Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 38
DAGBÓK
38 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Rott-
erdam og Marbella
koma og fara í dag.
Árni Friðriksson og
Chiyo Maru no. 8 koma
í dag. Taiwa Maru no
78, Helgafell, Triton,
Dettifoss, Akademik
S.Vavilov og Taiwa
Maru no 88 fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Þór kemur í dag.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað. Handavinnustofan
opin, kl. 9.45–10 helgi-
stund, kl. 10.15 leikfimi,
kl. 11 boccia. Kl. 13.30
lengri ganga. Pútt-
völlur opinn mánudag
til föstudags kl. 9–16.30.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
16 hárgreiðsla, kl. 8.30–
14.30 bað, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 14 dans.
Vetrarstarfið hefst
mánudaginn 2. sept-
ember.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9–12
íkonagerð, kl. 10–13,
verslunin opin, kl. 13–
16 spilað.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9 aðstoð við
böðun, hárgreiðslu-
stofan opin, púttvöll-
urinn opinn kl. 9–16.30.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–12
bað, kl. 9–16.30 postu-
línsmálning, kl. 9–16
opin vinnustofa, kl.
13.30 söngtími.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10 hár-
greiðsla, kl. 13 föndur
og handavinna.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Pílukast
kl. 13.30, biljard kl.
13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Brids í dag kl.
13. S. 588 2111.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan op-
in, leiðbeinandi á staðn-
um kl. frá kl. 9–15.
Gullsmári, Gullsmára
13. Félagsþjónustan er
opin frá kl. 9–17 virka
daga, heitt á könnunni.
Hraunbær 105. Kl. 9
hjúkrunarfræðingur á
staðnum, og opin
handavinnustofa, kl. 10
boccia, kl. 14 félagsvist.
Námskeið í postulíni og
perlusaumi - kortagerð
byrja mánudaginn 1.
september. Námskeið í
glerskurði, myndlist og
leikfimi -postulíni byrja
þriðjudaginn 2.sept-
ember.
Námskeið í útskurði og
almenn handavinna
byrja miðvikudaginn 3.
september.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
10 boccia, 13.30 fé-
lagsvist. Hársnyrting
og fótaaðgerðir.
Vesturgata. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–12
bað, kl. 9.15–15.30,
handavinna, kl. 10–11
boccia.
Norðurbrún 1. Kl. 10–
11 ganga.
Vitatorg. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30 morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerð og boccia æfing,
kl. 13 frjáls spil.
Minningarkort
Slysavarnarfélagið
Landsbjörg, Stang-
arhyl 1, 110 Reykjavík.
S. 570 5900. Fax: 570
5901. Netfang: slysa-
varnafelagid@lands-
bjorg.is
Minningarkort Rauða
kross Íslands eru seld í
sölubúðum Kvenna-
deildar RRKÍ á sjúkra-
húsum og á skrifstofu
Reykjavíkurdeildar,
Fákafeni 11, s. 568-
8188.
Minningarkort Hvíta-
bandsins fást í Kirkju-
húsinu, Laugavegi 31,
s. 562-1581 og hjá
Kristínu Gísladóttur, s.
551-7193 og Elínu
Snorradóttur, s. 561-
5622.
Minningarkort Sjúkra-
liðafélags Íslands eru
send frá skrifstofunni,
Grensásvegi 16,
Reykjavík. Opið virka
daga kl. 9–17. S. 553-
9494.
Minningarkort Vina-
félags Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525-1000
gegn heimsendingu
gíróseðils.
Minningakort Breið-
firðingafélagsins, eru
til sölu hjá Sveini Sig-
urjónssyni s. 555-0383
eða 899-1161.
Minningarkort Kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði. Minning-
arsjóður í vörslu kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði.
Minningarkortin fást
nú í Lyf og heilsu versl-
unarmiðstöðinni Firði í
Hafnarfirði. Kortið
kostar kr. 500.-
Minningarkort Kven-
félags Háteigssóknar.
Kvenfélagskonur selja
minningarkort, þeir
sem hafa áhuga á að
kaupa minningarkort
vinsamlegast hringi í
síma 552-4994 eða síma
553-6697, minning-
arkortin fást líka í Há-
teigskirkju við Háteigs-
veg.
