Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÆVINTÝRAHÚSIÐ Púlsinn í Sandgerði hefur vetrarstarfið 1. september næstkomandi. Þá leggur Púlsinn sitt af mörkum á Sandgerð- isdögum sem hefjast í dag. Á dagskránni í vetur verða fjöl- mörg námskeið. Í tilkynningu eru nefnd skapandi söng- og leiklistar- námskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna, kórskóli, jógaleikfimi, leik- fimi með suðrænni sveiflu, tangó, af- ródans, orkudans, vinnukonugrip og línudans. Nánari upplýsingar um dagskrá vetrarins er að finna á heimasíðu Ævintýrahússins Púlsins, www.pulsinn.is. Í kvöld verður í Púlsinum ljóða- og kvæðakvöld með heimafólki ásamt Önnu Pálínu Ásgeirsdóttur og Að- alsteini Ásberg. Er þetta upphafs- atriði Sandgerðisdaga sem standa fram á laugardag. Hefst dagskráin í kvöld klukkan 20. Á morgun, föstu- dag, verður leiksýningin Ellý alltaf góð í Púlsinum en það er verk Þor- valdar Þorsteinssonar sem Skúli Gautason leikstýrir. Á laugardag, klukkan 13, verður efnt til götuleik- húss á bílaplani Púlsins og opið hús frá sama tíma og til klukkan 16. Púlsinn er að hefja dag- skrá kom- andi vetrar Sandgerði www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 08 .2 00 3 Reiðhjólahjálmar Mikið úrval af reiðhjóla- hjálmum, barna og fullorðins, einföld stilling. CE merktir og íslenskur leiðarvísir. Verð frá kr. 1.980 Barnastólar 10-40% afsláttur Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. Vandið valið og verslið í sérverslun. 5 % staðgreiðsluafsláttur Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni Rocket 24” og 26” 21. gíra fjallahjól með dempara, Shimano gírum, V-bremsum og álgjörðum. 24” Tilboð stgr. kr. 18.905 26” Tilboð stgr. kr. 19.855 SCOTT MX 5 Frábært fjallahjól frá Scott, 21. gíra Shimano með demparagaffli. Tilboð aðeins kr. 28.405 stgr. Pro Track 26” 21 gíra fjallahjól á mjög góðu verði, Shimano gírar, V-bremsur og álgjarðir. Tilboð stgr. kr.14.155, verð áður kr. 24.900 OXIDE 26” 21. gíra tveggja dempara hjól með Shimano gírum. Tilboð stgr. aðeins kr. 23.655 FLAME 12” og 16” Vönduð barnahjól með fótbremsu og hjálpardekkjum. 12” Tilboð stgr. 8.284 16” Tilboð stgr. 8.930 QUAKE 26” Vandað demparahjól, ál stell, diskabremsur. 21. gíra Shimano Alivio. Frábært tilboð stgr. 37.905 TVÖ frystiskip Samherja hf. lönd- uðu í fyrsta skipti í Grindavíkurhöfn í vikunni. Annað þeirra, Víðir EA, var skráð í Grindavík fyrir rúmum tuttugu árum en mun þó ekki hafa komið þar til hafnar fyrr en nú. Akureyrin EA landaði um 11.500 kössum, aðallega ufsa en einnig grá- lúðu, og er aflaverðmætið um 65 milljónir kr. Verið er að ljúka löndun 10.500 kassa úr Víði EA, karfa og ufsa að verðmæti um 75 milljónir kr. Skipin hafa landað í Reykjavíkur- höfn undanfarna mánuði en að sögn Óskar Ævarssonar, rekstrarstjóra Samherja hf. í Grindavík, var ákveð- ið að prófa að landa í Grindavík nú. Tilgangurinn er að nýta frysti- geymslur sem fyrirtækið ræður þar yfir. Þaðan verða afurðirnar fluttar beint á erlendan markað. Uppsjáv- arfrystiskip fyrirtækisins hafa land- að í Grindavík með þessum hætti og hefur það gengið vel, að sögn Ósk- ars. Þess má geta að Víðir EA sem upphaflega hét Ver og var þá gerður út frá Akranesi var í eigu Samherja hf. í Grindavík á árunum 1976 til 