Morgunblaðið - 24.08.2003, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.08.2003, Qupperneq 22
LISTIR 22 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hómópatanám Um er að ræða 4ra ára nám sem byrjar 4. og 5. okt. á vegum College of Practical Homoeopathy í Bretlandi. Mæting 10 helgar á ári í Reykjavík. Kennarar með mikla reynslu Upplýsingar gefur Martin í símum 567 4991 og gsm 897 8190. Hómópataskólinn CPH stofnaður 1993 www.homoeopathytraining.co.uk MENNINGARNÓTT er enn einu sinni gengin hjá og nú virðast flest- ir ánægðir, helst fyrir hina miklu og almennu þátttöku, þó enn frekar að lítið bar á ölvun og óspektum, sem settu ljótan blett á þá síðustu. Skrifara finnst þó satt að segja lítill menningarbragur á þeim landlæga sið, að tíunda í síbylju þetta tvennt, en snúa blinda auganu að mörgu öðru sem að sjálfum hátíðahöld- unum víkur, hefur enda næsta lítið með innihald og markmið þeirra að gera. Skilur engan veginn meint andríkið að baki þess að tíunda ná- kvæmlega hve margir hafi verið fullir lúbarðir og hve margar nauðganir hafi átt sér stað. Ef þetta er ekki hrein sveita- og út- kjálkamennska hef ég misskilið hugtakið, en satt að segja verð ég lítið var við slíkan fréttaflutning í virtum dagblöðum erlendis nema neðanmáls, en þeim mun meira fjallað um björtu hliðarnar. Auðvit- að eru til undantekningar þegar allt fer í bál og brand og mörkuð dagskrá út um þúfur. Menningarnóttin er innflutt fyr- irbæri, sem hefur sannað sig ræki- lega víða um lönd. Eitt af hinu blessunarlega sem ratað hefur hingað á norðurslóðir þar sem mönnum liggur lífið á að tileinka sér siði svonefnds alþjóða- samfélags, iðulega meir af ofur- kappi en forsjá. Annar góður siður er tengist listum og menningu er þá myndlistarmenn sem á annað borð hafa tök á því, opna vinnustof- ur sínar á gátt í einn dag, hefur þó ekki ratað hingað enn sem komið er í sinni algörustu mynd, þykir einnig mikils háttar og notfærir al- menningur sér það óspart. Hið sérstaka ferli, að víða hefur farið fram kynningarstarfsemi á vinnuaðferðum á menningarnótt, virðist hafa mikið aðdráttarafl, einnig óvæntir og úrskerandi list- viðburðir. Sannaðist helst í ár varð- andi sýningu á nokkrum verkum Andys Warhols í listhúsinu Fold, og hinni árvissu verklegu kynning- arstarfsemi á staðnum, talið er að daginn þann hafi nær sex þúsund gestir litið þar inn. Endurtek dag- inn þann og þá ekki um skamm- hlaup né hugsanabrengl að ræða, nótt ekki vöknuð þegar dag- skrárliðum menningarnætur lauk með hinum vísast ómissandi eld- glæringum í háloftunum. Tengi slíka gjörninga þó meira áramótum en björtum sumarkvöldum í norðri, samt býsna svipmikið á Tívolí í Kaupmannahöfn er jörð titrar og skelfur í miðbænum þá hæst stend- ur. Um leið ósáttur yfir að svo er sem öll hátíðarhöld á landi hér, ekki síst þjóðhátíðin 17. júní, virð- ast þurfa að hafa yfir sér yfirbragð Tívolí- og Disneylanda, með allri virðingu fyrir þeim stofnunum ein- um og sér. Auðvitað hægt að vera því hjart- anlega sammála að vel hafi tekist í ár með hliðsjón af meiri mann- fjölda, minni ölvun og pústrum, en að ósekju má spyrja hvort allir hafi farið ánægðir heim. Að þessu sinni var að því er virtist lögð meiri áhersla á sjó og skrítnar uppá- komur en til að mynda kynningu á vinnuaðferðum, á einum staðnum fékk ég upplýst að það væri vegna þess að mannfjöldinn hafi verið svo yfirþyrmandi síðast, að húsnæðið hafi naumast þolað átroðninginn svo menn áræddu ekki að taka áhættuna að þessu sinni. En ég hygg