Morgunblaðið - 24.08.2003, Page 35
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 35
Fyrirtæki til sölu
Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma
Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því
ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og
kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur.
Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er
hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is
Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en
við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:
Lítil heildverslun með prenthylki o.fl. Góð framlegð. Fyrirtækið er í dag
með næga veltu til að framfleyta eiganda, en auðvelt er að stækka það
verulega.
Gott fjárfestingatækifæri. Stórt hótel á landsbyggðinni í öruggri útleigu.
Skipti á fasteign í Reykjavík kemur til greina.
Hálendismiðstöðin Hrauneyjum er fáanleg til rekstrarleigu með kaup-
rétti. Gisti- og veitingastaður með mikla sérstöðu og góðan rekstur.
Mjög gott tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu sem hefur gaman af há-
lendinu og langar að eignast eigið fyrirtæki.
Gott fyrirtæki með flúðasiglingar til sölu að hluta eða að öllu leyti. Mikill
vöxtur - miklir möguleikar.
Rammamiðstöðin, Síðumúla, óskar eftir sameiningu eða samstarfi við
rekstur sem fer saman við rammagerð - gallerí.
Lítil en þekkt heildverslun með trésmíðavélar o.fl. Góð umboð. Tilvalið
fyrir trésmið sem vill breyta um starf.
Sérverslun með vörur til víngerðar. Eigin innflutningur.
Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í
ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.
Hraðflutningafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Þrír bílar. Ágæt afkoma.
Glæsileg snyrtivöruverslun á Laugavegi. Eigin innflutningur að hluta.
Þekkt sérverslun með 100 m. kr. ársveltu. Rekstrarhagnaður 14 m. kr.
Mjög gott bakarí í stóru sveitarfélagi á landsbyggðinni.
Lítil en góð heildverslun með gjafavöru. Tilvalin fyrir 1-2 eða sem viðbót
við annan rekstur. Auðveld kaup.
Þekkt og rótgróin gjafavöruverslun með mjög vandaðar vörur.
Gæludýraverslun í Keflavík. Skemmtilegt tækifæri fyrir dýravini.
Vörubílaverkstæði með föst viðskipti. Auðveld kaup.
Rótgróinn lítill matsölustaður í Hafnarfirði. Mjög gott fyrirtæki fyrir kokk
eða fólk sem kann að elda góðan heimilismat.
Þekkt hjólbarða- og bifreiðaverkstæði, vel tækjum búið. Auðveld kaup.
Höfum ýmis góð sameiningatækifæri fyrir stærri fyrirtæki.
Stór og þekkt brúðarkjólaleiga með ágæta afkomu. Miklir möguleikar.
Ísbúð, myndbandaleiga og grill á góðum stað í austurbænum. Gott tæki-
færi.
Söluturn og myndbandaleiga í Hafnarfirði. Tilvalið sem fyrsta fyrirtæki.
Verð 4,5 m. kr.
Eigendur smáfyrirtækja:
Við leitum að eigendum smáfyrirtækja, sem hefðu áhuga á að ganga til liðs við
stærri fyrirtæki á sínu sviði. Um sölu eða sameiningu með eignaraðild getur verið
að ræða, auk starfssamnings til lengri eða skemmri tíma.
Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu
fyrirtækjadeildar: www.husid.is
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen)
Sími 533 4300, GSM 820 8658
Upplýsingar í síma 551 6751 og 691 6980
Grensásvegi 5
Innritun stendur yfir fyrir
haustönn 2003
• Allir aldurshópar
• Píanó, einkatímar og hóptímar
• Tónfræði
• Forskóli
Hef opnað lækningastofu
í Orkuhúsinu á Suðurlandsbraut 34.
Tímapantanir í síma 5 200 100 virka daga
frá kl. 9-12 og 13-16.
Rafn A. Ragnarsson,
dr. med. lýtalæknir.
