Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 35
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 35 Haustlitirnir komnir í verslanir Einnig kynnum við nýjan maskara „Mascara Allogeant Recourbant“ sem lengir og sveigir augnhárin. Útsölustaðir: Clara Kringlunni, Snyrtiverslunin Glæsibæ, Andorra Hafnarfirði, Snyrtistofan Neroli Skólavörðustíg, Stella Bankastræti, Snyrtistofan Guerlain Óðinsgötu, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Hygea Smáralind og Hár og heilsa Akureyri. Kynning í dag, fimmtudag og á morgun, föstudag Kringlunni Rangt farið með ljóð Rangt var farið með ljóð og það eignað öðrum höfundi í minningar- grein sunnudaginn 24. ágúst. Ljóðið er eftir Guðfinnu Þorsteinsdóttur, Erlu skáldkonu, og er í bókinni Hélublóm, sem út kom 1937. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. Rétt er ljóðið þannig: Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga. Baggi margra þungur er. Treystu því að þér á herðar þyngri byrði’ ei varpað er en þú hefir afl að bera. Orka blundar næg í þér. Grafðu jafnan sárar sorgir sálar þinnar djúpi í. Þótt þér bregðist besta vonin, brátt mun lifna önnur ný. Reyndu svo að henni’ að hlynna hún þó svífi djarft og hátt. Segðu aldrei: „vonlaus vinna“! Von um sigur ljær þér mátt. Dæmdu vægt um veikan bróður veraldar í ölduglaum, þótt hans viljaþrek sé lamað þótt hann hrekist fyrir straum. Sálarstríð hans þú ei þekkir, þér ei veist hvað mæta kann, þótt þú fastar þykist standa þú ert veikur eins og hann. Samson eignarhaldsfélag ehf. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá viðskiptum eignarhaldsfélaga í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björg- ólfs Thors Björgólfssonar með hluta- bréf í Samson eignarhaldsfélagi ehf. Í fréttinni sagði að eftir kaup félags í eigu Björgólfs Guðmundssonar á 8,55% hlut í Samson af félagi í eigu Björgólfs Thors, sé eignarhlutur beggja félaga í Samson 42,5%. Hið rétta er að hvort félag fyrir sig á eftir viðskiptin 42,5% hlut í Samson eign- arhaldsfélagi, þ.e. annars vegar félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar og hins vegar félag í eigu Björgólfs Thors. Magnús Þorsteinsson er eigandi 15% hlutar í Samson eignarhaldsfélagi. Ekki ókeypis hjá Símanum Vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær, með undirfyrirsögninni „Og Vodafone íhugar að kæra Símann vegna ókeypis búnaðar“, vill Heiðrún Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Lands- símans, taka fram að Síminn býður ekki ókeypis búnað með ADSL-teng- ingu. „Það gerir hins vegar Og Voda- fone, fyrir sambærilegan búnað,“ segir hún. „Síminn er með tilboð á þráðlausu interneti á kr. 2.490. Tilboð Símans, þar sem þráðlaus búnaður er boðinn á 2.490 kr. miðast við 12 mánaða bind- ingu að ADSL 1.500 eða hraðari teng- ingu hjá Símanum Internet. Hvað varðar meinta kæru Emax á hendur Símanum er rétt að taka fram að kær- an hefur enn ekki borist félaginu og því ekki gerlegt að svara meintum ávirð- ingum,“ segir Heiðrún. Sérhæfð þjónusta Ranglega var haft eftir Magnúsi I. Bæringssyni, formanni atvinnumála- nefndar Stykkishólms, í Morgun- blaðinu á föstudaginn að þægilegra væri að fá iðnaðarmenn frá Reykjavík í kjölfar bættra samgangna á svæðinu. Hið rétta er að Magnús sagði auðveld- ara að fá ýmsa sérhæfða þjónustu frá Reykjavík en ekki iðnaðarmenn. Beð- ist er velvirðingar á þessum mistökum. Röng dagsetning Rangt var farið með dagsetningu fyrsta fyrirlesturs lögfræði- og fé- lagsvísindatorgs Háskóla Akureyrar á blaðsíðu 8 miðvikudaginn 27. ágúst. Verður fyrirlesturinn haldinn þriðju- daginn 2. september. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. LEIÐRÉTT ÁRNEFND SVFR fyrir Norðurá fer nk. mánudag upp í Borgarfjörð til að veiða dálítið í ánni og loka síðan húsum fyrir veturinn. Jón G. Baldvinsson, árnefndarmaður og fyrrum formaður SVFR, telur það afrek ef það nást 1.500 laxar á land í sumar, en í fyrra veiddust þar 2.217 laxar. Jón segir minna af laxi í ánni en í fyrra, þótt nóg sé af honum, og auk þess hafi stór- furðulegar aðstæður gerbreytt öll- um veiðiskap í sumar. Ofan á allt saman herma fregnir að mun meiri lax sé í ánni í sumar, a.m.k. frammi á dal, heldur en í fyrra. Til vitnis um það sé telj- arinn í Glanna sem sýni 2.500 laxa skráða á móti 1.700 á sama tíma í fyrra. „Ég ætla ekkert að segja um þennan teljara, hann telur og tel- ur en við bara finnum ekki allan þennan lax þarna fyrir ofan. Samt er mikill lax, en dreifingin er með ólíkindum. Ég hef aldrei séð Norðurá jafnvatnslitla og hún var orðin í júlí og auk þess náði hún því nokkrum sinnum að verða allt að 20 gráðu heit. Oft var vatnshit- inn hærri heldur en lofthitinn og lax tekur afar illa við svoleiðis kringumstæður. Á meðan á þessu stóð, alveg til 10. ágúst, safnaðist laxinn saman í nokkra djúpa hylji, t.d. Veiðilækjarkvörn og Hóla- bakshyl, þar sem hann hafði dýpi, skjól og eitthvað súrefni. Þar voru hrúgur af fiski, en síðan þegar loks rigndi og fiskur átti að dreifa sér, var talsvert um að lax kæmi alls ekki í þekkta staði, t.d. Vað- klöpp, Hreimsstaðahyl og fleiri. Auk þess tók hann enn illa, bæði vegna hitans og einnig vegna þess að mest af honum hafði verið lengi í ánni,“ sagði Jón. Dauðir laxar Jón sagði ástandið í ánni hafa verið svo slæmt um tíma að vart hefði orðið við laxadauða. Um miðjan júlí, er vatnhæðin var hvað minnst og hitinn mestur, tuttugu gráður í vatni og 27 stig í lofti, hefði hann sjálfur séð 6–8 laxa dauða víðs vegar um ána. „Þetta hafa kannski verið laxar sem hafði verið sleppt og verið þess vegna illa fyrir kallaðir. Þeir verið slapp- ir eftir viðureignir og þurft næði og aðstæður til að ná sér á ný, en það geta þeir ekki í tuttugu stiga heitu vatni. Ég sá tvo dauða í Gaflhyl, einnig í Stekkjarfljóti, Veiðilækjarkvörn, í Svuntunni og víðar. Ég náði einu hræinu uppúr Gaflhylnum, en það bara datt í sundur, enda hálfsoðið í mollunni. Vissulega hefur ástandið batnað eftir 10. ágúst og menn spyrja hvort laxinn hefði ekki átt að taka betur eftir að það fór loks að rigna af og til og hækka í ánni. Ég veit ekki, hitinn var svo mikill svo lengi og þó að ástandið batnaði, hefur vatnshitinn samt áfram ver- ið mjög hár, enda ágústmánuður verið með eindæmum hlýr,“ bætti Jón við. Þverá fékk meiri vætu Jóni er bent á, að á sama tíma og Norðurá hefur hrapað í heild- arveiði hafi nágrannaáin, Þverá/ Kjarrá, verið aflahæsta á landsins í allt sumar og skilað mun meiri heildarveiði en Norðurá þrátt fyr- ir að gefa 773 löxum minni heild- arveiði sumarið 2002. „Mér er sagt að göngur hafi verið mjög góðar í Þverá í sumar og það sama má raunar segja um Norðurá þrátt fyrir allt, hins vegar fékk Þverá miklu meiri rigningu heldur en Norðurá, við vorum aftur og aftur að horfa á demburnar hinum megin. Norðurá fær aldrei rign- ingu sem heitið getur þegar aust- an- og suðaustanáttir eru ríkjandi, öðru máli gildir um Þverá. Demb- urnar voru oft að teygja sig til okkar, en það slokknaði á þeim við Borgarfjarðarbrú. Það var sama með árnar vestur á Mýrum, þær fengu ekkert heldur. Það var aftur og aftur skraufþurrt hjá okkur á meðan demburnar buldu á Þver- árhlíðinni,“ sagði Jón. Laxar drápust í hitanum Lax þreyttur í Gaflhyl í Norðurá. Áin hefur gefið mun færri laxa en í fyrrasumar. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.