Minningarkort Kven-
félags Langholts-
sóknar fást í Lang-
holtskirkju s. 520-1300
og í blómabúðinni
Holtablómið, Lang-
holtsvegi 126. Gíróþjón-
usta er í kirkjunni.
Í dag er fimmtudagur 28. ágúst,
240. dagur ársins 2003, Ágúst-
ínusmessa. Orð dagsins: Ef
þér elskið mig, munuð þér
halda boðorð mín.
(Jóhannes 14,15.)
Kolbrún Halldórsdóttirlýsir yfir áhyggjum
af laxeldi á heimasíðu
sinni.
Þingmaðurinn segir: „Ítilefni af því, sem
formaður Lands-
sambands veiðifélaga
hefur kallað „versta um-
hverfisslys sem við höf-
um séð í fiskeldi á Ís-
landi“, þegar 2.800
sláturlaxar sluppu úr kví
í Norðfjarðarhöfn síð-
asta miðvikudag, tel ég
að gagnlegt geti verið að
vekja athygli á 23 síðna
grein sem hið virta tíma-
rit National Geographic
birti í síðasta mánuði og
fjallar um laxastofna í
Norður-Atlantshafi og
skaðann sem laxeldi hef-
ur þegar valdið á hinum
villtu stofnum.
Í greininni, sem skrif-
uð er af Fen Montaigne,
segir frá Patrick O’Flah-
erty, forstjóra Ballynah-
inch-kastala sem er
nafntogað hótel veiði-
manna í Connemara á Ír-
landi, hótel sem muna
má fífil sinn fegri frá því
áður en lax og sjóbirt-
ingur hurfu úr lífríkinu í
námunda hótelsins
vegna sýkinga sem stöf-
uðu frá laxeldisstöð í ná-
grenninu.
O’Flaherty spyr:
„Hvað hefur þetta að
gera með sjálfbærni? Er
þetta sjálfbær þróun?
Það er uppskrift að
hörmungum þegar eitt-
hvert göfugasta dýr haf-
anna, dýr sem leggur á
sig ferðalag um óravídd-
ir hafdjúpanna til þess
að geta hrygnt í ána sem
ól það, er þvingað undir
vilja mannsins. Slíkt
gengur gegn öllu sem
talist getur náttúrulegt.“
Ég legg til að við velt-um þessum spurn-
ingum fyrir okkur af al-
vöru og ég legg til að
landbúnaðarráðherra al-
veg sérstaklega hugsi
sinn gang. Í ýmsum ná-
grannalanda okkar
myndu ráðherrar vera
látnir axla ábyrgð af svo
alvarlegu atviki með af-
sögn. Sérstaklega þegar
haft er í huga að hér er
ekki um eitt einstakt til-
vik að ræða.
Þetta er fimmta alvar-
lega atvikið á örfáum ár-
um sem kemur upp í
tengslum við laxeld-
isstöðvar hér á landi.
Skammt er síðan mikið
magn fisks í eldiskvíum í
Kelduhverfi kafnaði
vegna mengunar. Þá
minnast menn mistaka
við flutning eldisfisks í
Stakksfirði og laxadauða
og ólöglegrar urðunar
eldislax í Mjóafirði. Þá
eru í fersku minni fréttir
frá síðasta hausti um eld-
islax sem veiðst hafði
bæði í net og á stangir í
fjölda laxveiðiáa, t.d. í
Suðursveit, Botnsá, Úlf-
arsá, Leirvogsá, Laxá í
Kjós og Gljúfurá.
Það sem nú hefur
gerst er að sönnu alvar-
legasta atvikið og sann-
arlega ekki fyr-
irsjáanlegt hversu mikið
tjón muni af hljótast. Hin
pólitíska ábyrgð hvílir á
stjórnvöldum og eðlilegt
að gera þá kröfu að þau
gangist við henni.“
STAKSTEINAR
Lax og sjálfbær þróun
Sammála Illuga
NÍÐINGAR á Vestfjörðum
er fyrirsögn Illuga Jökuls-
sonar um barnaverndarmál
er birtist í Fréttablaðinu sl.
laugardag 23. ágúst.