að líka komi annað til, sem er að listafólkið, er orðið sér meira meðvitandi um að allir fá eitthvað fyrir sinn snúð en það sjálft ein- ungis ómakið, klapp á öxlina og ímyndaðan heiður. Án alls þessa fólks sem vinnur kauplaust væri þessi menningar- veisla tómt mál og löngu kominn tími til að rétta hlut þess. Var utan- lands síðast, en vil árétta þá uppá- stungu mína í pistli fyrir tveim ár- um, að þessi mál þurfi að taka föstum tökum. Kauplausir lista- menn eiga einna stærstan þátt í að- streymi fólks í miðbæinn og troð- fullum veitingahúsum allt fram undir morgun og ekki væri til of mikils mælst að allir þeir mörgu sem njóta góðs af fórni einhverju. Leggi til að mynda sirka tíu pró- sent hagnaðarins í sérstakan sjóð listamönnunum til góða. Hér má enn einu sinni vekja athygli á því að þessi ríka þjóð er langt langt á Menning og andmenning Morgunblaðið/Árni Torfason Frá tízkusýningunni í Listasafni Íslands. Eftir Braga Ásgeirsson NÝVERIÐ var stofnað Snjáfjalla- setur í Dalbæ á Snæfjallaströnd. Setrinu er ætlað að safna, skrá og varðveita sagnir, kveðskap, mynd- ir, muni og ýmis gögn sem tengjast sögu byggðar í Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum og standa að sýningahaldi, útgáfustarfsemi, vef- gagnasafni og ýmsum viðburðum. Á stofnfundinum héldu Snorri Grímsson og Gísli Hjartarson er- indi um gönguleiðir um Snæfjalla- strönd, Grunnavík og Drangajökul, Engilbert Ingvarsson flutti erindi um byggð og búendur á Snæfjalla- strönd 1930-40 og Ingólfur Kjart- ansson og Ólafur J. Engilbertsson kynntu áform Snjáfjallaseturs. Í stjórn setursins voru kjörnir: Engilbert Ingvarsson, formaður; Hannibal Helgason, varaformaður; Ólafur J. Engilbertsson, fram- kvæmdastjóri; Ingólfur Kjartans- son, forstöðumaður sýninga og Páll Jóhannesson, meðstjórnandi. Byggðasögusýningin Horfin býli og huldar vættir í Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu, sem opnuð var í fyrra, hefur verið opin áfram í sumar á vegum setursins, en lýkur þann 20. ágúst. Ferðaþjónustan Dalbæ sér um rekstur sýningarinnar. Fyrsta verk Snjáfjallaseturs var að gefa út sýningarskrá á íslensku og ensku sem fylgir sýningunni. Á fyrsta fundi sínum ákvað stjórnin að láta hanna upplýsinga- skilti við kirkjugarðinn á Snæfjöll- um og opna vefsíðu og hefja jafn- framt undirbúning að sýningum um Drangajökul og um Spánverja- vígin 1615. Fleiri verkefni eru í undirbúningi, m.a. rit um sögu byggðar og búenda á Snæfjalla- strönd 1930-40 og rit um Rafveitu Snæfjalla. Snjáfjallasetur stofnað í Dalbæ á Snæfjallaströnd ARKITEKTAFÉLAG Íslands opn- aði sýningu á Skólavörðustíg 14 á menningarnótt. Hún verður opin út ágústmánuð alla daga frá kl. 14 til 22. Arkitektafélög allra Norðurlanda stóðu sameiginlega að gerð sýningar- innar, sem ber íslenska heitið Auð- legð í norrænni byggingarlist. Hún var fyrst sett upp í Berlín sumarið 2002 í sendiráðsbyggingu norrænu þjóðanna, í tengslum við 21. heims- þing alþjóðasamtaka arkitekta, UIA – L’Union Internationale des Archi- tectes. Sýningin er farandsýning og kemur hingað frá Danmörku, en á eft- ir að fara til hinna Norðurlandanna. Meginþema sýningarinnar er vist- væn og sjálfbær íbúðabyggð eftir 1995. Sýningunni er skipt upp í fjóra flokka; landslag og tengsl við náttúru, borgarbyggð, mismunandi sambýlis- form og byggingar. Öll verkin byggj- ast á vistvænni og sjálfbærri hug- myndafræði með mismunandi að- ferðum og áherslum. Auðlegð í bygging- arlist ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.