Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
GOLFMÓT FVH
5. september á Strandavelli, Hellu
Hið árlega og glæsilega golfmót FVH verður nú haldið föstu-
daginn 5. september á Strandavelli, Hellu.
Athugið að þetta er breyting á áður auglýstri dagsetningu.
Keppt verður í A- og B-flokki karla og í kvennaflokki.
Í A-flokki spila kylfingar sem hafa forgjöf 24 og undir en þeir
sem hafa hærri forgjöf leika í B-flokki. Leiknar verða 18 holur
með forgjöf. Mótið er punktamót þannig að allir eiga góða
möguleika á verðlaunasætum. Að venju verða mörg verðlaun.
Farið verður með rútu frá Grand Hótel Reykjavík kl. 11:30
stundvíslega og hefst mótið kl. 13:30. Ræst verður út af öllum
teigum í einu. Verð er 4.000 kr. og innifalið er rútuferð, vallar-
gjald og matur. Að móti loknu fer verðlaunaafhending fram í
Golfskálanum og snæddur kvöldverður.
Þátttökutilkynningar þurfa að berast til eftirtalinna aðila fyrir
29. ágúst.
Ólafur Ó. Johnson vs. 5354000 fax 562 1878 ooj@ojk.is
Stefán Unnarsson vs. 5811433 fax 581 1477 myndmark@islandia.is
Smári Ríkharðsson vs. 5871286 fax 562 6244 smari@istrygg.is
Reynir Jónsson vs. 8973038 reynir@imgdeloitte.is
TÓMAS Ingi Olrich menntamála-
ráðherra segir það vel koma til
greina að sínu áliti að einkaaðilar
komi í auknum mæli að rekstri
skóla á öllum skólastigum. Tómas
Ingi lýsti þessari skoðun sinni í við-
tali á Morgunvakt RÚV í gær.
Hann segir að frumkvæðið verði þó
að koma frá einkaaðilum sjálfum.
„Ég hef lýst því yfir og lýsti því
yfir í [gærmorgun] að ég hafi áhuga
á því að einkaaðilar gerðu sig meira
gildandi í rekstri á öllum skólastig-
um.“
Tómas Ingi segir þetta fyrst og
fremst til þess gert að auka sam-
keppni og samanburð milli skóla
en einnig hafi einkaaðilar sýnt
fram á, á grunnskólastigi, fram-
haldsskólastigi og háskólastigi, að
þeir séu mjög vel færir um rekstur
skólanna.
„Ég hef lýst því yfir að ég telji að
það hafi verið mjög góð viðbót við
skólastarfið að fá einkaaðila inn í
þetta, það hafi ýtt undir fjölbreyti-
leika og þróun í skólastarfi og sam-
keppni og hef einmitt verið þeirrar
skoðunar að það hafi verið til góðs.
Ég lýsti því til dæmis yfir þegar
deilurnar byrjuðu milli Háskóla Ís-
lands og Háskólans í Reykjavík um
lögfræðinámið og hef gert það við
fleiri tækifæri.“
Tómas Ingi telur að augu al-
mennings séu almennt að opnast
fyrir því að þetta sjónarmið eigi
fullan rétt á sér. „Við þurfum ekki
annað en að minnast þess að fyrir
nokkrum árum hefði málflutningur
af þessu tagi sjálfsagt vakið hörð
viðbrögð en það eru færri núna sem
telja þetta vera frágangssök og
mjög margir sem hafa afar mikinn
áhuga á þessu.“
Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra segir aukinn
einkarekstur skóla á öllum skólastigum koma til greina
Frumkvæðið komi
frá einkaaðilumALLT stefnir í að ágústmánuður í
Reykjavík verði sá heitasti frá því
að mælingar hófust en meðalhiti
það sem af er mánuðinum hefur
verið 12,9°, samkvæmt upplýs-
ingum frá Veðurstofunni.
Trausti Jónsson veðurfræðingur
segist búast við að það kólni eitt-
hvað síðustu daga mánaðarins en
það ætti þó ekki að hafa mikil
áhrif á meðaltalið. Núgildandi
hitamet fyrir ágúst í Reykjavík er
frá árinu 1880 en þá var meðalhiti
12,4°.
Meðalhiti á Akureyri í ágúst
hingað til hefur verið 13,1°, sem
er nálægt hitameti fyrir ágúst-
mánuð á staðnum en það er frá
árinu 1947.
Á Stykkishólmi, Bolungarvík og
í Vestmannaeyjum hefur veður í
ágústmánuði verið gott og á þess-
um stöðum stefnir einnig í að hita-
met fyrir mánuðinn falli.
!
" !
!
# !
# !
$
Stefnir í hitamet í
ágúst í Reykjavík
Gamla metið er
frá árinu 1880
SMÍÐI nýju Þjórsárbrúarinnar
gengur vel, og að sögn Valgeirs
Þórðarsonar, verkstjóra hjá
Norma, sem sér um verkið, er nú
búið að steypa hábogann og næst á
dagskrá að leggja bitana sem fara
undir veginn. Veggólfið er síðan
lagt ofan á bitana. Áætlað er að
ljúka smíði brúarinnar í lok sept-
ember. Athygli vekur hvernig nýja
brúin er lögð á annan hátt en sú
gamla. Sú eldri hangir á boganum,
en sú nýja liggur ofan á boganum
sem búið er að leggja yfir ána. Sjá
má á myndinni undirstöður veg-
arins sem liggja mun út á bogann.
