Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 25 MÉR finnst ég vera tilneyddur til að segja nokkur orð um finnskan þátt, sem sýndur var í sjónvarpinu 5. ágúst síðastliðinn um vetnisvæð- ingu, hvað svo sem það orð merkir. Í þessum þætti var reynt að telja fólki trú um, að vetni sé orkugjafi framtíðarinnar, þegar jarðefnaeldsneyti er gengið til þurrðar, en ekki orkumiðill, sem verður að vinna úr öðrum samböndum með orkugjöfum. Vetni finnst ekki eitt og sér í náttúrunni, nema í litlu magni. Samt er talað um það, að auk vatnsorku megi nýta jarðhita, sólarorku og vind til að vinna vetni. Hvergi er minnst á kostnað og nýtni vinnslunnar. Ég tel, að um mikla sóun á orku sé að ræða, þegar vetni er unnið með raforku. Miklu hagkvæmara er að vinna vetni úr jarðefnum, enda er það gert nú þegar. Það verða alltaf sömu vandræðin, þegar jarðefnin ganga til þurrðar. Leita verður að framtíðarorkugjafa, sem vetni er ekki. Við Íslendingar eigum að skammast okkar fyrir að hafa ekki nýtt raf- orkuna til að knýja almenningsfarartæki. Strætisvagnar, sem ganga fyr- ir rafgeymaorku, eru þaulreyndir og miklu ódýrari en vetnisknúðir vagnar, bæði hvað varðar stofnkostnað og rekstur. Auk þess, sem nýtni orkunnar er betri, og því eru þeir umhverfisvænni en vetnisvagnar. Það er eins og búið sé að heilaþvo þá, sem fjalla um vetnisvæðinguna, með því að segja, að vetni geri menn óháða jarðefnaeldsneyti, og komi í stað þess, þegar það þrýtur. Ég tel að þetta sé aðeins bóla, sem gengur yfir, enda er Daimler- Chrysler að huga að því að skipta yfir í metanol eða önnur vetn- issambönd, sem eru meðfærilegri. Íslendingar ættu því strax að sjá að sér og byrja, í fyrstu, að nota al- menningsvagna, sem ganga fyrir rafgeymaorku. Finnsk mynd um vetni Eftir Gísla Júlíusson Höfundur er rafmagnsverkfræðingur. ÞÁ er langþráðu takmarki náð. Hvalveiðar eru hafnar við Ísland aft- ur eftir 14 ára hlé. Eftir að Ísland varð aftur fullgildur aðili að Alþjóða hval- veiðiráðinu var ekk- ert að vanbúnaði að hefja veiðar. Stefna íslenskra stjórn- valda, vilji Alþingis og mikils meirihluta þjóðarinnar hefur verið skýr allan tímann. Í byrjun er sú leið valin að hefja vísindaveiðar vegna þess fyr- irvara sem íslensk stjórnvöld settu með aðildartilkynningu að ráðinu. Samkvæmt samþykktum Alþjóða hvalveiðiráðsins er þessi leið full- komlega í samræmi við stofnsáttmála ráðsins. Eins og vænta mátti hefur þessi ákvörðun vakið viðbrögð hérlendis og erlendis. Ekkert hefur þó komið óvænt fram enn nema þá ef væri máttleysið í mótmælum þeirra sem láta sig þessi mál varða erlendis. Í fréttum Ríkissjónvarpsins 25 ágúst er haft eftir sendiherra okkar í Lond- on að það sé helst hér á landi sem hann verði var við mótmæli. Erlendis eru þau í senn kraftlítil og fámenn. Hjá sendiherra okkar í Japan kom það fram að Japanir væru ánægðir með þessa ákvörðun íslenskra stjórn- valda og lýstu yfir stuðningi við Ís- lendinga. Það hefði verið lítið mál að skrifa þetta handrit fyrirfram og það kæmi verulega á óvart ef eitthvað sérstakt á eftir að bregða út af í þeim efnum. Málið er nefnilega þekkt, við erum ekki að hefja orrustu sem ekki hefur verið háð áður, Á árunum 1986– 89 stunduðum við hvalveiðar í vís- indaskyni undir áberandi mótmælum sem skipulögð voru af samtökum sem kenna sig við náttúruvernd. Þá var mikill hræðsluáróður rekinn af Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og fyr- irtæki þeirra Coldwater í Bandaríkj- unum. Ef farið er í gegnum fréttir frá þessum árum kemur síðan fram að þessi ár voru einhver þau bestu fyrir fisksölufyrirtækin í Bandaríkjunum. Á