Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 31 Elínar Pálsdóttur og tvíburasystur hennar Guðbjargar Ásu, en þær eru báðar látnar. Þær höfðu kynnst ung- ar að árum og ávallt haldið vinskap síðan. Helga var að mér fannst alveg ein- stök kona sem mér þótti mjög vænt um. Ætíð sérlega ljúf, góð og glaðleg í framkomu. Hlustandi var hún einnig góður og átti gott með að setja sig í spor annarra, sama á hvaða aldri þeir voru. Eflaust hefur það átt sinn þátt í hve fólk laðaðist auðveldlega að henni. Hún sagði og oft svo skemmti- lega frá að hlustendur hlógu dátt og þá einnig hún sínum dillandi hlátri. Helga höfðaði til fólks á öllum aldri og sem dæmi um það má nefna að hún var jafnt vinkona mín, móður minnar sem og ömmu. Slíkt held ég að sé alveg sérstakt. Mjög eru minnisstæðar heimsókn- irnar á Starhagann, fyrst með móður minni og eftir að hún lést með ömmu og í seinni tíð ég sjálf. Þær voru alveg sérstakar og gleymast aldrei. Helga sinnti ekki aðeins þeim fullorðnu heldur börnunum líka. Stundum kepptist ég við að tala við Helgu svo að ömmu eða mömmu þótti nóg um. Hún leyfði mér að ganga um húsið sem mér fannst vera sem höll þegar ég var yngri og Helga þá að sjálf- sögðu drottningin í höllinni. Ég mátti skoða bækur, listmuni og spila á pí- anóið, en nótnasafnið á heimilinu fannst mér afar spennandi. Ekki tók síðan verra við þegar Helga bauð til borðstofu. Hún var mjög gestrisin og töfraði alltaf fram gómsætar veiting- ar. Það var ætíð tilhlökkunarefni að vera boðin til veislu á Starhaganum, borðin hreinlega svignuðu undan kræsingum. Helga var einnig mjög lagin í hönd- unum og ég dáðist oft að hannyrðum hennar. Sérstaklega man ég eftir jólatrésteppi einu sem hún gaf móður minni. Á því stigu jólastelpur og -strákar dans. Stelpurnar voru með örsmáar fléttur úr garni sem ég horfði alltaf aðdáunaraugum á og undraðist þennan mikla hagleik. Helga fór ekki varhluta af mótlæti í lífinu. Hún missti bæði eiginmann sinn Guðmund Jónsson og eldri dótt- ur sína Maríu, aðeins 37 ára að aldri, með fárra ára millibili. Þá sem oftar dáðist ég að Helgu, hvílíka stillingu hún sýndi. Aldrei heyrðist hún kvarta. Mér fannst bæði Helga og yngri dóttir hennar Ingibjörg Rann- veig sannkallaðar hetjur í svo þung- bærum raunum. Síðar á lífsleiðinni missti hún einn- ig bróðurdóttur sína Áslaugu Jóns- dóttur. Hún átti tvo drengi, Bjarna og Andrés Jón, sem Ingibjörg og Helga tóku að sér og ólu upp eftir andlát móður þeirra. Enn eitt dæmið um mikilleik Helgu og dóttur hennar Ingibjargar. Mig langar að leiðarlokum að þakka Helgu vináttu hennar í gegn- um árin. Dýrmætar minningar lifa áfram um mæta konu. Ingu, Andrési Jóni, Bjarna, Jóni og Áslaugu sendi ég einlægar samúðar- kveðjur. Að lokum vil ég enda á orðum Ein- ars Benediktssonar: Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til Drottins fundar að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa í gildi hún boðast oss í engils róm. Svo helgist hjartans varðar ei hrynur tár til jarðar í trú að ekki talið sé. Í aldarstormsins straumi og stundarbarnsins draumi oss veita himnar vernd og hlé. Elín Davíðsdóttir. Minningarnar um Helgu Eiríks- dóttur eru í huganum baðaðar sól- skini; sólfari áhyggjulausra bernsku- daga þegar allur heimurinn brosti við litlum dreng. Blítt var brosið hennar og höndin hlýja