Morgunblaðið - 28.08.2003, Page 34
FRÉTTIR
34 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Byggingaverkamenn
óskast. Vinnustaður: Vífilsstaðir hjúkrunar-
heimili, Garðabæ.
Sökkull ehf.
S. 555 6150 og 895 5611.
Noregur
Duglegan mann með eiginleika til að vinna
sjálfstætt óskast til starfa. Um er að ræða
handverksvinnu í Oslo og nágrenni fram til jóla.
• Æskilegur aldur umsækjanda er 25 – 45 ár.
• Nauðsynlegt er að viðkomandi geti tjáð
sig á norsku, dönsku eða sænsku.
• Bílpróf algjört skilyrði.
• Góð kjör í boði fyrir réttan mann.
Vinsamlegast hafið samband við Ólaf í síma
863-8089 / 568-6836.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
KENNSLA
Skólasetning Söngskólans í Reykjavík
verður í Snorrabúð, tónleikasal skólans
föstudaginn 29. ágúst kl. 18.
Söngskólinn í Reykjavík
Skólasetning 2003
• Örfá pláss eru laus í drengjadeild
• Innritun á kvöldnámskeið stendur yfir
• Að öðru leiti er skólinn fullsetinn
Skólastjóri
TILKYNNINGAR
Auglýsing um deiliskipu-
lag í Skorradalshreppi
Borgarfjarðarsýslu
Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst
eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipu-
lagi fyrir 9 frístundahús í landi Hálsa. Tillagan
nær til ríflega 6 hektara lands.
Einnig er lýst eftir athugasemdum við tillögu
fyrir 8 ferðaþjónustuhús og 5 ha tjaldsvæði
í landi Indriðastaða. Tillögurnar ásamt bygg-
ingar- og skipulagsskilmálum liggja frammi
hjá oddvita að Grund, Skorradal, frá 29. ágúst
til 26. september á venjulegum skrifstofutíma.
Athugasemdum skal skila fyrir 10. október 2003
og skulu þær vera skriflegar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Fimmtudagur 28. ágúst 2003
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 20:00.
Mikill söngur og vitnisburðir.
Predikun Heiðar Guðnason.
Föstudagur 29. ágúst
Opinn AA-fundur kl. 20:00.
Mánudagur 1. sept.
UNGSAM kl.19:00.
Uppbyggileg þjálfun fyrir ungt
fólk í bata.
www.samhjalp.is
Árleg merkjasala
Hjálpræðishersins í Reykjavík og
á Akureyri fimmtudag, föstudag
og laugardag 28.—30. ágúst.
Sjá einnig fréttatilkynningu.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Eyrargata 13, Eyrarbakka, fastanr. 220-0052, þingl. eig. Hafrún Ósk
Gísladóttir og Sigurður Þór Emilsson, gerðarbeiðendur Fróði hf.,
Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., föstu-
daginn 5. september 2003 kl. 11:15.
Iðjumörk 1, Hveragerði, fastanr. 221-0543, þingl. eig. Auðbjörg Jóns-
dóttir og Guðmundur Kristján Erlingsson, gerðarbeiðendur Glitnir
hf., Íbúðalánasjóður, Ræsir hf., Tal hf. og Tryggingamiðstöðin hf.,
föstudaginn 5. september 2003 kl. 10:00.
Sambyggð 4, Þorlákshöfn. Fastanr. 221-2687, þingl. eig. Guðmundur
Ívan Róbertsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi, föstudag-
inn 5. september 2003 kl. 10:45.
Vesturbrún 1, Hrunamannahreppi, ásamt rekstrartækjum og búnaði
skv. 24. gr. l. nr. 75/1997, þingl. eig. Hótel Flúðir ehf., gerðarbeiðendur
Byggðastofnun og Ferðamálasjóður, föstudaginn 5. september
2003 kl. 15:00.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
27. ágúst 2003.
NAUÐUNGARSALA
Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar
heldur umdæmisþing samtakanna í
Reykjavík dagana 29.–31. ágúst nk.
Þingið verður sett í Dómkirkjunni
föstudaginn 29. ágúst og að setningu
lokinni er opið hús fyrir kiw-
anisfélaga, maka þeirra og gesti í
Kiwanishúsinu að Engjateig 11
Reykjavík. Þingfundur hefst form-
lega laugardaginn 30. ágúst kl 9 í Kiw-
anishúsinu. Margir góðir gestir heiðra
Umdæmið Ísland-Færeyjar með
nærveru sinni og má þar nefna full-
trúa úr heimsstjórn Joel Lee Willi-
ams frá Alabama í USA, Evrópu-
forseta Kiwanis Grete Hvardal frá
Noregi og framkvæmdastjóra Kiw-
anishreyfingarinnar í heiminum, Ís-
lendinginn Eyjólf Sigurðsson, sem
hefur aðsetur í Indianapolis í Indiana-
fylki í Bandaríkjunum o.fl.
Mörg mál verða til umræðu á þessu
þingi, en hæst ber umræðu um næsta
K-dag samtakanna, sem verður eftir
eitt ár eða í október 2004. Einnig er til
umfjöllunar samstarf Kiwanisfélaga í
Evrópu varðandi stuðning við mennt-
un barna í Austur-Evrópu o.fl.
