Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ G rimmri íslenskri stefnu er beitt gegn hælisleitendum. Tækniorð, samn- ingar þjóða og laga- krókar eru hærra skrifuð en börn. Smámunasemi er miskunn- arlaust notuð til að vísa fjöl- skyldum af landi brott. Útlend börn, sem þrá það eitt að alast hér upp og menntast, fá lög- reglufylgd út á flugvöll með kaldri kveðju um þriggja ára endurkomubann. Hælisleitendur eru þeir sem koma sjálfir hingað til lands og óska eftir hæli eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Næstum öll- um er vísað burt, aðeins einn hælisleitandi hefur fengið stöðu flóttamanns á síðustu árum. Landið er í raun lokað, en hver ber ábyrgð á því? Stjórnvöld hafa stefnu gagnvart öðrum hópi flóttamanna, þeirra sem íslenska ríkið býður hingað til lands, venjulega í 20–30 manna árlegum hópum, t.d. frá Júgóslavíu og Albaníu. Það er lofsvert – en í hróplegri mótsögn við móttöku hælisleitenda. Í Morgunblaðinu 13. ágúst sl stendur að 45 einstaklingar hafi sótt um hæli hér á árinu, en eng- um verið veitt dvalarleyfi. Í lang- flestum tilfellum er sótt um hæli af pólitískum eða efnahagslegum ástæðum. Á grundvelli Dyfl- inarsamningsins sem Ísland er aðili að voru 36 sendir til annarra landa. Einnig stendur: „Sam- kvæmt upplýsingum frá Útlend- ingastofnun drógu margir af hæl- isleitendunum í ár umsóknir sínar til baka þegar þeim var gerð grein fyrir þessum samn- ingi. Þá hefur verið minna um endursendingar miðað við árið 2002 þar sem hælisleitendur hafa yfirgefið landið sjálfviljugir.“ Hér er líkt og fjallað sé um pakkasendingar en ekki fólk – svo er einnig í lögunum um út- lendinga (gr. 46). Jafn ópersónu- legt orðalag má sjá í ársskýrslu Útlendingastofnunar 2001: „Út- lendingaeftirlitið óskaði endur- viðtöku á 23 einstaklingum…“ (bls.8). Árið 2002 sóttu 117 um – en enginn fær hæli. Auðveldara virðist því úlfalda að fara gegnum nálarauga en hælisleitanda að komast inn í íslenskt ríki. Hvar er andlit þessarar skelfilegu stefnu, og munnur sem getur svarð fyrir hönd þjóðarinnar – þegar burtreknir segja: „Gestur var ég, en þér hýstuð mig ekki…“ Forsendur núverandi leyfis til hælis eru einfaldlega rangar – mælistikan gegnumfúin. Hún af- hjúpaðist landsmönnum þegar rúmenskri fjölskyldu var vísað úr landi í sumar. Velferð og hags- munum barnanna var fórnað á altari lagakrókatalningar. Frétt í Morgunblaðinu byrjaði svona: „Rúmensk fjölskylda, sem hvorki fékk hæli sem pólitískir flóttamenn né af mannúðar- ástæðum, var flutt úr landi í gær og fylgdu lögreglumenn þeim áleiðis til Rúmeníu. Fólkið kvaðst verða fyrir ofsóknum í heima- landi sínu og hafa verið á flótta í meira en 12 ár. Útlendingastofn- un hafnaði hælisbeiðninni og var sá úrskurður staðfestur af dóms- málaráðuneytinu.“ (Töldust ekki vera flóttamenn. Mbl. 26/7/03.) Embættismenn, sem fylgdu hinni lokuðu stefnu – með óbragð í munninum – hönkuðu fjöl- skylduföðurinn á því að hann gæti ekki sannað að ofsóknirnar væru skipulagðar. Þær væru því sennilega tilviljunarkenndar. Út- lendingastofnun taldi ólíklegt að ríkisstjórn Rúmeníu myndi líða brot á grundvallarmannrétt- indum eins og ofsóknum. Ímynduðum heiðri heillar rík- isstjórnar var teflt gegn ber- skjölduðum fjölskylduföður. Út- lendingastofnun notaði það einnig gegn manninum að Rúmenía gengi sennilega í Evrópusam- bandið á næstu árum (og væri því gott ríki). Niðurstaðan var þeim augljós: „Fjölskyldunni var því vísað úr landi og bannað að koma til landsins næstu þrjú ár. Bannið gildir fyrir allt Schengen- svæðið.