Með þeim hætti verður vegurinn í
meiri hæð yfir ánni, og ekki þarf að
keyra niður brekku nærri henni,
líkt og við aðkomuna að gömlu
brúnni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýja brúin liggur á boganum
KÚABÆNDUR þurfa frá og
með næstu mánaðamótum að
merkja alla kálfa sem koma í
heiminn og ekki er slátrað
strax eftir fæðingu. Er það í
samræmi við reglugerð um bú-
fjármerkingar þar sem megin-
markmið er að tryggja rekjan-
leika búfjárafurða frá
framleiðendum til neytenda.
„Með því skapast grundvöllur
að markvissu matvæla- og bú-
fjáreftirliti, skráningu búfjár-
sjúkdóma og meðhöndlun
þeirra,“ segir í fréttatilkynn-
ingu frá Bændasamtökum Ís-
lands.
Plötumerki í eyra
Baldur H. Benjamínsson
nautgriparáðunautur segir að
kálfarnir verði merktir með
plötumerkjum í eyra. „Margir
hafa merkt kálfa með þessum
hætti lengi vel en nú á að gera
þetta með skipulögðum hætti,“
útskýrir hann.
Landbúnaðarráðuneytið
mun hafa yfirumsjón með
skráningarkerfinu, sem ber
heitið MARK, en Bændasam-
tökunum var falið að sjá um
framkvæmd og rekstur þess.
Eftirlit er í höndum yfirdýra-
læknis.
Allir
kálfar
merktir
ÁHÖFNIN á TF-LÍF, þyrlu Land-
helgisgæslunnar, sótti slasaðan skip-
verja um borð í Sindra Sf 26 20 mílur
vestur af Sandgerði um hádegið í
gær og flutti hann á Landspítalann í
Fossvogi.
Maðurinn hafði fallið niður um
þrjá metra og hlotið bakmeiðsl. Var
hann illa kvalinn og töldu skipsfélag-
ar hans þörf á skjótum flutningi á
sjúkrahús. Þyrlan var send af stað
klukkan 11.46 og lenti hún við Land-
spítalann kl. 12.58.
Skipverji
sóttur á haf út
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
sleppt karlmanni úr gæsluvarðhaldi
vegna rannsóknar á láti 22 ára
konu í íbúð í miðborginni á mánu-
dagskvöld. Niðurstaða krufningar
leiddi í ljós í gær, að lát hennar var
ekki af mannavöldum og er því ekki
lengur grunur um saknæmt athæfi
í málinu. Þriggja daga gæsluvarð-
hald mannsins var því afturkallað.
Málið sætir eigi að síður rannsókn
lögreglu og er rannsakað sem
mannslát.
Lát konu
ekki af
manna-
völdum
♦ ♦ ♦
FORYSTA ASÍ óskaði í gær eftir
fundum með forystu Samtaka at-
vinnulífsins og ríkisstjórn vegna
stöðu mála á
Kárahnjúka-
svæðinu.
„Þarna er að
okkar viti og
reyndar fleiri
einnig sitthverju
og reyndar afar
mörgu ábóta-
vant. Það lýtur
bæði að aðbún-
aðarmálum og
líka í sambandi við launakjör,“
segir Grétar Þorsteinsson, forseti
ASÍ.
Í gær var haldinn fundur full-
trúa landssambandanna í samráðs-
nefnd um virkjanasamninginn með
formönnum landssambanda innan
Alþýðusambands Íslands. Á fund-
inum var gerð grein fyrir stöðu
mála á Kárahnjúkasvæðinu og
samskiptum samráðsnefndarinnar
við fulltrúa Impregilo og Samtök
atvinnulífsins. Fram komu miklar
áhyggjur af þróun mála og hvert
hún stefnir. Þá var á fundi mið-
stjórnar ASÍ fjallað um málið og
gerð grein fyrir þessari ákvörðun.
Mál starfsmanna tengjast
mörgum eftirlitsstofnunum
Grétar minnir á að aðbúnaðar-
málin tengist mjög mörgum eft-
irlitsstofnunum: „Þannig að það er
ástæðan fyrir því að við óskum
ekki bara eftir fundum með for-
ystu Samtaka atvinnulífsins vegna
þessa heldur ríkinu líka. Við lítum
á að þetta sé afar alvarlegt mál
auk þess sem það mun auðvitað
hafa áhrif á framkvæmdirnar ef
ekki fer að greiðast úr þessu.“
Grétar segist telja það eiga jafnt
við um samtök atvinnurekenda
sem stjórnvöld að þau telji ástæðu
til þess að reyna að tryggja að
framkvæmdin gangi þokkalega
fram.
„Við viljum einfaldlega taka á
þessu máli strax þannig að það
gefist færi núna alveg á næstunni
að kippa hlutum þarna í lag þannig
að menn geti komist áfram í þessu
máli án þess að standa í ýfingum
sem að óbreyttu eru vaxandi fram-
undan,“ segir Grétar.
Alþýðusambandið vill fund með Samtökum atvinnulífsins
og ríkisstjórn vegna starfsmanna á Kárahnjúkasvæðinu
Hafa miklar áhyggj-
ur af þróun mála
Grétar
Þorsteinsson