Morgunblaðið - 24.08.2003, Side 36
DAGBÓK
36 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Bjarni Sæmundsson og
Brúarfoss koma í dag.
Poseidon fer í dag.
Mannamót
Bólstaðarhlíð 43. Ekið
um borgina og nýju
hverfin skoðuð. Lagt af
stað kl. 13. Kaffi og
meðlæti í Golfskála
Reykjavíkur. Skráning
og greiðsla í síma
568 5052. Í síðasta lagi
kl. 12 miðvikudagin
27.08
Allir velkomnir.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Dansleikur í
kvöld kl. 20. Caprí-tríó
leikur fyrir dansi.
Landsbanki Íslands,
aðalbanki 2. hæð Aust-
urstræti, býður eldri
borgurum á mál-
verkasýningu Kjarvals
undir leiðsögn Að-
alsteins Ingólfssonar
listfræðings mánudag-
inn 25. ágúst kl. 11–12
og kl. 12–13. Takmark-
aður fjöldi. Skráning
og upplýsingar á skrif-
stofu FEB, s. 588 2111.
Einnig er sýningin op-
in án leiðsagnar á opn-
unartíma bankans
mánudag og þriðjudag.
Skrifstofa félagsins er í
Faxafeni 12 sími.
588 2111.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Vígsla
nýs púttvallar á Ásvöll-
um, þriðjudaginn 26.
ágúst kl 14. Völlurinn
er fyrir eldri borgara í
Hafnarfirði allir eldri
borgarar velkomnir,
boðið upp á léttar veit-
ingar á eftir.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Á morgun kl.
9–16.30 vinnustofur
opnar frá hádegi, spila-
salur opinn, dans fellur
niður. Mánudaginn 8.
september hefst nám-
skeið í postulínsmáln-
ingu, skráning hafin
glerskurður hefst
þriðjudaginn 9. sept-
ember. S. 575 7720.
Hana-nú Kópavogi
Farið verður í ferð út á
Reykjanes laugardag-
inn 30. ágúst. Lagt af
stað frá Gullsmára kl.
12.50 og Gjábakka kl.
13. Pálína Jónsdóttir,
leiðsögumaður. Við-
komustaðir verða
Kálfatjarnarkirkja,
Stekkjarkot og Kefla-
víkurkirkja. Þeir sem
vilja taka með sér nesti
en hægt er að fá sér
síðdegishressingu í
Dúshúsi. Skráning í
Gjábakka s. 554 3400
og Gullsmára s.
564 5260. Skráningu
lýkur á hádegi föstu-
daginn 29. ágúst.
Kristniboðsfélag
karla. Fundur verður í
Kristniboðssalnum
Háaleitisbraut 58–60
mánudaginn 25. ágúst
kl. 20. Allir karlmenn
velkomnir.
Minningarkort
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum í
Reykjavík: Skrifstofu
Hjartaverndar, Holta-
smári 1, 201 Kópavogi,
s. 535-1825. Gíró og
greiðslukort. Dval-
arheimili aldraðra
Lönguhlíð, Garðsapó-
tek Sogavegi 108, Ár-
bæjarapótek Hraunbæ
102a, Bókbær í
Glæsibæ, Álfheimum
74, Kirkjuhúsið,
Laugavegi 31, Bóka-
búðin Grímsbæ v/ Bú-
staðaveg, Bókabúðin
Embla Völvufelli 21,
Bókabúð Grafarvogs,
Hverafold 1–3.
Minningarkort Hjarta-
verndar, fást á eft-
irtöldum stöðum á
Reykjanesi: Kópavog-
ur: Kópavogsapótek,
Hamraborg 11. Hafn-
arfjörður: Lyfja, Set-
bergi. Sparisjóðurinn,
Strandgata 8–10,
Keflavík: Apótek
Keflavíkur, Suðurgötu
2, Landsbankinn Hafn-
argötu 55–57.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á
Vesturlandi: Akranes:
Hagræði hf., Borg-
arnes: Dalbrún, Brák-
arbraut 3. Grund-
arfjörður: Hrannarbúð
sf, Hrannarstíg 5.
Stykkishólmur: Hjá
Sesselju Pálsd., Silf-
urgötu 36. Ísafjörður:
Póstur og sími, Að-
alstræti 18. Stranda-
sýsla: Ásdís Guð-
mundsd. Laugarholti,
Brú.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á
Austurlandi: Egils-
staðir: Gallery Ugla,
Miðvangur 5. Eski-
fjörður: Póstur og s.,
Strandgötu 55. Höfn:
Vilborg Einarsdóttir
Hafnarbraut 37.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á
Norðurlandi: Ólafs-
fjörður: Blóm og gjafa-
vörur Aðalgötu 7.
