Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Fallin er frá yndisleg kona, góð móður, frábær yfirmaður og kenn- ari. Jóhanna tók við nýjum leik- skóla, Grandaborg við Boða- granda, í október 1985 sem leikskólastjóri. Réðumst við þar til vinnu á svipuðum tíma, ein okkar (Hildur) hafði þá þegar unnið með henni áður á Hagaborg og Bar- ónsborg, það var gott að vinna hjá og með Jóhönnu. Hún var starfi sínu trú, þekkti börnin öll með nafni, hafði góða yfirsýn á allt sem að þeim laut. Væri hún í ,,útivist“ þá vissi hún upp á hár hvar hvert barn var á leiksvæðinu. Jóhanna var kærleiksrík kona, hjartahlý, mild en þó ákveðin og grandvör, talaði alltaf vel um alla. Ef við gerðum okkur glaðan dag fyrir utan vinnutíma þá var hún með okkur ,,hún var ein af okkur“. Við erum allar sammála um að við höfum margt af henni lært sem komið hefur okkur til góða, bæði í vinnu og lífinu yfirleitt. Allar áttum við börn á leikskól- anum og dóttir einnar okkar vann þar líka um tíma. Við hættum allar JÓHANNA MARÍA GESTSDÓTTIR ✝ Jóhanna MaríaGestsdóttir fæddist í Bakkagerði í Svarfaðardal 14. janúar 1925. Hún lést 15. ágúst síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Sel- tjarnarneskirkju 26. ágúst. að vinna á Granda- borg þó með ein- hverju millibili en héldum allar sam- bandi. Stundum hittum við Jóhönnu í sjúkraþjálf- un hjá Gauta syni hennar, eða hvar sem við hittumst, alltaf spurði hún hvernig við hefðum það og einnig um börnin okk- ar og fjölskyldur. Við hittumst á kaffihúsi í fyrra og var þá tekin mynd af okkur sjö gömlum vinnufélögum og gleðj- umst við yfir að eiga þessa mynd í dag. Ein af okkur er í Kvennakórn- um Kyrjunum og höfum við haldið tónleika undanfarið í Seltjarnar- neskirkju og þar sá ég (Kolbrún) Jóhönnu mína síðasta sinn í vor. En Hildur og Lilla fóru til hennar eftir að hún veiktist. Við eigum eftir að sakna hennar mikið og minnast hennar oft svo mikil áhrif hafði hún á okkur. Megi algóður Guð styrkja og hugga ástvini hennar alla. Kolbrún, Hildur og Þórunn (Lilla). Í dag er kvödd Jóhanna frænka mín sem ég kallaði svo. Þótt hún væri ekki beinlínis skyld mér þá var hún gift Grétari frænda mín- um og var ættuð úr Svarfaðardal eins og mamma og þar eru flestir skyldir. Jóhanna var einstök manneskja, ein af þeim konum sem maður leit alltaf upp til og hugsaði, svona gæti ég hugsað mér að verða þegar ég verð fullorðin. Hlýjan frá Jóhönnu og áhugi hennar á líðan fólks var eitthvað sem streymdi frá þessari konu. Það var alltaf stutt í brosið og kímni hennar kom fram í glettn- islegum spurningum og hlátri sem gerði nærveru við hana svo nota- lega. Alla tíð var mikill samgangur milli Grétars frænda og pabba sem er elsti bróðirinn í stórum systk- inahópi. Í nærri þrjá áratugi bjuggum við nálægt Grétari og Jó- hönnu á Seltjarnarnesi og síðustu árin í sömu götu. Það var orðin hefð hjá minni fjölskyldu að fara í heimsókn á jóladag til þeirra þeg- ar við komum úr jólamessu, þá lit- um við inn til að hitta alla fjöl- skylduna sem alltaf kom saman á jóladag. Þar smakkaði ég laufa- brauð, svarfdælska uppskrift og hálfmána með rabarbarasultu, og svo krækti ég mér í hangikjötsbita í leiðinni. Það var ákveðin reisn yfir heim- ili þeirra og ákveðin reisn yfir þessum samhentu hjónum. Það var líka eftirtektarvert þegar Jóhanna hjólaði eftir Melabrautinni, hnakkakert og frískleg leit hún heim að húsinu til mín og kom stundum við. Jóhanna var lærð fóstra og það fann maður alltaf þegar hún umgekkst yngri kyn- slóðina, hún talaði svo virðulega við alla krakka og hún fékk þá virðingu líka til baka. Það er mikill missir hjá fjölskyldunni á Mela- brautinni, það þarf mikinn styrk og samheldni til að halda áfram. Jóhanna frænka tók þátt í ætt- armóti með fjölskyldu