Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 15 ÓDÝRT HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / TA K T ÍK n r. 4 0 C Stærð: D: 50 cm B: 30/40 cm H: 180 cm Stál- skápar fyrir vinnustaði kr. 7.719,- Verð frá Stálskápar (Fyrsti skápur kr. 8.840,-) STJARNFRÆÐINGAR, stjörnuspekingar og margt áhugafólk um himinhnettina beindu í gær sjónum sín- um að Mars en þá var reikistjarnan rauða nær jörðu en hún hefur verið frá því Neanderthalsmenn voru uppi fyrir um 60.000 árum. Stjörnuspekingar spáðu margir stríðum og öðrum ófögnuði en Mars heitir eftir róm- verska stríðsguðinum. Þessi bólivíski indíáni með lama- dýrið sitt fékk tækifæri til að skoða Mars í stjörnusjón- auka við Titicaca-vatn en þar uppi í fjöllunum eru skilyrðin mjög góð vegna þess hve loftið er þunnt. Reuters Indíáni í návígi við Mars SÆNSKI farsímarisinn Ericsson hefur hótað því að flytja bæði fram- leiðslu sína og höfuðstöðvar úr landi ef Svíar hafna evrunni í þjóðarat- kvæðagreiðslu sem fram fer 14. september. Byrjað var að taka við utankjörfundaratkvæðum á hinum 1.500 pósthúsum Svíþjóðar í gær. Forstjóri Ericsson, Carl-Henric Svanberg, segir í viðtali við Dagens Nyheter að starfsemi fyrirtækisins verði dregin saman ef andstæðingar evrunnar sigra í baráttunni en skoð- anakannanir hafa ítrekað sýnt að meirihluti Svía vill ekki skipta á krónunni og evrunni. „Ég er viss um að við getum byggt Ericsson upp og gert það að sterku fyrirtæki ef við höfum höfuðstöðvar þess hér. En þá býst ég líka við að niðurstaðan verði „já“ [við evrunni],“ sagði Svanberg. Hann segir að keppinautar Erics- son í álfunni standi betur að vígi þar sem þeir þurfi ekki að glíma við áhættuna sem fylgir gjaldeyrisvið- skiptum og bendir á að þeir, t.d. hið þýska Siemens, franska Alcatel og finnska Nokia, séu öll á evrusvæð- inu. „Þegar við þróum nýja vöru get- um við alltaf valið á milli: ættum við að gera það í sænsku verksmiðjunni, frönsku, þýsku eða japönsku? Þegar allt kemur til alls mun Svíþjóð standa illa að vígi þegar þessar ákvarðanir verða teknar ef við segj- um „nei“,“ sagði Svanberg. Stjórnarformaður Electrolux mótfallinn evru Á seinni hluta tíunda áratugarins hótaði fyrirtækið að flytja höfuð- stöðvar sínar til London til að mót- mæla því viðskiptaumhverfi sem rík- isstjórnin hafði búið fyrirtækjum, en ekkert varð úr því. Könnun sem birt var í tímaritinu Affärsvärlden í gær sýnir að 92% forstjóra í iðnfyrirtækj- um vilja evruna. Aðeins þrír af hundraði þeirra segjast munu segja nei í atkvæðagreiðlsunni. Samt sem áður eiga andstæðingar evrunnar sér einnig sterka stuðn- ingsmenn úr viðskiptalífinu. Þannig er stjórnarformaður raftækjarisans Electrolux, Rune Anderson, afar mótfallinn því að Svíar taki upp evru. „Margir iðnrekendur telja að mynt- bandalag Evrópusambandsins veiti gott eftirlit en við í „Nei“-hreyfing- unni teljum að frjáls markaður og sjálfstæður seðlabanki séu betri eft- irlitsaðilar,“ sagði Anderson í viðtali við sænska ríkisútvarpið í gær. Hann segist telja að frjáls mark- aður sé sterkara afl en skriffinnsku- veldið í Brussel og að meiri áhersla verði lögð á aukinn hagvöxt ef Svíar standi utan myntbandalagsins. Þó telur hann að ef Bretar ákveði að taka upp evru eigi Svíar einnig að skoða þann möguleika. Sænska stórfyrirtækið Ericsson lýsir áhyggjum sínum Hóta að flytja úr landi hafni Svíar evrunni Stokkhólmi. AFP. STJÓRNVÖLD í Íran reyndu að kaupa í nokkrum löndum, þar á meðal Frakklandi, kjarn- orkubúnað, sem jafnt