Hvammstangi: Versl-
unin Hlín Hvamms-
tangabraut 28. Ak-
ureyri: Bókabúð
Jónasar Hafnarstræti
108, Möppudýrin
Sunnuhlíð 12c. Mý-
vatnssveit: Pósthúsið í
Reykjahlíð. Húsavík:
Blómasetrið, Héðins-
braut 1, Raufarhöfn:
Hjá Jónu Ósk Péturs-
dóttur, Ásgötu 5.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á Suð-
urlandi:
Vestmannaeyjar: Apó-
tek Vestmannaeyja
Vestmannabraut 24.
Selfoss: Selfossapótek
Kjarninn.
Í dag er sunnudagur 24. ágúst,
236. dagur ársins 2003, Barth-
ólómeusmessa. Orð dagsins:
„Ef þér hafið þekkt mig, munuð
þér og þekkja föður minn.
Héðan af þekkið þér hann og
hafið séð hann.“
(Jóh. 14, 7.)
Guðni Ágústsson land-búnaðarráðherra
sagðist í Morgunblaðinu
á föstudaginn ekki hafa
nein tæki til að stöðva
það sem kallað hefur
verið undirboð á kjöt-
markaði. „Það eru lög-
mál markaðarins sem
þarna ríkja. Það eru
frekar búgreinarnar
sjálfar sem geta komið
sér saman um eða hætt
undirboðum.“
Eftir umræðu um
verðsamráð fyrirtækja í
sumar er einkennilegt
að einn ráðherra rík-
isstjórnarinnar beinlínis
beinir því til framleið-
enda kjötafurða að þeir
komi sér saman um að
hætta að keppa um hylli
neytenda með því að
lækka verð. Öðruvísi
verða orð landbún-
aðarráðherra ekki skil-
in. Ef til vill kemur
þetta viðhorf ekkert á
óvart þar sem það hefur
viðgengist lengi innan
landbúnaðargeirans á
Íslandi – oft fyrir til-
stuðlan ríkisins. Enda er
landbúnaður styrktur af
skattgreiðendum um
marga milljarða á
hverju ári.
Enn er í gildi opinberverðlagning á mjólk-
urvörum sem eru ein
helsta nauðsynjavara á
íslenskum heimilum.
Samkeppnisráð beindi
þeim tilmælum til land-
búnaðarráðherra seint á
síðasta ári að þessi
framkvæmd yrði lögð af
svo fljótt sem auðið er
og heildsöluverðlagning
á búvörum gefin frjáls.
Þessu hefur ráðherra
staðið gegn og sagt að
breytingar verði ekki
gerðar fyrr en árið
2004, þótt þessi op-
inbera stýring á verði
mjólkurafurða hafi átt
samkvæmt búvörusamn-
ingi frá 1997 að leggjast
af strax 1. júlí 2001. Í
hverju þessar breyt-
ingar felast er ekki enn
vitað en af reynslunni
að dæma er ólíklegt að
ríkið láti af afskiptum
sínum af þessari fram-
leiðslu.
B æði seinkun áfrjálsri verðlagn-
ingu landbúnaðarafurða
og verðsamráð á kjöt-
markaðnum fara gegn
hagsmunum neytenda.
Samkvæmt frétt Morg-
unblaðsins á fimmtudag-
inn lækkaði verð á
svínakjöti um 26% í
fyrra. Lambakjöt lækk-
aði um 15,5% og fugla-
kjöt um 8,2%. Þetta er
hrein búbót fyrir ís-
lenskar fjölskyldur og
hefur breytt neyslu-
mynstri þeirra mikið
undanfarin ár. Þrátt
fyrir gríðarlega nið-
urgreiðslu á lambakjöti,
sem neytendur standa
undir með skatt-
greiðslum sínum, reyn-
ist það mun dýrara en
bæði svína- og fuglakjöt.
Þá staðreynd verða
bændur að horfast í
augu við í stað þess að
reyna að hækka verð á
þeim afurðum sem
keppa við lambakjötið.
Það er ekki í þágu al-
mennings.
STAKSTEINAR
Landbúnaðarráðherra
hvetur til samráðs
Víkverji skrifar...
