Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Talstö›var VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Allar ger›ir talstö›va Áratuga reynsla w w w .d es ig n. is © 20 03 AUSTURLAND LANDBÚNAÐARNEFND Alþing- is var í heimsókn í Húnaþingi vestra í vikunni. Sveitarstjórn Húnaþings vestra tók á móti nefndinni og saman var farið í sláturhús KVH, Ísprjón ehf. og Hestamiðstöðina á Gauks- mýri, þem snæddur var hádegis- verður. Nefndin var upplýst um markverðar staðreyndir í landbún- aði héraðsins, umsvif fyrirtækja og samanburður héraðsins við landið í heild. Nefndinni voru afhentar ályktanir sveitarstjórnar, m.a. um varnaðar- orð með innflutning laxfiska, aukið fjármagn til eyðingu refa og minka og seinagangi með úthlutun fjár- magns sem nota á til uppkaupa rík- isins á beingreiðslurétti í sauðfjár- framleiðslu, en úthlutunin á að ganga til svæða þar sem sauðfjár- rækt er meginundirstaða byggða. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Landbúnaðarnefnd Alþingis og sveitarstjórn Húnaþings vestra við Ísprjón ehf., ásamt framkvæmdastjóranum, Kristni Karlssyni. Heimsókn land- búnaðarnefndar Hvammstangi KORNUPPSKERA verður góð í Suður-Þingeyjarsýslu á þessu hausti en kornskurður er hafinn og er það hálfum mánuði fyrr en vanalega. Það var Marteinn Gunnarsson, bóndi á Hálsi í Kinn, sem hóf sláttinn nú í vikunni á kornskurðarvél sinni, en það var á akrinum hjá Kolbeini Kjartanssyni í Hraunkoti í Aðaldal. Ein kornskurðarvél er á svæðinu og verður Marteinn mikið við korn- skurð á næstunni þar sem nú er ræktað korn á 18 búum í sýslunni og í vor gátu menn sáð mánuði fyrr en vanalega. Áhugi á kornrækt hefur farið mjög vaxandi í héraðinu og árið 1996 var einungis ræktað korn á þremur bæjum, þ.e. á 10 hekturum, en nú eru hektararnir orðnir 130. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Marteinn Gunnarsson, bóndi á Hálsi, skoðar nýja kornið. Kornskurður hafinn í Aðaldal Laxamýri HÚNAÞING vestra veitti nú fyrir skömmu fimm styrki úr Húnasjóði, en hann var stofnaður af Ásgeiri Magnússyni og Unni Ásmunds- dóttur, sem ráku Alþýðuskóla á Hvammstanga árin 1913 til 1920. Markmið sjóðsins er að stuðla að fag- og endurmenntun fólks bú- setts í héraðinu. Úthlutunarfjár- hæð hverju sinni er hálf fjárhæð vaxta af eigin fé auk árlegs fram- lags Húnaþings vestra og var þetta þriðja úthlutun úr sjóðnum. Styrk- ina, sem voru kr. 100.000 hver hlutu nú; Þormóður Ingi Heimis- son, Halldór Sigfússon, Harpa Þorvaldsdóttir, Hallfríður Ósk Ólafsdóttir og Helena Halldórs- dóttir. Elín R. Líndal afhenti styrkina við athöfn á Hvamms- tanga, Sigríður Ólafsdóttir mætti f.h. systur sinnar Hallfríðar. Styrkir veittir úr Húnasjóði Hvammstangi MENNINGARMIÐSTÖÐIN Skaftfell á Seyðisfirði er orðin fræg um allar jarðir fyrir fjölbreytt og metnaðarfullt sýningarhald, auk annarra menningarviðburða. Hafa til þessa komið við sögu Skaftfells heimsfrægir menn og aðrir minna frægir, kynlegir kvistir margra stofna og blátt áfram og ofurvenju- legt fólk. Í Skaftfelli er stór sýningarsalur á efri hæð, en á jarðhæðinni er rekið skemmtilega lausbeislað kaffihús sem ber keim af því fjölskrúðuga mannlífi sem fer þar um garð. Í kaffihúsinu er Vesturveggurinn, sem er sérstakt sýningarpláss og hefur eigin sýningarstjóra, Daníel Björnsson. Margt að gerast á Vesturveggnum Daníel segir mjög mikið hafa verið á seyði í húsinu í ár. „Sumarið byrj- aði með opnun á sýningu Lothars Baumgarten, Fogelflug, sem stóð yf- ir mikinn hluta sumars. Síðan vorum við með vídeóhljóðverk Ólafar Arn- alds, Eins manns hljóð, á Vestur- veggnum og Ingi Rafn Steinarsson sýndi á eftir henni. Hann varpaði