Haustönn 2003
Innritun frá 25. ágúst kl. 15 –19 virka daga
Kennsla hefst 15. september
Skólagjöld skulu greidd fyrir þann tíma
Einsöngsdeild Hóptímar – einkatímar – undirleikur I-V stig
Unglingadeild 13-16 ára
Framhaldsdeild Inntökupróf
Sigríður Ella Magnúsdóttir gestakennari
verður með námskeið fyrir nemendur í lok nóvember
Tónfræði & tónlistarsaga
Kórskóli fyrir byrjendur
Stúlknakór Reykjavíkur
Kór 1 stúlkur fæddar ´96-´97
Kór 2 stúlkur fæddar ´91-´95
Kór 3 stúlkur fæddar ´85-´90
Gospelsystur Reykjavíkur
Inntökupróf 8. og 9. september kl. 16-19
Vox Feminae fullskipaður
Agnar Már Magnússon
Arnhildur Valgarðsdóttir
Ástríður Haraldsdóttir
Gróa Hreinsdóttir
Hanna B. Guðjónsdóttir
Inga Backman
Ingunn Ragnarsdóttir
Margrét J. Pálmadóttir
Már Magnússon
Skarphéðinn Þ. Hjartarsson
Stefán S. Stefánsson
Xu Wen
Domus Vox ehf., Skúlagötu 30, 2. h., 101 Reykjavík, sími 511 3737, fax 511 3738
www.domusvox.is Netfang: domusvox@hotmail.com
Kennarar:
Jóga í Garðabæ
Hefst 9. september í Kirkjuhvoli.
Framhaldstímar þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18.00-19.15.
Byrjendatímar sömu daga kl. 19.30-20.45.
Kennari er Anna Ingólfsdóttir, kripalujógakennari.
Upplýsingar og skráning
í símum 565 9722 og 893 9723
Auðbrekka 2 • 200 Kópavogi • Sími 517 5556
Netfang: syngjum@syngjumsaman.is
Veffang: syngjumsaman.is
Regnbogakórinn/framhald
Kórnámskeið fyrir þá sem langar að læra meira.
Kynning á vetrarstarfinu 8/9 kl. 19.00.
Dægurkórinn/Lengra komnir
Inntökupróf eru í þennan hóp.
Kynning á vetrarstarfinu 10/9 kl. 19.00.
Söngdagskrá hópanna samanstendur m.a. af þjóðlegum
sönglögum frá ýmsum heimshornum, jólasöngvum
og léttum gospelsöngvum.
Söngstjóri: Esther Helga Guðmundsdóttir.
Undirleikari: Katalin Lörinz.
Innritun fer fram á skrifstofu skólans á skrifstofutíma
Söngnámskeið fyrir unga sem
aldna, laglausa sem lagvísa!
12 vikna námskeið fyrir byrjendur.
Kennsla hefst 16/9.
Hugljómun sjálfsþekkingar (Enlightenment intensive)
í Bláfjöllum 18. - 21. sept. Magnað fyrir þá sem þrá að
kynnast sannleikanum um sjálfa sig, lífið og aðra.
Leiðbeinandi: Guðfinna S. Svavarsdóttir.
Skráning og nánari upplýsingar í símum 562 0037 og 869 9293.
Í SJÓNVARPINU var sl. sunnu-
dagskvöld, 9. ágúst, sýnd mynd frá
skemmtilegu ferðalagi hóps hesta-
fólks um Þingeyjarsýslu(r?). Það
vakti athygli mína, að langflest þessa
fólks notaði ekki reiðhjálm. Ég held
ég hafi tekið rétt eftir, að einni konu,
einum karli og einu barni hafi brugð-
ið fyrir með þetta sjálfsagða höfuðfat
í annars nokkuð fjölmennum hóp.
Fararstjórinn hafði að vísu mikið hár
og frítt, en illa held að það myndi
duga honum, ef hestur hans steypt-
ist undir honum á grýttum vegi, en
slíkt hendir því miður stöku sinnum
bestu og traustustu hesta.