OFT hefur verið fjallað um eins-leitt úrval matar sem hægt er að
kaupa á veitingastöðum og sjoppum
á landinu. Mest er lagt upp úr að
selja hamborgara og franskar kart-
öflur, pylsur og flatbökur. Verðið er
hátt og gæði matarins oft lítil. Einn
stað rakst Víkverji óvænt á í
Reykjahlíð sem stingur í stúf við
marga aðra veitingastaði úti á landi
og það er Gamli bærinn. Þar var
hægt að fá úrvalsmat á sanngjörnu
verði og ekki spillti fyrir að þjón-
ustan var alveg fyrsta flokks. Annan
son Víkverja langaði í silung en ótt-
aðist að skammtur sem ætlaður er
fullorðnum væri sér ofviða. Að fyrra
bragði bauðst þjónninn til að minnka
skammtinn fyrir unga manninn sem
var himinlifandi og borðaði hann
gómsætan silunginn af bestu lyst. Í
Gamla bænum borðaði fjögurra
manna fjölskylda Víkverja hollan og
góðan mat fyrir sanngjarnt verð sem
var kærkomin tilbreyting á ferðalag-
inu frá sjoppufæðinu og víst er að
næst þegar farið verður um þessar
slóðir verður Gamli bærinn aftur
fyrir valinu.
x x x
VÍKVERJI getur ekki stillt sig umað minnast á aðstöðu ferða-
manna við Dettifoss sem lýsir ís-
lenskum kotungshætti. Þegar Vík-
verji kom að Dettifossi á dögunum í
blíðskaparveðri var þar fjöldi út-
lendinga, margt af því var eldra fólk.
Flestir treystu sér ekki til að klöngr-
ast stíginn niður að fossinum frá
bílastæðunum, en hann er brattur
og torfær. Voru það greinileg von-
brigði hjá mörgum sem komnir voru
til að sjá vatnsmesta foss Evrópu að
þurfa að horfa á hann úr fjarlægð.
Hvernig stendur á því að ekki er
mögulegt að laga stíginn þannig að
hann verði öllum fær? Binda jarð-
veginn svo að fólk standi ekki í sand-
stormi ef eitthvað hreyfir vind eða
þurfi að vaða for í rigningartíð? Eins
og staðan er nú þá á ekki einungis
eldra fólk í erfiðleikum með að kom-
ast niður að fossinum heldur er fötl-
uðum einnig ómögulegt að komast í
tæri við þennan gimstein.
x x x
ÞÁ ER eystri afleggjarinn fráþjóðvegi 1 að fossinum óvið-
unandi. Verið var að vinna á hluta
vegarins og óskandi er að það skili
sér í bættum vegi í framtíðinni.
Vörubifreiðastjórarnir sem þar óku
um og Víkverji mætti á fjölskyldubíl
sínum sýndu litla tillitssemi og óku
greitt þannig að við lá að hætta
skapaðist.
Ekki verður skilið við Dettifoss og
aðstöðuna án þess að minnast á
kamrana. Þann dag sem Víkverji var
á staðnum var keytulyktin svo yfir-
gnæfandi inni á kömrunum að hann
þakkaði sínum sæla fyrir að þurfa
aðeins að kasta af sér vatni.
Aðstaða ferðamanna við Dettifoss
mætti vera mikið betri.
BRÉF þetta er ritað í til-
efni af bréfi sem birtist í
Velvakanda þriðjudaginn
19. ágúst þar sem bréfrit-
ari fjallar um og ber sam-
an verðskrá Bláa lónsins –
heilsulindar og sundlauga.
Það er að okkar mati
ekki sambærilegt að bera
saman verðskrá Bláa lóns-
ins – heilsulindar og sund-
lauga.
Í fyrsta lagi vegna þess
að sundlaugarekstur er
þjónustustarfsemi á veg-
um sveitarfélaga og er að-
gangseyrir að sundlaugum
að stórum hluta niður-
greiddur af sveitarfélög-
unum.
Í öðru lagi er Bláa lónið
– heilsulind ekki staður
þar sem fólk kemur til að
stunda sund heldur til að
slaka á, njóta vellíðanar,
fjölbreyttrar heilsulindar-
þjónustu og heilsubætandi
eiginleika jarðsjávarins,
sem er einstakur á heims-
vísu, m.ö.o. Bláa lónið –
heilsulind er ekki sund-
laug.
Mun raunhæfara er að
bera verðskrá Bláa lónsins
– heilsulindar saman við
verðskrá annarra heilsu-
linda. Í því efni má benda á
heilsulindarþjónustu bæði
á Hótel Nordica eða Hótel
Sögu og einnig Saga Spa í
Kópavogi. Einnig má
nefna aðra fjölbreytta
möguleika, sem standa
fólki til boða til að njóta
vellíðanar og afþreyingar,
t.d. skíði, golf o.þ.h.
