Morgunblaðið - 28.08.2003, Page 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
fjórtán starfsmönnum, sem eru þeg-
ar önnum kafnir við þau umfangs-
miklu mál sem eru til meðferðar þar
og hafa verið til meðferðar á undan-
förnum misserum auk annarra saka-
mál.“
Fordæmi vegna fjárveitinga
í framtíðinni
Haraldur segir að embættið hafi
ætíð gert ráð fyrir því að Samkeppn-
isstofnun sinni þeim málum sem hún
fái fjárveitingar til „og við höfum ekki
þurft að taka á okkur mál Samkeppn-
isstofnunar til þessa“, segir hann.
„Hér er hins vegar komið ákveðið
fordæmi sem verður að hafa í huga
þegar skoðaðar eru framtíðarfjár-
veitingar til embættis ríkislögreglu-
stjóra. Því ef þessi háttur á að vera á
málum, þ.e. að tvær ríkisstofnanir
HARALDUR Johannessen ríkislög-
reglustjóri hefur farið fram á það við
dómsmálaráðherra, Björn Bjarna-
son, að Ríkislögreglustjóraembættið
fái 25 milljóna kr. fjárveitingu vegna
væntanlegrar athugunar embættis-
ins á þeim gögnum, sem Samkeppn-
isstofnun hefur nú undir höndum, og
varða olíufélögin og þá einstaklinga
sem tengjast þeim.
Haraldur segir í samtali við Morg-
unblaðið að fyrrgreindri fjárveitingu,
fengist hún, yrði varið til þess að ráða
fjóra rannsóknarlögreglumenn og
einn lögfræðing til að fara í gegnum
málefni olíufélaganna, eftir að Sam-
keppnisstofnun hafi afhent embætt-
inu gögnin. Hann segir að fáist fjár-
veitingin á hinn bóginn ekki sé það
ófyrirséð hvenær embætti ríkislög-
reglustjóra geti hafið athugun á um-
ræddum gögnum enda séu mjög um-
fangsmikil mál nú þegar til
meðferðar hjá embættinu, nefnir
hann m.a. Baugsmálið svokallaða og
Landssímamálið í því sambandi.
Hann ítrekar að þeim málum verði
ekki vikið til hliðar, fáist ekki fjárveit-
ing vegna málefna olíufélaganna.
„Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglu-
stjóraembættisins hefur á að skipa
séu að fjalla um sömu mál samhliða,
þá segir það sig sjálft að embætti rík-
islögreglustjóra verður að fá varan-
legar fjárveitingar til þess.“
Um frumathugun að ræða
Haraldur minnir á að Ríkislög-
reglustjóraembættið hafi ekki haft
nokkra vitneskju um það hvernig
málefni olíufélaganna séu vaxin og
Samkeppnisstofnun hafi ekki enn
gert ríkissaksóknara og Ríkislög-
reglustjóraembættinu grein fyrir því
hver hin meintu sakarefni eru í mál-
inu. Hann segir það í raun sameig-
inlega niðurstöðu ríkissaksóknara og
Ríkislögreglustjóraembættisins að
efnahagsbrotadeild ríkislögreglu-
stjóra skoðaði öll gögn málsins sem
Samkeppnisstofnun hefði undir
höndum. „Ég tek það þó fram að hér
yrði um frumathugun að ræða af
hálfu Ríkislögreglustjóraembættis-
ins. Það verður að koma í ljós síðar
hvort sú athugun kann að leiða til
sakamálameðferðar eða ekki. Það fer
ekki á milli mála að athugun ríkislög-
reglustjóra beinist að olíumálinu í
heild sinni en ekki eingöngu þeim
einstaklingum sem kunna að koma
þar við sögu.“
Óskar eftir sérstakri fjár-
veitingu til rannsóknar
„ÞAÐ ríkir einstakur andi á þessum stað,
Sólheimum,“ sagði Matthías Johannessen
skáld við afhjúpun ljóðaskiltis í miðgarði
Sólheima í Grímsnesi í gær. Ljóðið, sem
prentað er á skilti í garðinum, orti hann að
beiðni Sólheima, og er það fyrst ljóða til að
hljóta sess á þessum stað.
