Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 41
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 41
Helgi sagði við Morgunblaðið aðleikmenn Kärnten væru komn-
ir til Grindavíkur til að sigra og þeir
væru staðráðnir í að
bæta fyrir klúðrið á
eigin heimavelli þar
sem þeir hefðu farið
illa með góða stöðu.
„Í svona leik er ekki hægt að spila
upp á jafntefli, það þýðir ekki að
leggja upp með að ætla að ná fram
markalausum leik því mönnum er yf-
irleitt refsað fyrir slíkt hugarfar. Við
leikum því til sigurs, annað kemur
ekki til greina. Grindvíkingar léku
sterkan varnarleik á okkar heima-
velli en við vorum klaufar að nýta
ekki þá sóknarmöguleika sem við
sköpuðum okkur hvað eftir annað.
Þetta hefur verið okkar vandamál í
austurrísku deildinni á þessu tíma-
bili. Við höfum gert fjögur jafntefli í
fyrstu sex leikjunum, þar af tvö
markalaus, og í þremur þeirra höfum
við haft alla burði til að sigra. Okkur
gengur hinsvegar ekkert að skora
mörk og við ætlum að reyna að ráða
bót á því hér. Takist okkur að skora í
Grindavík erum við í góðri stöðu. Það
verður ekki auðvelt, Grindavík er
með ágætt lið og það vann góðan úti-
sigur á Þrótti um síðustsu helgi,“
sagði Helgi.
Gaman að koma loksins
heim með sínu félagsliði
Hann hefur aldrei áður leikið með
félagsliði hér á landi, frá því hann fór
frá HK til þýska liðsins Pfullendorf
eftir tímabilið 1994. „Það er virkilega
gaman að koma loksins heim til að
spila með sínu félagsliði en það er um
leið talsverð pressa á mér. Það er
mikilvægt fyrir mig að standa mig í
Grindavík, rétt eins og fyrir liðið í
heild. Ég hef haft í nógu að snúast
eftir að í ljós kom að við myndum fara
til Íslands, austurrískir fjölmiðlar
hafa viljað fá upplýsingar hjá mér og
hjá Kärnten hef ég verið í því hlut-
verki að útvega og þýða skýrslur og
umsagnir um leiki Grindvíkinga.
Einu vonbrigðin í sambandi við ferð-
ina er hve stutt hún er, við dveljum
aðeins í hálfan annan sólarhring á
landinu og ég fæ því ekki tækifæri til
að sýna strákunum neitt af landinu.
Við fljúgum aftur til Austurríkis
strax eftir leikinn þar sem við eigum
að spila í deildinni á sunnudaginn.“
Sterkara lið Kärnten
en í fyrri leiknum
Helgi hefur leikið með Kärnten
undanfarin tvö ár og í sumar samdi
hann við félagið til ársins 2005. Þegar
hefur verið rætt við hann um að taka
að sér þjálfun hjá félaginu þegar
hann leggur skóna á hilluna en Helgi
verður 32 ára í næsta mánuði. Hann
hefur spilað alla leiki Kärnten á
þessu tímabili, ávallt sem varnar-
tengiliður.
„Ég hef verið með í öllum leikjum
frá byrjun og aðeins einu sinni farið
af velli en þá vék ég fyrir sóknar-
manni þegar við reyndum að knýja
fram sigur, manni fleiri. Ég hef verið
alveg laus við meiðsli og er tilbúinn í
slaginn í Grindavík.“
Að sögn Helga kemur Kärnten til
landsins með sterkara lið en spilaði
fyrri leikinn í Klagenfurt. „Það ætti
allavega að vera sterkara á pappírun-
um því við erum með tvo leikmenn
sem misstu af þeim leik. Það eru
varnarmaðurinn Mario Hieblinger,
sem var meiddur, og króatíski lands-
liðsmiðherjinn Marijo Maric, sem var
veikur, en hann spilaði með króatíska
landsliðinu gegn Englendingum í síð-
ustu viku. Það munar vonandi um
þessa tvo þegar við mætum Grind-
víkingum,“ sagði Helgi Kolviðsson.