Mig langar einnig til að
vekja athygli á afsláttar-
kortum okkar sem veita
ótakmarkaðan aðgang að
heilsulindinni, en þriggja
mánaða kort kostar 7.200
kr. og árskort 12.000 kr.
Þá má einnig geta þess
að það er frítt fyrir börn
11 ára og yngri í fylgd með
fullorðnum og unglingar
(12–15 ára) greiða hálft
gjald.
Kveðja,
Magnea Guðmunds-
dóttir, markaðsstjóri
Bláa lónsins hf.
Hver er maðurinn?
ÞESSA mynd tók Ólafur
Magnússon, konunglegur
ljósmyndari, en ekki er
ljóst af hverjum hún er,
myndin fannst í eigu
Guðna Brynjólfssonar,
sonar Brynjólfs Stefáns-
sonar, sem eitt sinn var
forstjóri Sjóvár. En hver
er maðurinn? Gott væri ef
upplýsingar gætu borist í
síma 568 6457.
Tapað/fundið
Gullhringur í óskilum
GULLHRINGUR fannst
nálægt Hlemmi, fyrir 3 til
4 vikum. Upplýsingar í
síma 553 3472.
Pakki til Emilíu
í óskilum
PAKKI er í óskilum stíl-
aður á Emilíu Sigurðar-
dóttur í Danmörku sem
ekki fannst. Ekki er skráð-
ur sendandi á pakkanum.
Þeir sem kannast við
pakkann vinsamlega hafið
samband í síma 866 0908.
Fingravettlingur
í óskilum
SVARTUR með hvítri
rönd, hægri handar fingra-
vettlingur, fannst á efra
bílaplaninu við Kringluna
sl. föstudag. Upplýsingar í
síma 581 4185.
Húfa og jakki
í óskilum
BRYNJAR Örn, Folda-
skóla, skildi húfu og jakka
eftir við dælustöð Hita-
veitunnar í Logafold,
Grafarvogi. Hann getur
sótt það í Logafold 140,
sími 567 6204, ef hann vill.
Digital Nikon-
myndavél týndist
DIGITAL Nikon coolpix
3100-myndavél týndist í
miðbænum á menningar-
nótt síðastliðinni. Ef þú
hefur einhverjar upplýs-
ingar ertu beðinn um að
hringja í Davíð í síma
865 4238 eða Fríðu í síma
822 5523.
Fjólublátt hjól týndist
11 ÁRA gamalt fjólublátt
DBS (classic city) karl-
mannsreiðhjól hvarf í síð-
ustu viku í Vesturbænum.
Ef einhver athugull les-
andi hefur rekist á það þá
vinsamlegast hafið sam-
band í síma 551 9438 eða
662 2374.
Dýrahald
Kettlingar fást gefins
4 SVARTIR kettlingar
með hvítar loppur leita að
góðum heimilum. 8 vikna
gamlir, ljúfir og kassavan-
ir. Kattavinir hafi sam-
band í síma 869 3847
Kettlingar fást gefins
FJÓRIR, litlir kelnir kett-
lingar fást gefins á gott
heimili.
Upplýsingar í síma
697 3761 eða 661 8019.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Bláa lónið –
heilsulind
LÁRÉTT
1 vel við aldur, 8 radd-
arhæsi, 9 krap, 10 skart-
gripur, 11 juða, 13 til-
biðja, 15 karlfugl, 18 sjá
eftir, 21 sé, 22 dimmviðri,
23 ræktuð lönd, 24 liggur
í makindum.
LÓÐRÉTT
2 orðrómur, 3 móka, 4
dáin, 5 ótti, 6 lítill, 7
ósoðna, 12 háttur, 14
fiskur, 15 heiður, 16 guð-
lega veru, 17 kátt, 18
eina sér, 19 dýr af froska-
ætt, 20 hina.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 hrafl, 4 fætur, 7 tengt, 8 öngul, 9 Týr, 11 lært,
13 gróa, 14 elfur, 15 rugl, 17 árás, 20 kal, 22 dysja, 23
jakki, 24 aðall, 25 teiti.
Lóðrétt: 1 hótel, 2 asnar, 3 létt, 4 fjör, 5 tugur, 6 rolla,
10 ýlfra, 12 tel, 13 grá, 15 rudda, 16 gusta, 18 rukki, 19
skipi, 20 karl, 21 ljót
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16