Ég mælist til, að þau, sem vilja
sýna sig alþjóð á hestbaki, sjái sóma
sinn í að vera ekki hjálmlaus og vera
þannig öðrum til fyrirmyndar, hvað
það snertir. Pelamál læt ég liggja á
milli hluta.
VIGFÚS MAGNÚSSON,
læknir,
Stigahlíð 42,
105 Reykjavík.
Notið reið-
hjálma
Frá Vigfúsi Magnússyni lækni
„ÍSLENDINGAR hafa hafið hval-
veiðar að nýju eftir þrettán ára
hlé, þrátt fyrir mótmæli fjöl-
margra þjóða.“ Þannig hljóðaði
fréttin frá BBC-útvarpsstöðinni
sem ómaði um eldhúsið mitt í gær.
Ekkert var minnst á vísindaveiðar,
38 hrefnur eða rök Íslendinga fyrir
veiðunum.
Ég hef búið erlendis í tuttugu ár
og veit að Ísland er ekki oft í
heimsfréttunum. Einstaka eldgos
eða snjóflóð kemst að, fyrir utan
kvenforseta og hvalveiðar á sínum
tíma. Hér áður fyrr lenti ég oft í
því að reyna að verja hvalveiðar
okkar og koma fólki í einhvern
skilning um lífið á fósturjörð
minni. En það var ótrúlegt hvað
það var erfitt. Eftir mikil átök
gafst ég að lokum upp og vonaði að
þegar ég sagðist vera íslensk að
fólk segði ekki: „Þið skjótið hvali
ekki rétt.“ Ég komst að þeirri nið-
urstöðu að hvalveiðar eru tilfinn-
ingamál og það er tilgangslaust að
koma fram með skynsamleg rök,
sama hversu góð þau eru þegar til-
finningamál eru annars vegar. Ef
skoðuð er ímynd hvala í barnabók-
um, teiknimyndum, bíómyndum
o.s.frv. er auðvelt að sjá hvaðan til-
finningatengslin við hvalinn eru
komin. Þau eiga djúpar og sterkar
rætur.
Ég var stödd á Íslandi þegar
ákvörðunin um hvalveiðar var tek-
in og fylgdist með umræðu og
blaðaskrifum um málið. Ég veit að
það er nóg af hrefnum í sjónum.
Ég veit að það er gagnlegt að
rannsaka fæðusamsetningu hrefn-
unnar. Ég veit að við erum sjálf-
stæð þjóð og stolt. Ég veit að
margir segja að við eigum ekki að
láta stjórnast af einhverjum út-
lendingum sem eru að ybba sig.
Ég skil reiðina sem rís í þjóðarsál-
inni þegar erlendar ríkisstjórnir og
umhverfissamtök reyna að skipa
okkur fyrir. En höfum við efni á
þessari reiði og þrjósku. Hér í
Bretlandi er þegar farið að skora á
fólk að kaupa ekki íslenskan fisk.
Ísland sem umhverfisvænn ferða-
mannastaður hefur mjög verið í
tísku undanfarin ár, sérstaklega á
meðal ungra Breta. Þar mun án
efa verða breyting á. Þessi ótrú-
legu tilfinningatengsl fólks við
hvalina munu nú styrkja umhverf-
issamtök fjárhagslega þegar þau
lýsa yfir stríði okkur á hendur og
þau gera stjórnmálamenn vinsælli
þegar þeir gera hið sama.
Ég veit af reynslu að þessar
hvalveiðar eiga eftir að sverta
ímynd Íslands hér í Bretlandi og
víðar og það er sama hvað við Ís-
lendingar í útlöndum rembumst
eins og rjúpan við staurinn við að
útskýra réttlæti þessara veiða, við
munum aldrei telja almenning á að
slíta tilfinningatengslin við hvalina.
INGUNN ÓLAFSDÓTTIR,
Jórvíkurhéraði á Englandi.
Hvalveiðar og útlendar
tilfinningar
Frá Ingunni Ólafsdóttur