Morgunblaðið - 24.08.2003, Side 39
HUGVEKJA
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 39
TÓMASAR er oftargetið á síðum Nýjatestamentisins enmargra hinna post-ulanna, eða 11 sinn-
um alls, og er einna litríkastur
þeirra. Og eins og fyrrum er það
Jóhannesarguðspjall sem hvað
mestar upplýsingar veitir. Hann
er sjötti í röðinni í nafnalista
Postulasögunnar, sjöundi í
Matteusarguðspjalli og áttundi
hjá Markúsi og Lúkasi. Það
merkir að hann er í annarri
grúppu lærisveinahópsins, ásamt
með Filippusi, Bartólómeusi og
Matteusi. Fornar bækur aðrar
tengja hann við ættkvísl Assers.
Nafn hans er komið af arame-
íska orðinu te’oma, sem merkir
„tvíburi“. Ekki er ljóst hvað er
um að ræða, en flestir telja þetta
viðurnefni. Í sýrlenskri hefð
nefnist postulinn Júdas Tómas,
sem allt eins gæti verið rétt, en
hitt þykir ósennilegra að hann er
þar jafnframt sagður tvíbura-
bróðir Jesú. Fræðimenn telja það
rugling við annan Júdas, sem
Markúsarguðspjall greinir frá
(6:3) og eins Matteusarguðspjall
(13:55). Aðrar heimildir segja
Tómas hafa fæðst í Antíokkíu
ásamt tvíburasystur, sem nefnd-
ist Lysias, og að foreldrar þeirra
hafi verið Díofanes og Rhoa, eða
tengja hann við Matteus postula
eða aðra í þeim röðum.
Tómas var að líkindum Galíleu-
maður eins og hinir allir (nema
kannski Júdas Ískaríot, sem e.t.v.
var frá bænum Keriot í Júdeu).
Hann var þó ekki fiskimaður, að
vitað sé, þótt ýmsir haldi slíku
fram og bendi á 21. kafla Jóhann-
esarguðspjalls í því sambandi,
1.–3. vers. Aðrir segja þennan
postula hafa verið bygg-
ingameistara og trésmið og það
fær stuðning í helgisögnum.
A.m.k. er víst, að eitt einkenn-
istákna Tómasar er hornmát,
eins og sést á myndinni sem
þessum pistli fylgir, eftir hol-
lenska listmálarann Nicolaes
Maes (1634–1693), fyrrum nem-
anda Rembrandts.
Í 11., 14. og 20. kafla Jóhann-
esarguðspjalls er hann sýnileg-
astur; einkum þó í seinni köfl-
unum tveimur. Í 14. kafla segir
t.d.:
„Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og
trúið á mig. Í húsi föður míns eru margar
vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt
yður, að ég færi burt að búa yður stað?
Þegar ég er farinn burt og hef búið yður
stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo
að þér séuð einnig þar sem ég er. Veginn
þangað, sem ég fer, þekkið þér.“ Tómas
segir við hann: „Herra, vér vitum ekki,
hvert þú ferð, hvernig getum vér þá þekkt
veginn?“ Jesús segir við hann: „Ég er veg-
urinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kem-
ur til föðurins, nema fyrir mig.“
Í þessu minnir Tómas dálítið á
Filippus, nær ekki alveg því sem
er að gerast og er ósmeykur við
að spyrja, til að fá málin á hreint.
Í Postulasögunni eru þeir tveir
líka hafðir saman, en annars er
Tómas paraður við Matteus.
Þekktari er samt 20. kafli guð-
spjallsins. Lærisveinarnir eru
saman komnir á afviknum stað,
hafa læst að sér af ótta við gyð-
ingleg yfirvöld, og þá birtist Jes-
ús þeim skyndilega. Orðrétt segir
því næst:
En einn af þeim tólf, Tómas, nefndur tví-
buri, var ekki með þeim, þegar Jesús kom.