“ Er þetta mildi gagnvart börnum? Var þeim fórnað vegna þess að ekki mátti móðga rík- isstjórn Rúmeníu, rúmensku mafíuna eða nefna spillinguna í ríkinu? Maðurinn kærði þessa höfnun til dómsmálaráðuneytisins, og í greinargerð lögmanns hans kem- ur margt fram sem hrópar á mis- kunn gagnvart fjölskyldunni, t.d. að fjölskyldan hafi „aðlagast ís- lensku samfélagi vel og njóti bestu meðmæla, börnin hafi t.a.m. náð frábærum árangri í grunnskóla. Vísaði lögmaðurinn einnig til álits sálfræðings um að það hefði mjög alvarlegar afleið- ingar í för með sér fyrir andlega heilsu fjölskyldunnar, sér- staklega barnanna, ef fjölskyld- unni yrði sundrað einu sinni enn,“ stendur í Morgunblaðinu 26/7/03. Foreldrarnir og tvíbura- systkinin höfðu búið hér í u.þ.b. tíu mánuði og lagt sig fram um að læra íslensku. Börnin bjuggu sig undir næsta skólaár í Sumarskóla nýbúa. Dómsmálaráðuneytið fellst hins vegar ekki á málsvörn föður þeirra, staðfesti úrskurð Útlendingastofnunar og setti fjöl- skylduna í víðfeðmt endurkomu- bann. Hver verða afdrif þeirra? Hvernig líður kennurum barnanna núna, vinum og sam- nemendum? Flytja fjölmiðlar fréttir af þeim? Hvers vegna lét ráðuneytið ekki skjóta skjólshúsi yfir fjöl- skylduna? Las enginn barnasátt- mála SÞ, um að yfirvöldum sem fjalla um mál sem varða barn beri að hlusta á sjónarmið barns- ins og hafa hagsmuni þess að leiðarljósi? Systkinin fengu ekki einu sinni tímbundið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Þau áttu engan opinberan talsmann á Ís- landi; talsmann útlendinga eða talsmann útlendra barna. Eina leiðin til að breyta þessu andlitslausa harðræði, er að skipta umsvifalaust um stefnu og setja t.d. reglu um að samþykkja áralega 10–15 umsóknir um hæli frá barnafjölskyldum. Miskunnsemi…ekki fórnir. Vald án miskunnar Fúin mælistika afhjúpaðist fyrir lands- mönnum í sumar þegar rúmenskri fjöl- skyldu var vísað úr landi. Fjölskyldufað- irinn var mælistikan – en velferð og hagsmunum barnanna var fórnað. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is ✝ Helga Sigríður Ei-ríksdóttir fæddist í Reykjavík 22. júní 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 15. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin María Þuríður Bjarnadóttir frá Geir- landi í V-Skaftafells- sýslu, f. 27. apríl 1888 og d. 16. september 1963, og Eiríkur Jóns- son frá Keldunúpi á Síðu, f. 5. október 1882 og d. 19. janúar 1975. María var heimavinnandi húsmóðir en Ei- ríkur var járnsmiður og starfaði í tæp 50 ár hjá Hafnarsmiðjunni. Systkini Helgu voru Rannveig, f. 20. október 1917, d. 4. nóvember 1918, og Jón, f. 29. september 1925. Dæt- ur hans eru: 1) Sigríður, f. 1947. Maður hennar er Kjartan Guðjóns- Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem efnisvörður og síðar bókari. Dætur þeirra eru: 1) María, f. 9. mars 1943, d. 25. október 1980. Eiginmaður hennar er Timothy David Creight- on, sem nú er kvæntur Ruth Barnett Creighton. 2) Ingibjörg Rannveig, f. 19. ágúst 1949. Fóstursynir hennar eru Bjarni og Andrés Jón, synir Ás- laugar bróðurdóttur Helgu. Helga var alin upp í foreldrahús- um. Hún og Guðmundur héldu alla tíð heimili með foreldrum hennar, lengst af á Starhaga 14. Jón bróðir Helgu var einnig lengi á heimilinu. Eftir lát Guðmundar héldu Helga og Ingibjörg dóttir hennar saman heimili. Lengst af sinnti Helga heimilisstörfum en eftir lát Guð- mundar starfaði hún um 16 ára skeið í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Síðustu ár hefur Helga átt við heilsuleysi að stríða og dvaldi fyrst á deildum K-1 og L-5 á Landakoti og síðan á Hjúkrunarheimilinu Sól- túni eftir að það var opnað í janúar 2002. Útför Helgu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. son og börn þeirra Sigurður og Hanna Björg. Móðir hennar var Jóhanna Bent Guðjónsdóttir og kjör- faðir hennar er Sig- urður Sigurðsson. 