Matthías minntist í ávarpi sínu starfs
Sesselju Sigmundsdóttur á Sólheimum, og
einnig viðtals sem hann átti við föður Sess-
elju, Sigmund Sveinsson, fyrir rúmum fjöru-
tíu árum. Hann útskýrði einnig tilurð kvæð-
isins. „Kvæðið á rætur sínar hér á
Sólheimum, en einnig á það rætur í sögu
þjóðarinnar. Það er ort undir fornum hætti
og í sterkum tengslum við arfleifð okkar Ís-
lendinga. Það er mér heiður að flytja ljóð
um Sólheima,“ sagði Matthías.
Í máli Péturs Sveinbjarnarsonar, stjórn-
arformanns Sólheima, kom fram, að af-
hjúpum ljóðaskiltisins markaði upphaf ljóða-
garðs á Sólheimum, þar sem gestir gætu
notið skáldskaparins. „Það er okkur mikil
ánægja að Matthías Johannessen skuli vera
höfundur fyrsta ljóðsins í garðinum,“ sagði
Pétur.
Hanna Johannessen, eiginkona Matthías-
ar, afhjúpaði ljóðaskiltið, sem stendur á
fögrum stað í miðgarði Sólheima, innan um
gróskumikil tré í kyrrlátum lundi. Á skiltinu
er ljóðið prentað á sólarlagsmynd, en Frið-
rik Örn Hjaltested ljósmyndari tók myndina
og hannaði skiltið. Rammann og und-
irstöður smíðaði Lárus Sigurðsson, for-
stöðumaður tré- og hljóðfærasmiðju Sól-
heima.
„Af virðingu og gleði tók ég beiðni Sól-
heima um ljóð. Ég kom hingað á staðinn og
ljóðið kviknaði í huga mér. Starfið sem hér
er unnið er einstakt, og sömuleiðis sú kær-
leiksríka hugsjón sem Sólheimar byggja á,“
sagði Matthías að afhjúpun lokinni.
Við sumarblómin í Sólheimum
Hjónin Hanna og Matthías Johannessen við ljóðaskiltið.
Morgunblaðið/Þorkell
Fjöldi gesta og íbúa að Sólheimum var við afhjúpun ljóðaskiltisins.
Elds eru glóðir
í augum vatna
uppsprettulind
við ungar rætur,
daggarblöð
við dags vængi
fljúga til himins
sem faðmlag guðs.
Losnar hugarafl
úr læðingi
sem brimskafl fari
að föstum klettrótum
þó stendur enn
sem áður fyrrum
hugarveröld
af vonum öllum.
Af grónu afli
góðrar arfleifðar
vex og ymur
ið aldna tré
vex það til sólar
í veðrum tvísýnum
og laufgast þar
sem ljósbrot framtíðar.
Þar eru döggvar
sem í dal falla
við sumarblóm
í Sólheimum
glitrandi perlur
af góðum himni
lyngbros jarðar
of langa daga.
Matthías Johannessen
Sólheimar
MISTÖK starfsmanns Neyðarlín-
unnar urðu til þess að læknir og
sjúkraflutningamenn frá Akranesi
voru kallaðir til þegar alvarlegt um-
ferðarslys varð á Borgarfjarðar-
brúnni sl. mánudag. Sjúkraflutn-
ingamenn þurftu því að ferðast um
fjörutíu kílómetra leið. Í staðinn
hefði mátt hafa samband við lækni
og sjúkraflutningalið í Borgarnesi,
sem er aðeins í nokkur hundruð
metra fjarlægð frá slysstað. Maður
lést í slysinu.
„Menn eru mjög miður sín yfir því
að þetta skuli hafa gerst. Við erum
búin að skoða það innandyra hjá
okkur af hverju þetta gerðist og
reynum að koma í veg fyrir svona
mistök. En það er auðvitað mjög
dapurt þegar svona gerist,“ segir
Bergsveinn Alfonsson, aðstoðarmað-
ur framkvæmdastjóra Neyðarlín-
unnar.