þessum árum var einnig mikil aukning á komu erlendra ferðamanna til landsins. Aðilar í sjávarútvegi gera sér undantekingalítið grein fyrir því að ekki verður búið við hvalveiðibann og leggja áherslu á að hval verði að veiða og nýta við Ísland ef við ætlum ekki að líða skerðingu á okkar helstu nytjastofnum vegna fjölgunar þeirra. Þar liggja miklir hagsmunir sem reikna verður með þegar m.a. aðilar í ferðaþjónustu tala um meiri hags- muni fyrir minni. Sölufyrirtæki fisk- afurða hafa tekið undir þetta sjón- armið nú. Á þessum árum beitti ferðaþjón- ustan sér ekki gegn hvalveiðum. Í dag kveður við annan tón. Nú eru það aðilar í ferðaþjónustu sem lýsa mest- um áhyggjum af hvalveiðum. Tilkoma hvalaskoðunarferða virðist skipta þar mestu máli. Talsmaður þeirra á Húsavík hefur rekið mikinn áróður gegn hvalveiðum og talið þær ógna hvalaskoðun. Útreikningar um gríða- legar tekjur hafa fylgt háum tölum um fjölda ferðalanga sem í þessar ferðir fara. Við hjá Sjávarnytjum höf- um reyndar ítrekað óskað eftir upp- lýsingum um hve margir ferðamenn fara frá hverjum stað og hverju fyri- tæki en ekki fengið svör. Það er síst til að auka á trúverðugleika upplýs- inganna. Í grein í Fiskifréttum í vetur voru þessar upplýsingar dregnar mjög í efa af einum þeirra sem staðið hafði í rekstri hvalaskoðunarfyr- irtækis á Húsavík. Hvalaskoðun er góð viðbót við þá flóru afþreyingar sem ferðamönnum er boðið upp á er þeir heimsækja Ísland. Margar aðrar áhugaverðar nýjungar hafa einnig komið fram á síðustu árum sem ekki síður laða að sér ferðamenn. Að skoða hvalskurð í hvalstöðinni var mjög vin- sælt á sínum tíma og ég er sann- færður um að slíkt endurtekur sig þegar starfsemi fer þar af stað að nýju. Hvalkjöt er líka geysilega vin- sælt á þeim veitingastöðum sem það bjóða. En á hverju byggja talsmenn ferðaþjónustunnar áhyggjur sínar? Meðal annars frá aðilum eins og Clive Stacy, framkvæmdastjóra Arctic Experience (bresk ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í ferðum á norð- lægar slóðir), en tilvitnanir í hann hafa birst í Morgunblaðinu 22. ágúst sl. og í Reykjavíkurbréfi 24. ágúst sl. Þar kemur m.a. fram að fyrirtæki hans muni flytja u.þ.b 8.000 erlenda ferðamenn til landsins á þessu ári. Ég læt fylgja þessari grein afrit af bréfi sem þessi sami maður skrifaði fær- eyskum ferðamálayfirvöldum árið 1993 þar sem hann tilkynnti þá ákvörðun sína að taka Færeyjar af söluskrá ferðaskrifstofunnar vegna hvalveiða þeirra. Ég læt einnig fylgja bréf sem sent var ári seinna frá sömu ferðaskrifstofu þar sem tilkynnt er að þeir hyggist selja ferðir til Færeyja að nýju og óska eftir upplýsingum um verð og fleira því tilheyrandi. Þessi ferðaskrifstofa kynnir einnig ferðir til Noregs á heimasíðu sinni. Ekki hef ég heyrt að til standi að hóta norð- mönnum þessu sama þrátt fyrir að þeir hafi veitt hvali í hundraðatali ár- lega undanfarin ár. Þessi aðili hótar því nú að eiga ekki viðskipti við þau fyrirtæki í ferðaþjónustu sem ekki undirrita yfirlýsingu um að þau styðji ekki hvalveiðar. Ég vildi óska þess að forsvarsmenn Samtaka ferðaþjónust- unnar hvettu fyrirtæki til að taka ekki mark á slíkum hótunum og sjá síðan hverjar efndirnar verða. Það er til reynsla hér og annars staðar sem gott er að kynna sér þegar reynt er að gera sér grein fyrir hugsanlegum langtímaafleiðingum hvalveiða. Fram kom hjá framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar í útvarpsviðtali á Bylgjunni 22. ágúst að svo hefði ekki verið gert. Það er miklu vænlegra til árangurs, en að mynda sér skoðanir út frá hræðsluáróðri fámenns hóps atvinnumótmælenda