Morgunblaðið - 24.08.2003, Síða 31

Morgunblaðið - 24.08.2003, Síða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 31 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, EINAR KR. EIRÍKSSON frá Brekku, Fáskrúðsfirði, Seljahlíð, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 13. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 25. ágúst kl. 13.30. Kristbergur Einarsson, Pétur Einarsson, Margrét Aðalsteinsdóttir, Matthildur Einarsdóttir, Ólafur Ben Snorrason, Erlingur Einarsson, Hanna Júlíusdóttir, Stefán Einarsson, Þuríður Júlíusdóttir og afabörnin. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN GUNNARSSON fyrrverandi apótekari, lést sunnudaginn 17. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 27. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á líknarfélög. Dóróthea Jónsdóttir, Guðlaug Kjartansdóttir, Fjölnir Ásbjörnsson, Gunnar Kjartansson, Sigurður Kjartansson, Sólborg Hreiðarsdóttir, Guðrún Kjartansdóttir, Agnar Hansson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR ÁSTRÁÐSDÓTTIR Dista, Vesturgötu 7, Reykjavík, sem andaðist laugardaginn 16. ágúst, verður jarðsungin frá Kristskirkju, Landakoti, þriðju- daginn 26. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarfélög. Ástráður S. Guðmundsson, Erlín Óskarsdóttir, Reynir K. Guðmundsson, Gunnar F. Guðmundsson, Guðmundur Garðar Guðmundsson, Sigríður Valgeirsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Ástkær móðir mín, frænka, systir, mágkona og tengdamóðir, HELGA SIGRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR, Starhaga 14, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstu- daginn 15. ágúst, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 28. ágúst kl. 13.30. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, Andrés Jón Esrason, Bjarni Jónsson, Jón Eiríksson, Áslaug K. Sigurðardóttir, Timothy David Creighton, Ruth Barnett Creighton. Okkar ástkæri faðir, ANTON LÍNDAL FRIÐRIKSSON, lést á heimili sínu, Vesturgötu 7, Reykjavík, föstudaginn 22. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Antonsdóttir, Eyrún Antonsdóttir, Arnrún Antonsdóttir, Dóróthea Sturludóttir. Elskuleg móðursystir mín, Ólöf Guðmunda, hefði orðið áttræð 22. ágúst. Væri hún enn á meðal vor yrði auðvitað slegið upp stórveizlu, en nú verður fátækleg minningar- grein að duga. Margar minningar koma upp í hugann; lítill stelpukrakki skríður árla morguns upp í rúm hjá frænku, sem reynir að blunda áfram; Lóa frænka syngjandi óperur, dægur- lög, sálma; Lóa og stelpukrakkinn syngjandi Carmen fullum hálsi í eldhúsinu, en amma flúði þá; Lóa að kenna stelpukrakkanum að prjóna, sauma út, lesa eða að reka hann út í ÓLÖF G. JÓNSDÓTTIR ✝ Ólöf Guðmunda Jónsdóttirfæddist á Gvendareyjum á Breiðafirði 22. ágúst 1923. Hún lést 18. ágúst 1983 og var jarðsett í Stykkishólmi. góða veðrið að leika sér; rúntað á Volkswagen bjöllu á 30 km. hraða um Stykkishólm og nærsveitir, eftir að hún fékk bíl; öll símtölin hennar til mín til Frakklands, eftir að ég fluttist þangað. Lóa fæddist í Gvendareyjum á Breiðafirði, en flutti ung með for- eldrum sínum til Stykkishólms þar sem hún bjó með þeim alla æfi. Ungabarn fékk hún lömunarveiki, sem olli því að hún missti fótinn um 16 ára aldur og fékk í kjölfarið gervifót. Oft hefur mér orðið hugs- að til Lóu og hve líf hennar hefði orðið öðruvísi, er ég horfi uppá kraftaverkin, sem stoðtækjafyrir- tækið Össur hf gerir í dag. Fótleys- ið háði henni allt lífið.Lóa vann úti allt sitt líf og fyrst í Kaupfélaginu í Stykkishólmi, en síðar á símstöð- inni þar í bæ, undir stjórn Árna Helgasonar. Árni og Ingibjörg, kona hans, reyndust Lóu minni