Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 231. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Yndislegt húsdýr Þorskeldi við Ísland vex fiskur um hrygg Úr verinu Strákar í sæluvímu Besta stund í lífi mínu hingað til Fólk FYRSTU fjárréttir haustsins verða á sunnudaginn en þá verður réttað í Hlíð- arrétt í Mývatnssveit. Fyrstu helgina í september verður rétt- að á níu stöðum um land allt og síðustu réttir verða þriðju helgina í mánuðinum. Alls verður réttað á sextíu og sex stöðum á landinu; en framhaldsréttir eru haldnar þremur vikum eftir réttirnar. Stóðréttir verða á tíu stöðum á landinu. Þær eru síðar á ferðinni en fjárréttirnar; þær fyrstu verða laugardaginn 13. sept- ember. Þá verður réttað í Reynistaðarrétt í Skagafirði og Skarðarétt í Gönguskörð- um, einnig í Skagafirði. Morgunblaðið/RAX Fyrstu réttir á sunnudag í Mývatnssveit Fjárréttir/10 LANDSBANKI Íslands keypti 19,39% hlutafjár í Fjárfestingarfélaginu Straumi í gær. Jafnframt seldi bankinn Samson Global Holdings Limited, en eigendur þess eru félög í eigu Björgólfs Guð- mundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar, 14,02% hlut í Straumi. Eftir viðskiptin er Landsbankinn stærsti hluthaf- inn í Straumi með 19,8% hlut og Samson sá þriðji stærsti með 14,02% hlut. Samanlagt eiga Lands- bankinn og Samson, sem er stærsti hluthafinn í Landsbankanum, 33,82% hlut, samkvæmt til- kynningu til Kauphallar Íslands. Íslandsbanki er annar stærsti hluthafinn í Straumi með 17,38% hlut en var áður stærsti hluthafi fjárfestingar- félagsins, sem á rætur að rekja til bankans. Landsbankinn keypti 19,39% hlutinn af tveim- ur félögum sem tengjast Jóni Helga Guðmunds- syni, forstjóra BYKO, Straumborg og Norvik, Eyri, fjárfestingarfélagi sem er að mestu í eigu Þórðar Magnússonar, og Kaupþing Bank í Lúx- emborg. Bréfin höfðu félögin fjögur fengið sem greiðslu daginn áður vegna sölu á hlut sínum í Framtaki fjárfestingarbanka til Straums en þeir Jón Helgi og Þórður höfðu orðið undir í barátt- unni við Straum um kaup á meirihlutanum í Framtaki í júní sl. Stofn Straums kemur frá Íslandsbanka Fjárfestingarfélagið Straumur, sem áður hét Hlutabréfasjóðurinn og var í vörslu Íslands- banka, var stofnað árið 1986. Nafni sjóðsins, fjár- festingarstefnu og tilgangi var breytt á aðalfundi hans árið 2001. Fram að þeim tíma hafði félagið aðallega verið í eigu einstaklinga sem keyptu hlutabréf sem veittu þeim skattaafslátt. Í kjölfar breytinganna var gefið út nýtt hlutafé og nýir hluthafar komu inn. Að loknu hlutafjárútboðinu varð Íslandsbanki stærsti hluthafinn með 20,11%, og Fjárfar ehf. (félag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar o.fl.) með 10,17%. Allt þar til í gær hefur Íslandsbanki verið stærsti einstaki hluthafinn í Straumi enda varð félagið til innan bankans. Landsbankinn kom inn sem stór hluthafi í Straumi í mars sl. þegar bankinn keypti 20,3% hlutafjár af Íslandsbanka. Tengdist salan meðal annars sölu bankanna tveggja á hlut sínum í Ís- lenska hugbúnaðarsjóðnum til Straums og að Ís- landsbanki hafði keypt út smærri hluthafa í Straumi og var kominn með um 40% hlutafjár í Straumi í kjölfarið. Samkomulag um ákveðið jafnvægi Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var samkomulag milli Íslandsbanka og Landsbanka um ákveðið jafnvægi á hlutafjáreign þessara tveggja stærstu hluthafa í Straumi. Nú hefur þetta hlutfall riðlast með þeim viðskiptum sem áttu sér stað í gær. Yfirtökuskylda myndast í skráðum félögum í Kauphöll Íslands þegar einn aðili eða tengdir að- ilar eignast 40% hlut og eru Landsbankinn og Samson komnir nálægt því marki. Ekki hefur fengist staðfest hvort tilgangurinn með kaupun- um í gær sé að sameina Landsbankann og Straum en ef af sameiningu yrði væri samanlagt eigið fé þeirra um 32 milljarðar króna. Með því yrði Landsbankinn annar stærsti bankinn á eftir Kaupþingi Búnaðarbanka. Eigið fé Straums er um 14,5 milljarðar króna. Í samtali við Björgólf Guðmundsson í Við- skiptablaði Morgunblaðsins í dag segir hann að- spurður hvort þeir hafi haft samráð við Íslands- banka áður en þeir keyptu þennan hlut í Straumi að allt samráð banka sé bannað. Miklar hækkanir urðu á verði Fjárfestingar- félagsins Straums í Kauphöll Íslands og hækk- uðu bréf félagsins um 8%. Landsbanki Íslands hækkaði um 6,1%.          ! " # $"   %" &     '( (' '() *  Landsbankinn og Straumur eiga saman- lagt 21,37% hlut í Eimskipafélagi Íslands Stríð um Straum Viðskiptablað Morgunblaðsins/B1 Forystugrein/miðopna TALSMENN Bandaríkja- stjórnar vildu í gær ekki að mikil merking yrði lögð í við- ræður sem erindrekar hennar og Norður-Kóreustjórnar áttu, augliti til auglitis, í Pek- ing í gær, er fjölhliða viðræð- ur hófust þar um kjarnorku- áætlun Norður-Kóreumanna. Þetta eru fyrstu milliliðalausu samskiptin milli stjórna Bandaríkjanna og Norður- Kóreu í fjóra mánuði. Fulltrúar stjórnvalda frá Kína, Suður-Kóreu, Japan og Rússlandi taka líka þátt í við- ræðunum, en þau eru öll áhugasöm um að sjá til þess að farsæl lausn verði fundin á þessu mesta öryggisvanda- máli Austur-Asíu. Að loknum upphafsfundin- um, þar sem allar sendinefnd- irnar sex hittust, settust bandaríski aðstoðarutanríkis- ráðherrann James Kelly og norður-kóreskur starfsbróðir hans, Kim Yong-il, saman nið- ur og ræddust við. Philip Reeker, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, vildi þó ekki leggja neitt mat á það hvaða þýðingu skoðana- skipti gærdagsins hefðu. Suður-kóreskur erindreki sagði hins vegar: „Það sem við gátum lesið út úr því sem norður-kóresku fulltrúarnir sögðu á fundinum bendir til að N-Kóreustjórn sé reiðubúin að finna lausn á kjarnorku- málinu með viðræðum.“ Erindrekar ræddust við Sexhliða viðræður um kjarn- orkuáætlun N-Kóreu hafnar Peking. AP. ÞÁTTTAKANDI í hinni árlegu tóm- ataslagshátíð í bænum Bunol nærri Val- encia á Spáni rennir sér hér kylliflatur eftir „vígvellinum“, sem er þakinn mauk- uðum tómötum. Hefð er fyrir því að hin svonefnda „Tomatina“-hátíð sé haldin í bænum síðasta miðvikudag í ágúst. Um 30.000 manns tóku þátt í henni í gær. Reuters Á „vígvelli“ tómataslags FRANSKA stjórnin sagði í gær að hún væri að hugleiða að fara fram á að opinberum frídögum yrði fækkað um einn í því skyni að skjóta frekari stoðum undir fjármögnun ráð- stafana sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu við aldrað fólk, en sá þjóðfélagshópur varð illa úti í hitabylgjunni sem reið yfir fyrr í þessum mánuði. „Þetta yrði, eins og fordæmi er fyrir í Þýzkalandi, frídagur sem fólk yrði fengið til að gefa eftir og vinna á, í nafni þjóð- arsamstöðu,“ sagði Hubert Falco, ráðherra málefna aldr- aðra, eftir ríkisstjórnarfund. Hann forðaðist þó að nefna neinn tiltekinn frídag sem fórnað skyldi. Stjórnin á mjög undir högg að sækja þessa dagana vegna óánægju fólks með meintan sofandahátt hennar er aldrað og veikburða fólk lézt svo þús- undum skipti í hitunum. Frídegi fórnað? París. AFP. Heimili kattanna Þeir koma ár eftir ár og oft á sumri 16 MEÐAL helstu eigna Straums er 15,08% hlut- ur í Eimskipafélagi Íslands en Landsbankinn á 6,29% hlut í Eimskipafélaginu. Samanlagður hlutur þessara tveggja aðila í Eimskipafélag- inu er því 21,37%. Hvorki Straumur né Lands- bankinn á fulltrúa í stjórn Eimskipafélagsins enda hafa félögin aukið hlut sinn í félaginu verulega frá síðasta aðalfundi. Samkvæmt heimildum hafa vaknað spurningar um hvort farið verði fram á hluthafafund í Eimskipa- félaginu. Meðal eigna Eimskipafélagsins og dótt- urfélaga þess er rúmlega 30% hlutur í Flug- leiðum, 25% hlutur í Steinhólum sem á yfir 90% hlutafjár í Skeljungi, rúmlega 10% hluta- fjár í Sjóvá-Almennum, 19,63% í SH og 15,95% í SÍF. Eimskip helsta eign Straums

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.