Að loknum þingstörfum verður loka-
hóf og þingslit í Félagsheimili Fram
við Safamýri. Umdæmisstjóri Um-
dæmisins Ísland-Færeyjar er Valdi-
mar Jörgensson í Kiwanisklúbbnum
Jörfa í Reykjavík.
Á MORGUN
Opið málþing um Þjórsárdal verður
haldið laugardaginn 30. ágúst kl. 10–
14, í félagsheimilinu Árnesi. Markmið
málþingsins er að fjalla um Þjórs-
árdalinn í víðu samhengi frá sem
flestum hliðum og fá fjölbreytt sjón-
arhorn fram. Ingunn Guðmunds-
dóttir, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps, setur málþingið. Erindi
halda: Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra, Rögnvaldur Guð-
mundsson Rannsóknir og Ráðgjöf
ferðaþjónustunnar, Guðmundur
Jónsson arkitekt, Kristín Huld Sig-
urðardóttir, forstöðumaður Forn-
leifaverndar ríkisins, Hreinn Ósk-
arsson, skógarvörður á Suðurlandi,
Sigþrúður Jónsdóttir, héraðsfulltrúi
Landgræðslu ríkisins í Árnessýslu.
Ráðstefnustjóri er Ásborg Arnþórs-
dóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita
Árnessýslu. Þingið er opið öllum og
er aðgangur frír, en boðið verður upp
á léttan hádegisverð gegn vægu
gjaldi. Að málþingi loknu gefst gest-
um tækifæri til að heimsækja Þjóð-
veldisbæinn. Málþingið tengist Evr-
ópuverkefninu Destination Viking –
Saga Lands, sem Skeiða- og Gnúp-
verjahreppur er aðili að.
Markmið þess verkefnis er að nýta
Íslendingasögurnar, sagnahefð og
fornar minjar á norðurslóðum Evr-
ópu til að efla ferðaþjónustu og aðra
atvinnusköpun.
Landsfundur Samfylkingarinnar
verður haldinn á Ásvöllum í Hafn-
arfirði helgina 31. október til 2. nóv-
ember nk. Framkvæmdastjórn
flokksins hefur skipað undirbúnings-
hóp til að annast skipulagningu og
framkvæmd fundarins. Í hópnum
sitja: Björgvin G. Sigurðsson, Sigrún
Jónsdóttir, Ingvar Sverrisson, Elín
Björg Jónsdóttir og Andrés Jónsson.
Jafnframt hefur framkvæmdastjórn
ákveðið að framboðsfrestur til emb-
ættis formanns og varaformanns sé
til kl. 16 föstudaginn 19. september.
Kjörgengur er hver sá sem er félagi í
Samfylkingunni og er orðinn fullra
átján ára. Framboðinu skulu fylgja
meðmæli tuttugu flokksmanna úr
hverju kjördæmi.
Á NÆSTUNNI
Merkjasala Hjálpræðishersins Ár-
leg merkjasala Hjálpræðishersins
hefst í dag, fimmtudag og verður
einnig á morgun og laugardag. Merk-
ið kostar kr 300. Sölumenn verða m.a.
í Hrísalundi og Glerártorgi á Ak-
ureyri, í miðborg Reykjavíkur,
Kringlunni og Mjóddinni.
Aðalstöðvar Hjálpræðishersins.
Lego-fjölskylduhátíð í Smáralind
Smáralind og Lego á Íslandi standa
fyrir fjölskylduhátíð, ævintýraheimi
Lego, í Vetrargarðinum í Smáralind
dagana 28. ágúst til 7. september.
Byggð verður risakönguló o.fl. Einn-
ig verður byggingasamkeppni þar
sem krakkarnir byggja módel sem
Hewlett Packard tekur myndir af og
hengdar verða upp. Veitt verða verð-
laun fyrir bestu myndina. Hægt er að
prófa nýju fjarstýrðu bílana og tvær
lestir. Ævintýraheimur Lego verður
opnaður í Smáralind í dag kl. 15.
Hann verður opinn mánudaga til
föstudaga kl. 15–19, laugardaga kl.
11–18 og sunnudaga kl. 13–18.
ITC með þátt á Útvarpi Sögu í dag,
fimmtudag kl. 12.20. Opinn verður
sími ef einhver vill fræðast um starfið
og gjafabréf á þjálfunarnámskeið
ITC sem verður í september. ITC er
félagsskapur sem býður upp á sjálfs-
nám og sjálfstyrkingu, t.d. þjálfun í
ræðumennsku, fundarsköpum,
nefndarstörfum, mannlegum sam-
skiptum og fleira.
Í DAG
♦ ♦ ♦
DOKTORSVÖRN um geymslu vetnis í
málmum fer fram á morgun, föstudag-
inn 29. ágúst kl. 14, í Hátíðarsal Háskóla
íslands. Guðmundur Þór Reynaldsson
mun þá verja doktorsritgerð sína í til-
raunaeðlisfræði. Ritgerðin nefnist
Hydrogen in metallic superlattices og
fjallar um hegðun vetnis í málmyfir-
grindum. Andmælendur eru Ronald
Griessen prófessor við Free University
í Amsterdam, Hollandi og dr. Cyril
Chacon frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð.
Ritgerð Guðmundar byggist á sex
vísindagreinum sem fjölluðu um rann-
sóknir á hegðun vetnis í Mo/Nb, Mo/V
og Fe/V yfirgrindum.
Doktorsvörn um
geymslu vetnis
í málmum