2) Áslaug, f. 1948, d. 5. apríl 1996. Synir henn- ar eru: a) Bjarni, f. 10. nóvember 1982. Faðir hans Jón Rafn Jóhann- esson, f. 3. maí 1945. 2) Andrés Jón, f. 29. nóv- ember 1986. Faðir hans Esra Seraja Pét- ursson, f. 11. september 1918, d. 1. desember 2000. Móðir Áslaugar er Anna Bjarnadóttir fyrri kona Jóns. Síðari kona Jóns er Áslaug Kristín Sigurðardóttir. Helga giftist árið 1935 Guðmundi Jónssyni frá Eyrarbakka, f. 2. nóv- ember 1908 og d. 13. mars 1973. Guðmundur starfaði lengst af hjá Hún Helga á Starhaganum er lát- in, farin yfir móðuna miklu til ljóss- ins, sem skín svo skært handan við hið veraldlega líf. Helga var gift Guðmundi Jónssyni, föður- og móðurbróður okkar, sem lést af slysförum árið 1973, langt um aldur fram. Guðmundur eða Mummi frændi, eins og hann var alltaf kall- aður, var einn sex systkina frá Eyr- arbakka, og eru þau öll látin. Þau Helga og Mummi bjuggu fyrst á Miklubrautinni en síðar byggðu þau sér fallegt heimili að Starhaga 14, þar sem Helga bjó til æviloka, utan skammrar legu á Landakotsspítala og í Sóltúni. Þar gerðu þau sér hlý- legt og myndarlegt heimili. Helga var mikil fjölskyldukona og húsmóðir. Hún valdi sér það hlutskipti í lífinu að annast heimilið og dæturnar tvær, Maríu og Ingibjörgu. Gerði hún það með miklum dugnaði og ávallt með bros á vör. Gestrisni hennar var ann- áluð og var heimilið alltaf opið fyrir vini og vandamenn á öllum aldri. Helga sá til þess að þar liði fólki vel og það fyndi, að það væri velkomið. Mikill samgangur var milli systk- ina Mumma alla tíð og fjölskyldurnar hittust alltaf á öllum afmælum fjöl- skyldumeðlima, stórra sem smárra, auk jóla og annarra hátíða. Helga var glaðlynd kona og á samkomum fjöl- skyldunnar var hún alltaf hrókur alls fagnaðar. Það var því ávallt tilhlökk- unarefni að koma í heimsókn á Star- hagann. Um tíma áttu þau Helga og Mummi einnig sumarbústað við Þingvallavatn og þar var ekki síðra að fá að koma og renna fyrir silung eða fara í hringferð á hraðbátnum Árvakri, sem Mummi stjórnaði af snilld. María, eldri dóttirin, lést árið 1980. Um svipað leyti fór Helga að vinna utan heimilisins á Landsbókasafninu og sinnti því starfi af sömu alúð og heimilinu. Þær Helga og Ingibjörg, yngri dóttirin, hafa alla tíð búið saman á Starhaganum. Þar bjuggu einnig í upphafi foreldrar Helgu. Var lær- dómsríkt fyrir okkur yngra fólkið að sjá hve annt Helga lét sér um for- eldra sína á efri árum þeirra. Reynd- ar má sjá, að Ingibjörg hefur mikið af þessu lært, miðað við þá ástúð og umönnun, sem hún sýndi móður sinni alla tíð. Jafnframt tók Helga virkan þátt í uppeldi drengjanna hennar Ingibjargar, Bjarna og Andrésar. En nú er hún Helga horfin á braut til fundar við Mumma sinn og Mæju. Hún skilur eftir margar góðar minn- ingar. Við systkinabörnin og fjöl- skyldur okkar sendum Ingu, Bjarna og Andrési okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum guð að styrkja þau í sorg þeirra. Systkinabörnin. Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma. Svo segir í hinni helgu bók í predikaranum. 15. ágúst síðastliðinn tæmdist stunda- glas sómakonunnar Helgu S. Eiríks- dóttur. Frá því að ég man eftir mér var Helga hluti af tilverunni. Hún var æskuvinkona móðurömmu minnar HELGA SIGRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR ✝ Margrét Ingv-arsdóttir fædd- ist á Skipum á Stokkseyri 23. maí 1911. Hún lést á sjúkradeild Hrafn- istu í Hafnarfirði 18. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Gísli Ingvar Hannesson, bóndi á Skipum, f. 10. febrúar 1878, d. 16. maí 1962, og Vil- borg Jónsdóttir, f. 2. apríl 1878, d. 3. ágúst 1916. Alsystk- ini Margrétar eru Sigurbjörg, f. 19. janúar 1910, Jón, f. 28. ágúst 1912, Gísli, f. 3. desember 1913, d. 28. febrúar 1941, og Bjarni Kon- ráðsson, f. 2. desember 1915, d. 20. maí 1999. Seinni kona Gísla Ingvars var Guðfinna Guðmunds- dóttir og þeirra börn eru Vilborg, f. 18. júní 1918, Guðmundur, dó Margrét. 