Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 48
Kristinn Júníusson, söngvari Vínyls, á sviðinu í Laugardalshöllinni. ÁHORFENDUR á tónleikum Foo Fighters í Laug- ardalshöllinni vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þeg- ar forsprakki sveitarinnar, Dave Grohl, hóf tón- leikana á því að lýsa heimsókn sinni á Stokkseyri. Við svo búið kynnti hann á svið hljómsveitina Nilfisk, sem Foo Fighters hafði heimsótt á æfingu á mánu- dagskvöldið. Nilfisk spilaði eitt lag við góðar und- irtektir áhorfenda en áður höfðu hljómsveitirnar Vínyll og My Morning Jacket hitað upp. Jóhann Vignir Vilbergsson, 16 ára söngvari og gít- arleikari Nilfisk, segir þetta hafa verið einstaka upp- lifun. „Þetta var bara besta stund í lífi mínu hingað til. Ég var samt með bullandi kvef en það reddaðist,“ segir Jóhann en lagið sem þeir tóku heitir „Checking around“. Hann segir að strákarnir í hljómsveitinni hafi „verið í sæluvímu“ eftir þetta en fjórmenning- arnir eru allir 15 eða 16 ára frá Stokkseyri og Eyr- arbakka. „Mér fannst áhorfendur bara taka vel á móti okk- ur,“ segir Jóhann aðspurður, sem var mættur aftur í skólann, Fjölbrautaskólann á Suðurlandi á Selfossi, „eins og ekkert hafi í skorist“. Hann segir að Nilfisk stefni á að vera dugleg við æfingar á næstunni og nýta meðbyrinn og hvatninguna. Kynnti Foo Fighters á svið „Við mættum svona fyrir fjögur og fengum pass- ana. Svo tókum við eitt lítið „sándtékk“ á eftir þeim,“ segir Jóhann um aðdragandann í Laugardalshöll. Jóhann fekk líka þann heiður að kynna Foo Fight- ers á svið en Nilfisk-liðar fylgdust síðan grannt með tónleikunum. „Þetta var frábært. Ég hef aldrei farið á eins góða tónleika,“ segir hann og ætlar að fylgjast vel með Foo Fighters í framtíðinni. „Við vonum að þeir komi aftur.“ Það er ekki ólíklegt miðað við yfirlýsingar Grohl um kvöldið um „besta dag lífs síns“. Hann talaði fjálglega um upplifun hljómsveitarinnar af landinu og þakkaði góðar viðtökur. Hann sagði Ísland vera uppáhaldsland sitt eftir heimsóknina og er þar með kominn á toppinn á óskráðum lista yfir Íslandsvini. Eftir að Nilfisk-liðar höfðu lokið flutningi lagsins var þeim vel fagnað. Foo Fighters stigu á sviðið með þeim og Dave Grohl tók utan um Jóhann, söngvara og gítarleikara. Besta stund í lífi mínu Hljómsveitin Nilfisk tók eitt lag á tónleikum Foo Fighters í Laugardalshöll Morgunblaðið/Árni Torfason Liðsmenn My Morning Jacket frá Kentucky voru hárprúðir mjög. Marsha Ambrosius og Natalie Stew- art úr Floetry fengu þrenn verðlaun. NÝSÁLARSVEITIN Floetry, Missy Elliot og nýliðinn Heather Headley fengu flest verðlaunin á á hátíðinni Soul Train – Lady of Soul, sem fram fór í Kaliforníu um helgina. Floetry fékk verðlaun fyrir smá- skífu ársins, „Say Yes“ og plötu árs- ins, Floetic, og sem besta nýja hljóm- sveit ársins. Missy hlaut tvenn verðlaun en þau hreppti hún fyrir lag ársins, „Work It“ og myndband ársins, sem var við fyrrnefnt lag. Headley var valin nýliði ársins og breiðskífa hennar, This Is Who I Am var valin sólóskífa ársins. Erykah Badu fékk verðlaun fyrir sólósmáskífu ársins, „Love of My Life“. Badu fékk ennfremur verð- launin Skemmtikraftur ársins 2003, sem jafnframt eru kennd við Arethu Franklin. Leikkonan Vivica A. Fox fékk síðan Lenu Horn-verðlaunin ár- ið 2003 fyrir feril sinn. Hátíðarhöldin á laugardaginn fóru fram í Pasadena Civic Auditor- ium og voru þau kynnt af Aishu Tyl- er, Arsenio Hall, Headley og leik- aranum og söngvaranum Tyrese. Floetry með þrenn verðlaun Tónlistarhátíðin Soul Train – Lady of Soul 48 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.55. ísl tal.Kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. NÓI ALBINÓI with english subtitles Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. KVIKMYNDIR.IS  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL Sýnd. kl. 6. Enskur texti YFIR 35.000 GESTIR! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“ stórkostleg”!  KVIKMYNDIR.COM  Skonrokk FM 90.9 Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! HULK Ástríkur & Kleópatra Sýnd kl. 6.40, 9 og 10.30. B.i. 12 ára. BRUCE ALMIGHTY KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50, 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12. 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.40, 8 OG 10.20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.