má nota í hernaðarlegum sem friðsam- legum tilgangi. Kemur þetta fram í franskri skýrslu en þar segir, að Íranir hafi haft áhuga á búnaði til að endurvinna plú- ton en það er aftur notað í kjarnavopn. Var skýrslan kynnt í maí á fundi 40 ríkja, sem berjast gegn útbreiðslu kjarnavopna. Íranir halda því sjálfir fram, að kjarnorkuáætlanir þeirra séu eingöngu í friðsamlegum tilgangi en Bandaríkjastjórn sakar þá um að nota þær sem skálkaskjól fyrir framleiðslu kjarnavopna. Eftir öðrum heimildum er haft, að Íranir hafi í nokkur ár reynt að verða sér úti um ýmsan kjarnorku- búnað í ýmsum löndum og hef- ur það verið áhyggjuefni innan Alþjóðakjarnorkustofnunar- innar. Jensby gagnrýndur HART er sótt að Svend Aage Jensby, varnarmálaráðherra Danmerkur, og hafa nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunn- ar krafist þess, að hann segi af sér. Ástæðan er sá atburður í Írak er danskur hermaður var skotinn og tveir óvopnaðir Írakar. Jensby sagði fyrst, að danski hermaðurinn hefði fallið í vopnaviðskiptum við Íraka en daginn eftir gaf hann í skyn, að hann hefði látist vegna voða- skots. Nefndi hann ekki dauða Írakanna en þá voru þó komnar fram upplýsingar um, að dönsku hermennirnir hefðu skotið félaga sinn, sem þeir héldu að væri íraskur þjófur. Héldu þeir það sama um Írak- ana, sem voru þó aðeins óvopn- aðir fiskimenn. Danska stjórnin hefur ákveð- ið að greiða skaðabætur vegna atviksins og nema þær alls rúmlega 800.000 ísl. kr. Skiptast þær milli fjölskyldna Írakanna tveggja, sem voru drepnir; fjölskyldu manns, sem var alvarlega særður; þeirra, sem voru handteknir, og eig- anda flutningabíls, sem dönsku hermennirnir eyðilögðu. Drap sex vinnufélaga MAÐUR sem var við það að missa vinnuna óð inn í vöruhús bílavarahlutaverzlunar í Chic- ago í gær og hóf skothríð á vinnufélaga sína. Lágu sex manns í valnum áður en varði, eftir því sem yfirvöld greindu frá. Árásarmaðurinn sjálfur dó líka, að sögn sjúkrahússtarfs- fólks. „Reiður starfsmaður sem annað hvort stóð til að segja upp eða hafði verið sagt upp kom aftur á vinnustaðinn og hóf skothríð,“ sagði Pat Camden, talsmaður lögreglunnar. Reynt hefði verið að fá manninn til að gefast upp en hann hafnaði því. Sagði Camden lögreglumenn hafa hleypt af byssum sínum er þeir réðust til inngöngu í bygg- inguna. Nánari upplýsingar lágu ekki fyrir. STUTT Reynt að kaupa kjarnorku- búnað ÞAÐ eru gömul sannindi og ný; hamingjan fæst ekki keypt fyr- ir peninga. Nú hefur vísinda- rannsókn sem unnin var við Háskóla Suður-Kaliforníu (USC) í Los Angeles staðfest þetta. Þar að auki leiddu niðurstöð- ur rannsóknarinnar það í ljós, að fólk verður ekki hamingju- samara af því að verða ríkara. „Margir eru haldnir þeirri skynvillu að eftir því sem við eignumst meiri peninga, þeim mun hamingjusamari verðum við,“ segir Richard Easterlin, hagfræðingur við USC sem rýndi í niðurstöður Allsherjar- félagskönnunarinnar, General Social Study, viðhorfskönnunar sem gerð hefur verið árlega meðal 1.500 Bandaríkjamanna síðan árið 1975. „Hamingjan (...) fæst oftast með því að eyða góðum stund- um með ástvinum og með góðri heilsu,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar. Rannsóknarskýrslan, sem ber titilinn „Hamingjan út- skýrð“, verður gerð aðgengileg síðar í vikunni á vef bandarísku vísindaakademíunnar, Pro- ceedings of the National Aca- demy of Sciences (www.pnas.org). Hamingjan ekki höndl- uð með peningum Los Angeles. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.