leiddi hann ungan og reiddi fram gjafirnar mörgu, litlar og stórar. Hvílík hamingja að eiga at- hvarf og skjól undir vængnum henn- ar, vandalaust barnið, eins og væri það einkasonur. Í tæpa tvo áratugi deildi fólk mitt húsi með Helgu og manni hennar Guðmundi Jónssyni, dætrunum tveim, Ingibjörgu og Maríu og for- eldrum Helgu, heiðurshjónunum Maríu Bjarnadóttur og Eiríki Jóns- syni. Að ógleymdum Jóni, bróður Helgu, góðum vini. Þetta var á Star- haga 14. Þar voru í allt saman komn- ar þrjár kynslóðir undir einu þaki, þeir elstu fæddir á síðari hluta nítjándu aldar, hinir yngstu um miðja hina tuttugustu. Þarna var ausið af brunnum lífsreynslu og speki en einnig brosað að uppátækjum hinna ungu og óráðnu. Oft var leiðbeint, stundum skútað, alltaf hlustað og líka snúist til varnar í virkinu ef að var sótt utanfrá. Það var staðið þétt sam- an. Allt var þetta kompaní svo ein- stakt; átakalaust og ljúft. Aldrei styggðaryrði eða ósætti og allt fyr- irgefið; vináttan einlæg og sönn. Og í miðjum hópnum var Helga. Hún var sönn hefðarfrú, ef til vill örlítil dekurrófa. Alltaf svo fín og fal- leg og varkár til orðs og æðis. Naut þess að sofa frameftir og spjalla við vinkonur sínar í síma. Það gátu orðið býsna löng símtöl. En svona vildi Guðmundur einmitt hafa það. Hann bar hana á höndum sér. Það leyndi sér aldrei hversu heitt þau elskuðu hvort annað. Svo bjó hún til besta matinn og bakaði fínustu kökurnar; kókostertu með dökkum súkku- laðihjúp á afmælum drengsins sem á þessar minningar. Gestrisni þeirra, örlæti og manngæska var með þeim hætti að fáu verður til jafnað. Alltaf hlaupið til hjálpar ef einhvers staðar bjátaði á. Svo dó Guðmundur fyrirvaralaust í umferðarslysi. Hvað verður um Helgu, hugsuðum við. Getur hún bjargað sér? En Helga kom á óvart. Hún klæddi sig í kápuna sína og hélt af stað í atvinnuleit. Fór á efri árum að vinna úti í fyrsta sinn á ævinni. Og áður en varði hafði hún unnið hug og hjarta samstarfsmanna sinna og gesta Landsbókasafnsins. Eins og allra hinna sem kynntust henni á lífs- leiðinni. Helga átti við ýmislegt fleira mót- læti að stríða í lífinu, svo sem sáran dótturmissi. María eldri dóttir henn- ar lést í blóma lífsins úr bráðasjúk- dómi langt úti í heimi. Svo voru líka ýmsir hnökrar í ullinni eins og gerist og gengur á bestu heimilum. Helga tók öllu andstreymi með yfirvegaðri rósemi og aldrei heyrðist hún barma sér eða kvarta. Hún var sterk og öfl- ug þegar á reyndi og sótti styrk í trú og bæn. Nú er kommúnan á Starhaga 14 ekki lengur til. Allir farnir nema Ingi- björg. Hún er enn í þessu stóra húsi fullu af minningum. Þar veitir hún skjól og móðurumhyggju tveimur munaðarlausum frændum því áfram standa dyr opnar; einkunnarorðin hennar Helgu eru þar enn í fullu gildi: Allt mitt er þitt! Helga Eiríksdóttir hefur kvatt þetta jarðlíf. Hennar er sárt saknað, en sólargeislarnir leika áfram um minningarnar, líka þegar fátæklegar línur eru settar á blað; smálegur þakklætisvottur fyrir góðar gjafir sem aldrei verða endurgoldnar. Vilhelm G. Kristinsson. Elskulega, hjartkæra Helga er nú horfin okkur, þessi yndislega mann- eskja, sem ég leit ávallt á sem móð- ursystur mína. Hún og móðir mín voru vinkonur frá því þær voru ung- ar. Mér þótti óumræðilega vænt um Helgu, sem ávallt var mér og syni mínum svo góð. Hún var svo