Theodór Þórðarson, yfirlögreglu-
þjónn í Borgarnesi, segir að sam-
starf við Neyðarlínuna í þessu máli
hafi verið gott. Hann segir að um-
rædd mistök við boðun læknis og
sjúkraflutningamanna hafi ekki haft
áhrif í þessu tilviki þar sem talið sé
að maðurinn hafi látist samstundis.
Eins hefði lögregla getað haft sam-
band beint við lækni á staðnum ef
þörf hefði krafið. Hann segir að
þjónusta Neyðarlínunnar hafi farið
stöðugt batnandi á undanförnum ár-
um eftir því sem reynsla starfs-
manna hefur aukist.
Mannleg mistök hjá Neyðarlínunni
þegar slys varð á Borgarfjarðarbrúnni
Sjúkralið kallað
út frá Akranesi
BJÖRGUNARMENN björguðu í
fyrrinótt flutningabílnum sem fór
út af Borgarfjarðarbrúnni og lenti í
Borgarfjarðarósnum á mánudags-
morgun.
Aðgerðir hófust á þriðjudags-
kvöld með hífingu á gámi festivagns
bílsins, og síðan bílnum sjálfum.
Björgunin var reynd á útfallinu,
sem eru hagstæðustu björgunar-
skilyrðin, auk þess sem veður var
björgunarmönnum mjög hagstætt.
Kafarar höfðu losað talsvert út úr
gámi bílsins, en hann var fullur af
þangmjölspokum þegar slysið varð.
Um ellefu klukkustundir tók að ná
bílnum á land og tóku um tuttugu
björgunarmenn þátt í aðgerðunum.
Ökumaður bílsins lést í slysinu,
og sætir það rannsókn lögreglunnar
í Borgarnesi og rannsóknanefndar
umferðarslysa. Aðstandendur hins
látna vildu koma á framfæri þökk-
um til allra þeirra sem komið hafa
að björgunarstörfum vegna slyss-
ins.
Flutningabílnum
bjargað úr ósnum
Morgunblaðið/Júlíus
RAUNÁVÖXTUN Lífeyrissjóðs
sjómanna var 10,6% á ársgrundvelli
á fyrrihluta þessa árs, sem er mikil
umskipti frá síðasta ári þegar raun-
ávöxtun sjóðsins var 0,6%. Fjár-
magnstekjur á fyrstu sex mánuðum
ársins námu rúmum þremur millj-
örðum kr. samanborið við tæplega
500 milljónir kr. á sama tíma í
fyrra.
Árni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjó-
manna, segir að þessa góðu afkomu
megi fyrst og fremst rekja til góðr-
ar ávöxtunar á innlendum hluta-
bréfum, auk þess sem þróunin á er-
lendum mörkuðum hafi snúist til
hins betra og ávöxtun á innlendum
skuldabréfum verið góð á tíma-
bilinu.
Lífeyrissjóður sjómanna er fjórði
stærsti lífeyrissjóður landsins.
Hrein eign til greiðslu lífeyris nam
50,4 milljörðum króna um mitt árið
og hækkaði um 3,3 milljarða kr. frá
því í ársbyrjun. 70% af eignum
sjóðsins eru í innlendum skulda-
bréfum, 15% í innlendum hlutabréf-
um og 15% í erlendum verðbréfum.
Árni sagði aðspurður að þróunin
á undanförnum tæpum tveimur
mánuðum frá sex mánaða uppgjör-
inu hefði áfram verið sjóðnum mjög
hagfelld og bæði innlendu og er-
lendu hlutabréfin hefðu hækkað
verulega.
Allt bendir til að árið í
heild muni koma vel út
Staðan í dag væri þannig betri en
þessar tölur segðu til um, en auðvit-
að segði það ekkert um það hvernig
árið í heild kæmi út. Það væri hins
vegar ekkert sem benti til annars
en að árið í heild sinni kæmi vel út.
Afkoma Lífeyrissjóðs sjómanna hefur stórbatnað
Rúmlega 10% raunávöxt-
un á fyrrihluta ársins