tveimur ljósmyndum á vegg, af þrumuveðri, tekið ofan frá úr flug- vél. Ingi Rafn tók aðra myndina þeg- ar hann var á leiðinni til Feneyja á Bienalinn og hina á leiðinni heim frá Dokumenta í Kassel,“ segir Daníel. Sólveig Alda Halldórsdóttir hefur undanfarið sýnt verk tengt skáldinu Burroughs á Vesturveggnum og um þessar mundir er Einar Valur að opna þar sýningu. Í stóra sýning- arsalnum á efri hæðinni er Guðrún Kristjánsdóttir nú með sýningu sem nefnist Snjóform – Hreyfimyndir af landi. Hljóðlistagjörningar og nihilistaljóð Tónlistargjörningar hafa verið haldnir um hverja helgi í sumar, þótt nú sé eitthvert lát að verða á. Ólöf Arnalds reið á vaðið snemmsumars með sveitatónlist, hljómsveitin Rúnk hélt tónleika í Herðubreið undir merkjum menningarmiðstöðvarinn- ar og hluti Rúnks, Áhöfnin af Ógæf- unni RE, flutti tónlist í Skaftfelli. Múm var með tónleika í húsinu og ekki útséð um að þau komi aftur í haust. Elfar, kallaður Augspan, noisehljóðlistamaður og Halldór Úlf- arsson, sem býr í Finnlandi, hafa verið með hljóðgjörninga og einnig var ljóðasamkoma tengd hljóðupp- ákomum undir formerkjum nihilista í húsinu fyrr í sumar. Christine Muhlberger er sviss- neskur listamaður sem hefur verið að vinna staðbundin verk út frá til- teknum umhverfisaðstæðum víðs vegar um heim. Hún frétti af Seyð- isfirði í gegnum bandaríska lista- manninn Roni Horn og hefur verið á staðnum síðan um miðjan júlí. Hún fékk aðstöðu í aflögðu frystihúsi ut- an við bæinn og hefur undanfarið sýnt þar verk sem hún kallar Fjaðr- ir. Hver listviðburðurinn rekur annan Þá verður að minnast á þrjár stór- ar listahátíðir sem haldnar hafa ver- ið á Seyðisfirði í sumar og eiga að töluverðu leyti íverustað í Skaftfelli. Það eru menningarhátíðin Á Seyði, L-ung-A, listahátíð ungs fólks á Austurlandi og norskir dagar á Seyðisfirði. Allar hafa þessar hátíðir þótt takast með eindæmum vel og fengið góða aðsókn. Undanfarið hefur Hekla Dögg Jónsdóttir myndlistarmaður verið að flokka og raða upp bókasafni sem Dieter Roth heitinn ánafnaði Skaft- felli. Um er að ræða töluverðan fjölda bókverka og tímarita, en Diet- er rak eigin útgáfu og var auk þess duglegur að sanka að sér. Ekki verður skilist við Seyðisfjörð án þess að minnast á tónleikaröð Bláu kirkjunnar, en á hverju mið- vikudagskvöldi í sumar hafa verið tónleikar með þekktum listamönn- um. Muff Warden söngkona, kenn- ari og fjöllistamaður hefur borið hit- ann og þungann af skipulagningu tónleikanna, sem hafa þótt metnað- arfullir og verið fjölsóttir. Listrænt annríki í Skaftfelli Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sólveig Alda Halldórsdóttir, Daníel Björnsson og Hekla Dögg Jónsdóttir í kaffihúsi Menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirði. Þau eru öll myndlistarmenn, auk þess að fást við sitthvað sem viðkemur starfseminni. Seyðisfjörður EITT af því sem ferðamenn í Nes- kaupstað láta ekki hjá líða að skoða eru snjóflóðavarnamann- virkin fyrir ofan miðbæinn. Mannvirkin láta ekki mikið yfir sér neðan úr bænum séð. Reka því margir ferðamennirnir upp stór augu þegar að þeim er komið og þeir sjá hve feikna mikil og falleg mannvirki þetta eru. Það virðist að minnsta kosti í augum leikmanns hafa verið mjög vel að verki staðið við hönnun og byggingu þeirra og vel gengið frá umhverfinu í kring- um þau. Á næsta ári er áætlað að hefja framkvæmdir við svipuð mann- virki innar í hlíðinni fyrir ofan bæinn. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Erlendir ferðamenn skoða snjóflóðavarnamannvirki við Neskaupstað. Snjóflóðavarnamannvirki leyna á sér Neskaupstaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.