ljúf, blíð, falleg, prúðmannleg og hógvær. Mér eru minnisstæð boðin á glæsilegu heimili hennar. Um tíma leigðum við sonur minn, þá tveggja ára, í einbýlis- húsi hennar. Helga gekk í gegnum mikla reynslu, missti eiginmann sinn, Guðmund, af slysförum árið 1973 og- Maríu, eldri dóttur sína árið 1980. Öllu tók hún með æðruleysi, þrátt fyrir sársaukann enda trúði hún á al- góðan Guð og var sannfærð um, að hún myndi hitta þau aftur. Yngri dóttirin, Ingibjörg Rannveig, hefur ávallt reynst móður sinni ómetanleg- ur styrkur og hjálp. Báðar dætur Helgu og Guðmundar hafa verið mér miklar og góðar vinkonur. Ég var stödd á Heilsustofnun N.L.F.Í, þegar Ingibjörg hringdi til mín og tjáði mér, að móðir hennar væri helsjúk og meðvitundarlaus. Ég fór samstundis til Reykjavíkur á Líknardeild Land- spítalans við Hringbraut, hrygg í huga yfir því að hún myndi ekki vita af mér þar. Ingibjörg hvíslaði í eyra hennar: „Mamma mín, hún Marsí er komin til þín!“ Mér til óumræðilegrar gleði opnaði Helga augun sín, þekkti mig, tók um hendi mína og ég gat sagt henni, hve innilega mér þætti vænt um hana. Þetta var í hinsta sinn, sem ég sá hana á lífi. Nú hefur hún fengið hvíld frá þjáningum sínum og bíður upprisudagsins. Ég votta Ingu minni, drengjunum hennar, Bjarna og Andrési, Jóni, bróður Helgu, en þau voru mjög náin, og Áslaugu eiginkonu Jóns, svo og öðrum ástvinum, mína og sonar míns dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja þau og hugga. Helga er geymd en ekki gleymd. Blessuð sé minning þín, elsku Helga. Við mun- um ávallt minnast þín með þakklæti og elsku. Þín af alhug Marína Birta (Marsí) og Örvar Omrí. Við fengum heitt súkkulaði með rjóma og fransbrauð með smjöri. – Það var hátíð. Við fengum marglitt poppkorn – poppað á pappírspönnu. – Það var há- tíð. Við fengum gullpeninga í netpoka með súkkulaðibragði. – Það var hátíð. Við skutum upp flugeldum, héldum á blysum og mynduðum orð með stjörnuljósum. – Það var hátíð – „Þrettándinn“. Síðastliðin þrjátíu ár mættum við alltaf á Starhagann í þrettándaboð til Ingibjargar og Helgu. – Það var hátíð – Þrettándahátíð heima hjá „Helgu á Starhaga“. Við gátum ekki hugsað okkur að sleppa úr boði, það var svo gaman að koma saman að skjóta upp flugeldum og fara svo inn í hlýjuna til Helgu og drekka heitt súkkulaði. Það var hátíð. Í okkar huga var Helga „frænka“ þó við værum ekkert skyldar. Hún var alltaf svo hlý og notaleg með fal- legt bros. Hún hafði líka einstakt lag á því að láta okkur krakkana haga okkur sérstaklega vel. Uppskriftin var yfirvegun og þolinmæði. Við ætl- uðum nefnilega að vera viss um að fá að mæta aftur að ári. – Það var hátíð og verður áfram næstu árin. Við heiðrum minningu Helgu og fögnum lífi hennar og skjótum upp flugeldum og sól henni til heiðurs í næsta þrettándaboði. – Það verður hátíð. Við bregðum blysum á loft og rit- um nafnið hennar með stjörnuljósi. – Það verður hátíð og Helga verður alltaf með okkur – Ein af stjörnunum. Elsku Helga, takk fyrir allt og allt og gleðilega hátíð á himnum ofan. Elsku Ingibjörg, Bjarni, Andrés Jón og fjölskylda. Við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Valgerður, Sólveig og Guðrún. þar og maður ljómaði af stolti að eiga svona myndarlega ömmu. Minningarnar um ömmu eru minningar um stöðugleika og ör- yggi. Hún var róleg, fékkst ekki um smámuni