1981, hlutafélagsins sem núverandi aðaleigendur yfirtóku síðar. Hét skipið þá Jón Dan GK en mun þó aldrei hafa komið til hafnar í Grinda- vík, eftir þeim upplýsingum sem Óskar hefur aflað sér. Víðir fór í millitíðinni til Hafnarfjarðar og var gerður út undir nafninu Apríl, áður en hann fékk núverandi nafn. Í fyrsta skipti í Grindavíkurhöfn Grindavík „MAMMA fattaði upp á þessu,“ segir Salka Björt Kristjánsdóttir, fimm ára ljósmyndari í Njarðvík sem heldur sýningu á ljósanótt. Hún var spurð um tildrög þess að hún fór að taka myndir og setja þær upp á sýningu. Frá því í febrúarbyrjun hefur Salka Björt gengið reglulega um bæinn sinn, Reykjanesbæ, og tek- ið myndir af því sem henni hefur þótt flott og merkilegt. Móðir hennar, Svanhildur Eiríksdóttir, segist muna eftir að hafa séð glefsur úr ljósmyndasýningu barna úr leikskólum Reykjavíkur, Borgin séð með augum barna. Þetta hafi verið skemmtilegar myndir enda allt sem börn gera einlægt og laust við hroka. „Við erum mikið úti og þegar ég var í fæðingarorlofi datt mér í hug að taka myndavél með enda finnst Sölku svo gaman að taka mynd- ir,“ segir Svanhildur og Salka Björt upplýsir að stundum hafi hún fengið að nota „Mogga- myndavélina“ sem móðir hennar hefur afnot af vegna starfa fyrir Morgunblaðið. Myndirnar eru settar inn í tölvu og þar flettir Salka í gegn um þær. Myndirnar spanna sjö mánaða tímabil og á þeim má sjá ýmsar breytingar á bænum og bæjarlífinu, svo sem á Hafnargötunni, og einnig annað áhugavert myndefni, hunda, börn að leik, gróður á ýmsu stigi, kirkjur og ýmis hús. „Ég tek oft myndir úti í skrúðgarði og smá líka niðri í bæ,“ segir ljósmynd- arinn og bætir því við að skemmtilegast sé að mynda dýr. Eitt eiga myndirnar sameig- inlegt, annað en að vera teknar af sama ljósmyndaranum: Bjart er yfir þeim öllum enda ekkert gam- an að taka myndir í úrkomu og roki þegar maður er bara fimm ára. Mæðgurnar eiga eftir að velja 20 til 30 myndir til að nota á sýn- inguna sem mun heita Bærinn minn – en af nógu er að taka. Sýningin verður haldin í húsa- kynnum Bókasafns Reykjanes- bæjar og formlega opnuð á upp- hafsdegi ljósanætur, fimmtudaginn 4. september. Þær munu rúlla yfir tölvuskjá alla há- tíðisdagana, til klukkan 18 laug- ardaginn 6. september. Fimm ára ljósmyndari heldur sýningu á afrakstri ársins á ljósanótt Skemmtilegast að taka myndir af dýrum Njarðvík Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Salka Björt fékk lánaða myndavél afa síns til að líta fagmannlega út við myndatöku. Hún myndar aðallega á gönguferðum um bæinn með móður sinni. Ljósmynd/Salka Björt Kristjánsdóttir Sölku finnst skemmtilegt að mynda kirkjurnar í Reykjanesbæ og er sérstaklega ánægð með þessa af himninum og turninum á Keflavíkurkirkju. STARFSMENN Nesprýði eru að ljúka við mikla framkvæmd sem þeir hafa unnið að fyrir Reykja- nesbæ á Fitjum í Njarðvík í sumar. Hafa þeir verið að laga umhverfi Fitjatjarna og bæta aðgengi al- mennings að útivistarsvæðinu, gera göngustíga og fegra innkeyrsluna í Reykjanesbæ. Nokkrir starfsmenn unnu af kappi við að þökuleggja síð- ustu skikana þegar ljósmyndari var á ferð. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Framkvæmdum að ljúka á Fitjum Njarðvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.