Ég er sammála skoðun
Illuga og finnst hann gera
þjóðfélaginu mikinn greiða
með því að skrifa um málið.
Ég ráðlegg fólki að lesa
skrif hans.
Fólk álítur það frum-
skyldu barnaverndarnefnd-
ar að grípa tafarlaust til að-
gerða fái hún vitneskju um
kynferðislegt ofbeldi gegn
barni eða annað sem hrjáir
barn og hamlar þroska þess.
En það var ekki gert í
þessu tilfelli.
G.K.
Einstakur viðburður
LAUGARDAGINN 21. júní
sl. henti mig einstakt atvik.
Ég var að versla í Bónus á
Laugavegi, komin á kassa
með vörurnar þegar ég upp-
götvaði að ég var ekki með
Visakortið mitt og ekki
næga peninga fyrir vörun-
um.
Benti ég manninum sem
fyrir aftan mig stóð að fara
framfyrir mig því ég fyndi
ekki kortið mitt og þyrfti að
koma aftur.
Sagði maðurinn þá að það
væri komið að lokun og:
Taktu þetta, ég borga þetta
fyrir þig. Fannst mér það
ómögulegt því ég þekkti
manninn ekkert og vissi
ekki til að hann þekkti mig.
En það varð úr, maðurinn
borgaði fyrir mig og þegar
ég spurði hvernig ég gæti
náð í hann til að endur-
greiða honum rétti hann
mér nafnspjaldið sitt. Gat
ég því borgað honum síðar.
Þetta atvik sýnir að það
eru til góðir menn sem trúa
og treysta öðrum.
Mér persónulega finnst
þetta vera einstakur maður
og einstakt atvik.
Sendi ég þessum manni
mínar bestu þakkir.
María,
konan í Bónus.
Tapað/fundið
Geislaspilari og
-diskar týndust
15. JÚLÍ sl. kom 11 ára
drengur með flugvél til
Reykjavíkur frá Ísafirði og
hafði m.a. meðferðis geisla-
spilara og geisladiska í
svartri tösku. Töskunni
týndi hann líklega í flug-
stöðinni, í flugvélinni, eða í
leið 5 frá flugstöðinni inn í
Laugarnes. Töskunnar er
sárt saknað. Sá sem hefur
fundið töskuna er vinsam-
lega beðinn að hafa sam-
band í síma 568-9628, 860-
2811, 553-6396 eða 895-6396.
Reiðhjól týndust
26. JÚLÍ sl. hurfu tvö reið-
hjól frá húsi við Austurbrún.
Annað hjólið er stórt karl-
mannshjól, vínrautt með
hvítu stýri, hitt er grátt, fyr-
ir bæði kynin, tegund, Nov-
ara. Þeir sem geta gefið
uppl. um hjólin vinsamlega
hafi samband í síma
692 7929 eða 866 2705.
Barna-gullarmband
týndist
GULLARMBAND, barna,
týndist fyrir viku, í Reykja-
vík eða í Sandgerði. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 693 0464.
Dýrahald
Tvær læður týndar
í Grafarvogi
ÖNNUR er gul og hvít með
rauða ól en ómerkt og hin er
bröndótt með svart undir
loppum, ómerkt. Þær týnd-
ust í Engjahverfi í Grafar-
vogi sl. fimmtudag/föstu-
dag. Þeir sem hafa orðið
varir við kisurnar vinsam-
lega hafi samband í síma
849-4100.
Páfagaukur
í óskilum
UNGUR, gráblár páfa-
gaukur, gári, fannst sl.
mánudag í Bergstaðastræti
við Hótel Holt. Upplýsingar
í síma 551 2908 eða
697 7056.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Arnaldur
LÁRÉTT
1 konungsdóttir, 8 nær
í, 9 konan, 10 sefa, 11
vagn, 13 höfðings-
bragur, 15 farmur, 18
partur, 21 krass, 22
festu hönd á, 23 logi, 24
sannleikurinn.