og hafði gott skopskyn. Hún var framtakssöm og hreif oft aðra með sér með jákvæðni og bjart- sýni. Amma var hörð af sér og barm- aði sér aldrei svo við heyrðum til, ekki einu sinni á sjúkrabeðinun. Fárveik á sjúkrahúsinu sagðist hún aðspurð í mesta lagi vera drusluleg eða ónýt og vildi heldur spjalla um okkar gengi í daglega lífinu, vinnu og skóla. Ömmu Margrétar verður sárt saknað. Góðar minningar og hollráð munu fylgja okkur um ókomna tíð. Elsku amma, hvíl í friði. Snorri, Brynhildur og Margrét. Í dag fimmtudaginn 28. ágúst er lögð til hinstu hvílu amma mín, Mar- grét Ingvarsdóttir. Það er með innilegu þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hana í svo langan tíma að ég kveð hana. Amma átti langa og góða æfi lengst af, var heilsuhraust þó svo að elli kerling hafi verið farin að segja til sín líkamlega síðustu árin þá hélt hún sinni andlegu heilsu, fylgdist ávallt vel með og var virk í allri um- ræðu um bæði fjölskyldu og þjóð- félagsmál. Þegar minningarnar fljóta áfram geri ég mér betur og betur grein fyr- ir því hvað hún amma mín var mikill kvenskörungur. Hún ól upp börnin sín fimm svo til ein, afi var alltaf á sjónum. Hún rak heimili þeirra með miklum myndarskap,vann sjálf flest þau verk sem þurfti að vinna, saum- aði, prjónaði, heklaði, málaði, bakaði og eldaði. Hún var alltaf að. Hún var líka alltaf fín hún amma gekk um í fínum kjólum, kápum og með hatt. „Mér finnst ég bara vera hálfklædd, ef ég er ekki með hatt,“ sagði hún við mig eitt sinn þegar við vorum að finna okkur til í bæjarferð. Það var nefnilega gaman að vera lítil stelpa og fá að fara með ömmu í bæ- inn, hún fór í strætó og sýndi okkur systrunum allt aðra hluti og staði en við vorum vanar að sjá. Af ömmu var margt hægt að læra, hún hafði jákvæða lífsýn, hallmælti aldrei nokkrum manni, hafði þann eiginleika að geta glaðst með öðrum og líkaði vel að vera innan um fólk. En kunni jafnframt þá list að vera ein með sjálfri sér og láta sér aldrei leiðast. Með ömmu Margréti er gengin góð kona sem sárt er saknað. Að leiðarlokum vil ég og fjölskylda mín þakka allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég kveð ömmu mína með virðingu og þökk. Blessuð sé minning hennar. Jóhanna Margrét Guðjónsdóttir. Í dag er kvödd hinstu kveðju frá Fossvogskirkju systir mín Margrét Ingvarsdóttir frá Skipum fædd 23. maí 1911. Svo mikið á ég henni að þakka í lífinu að ég finn mig knúinn til að kveðja hana með nokkrum orð- um. Þegar við vorum börn fjögurra og fimm ára gömul gerðist örlaga- ríkur atburður í lífi fjölskyldunnar, móðir okkar féll frá okkur fimm systkinunum eftir löng og erfið veik- indi. Heimilið leystist upp og okkur börnunum var komið í fóstur. Svo gerðist það að mestu fyrir áeggjan sóknarprestsins séra Gísla Skúla- sonar að faðir okkar freistaði þess að halda hópnum saman og halda áfram búskap á Skipum. Guðfinna Guð- mundsdóttir frá Traðarholti gerðist ráðskona hans og síðar eiginkona og stjúpmóðir okkar systkinanna, nema yngsta barnsins, Bjarna, sem læknir móður okkar, Konráð, tók að sér og síðar ættleiddi. Það kom þegar í ljós á barnsárum Margrétar að hún bjó yfir einstaklega ljúfu og mildu geðs- lagi sem kom sér sérlega vel við umönnun á yngri systkinunum sem urðu alls átta. Það er sannfæring mín að hennar framkoma gerði erfitt stjúpmóðurhlutverkið