ein- staklega vel og fékk hún jafnvel að gista hjá þeim, þegar veður og snjó- ar urðu til þess að hún átti erfitt með að komast heim. Er þeim mikil þökk fyrir elskusemi þeirra við hana. Líf Lóu varð auðveldara, eftir að hún fékk sérútbúinn bíl, en áður hafði hún farið allra sinna ferða gangandi, sem var oft á tíðum erf- itt. Síðustu árin, eftir fráfall for- eldra sinna, bjó Lóa ein í húsinu að Sunnuhvoli, en Birgir, bróðir henn- ar, og Inga kona hans, aðstoðuðu hana eins og þau gátu. Lóa var glaðlynd og stutt í dillandi hlátur- inn hjá henni, þótt oft væri erfitt. Hún hafði yndi af samvistum við aðra og átti traustar vinkonur, sem hún heimsótti reglulega. Og þótt hún tuðaði oft í stelpukrakkanum, þá átti hún svo stórt hjarta. Elsku Lóa mín, þakka þér alla elskusem- ina og ég er viss um að Guð er með þér. Þín Katrín Þorvaldsdóttir. Elsku amma mín. Mig langar til að skrifa smá kveðju til þín. Þakka þér fyrir að hafa gætt mín fyrstu árin þegar við mamma bjuggum hjá ykkur afa. Alltaf var passað upp á að ég fengi nú örugglega nóg að borða og þá VIGDÍS GÍSLADÓTTIR ✝ Vigdís Gísladótt-ir fæddist á Gjögri í Stranda- sýslu 27. ágúst 1924. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Garð- vangi í Garði 12. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá safnaðar- heimilinu í Sand- gerði 22. ágúst. ósjaldan eldaðir þú grjónagraut handa mér og bakaðir pönnukök- urnar frægu. Ég mun ávallt minnast þín fyrir glaðværa hláturinn og það var alltaf mikil kæti þegar þú komst. Þú fylgdist vel með búskapnum hjá okkur Magga og fyrstu árin komst þú stundum og gistir hjá okkur en svo síðustu árin fór heim- sóknunum fækkandi. Þú náðir aldrei að heimsækja okkur í Dvergholtið, mig langaði svo að sýna þér gróðursæla garðinn okkar því þú hafðir svo gaman af blómunum eins og ég. Ég veit að nú líður þér vel eftir erfið veikindi og afi hefur tekið vel á móti þér. Mamma, Steina, Sigga, Signý og fjölskyldur, Guð veri með ykkur í sorginni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ellý. LANDSPÍTALI SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum sím- um. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir utan skrifstofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska-Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 Háteigskirkja. Eldri borgarar. Fé- lagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Pútt alla daga kl. 10 ef veður leyfir. Hallgrímskirkja. Sumarkvöld við org- elið. Orgeltónleikar kl. 20. Mark And- erson frá Bandaríkjunum leikur. Laugarneskirkja. Mánudagur: Opinn 12 sporafundur í safnaðarheimilinu kl. 18. Allt fólk velkomið. Vinir í bata. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587 9070. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel- komnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Í kvöld er samkoma kl. 20.00. Sigrún Einarsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1-7 ára börn á samkomutíma. Kaffi og sam- félag eftir samkomu. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Safnaðarstarf Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTBJÖRG EINARSDÓTTIR, áður til heimilis að Bárugötu 35, Reykjavík, andaðist föstudaginn 22. ágúst. Þórunn Benjamínsdóttir, Magnús K. Sigurjónsson, Eiríkur Benjamínsson, Einar Benjamínsson, Erla M. Indriðadóttir, Sólveig Benjamínsdóttir, Árni Páll Jóhannsson, Guðbjörg Benjamínsdóttir, Gunnar Harðarson. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts móður okkar, JÓNÍNU H. HALBLAUB, Digranesheiði 17, Kópavogi. Sigríður Halblaub, Sólveig Halblaub, Ólöf Halblaub, Helga Halblaub, Björn Halblaub og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.