Hinir lærisveinarnir sögðu honum: „Vér
höfum séð Drottin.“ En hann svaraði: „Sjái
ég ekki naglaförin í höndum hans og geti
sett fingur minn í naglaförin og lagt hönd
mína í síðu hans, mun ég alls ekki trúa.“
Að viku liðinni voru lærisveinar hans aftur
saman inni og Tómas með þeim. Dyrnar
voru læstar. Þá kemur Jesús, stendur mitt
á meðal þeirra og segir: „Friður sé með yð-
ur!“ Síðan segir hann við Tómas: „Kom
hingað með fingur þinn og sjá hendur mín-
ar, og kom með hönd þína og legg í síðu
mína, og vertu ekki vantrúaður, vertu trú-
aður.“ Tómas svaraði: „Drottinn minn og
Guð minn!“ Jesús segir við hann: „Þú trúir,
af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir,
sem hafa ekki séð og trúa þó.“
Tómas er sagður hafa farið
með boðskapinn víða, m.a. til
Parþíu (sem var fornt ríki í Vest-
ur-Asíu fyrir suðvestan Kaspía-
haf, nú hluti af Íran) og Persíu.
Einnig er þrálátur orðrómur um
ferð hans til Indlands, og er ár-
talið 52 gjarnan nefnt í því sam-
bandi. Eftir tveggja áratuga starf
þar, árið 72, var hann deyddur
með lensum, rétt utan við borg-
ina Madras. Árið 394 var sumt af
jarðneskum leifum hans flutt til
Edessa í Mesópótamíu. Á 16. öld
fundu portúgalskir sjómenn hinn
indverska legstað og munu hafa
tekið eitthvað til Ortona í
Abruzzihéraði á Ítalíu. Yfir gröf
Tómasar í Mylapur á Indlandi,
og þau bein sem eftir lágu, var
svo árið 1896 reist kirkja.
Elstu heimildir segja Tómas
þó hafa fengið eðlilegan dauð-
daga.
Hann er verndardýrlingur Ind-
lands, Pakistans og Sri Lanka.
Í bókinni Nöfn Íslendinga seg-
ir:
Nafnið [Tómas] hefur tíðkast hér síðan á
13. öld, kemur fyrir í Sturlungu og víða í
fornbréfum frá 15. öld. Eldri ritháttur var
Thomas, Tumas eða Thumas… Nafnið hef-
ur verið algengt á Norðurlöndum frá því á
12. öld og er einnig gamalt í ensku- og
þýskumælandi löndum. Danskar og sænsk-
ar myndir nafnsins nú eru Tomas eða
Thomas, norsk mynd Tomas, ensk Thom-
as, ensk stuttmynd Tom, gælumyndin
Tommy, þýsk mynd Thomas.
Nafnið er upphaflega sótt til Biblíunnar…
Messudagur Tómasar er 1. júlí
á Indlandi, 3. júlí í rómversku og
sýrlensku kirkjunni, 6. október í
grísku kirkjunni og 21. desember
annars staðar.
Tómas
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Hann var þungur í
taumi og er í sögunni
kunnastur fyrir var-
kárni sína, en bjóst þó
óttalaus til að ganga í
opinn dauðann fyrir
málstaðinn. Sigurður
Ægisson fjallar í dag
um Tómas, sem oft
hefur verið nefndur
efasemdamaðurinn í
lærisveinahópnum.
Lærisveinarnir 12
Sunddeild
Ármanns
Innritun virka daga frá kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00
í símum 557 6618 (Stella) og 588 6727 (Eygló).
Barnasund
Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára
hefst laugardaginn 13. september nk.
í Árbæjarskóla.
www. gitarskoli.com
Innritun hafin
Sími 581 1281
gitarskoli@gitarskoli.com
Metnaður - Þjálfun
Hvatning - Vellíðan - Árangur
H
a
u
k
u
r
MJÓDD. Álfabakka 14a
Sími: 587 9030
Netfang: gudbjörg@ballet.is
Innritun
27.-30.ágúst kl. 14-16
Kennsla hefst
1. september
Frekari upplýsingar: ballet.is
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111