bærilegra hjá Guðfinnu. Ég átti svo eftir að þiggja af henni og hennar ágæta eiginmanni Krist- jáni Kristjánssyni skipstjóra mikið örlæti og greiða, meðal annars að fá skipsrúm hjá Kristjáni á björgunar- skipinu Sæbjörgu og siglingar á Ólafi Bjarnasyni frá Akranesi. Ekki má ég gleyma hjálpsemi þeirra hjóna á þeim árum þegar ég var á löngu tímabili formaður Ungmanna- félags Stokkseyrar og þau þá búsett á Blómsturvöllum á Stokkseyri og Kristján gerðist leiðbeinandi eða bara leikstjóri þegar við settum upp sjónleikinn Ráðskona Bakkabræðra en Vilborg systir okkar lék aðalhlut- verkið. Síðustu æviárin dvaldi Margrét á Hrafnistu í Hafnarfirði. Mér finnst einhvernveginn ég skynji það að einnig hafi hún þar uppgötvast sem sönn heiðurskona. Og nú að leiðar- lokum þakka ég hverja stund sem við áttum saman og kveð þig með orðum skáldsins, Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Jón Ingvarsson, Skipum. Blessunin hún Margrét Ingv- arsdóttir föðursystir mín er látin eft- ir langvarandi veikindi. Það fyrsta sem ég man eftir henni var þegar við systkinin fórum ásamt föður okkur í morgunkaffi á sunnudags- morgnum til Möggu og Kristjáns á Mýrargötu 10 í Reykjavík. Það var svo gaman því að þau áttu fimm börn sem gaman var að vera í sam- félagi við og svo voru móttökur þeirra hjóna svo hlýjar að ég minn- ist þessara heimsókna með mikilu þakklæti. Einnig voru jólaboðin ógleymanleg, þar var mikið sungið og dansað í kringum jólatréð að ógleymdum frábærum veitingum sem Magga reiddi fram af mikilli kunnátu. Heimilið bar þeim hjónum gott vitni, þar var hjartahlýja, reglusemi og hreinlæti haft í fyr- irrúmi. Hún vann ýmis störf utan heimilis þegar börnin komust á legg, svo sem við matreiðslu og einnig sá hún um veislur fyrir fólk. Mikinn áhuga hafði hún á hannyrð- um og eru ófá milliverkin, dúkarnir, púðarnir og margt fleira sem hún vann í höndunum að ógleymdum fötunum sem hún saumaði á börnin sín eins og tíðkaðist í þá daga. Árin liðu og þau hjón fluttu að Fálkagötu 23 með börnin sín. Ég kom oft með foreldrum mínum þangað og einnig með eiginmanni mínum seinna. Alltaf voru þau hjón jafn elskuleg og góð og áttum við oft góðar samverustundir með þeim. Kristján og Snorri maður minn höfðu báðir mikinn áhuga á sjónum og veiðiskap og gátu rætt þessi áhugamál sín endalaust. Einnig höfðu þau hjón mikinn áhuga á vel- ferð barna og ungmenna og flygdust vel með hvernig þeim reiddi af. Vegna búsetu minnar urðu fundir færri en oft varð mér hugsað til Möggu sérstaklega eftir að hún missti manninn sinn. Síðust árunum eyddi hún á Hrafnistu í Hafnarfirði og átti þar mörg góð ár, en síðasta árið hefur verið henni erfitt. Ég átti því láni að fagna að geta fygst með henni síðasta spölinn og alltaf var hún jafn elskuleg brosandi og þakk- lát öllu sem gert var fyrir hana. Ég kveð þig elsku frænka með þakklæti fyrir allt og allt. Sigríður Bjarnadóttir. Ástkær sambýliskona mín og móðir okkar, HILDUR ARNDÍS KJARTANSDÓTTIR, Ljósheimum 16b, lést á heimili sínu miðvikudaginn 27. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurjón Guðbjörnsson, Oddný Björg Hólmbergsdóttir, Jón Guðmundsson, Rósa Hallgeirsdóttir, Lárus H. Lárusson, Guðmunda Hallgeirsdóttir, Kjartan Hallgeirsson, Soffía Guðrún Magnúsdóttir, Halla Hallgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.