir metuppskeru NEMENDUR í norskum framhaldsskólum munu bráð- um geta lesið heilaga ritningu um leið og þeir fylgjast með nýjustu tísku og öðrum dægur- flugum neysluhyggjunnar. Það er að segja fái útgefandinn þá ósk sína uppfyllta að birta aug- lýsingar í nýrri Biblíuútgáfu. „Við ætlum að dreifa Bibl- íunni ókeypis í framhaldsskól- um ef við fáum leyfi til að prenta hana með auglýsing- um,“ sagði Dennis Bakke, tals- maður GratisBibel-útgáfunnar. Sagði hann fyrirhugað að vera með auglýsingar á 40 síðum, það væri alls ekki svo mikið í jafnstóru riti. „Ég sé bara ekkert athuga- vert við að blanda saman trú og viðskiptum,“ sagði Bakke. Nokkrir skólar hafa sýnt mál- inu áhuga. Biblíur með auglýs- ingum tíðkast í Vesturheimi en GratisBibel, sem er útibú frá bandaríska fyrirtækinu Ad- Bible, vill ríða á vaðið í Evrópu. Auglýst í Biblíunni Ósló. AFP. ÞRÍR breskir hermenn féllu og einn særðist hættulega eftir átök við hóp manna í miðborg Basra í Írak í gær- morgun. Hermennirnir voru á ferð í bíl sínum þegar óþekktir menn í hvítum Toyota-pallbíl hófu skothríð á þá. Fjórir nærstaddir Írakar særð- ust en ekki er vitað um mannfall meðal árásarmannanna. Lögreglan í Bagdad handtók snemma í gærmorgun tíu manns í Al-Amiriyah-hverfi, þar á meðal tvo fyrrverandi liðsmenn leyniþjónustu Íraks og fyrrverandi félaga í Fed- ayeen-sérsveitum Saddams. Hún lagði auk þess hald á tugi riffla, þrjár handsprengjubyssur, ýmis önnur vopn og skotfæri, falsaðar númera- plötur og TNT-sprengiefni auk tveggja bíla. Um 150 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum og sagði yf- irmaður þeirra, Ahmed Ibrahim, að þær hefðu verið algerlega á hendi Íraka sem ekki hefðu þurft aðstoð bandarískra hermanna. Breska sendiráðinu ógnað Breska sendiráðið í Bagdad var rýmt daginn eftir mannskæða árás á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni í liðinni viku, viðvörun mun hafa borist um að árás á bygginguna væri fyrirhuguð. Aðalfulltrúi SÞ í Írak, Sergio Vieira de Mello, lét lífið í árásinni á skrifstofuna og var lík hans flutt á föstudag til ættjarðar hans, Brasilíu. Næstráðandi og landi Vieira de Mellos, Ramiro Lopes da Silva, hef- ur til bráðabirgða tekið við starfinu. Nokkrir starfsmenn SÞ hófu á ný störf í Bagdad í gær. Notast þeir fyrst um sinn við tjöld á lóð Canal- hótelsins þar sem skrifstofan var. Þrír Bretar felldir í Basra Skrifstofa SÞ hefur aftur störf í Írak Basra, Bagdad. AFP, AP. STOFNAÐ 1913 227. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.