erlendra og inn- lendra sem flestir þiggja laun sín með einum eða öðrum hætti frá skipulögð- um samtökum. Tveir prófessorar við viðskiptahá- skólann í Bergen gerðu ítarlega at- hugun á þeim skaða sem Noregur varð fyrir þegar Norðmenn ákváðu að hefja hvalveiðar á ný árið 1992. Ári seinna voru vetrarólympíuleikarnir haldnir í Noregi og norskur lax var í mikilli sókn á mörkuðum um allan heim. Þetta var það sem þeim var hótað að yrði fyrir miklum skaða. Er til einfaldara skotmark? Niðurstaða professoranna var einföld, áhrifin á þessa þætti sem og aðra voru vart merkjanleg. Í dag er mjög góður gangur í hvalaskoðun í Noregi þrátt fyrir að þeir veiði um 700 hvali í sum- ar. Bara eitt fyrirtæki í Andenes það- an sem einnig eru stundaðar hval- veiðar hefur flutt um 15.000 farþega í sumar. Af hverju getur þetta ekki eins gengið hér? Eins og eftir uppskrift koma fram embættismenn í Bandaríkjunum og hóta viðskiptaþvingunum samkvæmt svonefndu Pelly-ákvæði. Margar þjóðir hafa reglulega fengið þessar hótanir m.a. Norðmenn vegna hval- veiða sinna. En bannið hefur aldrei verið staðfest af forseta Bandaríkj- anna og ég er sannfærður um að svo verður ekki í þetta sinn. Ég skil að mörgu leyti áhyggjur forystumanna ferðaþjónustunnar. Þetta er veikburða grein afkomulega en á sama tíma mikilvæg vegna gjald- eyristekna og atvinnusköpunar. En ég bið menn að anda í gegnum nefið. Hvalveiðar eru staðreynd og við eig- um í sameiningu að byggja þær upp aftur sem atvinnugrein. Langþráðu takmarki náð Eftir Jón Gunnarsson Höfundur er formaður Sjávarnytja. ÁRIÐ 1995 gerði Landlækn- isembættið ásamt Axel Kvaran varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík könnun á fjölda heim- ilislausra í Reykja- vík. Fjöldi heim- ilislausra þ.e. ekki skráðir í hús eða án aðstöðu að heimili var yfir 100. Yf- irleitt var um að ræða vímuefna- neytendur, margir með 10-25 ára sögu sem gengið hafa inn og út af geðdeildum og SÁÁ meðferð- arstofnun. Rúmlega þriðjungur þjáðist af geðtruflunum, jafnvel al- varlegum. Þrátt fyrir að á Íslandi séu hlutfallslega fleiri pláss fyrir skammtíma meðferð á þessu sviði en í nágrannalöndum er skortur á langtíma plássum. Fyrir þennan hóp dugar ekki 10-28 daga með- ferð og geðdeildir taka ekki við þessu fólki til langtímainnlagn- ingar eins og nútímaleg meðferð á þessu sviði kallar á. Í nágranna- löndum sjá félagslegar stofnanir um fólkið eða „gatan“. Á Íslandi sjá Byrgið, Hlaðgerðarkot og Krísuvík um þetta fólk eftir mætti og bjóða upp á margra mánaða til ára meðferð sem dugar oft. Staðreynd er að heimilislausum á götunni hefur fjölgað verulega eftir að Rockville var lagt niður. Treysta má tölum Geirs Jóns Þór- issonar yfirlögregluþjóns lögregl- unnar í Reykjavík í því efni, en lögreglan annast þetta fólk þegar stofnunum er lokað. Vegna fámennis hér á landi eru vandamál og sjúkdómar nágrann- ans mun sýnilegri hverjum og ein- um en í milljónaborgum. Í millj- ónaborgum þekkir þú vart náungann í næsta húsi eða íbúð, en hér á landi þekkir þú alla íbúa í götunni. Eymd nágranna kallar því frekar á hjálp þína, þú gengur ekki framhjá deyjandi manni á götunni. Í milljónaborgum erlendis hef ég oft séð gengið yfir hjálparvana fólki á götum úti. Heimilislausum hefur fjölgað í Reykjavík Eftir Ólaf Ólafsson Höfundur er formaður Félags eldri borgara og fv. landlæknir. Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Hveitigraspressa Nýkomin verð kr. 3.900 Hægt að nota sem ávaxtapressu líka Laugavegi 63 • sími 5512040 Pálmatré Vönduðu silkiblómin fást í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.