LÓÐRÉTT
2 auðugur, 3 gabba, 4
spottar, 5 samtölu, 6 sak-
laus, 7 yndi, 12 blóm, 14
kraftur, 15 blýkúla, 16
þátttakanda, 17 frétt, 18
grét hátt, 19 furðu, 20 sjá
eftir.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 jóker, 4 dusta, 7 felds, 8 róleg, 9 set, 11 rúmt,
13 laun, 14 jafna, 15 skrá, 17 gums, 20 err, 22 mætum,
23 aftur, 24 arana, 25 tolla.
Lóðrétt: 1 jöfur, 2 kúlum, 3 rass, 4 durt, 5 selta, 6 aug-
un, 10 elfur, 12 tjá, 13 lag, 15 semja, 16 rotta, 18 umtal,
19 syrta, 20 emja, 21 rakt.
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Víkverji skrifar...
KUNNINGJAKONA Víkverja varmeð sportbifreið í láni um nokk-
urra daga skeið í sumar. Þessi kunn-
ingjakona er vönust jeppum og
stærri bílum og þótti nokkuð skrýtið
að vera allt í einu komin á lágan bíl
með allt öðruvísi aksturseiginleika.
Að loknu lánstímabilinu sagðist hún
hafa gert merkar uppgötvanir á sviði
umferðarfélagsfræði. Hún sagði öku-
menn hafa verið allt annað en tillits-
sama t.d. þegar hún vildi skipta um
akrein og taldi það líklega stafa af því
að sportbílar væru ekkert of vel séðir
í umferðinni. „Best að vera ekkert að
greiða fyrir þessum montrassi,“ virt-
ust bílstjórar segja með hegðun sinni.
Það var ekki fyrr en eftir dúk og disk
sem kunningjakonan fékk pláss til að
skipta um akrein.Víkverji veltir því
fyrir sér hvort stéttaskiptingin í um-
ferðinni sé virkilega svona mikil?
Þessi sama kunningjakona bar
hins vegar um annað öllu skemmti-
legra, en það voru stundirnar sem
hún beið á rauðu ljósi. Í þau skipti
sem krakkar voru í bílum við hliðina
lágu þau úti í glugganum og skoðuðu
inn í sportbílinn. Kunningjakonan var
á því að þessar stundir hefðu bætt
upp leiðindin sem að framan gat.
x x x
SVONA í lokin verður Víkverji aðfá að tjá hrifningu sína á einni
hjartnæmustu sögu úr rokkheimum
sem hann hefur lengi heyrt. Þetta er
auðvitað djammið á Nilfisk og Foo
Fighters. Bandarísku rokkstjörn-
urnar sitja að snæðingi á veit-
ingastaðnum Við fjöruborðið á
Stokkseyri og heyra þá óm af tónlist.
Líkt og í leiðslu ganga þeir á hljóðið
og koma þar inn í æfingahúsnæði Nil-
fisk þar sem strákarnir eru að æfa.
Dave Grohl leiðtogi FF sest við
trommusettið og bassaleikari sömu
sveitar grípur bassa. Upphefst nú
samleikur sem endar með því að Nil-
fisk er boðið að taka eitt lag á undan
FF í Höllinni á þriðjudagskvöldið.
Þetta minnir svolítið á huldufólks-
sögur úr þjóðsögunum. Maður nokk-
ur gengur framhjá hól og finnst hann
heyra svo fallega tónlist að hann er
sem bergnuminn. Verður honum
gengið á hljóðið og er þá seiddur inn í
hólinn af álfkonu. Víkverja finnst al-
veg frábært hvernig Nilfisk seiddi
FF til sín inn í „hólinn“. Smellið
dæmi um hvernig rammíslensk
sagnahefð og sjóðandi heitt fréttaefni
samtímans tvinnast saman með
ógleymanlegum hætti. Nilfisk stóð
sig líka vel í troðfullri Laugardals-
höllinni. Þeir eru á allra vörum þessa
dagana. Þeir eru líka hógværir ef
marka mátti framkomu þeirra í við-
tali við Morgunblaðið og Stöð 2. Til
hamingju, strákar. Meira rokk. Fer
ekki að koma út plata með ykkur?
Rannsóknastofa í umferðarfélagsfræði: Ferrari F 355.