4) Gíslína Sigurbjörg, f. 7. febrúar 1941. Eiginmaður hennar er Guðjón Oddsson, f. 20. júní 1939. Börn þeirra eru Jó- hanna Margrét, Áslaug og Magn- ús Oddur. 5) Unnur Þórdís, f. 6. febrúar 1943. Eiginmaður hennar var Ómar Jensson Viborg, þau skildu. Börn þeirra eru Sigríður, Málfríður, Kristján og Gísli Jens. Margrét ólst upp á Skipum í Stokkseyrarhreppi og flutti til Reykjavíkur 18 ára gömul. Þar var hún í vist hjá Konráði R. Kon- ráðssyni lækni og Sigríði Jóns- dóttur um tveggja ára skeið. Skólaárið 1932-1933 nam hún við Kvennaskóla Reykjavíkur og lauk þaðan prófi um vorið. Í maí 1933 giftist hún Kristjáni og stýrði heimili þeirra. Lengi bjuggu þau á Mýrargötu, en lengst af á Fálkagötu í Reykjavík. Í kringum 1952 hóf Margrét störf utan heimilis og vann við mat- reiðslu- og þjónustustörf allt fram til ársins 1978. Síðustu ævi- árin bjó hún á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Útför Margrétar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. fjögurra ára, Hannes, f. 30. apríl 1922, Sig- tryggur, f. 26. sept- ember 1923, Guð- munda, f. 30. maí 1925, Sigríður, f. 12. október 1928, Pétur Óskar, f. 2. desember 1930, og Ásdís, f. 10. janúar 1933. Eiginmaður Mar- grétar var Kristján Kristjánsson skip- stjóri, f. 8. apríl 1898, d. 25. ágúst 1988. Börn þeirra eru: 1) Kristján, f. 7. apríl 1934. 2) Vilborg Inga, f. 13. maí 1936. Eiginmaður hennar var Ríkharður Guðjónsson, f. 2. apríl 1934, d. 5. nóvember 1993. Börn þeirra eru Kristján Björn og Guð- jón Ásbjörn. 3) Ingvar, f. 12. októ- ber 1939. Eiginkona hans er Erla Nielsen, f. 1942. Börn þeirra eru Snorri Þorgeir, Brynhildur og Við systkinin eigum öll minningar um ömmu frá Fálkagötunni. Skýr- astar eru þær úr eldhúsinu og af háaloftinu, en þar fengum við barna- börnin gjarnan að leika lausum hala. Plássið var ekki mikið enda fjöl- skyldan stór, en heimilið var vel rek- ið, regla á hlutunum og það var alltaf snyrtilegt hjá ömmu og afa. Ef skroppið var í heimsókn til þeirra var jafnan byrjað í eldhúsinu þar sem maður gat átt von á pönnukök- um, heimabökuðum flatkökum eða lummum og oftast voru líka til litlar kókflöskur í skápnum undir stigan- um. Það var nú ekki leiðinlegt þegar amma sendi mann að gá að ein- hverju í þeim skápi. Eftir hamagang á háaloftinu var líka gott að koma niður í stofu þar sem alltaf var hægt að ganga að spilastokki vísum á borðinu og öll lærðum við að leggja kapal hjá ömmu, en sú iðja var mikið stunduð á heimilinu. Garðurinn var ömmu mjög hug- leikinn og eyddi hún ófáum stundum þar. Þar kenndi hún okkur nöfnin á blómunum og gaf sumum fíflamjólk að smakka, en eitt skipti var þó al- veg nóg! Þegar Margrét yngri flutti svo í íbúð á Fálkagötunni nálægt húsinu þeirra ömmu og afa síðast- liðið haust spurði amma ósjaldan frétta af gamla garðinum sínum og sú yngri gerði sitt besta í að kíkja yf- ir grindverk og færa fréttir. Amma var mikil handavinnukona og sá öllum barnabörnum og barna- barnabörnum fyrir sokkum og vett- lingum. Þegar árin færðust yfir varð handavinna stór þáttur í lífi ömmu og gjafirnar urðu veglegri. Við hætt- um að fá sokka og vettlinga en feng- um þess í stað rúmföt með hekluðum milliverkum og útsaumaða 12 manna matardúka svo eitthvað sé nefnt. Á sjómannadaginn reyndu allir að komast í heimsókn á Hrafnistu þar sem amma leiddi okkur um handa- vinnusýninguna. Auðvitað átti hún ótrúlegt magn af fallegum munum MARGRÉT INGVARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.