Grétars 26. júlí í sumar. Við kölluðum þetta ættarmót Guddaranna, og þar mættu um hundrað manns til útihátíðar og kvöldverðar sem tókst mjög vel. Hún var svo glöð þennan fallega laugardag í sveit- inni. Hún tók óskaplega margar myndir af öllu sem var að gerast og mest myndaði hún krakkana í leik og starfi. Um kvöldið gekk Jó- hanna milli tjalda og kvaddi hvern og einn með sínu glaðlega brosi. Þetta voru síðustu samskipti okkar við hana. Góður Guð sá um að hún þyrfti ekki að þjást og lifa áfram við örkuml, það hefði Jóhanna aldrei þolað. Elsku Grétar frændi, Guðjón, Gauti og fjölskyldur, þið hafið fengið ríkulegan styrk frá ein- stakri konu sem mun hjálpa ykkur að umbera þessa miklu sorg. Jó- hanna er örugglega á fallegum stað núna þar sem hún horfir yfir Svarfaðardalinn sinn og Seltjarn- arnesið með bros á vör. Hinsta kveðja, kæra frænka, það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þér. Hildur Gréta Jónsdóttir. Í upphafi Brekku- kotsannáls segir að vitur maður hafi sagt „að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn“. Líkt og drengnum Álfgrími í sögunni fer mér fjarri að taka undir þessi orð og hitt veit ég að barn eða ungling- ur sem misst hefur foreldri leitar eins og ósjálfrátt þeirrar föður- og/ eða móðurímyndar í því fullorðna fólki sem það á samskipti við síðar á lífsleiðinni. Friðrik Eyfjörð sem nú er látinn varð mér þessi föðurímynd þegar ég missti föður minn ung að aldri. Alla tíð frá því ég kynntist honum og hans yndislegu konu, henni Fríðu Eyfjörð sem lést fyrir nokkr- um árum, sýndi hann mér einstaka hlýju. Ég kom fyrst á heimili þeirra um átta ára aldur en þá hófst vin- átta okkar Jórunnar Erlu, einka- dóttur þeirra, og hefur haldist æ síðan. Margar voru bílferðirnar, stuttar og langar, sem ég fór með þessari litlu fjölskyldu um borgina og nágrenni hennar, upp í Heið- mörk, til Þingvalla, Laugarvatns og fleiri staða sem þau höfðu unun af að dveljast á. Þá var gjarnan keypt- ur ís handa stelpunum og seinna kók og Prins Póló þegar það varð vinsælt. Ein er sú ferð sem orðið hefur mér hvað minnisstæðust en það er vikuferð til Vestfjarða sem Friðrik og Fríða buðu mér í með sér og vinafólki sínu sumarið eftir að faðir minn lést. Að aka um þessa háska- legu fjallvegi sem þá voru var æv- intýri út af fyrir sig, en einnig svo margt annað. Í þessari ferð upp- götvaði ég t.d. að landafræði gat verið skemmtileg þegar við sátum með landakortið á hnjánum í bíln- um og fylgdumst með nöfnunum á öllum þessum ógnvænlegu fjöllum og fjallvegum. Alltaf var Friðrik jafnrólegur þó að við stelpurnar „æjuðum og óuðum“ svolítið í háskalegustu brekkunum og ekki taldi hann eftir sér að stoppa uppi á miðri heiði þegar okkur Bíbí (þ.e. Jórunni Erlu) langaði „aðeins“ að stinga berum tánum ofan í fag- urgrænan og dúnmjúkan dýjamos- ann sem við sáum einhvers staðar nálægt vegarbrúninni. Eða að stoppa hjá Örlygshöfn svo að við gætum hlaupið berfættar í hvítum fjörusandinum. Og fleiri minninga- FRIÐRIK J. EYFJÖRÐ ✝ Friðrik J. Ey-fjörð fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1912. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 14. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 26. ágúst. brot líða um hugann; að safna sprekum í lít- inn varðeld í fjörunni í Vatnsfirðinum um sól- arlagsbil og einnig fimmtándi afmælisdag- urinn minn þegar við sigldum með Fagra- nesinu um Ísafjarðar- djúpið og sá frægi Lási kokkur eldaði handa okkur lamb- asteik. Seinna, þegar við Bíbí vorum komnar í MR, var gott að vita af honum Friðriki í mið- bænum en hann starfaði í Leð- urverslun Jóns Brynjólfssonar sem þá var í Austurstrætinu. Oft var þá gott að leita til hans ef eitthvað bjátaði á og einu Þorláksmessu- kvöldi man ég eftir er við bók- staflega flúðum inn í verslunina til hans þegar kínverjasprengingar sem þá voru algengar á þessu kvöldi fóru úr böndunum. Friðrik Eyfjörð var fallegur mað- ur, hár vexti og bar sig vel. Hann stundaði íþróttir á ungum aldri, skíði og fjallgöngur. Hann var líka léttur í lund og skapgóður og hélt þeim eiginleikum til hinstu stundar. Hann hafði bjarta og fallega söng- rödd og var félagi í karlakórnum Fóstbræðrum í fjölmörg ár. Síðast tók hann lagið með félögum í kórn- um sínum á níræðisafmælinu sínu fyrir rúmu ári og verður öllum ógleymanlegt sem á hlýddu. Í mörg ár hefur mátt heyra fallegu röddina hans í áramótasöngvum Ríkisút- varpsins á gamlársdag en þar syng- ur hann einsöng með Fóstbræðrum. Verður svo vonandi enn þótt hann sé nú genginn því einhvern veginn finnst mér (og áreiðanlega fleirum) það tilheyra hefðum þess dags. Friðriks Eyfjörð verður vart minnst án þess að minnast lífs- förunautar hans, hennar Fríðu Ey- fjörð menntaskólakennara, þeirrar glæsilegu konu. Þau voru falleg hjón og samband þeirra alla tíð ein- staklega ástríkt. Síðar á ævinni byggðum við saman hús og vorum nágrannar á annan áratug og naut ég þess alla tíð að vera í svo nánu sambandi við þau. Börnin mín og barnabörnin þeirra ólust því upp í sama húsi og fylgdist ég með því hvílíkir gleðigjafar barnabörnin þeirra, þau Edda og Friðrik, voru þeim í ellinni. Á árum áður fylgdist ég líka með því hve glöð þau voru yfir velgengni einkadótturinnar, sem er virtur vísindamaður, svo og því þegar þau áttu von á tengdasyni frá Englandi sem þau vissu lítið um nema af afspurn en reyndist vera mannkostamaðurinn dr. Robert Magnus sem var eldsnöggur að læra íslensku og varð þeim eins og besti sonur. Síðustu árin átti Friðrik heima í Lönguhlíð 3 þar sem hann undi sér vel með gott útsýni yfir Miklatúnið. Á liðnum vetri er ég sat hjá honum örskotsstund varð honum tíðrætt um bernsku sína og m.a. breyting- arnar sem hafa orðið á Reykjavík síðan hann var drengur og þá sér- staklega á Klambratúni sem þá var og hét og þar sem hann hafði leikið sér í bernsku. Svo leit hann á mig og sagði brosandi og svolítið ang- urvær á svip: „Æ, já, maður er bú- inn að lifa alltof lengi.“ Á þeirri stundu fannst mér að hann væri í raun og veru tilbúinn að fara á fund Fríðu sinnar og guðs síns. Friðriki Eyfjörð auðnaðist að halda reisn sinni til hinsta dags. Í gömlu afmælisdagabókinni minni er lítið ljóð eftir Stefán frá Hvítadal á blaðsíðunni sem tilheyrir 8. ágúst, afmælisdegi Friðriks, og endar á þessum orðum: Ég á öllum gott að gjalda, gleði mín er djúp og rík. Ég tel að þannig hafi Friðrik Ey- fjörð kvatt þessa jarðvist. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd Egils og barna okkar, Hrefna S. Einarsdóttir. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR VALDIMARSSON frá Norðurgarði á Skeiðum, Grænumörk 5, Selfossi, sem lést á Ljósheimum sunnudaginn 17. ágúst, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardag- inn 30. ágúst kl. 13.30. Rósa Pétursdóttir, Jónas Guðmundsson, Sólveig Jóhannsdóttir, Ragnheiður Eiríksdóttir, Gunnar Haraldsson, Sigmar Eiríksson, Sigríður Ástmundsdóttir, Pétur Eiríksson, Jóna Jónsdóttir, Sævar Eiríksson, Inga J. Finnbogadóttir, Valdimar Eiríksson, Guðbjörg Hrafnsdóttir, Soffía Ellertsdóttir, Tómas Tómasson, barnabörn og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, THEODÓR LAXDAL fyrrverandi bóndi í Túnsbergi á Svalbarðsströnd, Melasíðu 2c, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu- daginn 25. ágúst. Freydís Laxdal, Ævarr Hjartarson, Sveinberg Laxdal, Guðrún Fjóla Helgadóttir, Helga Laxdal, Svavar Páll Laxdal, Arlene Reyes Laxdal, Lilja Laxdal, Pétur Ásgeirsson, Kristín Alferðsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.