HELGI Kolviðsson og félagar í austurríska knattspyrnufélaginu
Kärnten komu til Grindavíkur um hádegisbilið í gær. Þeir mæta
heimamönnum þar kl. 17.30 í dag en það er síðari viðureign liðanna
í forkeppni UEFA-bikarsins. Kärnten vann nauman sigur, 2:1, í fyrri
leiknum í Klagenfurt fyrir hálfum mánuði þannig að Grindvíkingar
eiga ágæta möguleika á að slá austurríska liðið úr keppninni.
Eftir
Víði
Sigurðsson
Bjarni Jóhannsson, þjálfariGrindavíkur, er hæfilega bjart-
sýnn fyrir leikinn en hann veit að
Grindvíkingar eiga fyrir höndum
mjög erfitt verkefni. „Það verður
mjög spennandi að takast á við Aust-
urríkismennina og ég hlakka mikið til.
Við erum í ágætri stöðu eftir góð úrslit
í Austurríki en úrslitin í fyrri leiknum
voru betri en menn höfðu þorað að
vona. Kärnten er í hærri styrkleika-
flokki en Grindavík en við vitum það
að fótbolti er tækifæri óvæntra hluta
og það er vonandi að úrslitin í Grinda-
vík muni koma á óvart,“ sagði Bjarni í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Bjarni telur að Grindavík verði að
spila mjög vel til þess að eiga mögu-
leika á að komast áfram í næstu um-
ferð UEFA-bikarsins. „Kärnten er
með sterkt lið og við verðum að leika
mjög vel til að eiga möguleika á að
komast áfram í keppninni. Markið
sem við gerðum í Austurríki var mjög
mikilvægt og það gefur okkur mögu-
leika á að komast áfram í næstu um-
ferð.“
Er Kärnten með veikleika sem
Grindavík getur nýtt sér?
„Ég hef fylgst ágætlega með aust-
urríska liðinu og ég hef horft á nokkra
leiki með þeim. Þetta er mjög heil-
steypt lið og leikskipulagið er gott hjá
þeim. Þeir eru líkamlega sterkir og í
góðu líkamlegu formi. Knattspyrnan
sem þeir leika er mjög lík þýsku
knattspyrnunni og þeir spila mikið
leikkerfið 3-5-2.
Ég tel mig vita hvar þeir eru veik-
astir fyrir en ég ætla að halda því fyrir
sjálfan mig og mína leikmenn. Ég vil
ekki að Helgi Kolviðsson fái tækifæri
til að þýða þessa grein í Morgun-
blaðinu og greina þjálfara Kärnten frá
því hvaða upplýsingum ég bý yfir.
Austurríkismenn hafa fylgst ágætlega
með okkur og þeir vita líklega hvar
veikleikar okkar liggja þannig að bæði
liðin koma örugglega vel upplýst til
leiks.“
Hvernig ætlar þú að leggja upp
leikinn?
„Við munum vera þolinmóðir og
spila örugglega. Við ætlum að byggja
á því sem við gerðum vel í fyrri leikn-
um. Við verðum svo að nýta mjög vel
þau marktækifæri sem við fáum í
leiknum. Kärnten hefur átt í vand-
ræðum með að skora og ég vona að
það vandamál fylgi þeim til Íslands.“
Er mikil stemning í Grindavík fyrir
leiknum?
„Það er að skapast góð stemning í
Grindavík og ég vona að sem flestir
bæjarbúar sjái sér fært að mæta á
morgun og sjá þennan stórleik. Þetta
er auðvitað stórviðburður og ég held
að ekkert lið í Evrópukeppninni komi
úr jafnfámennu byggðarlagi og
Grindavík. Ég er mjög sáttur við að
spila leikinn í Grindavík og það eru
ekki mörg lið á Íslandi sem geta leikið
Evrópuleik á eigin heimavelli án þess
að þurfa að fá undanþágu. Umgjörðin
í kringum knattspyrnuna í Grindavík
er stórglæsileg og það ríkir mikill
metnaður hjá forráðamönnum
Grindavíkur til að hafa alla umgjörð
mjög góða.“
Í knattspyrnu
eru tækifæri
óvæntra hluta
GRINDVÍKINGAR eiga ágæta möguleika á að komast í gegnum
fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarsins, en þeir mæta Helga Kol-
viðssyni og liðsfélögum hans í austurríska knattspyrnufélaginu
Kärnten í Grindavík í dag klukkan 17.30. Grindavík tapaði fyrri leik
liðanna 2:1 í Austurríki og eru Suðurnesjamenn því í ágætri stöðu
en þeim dugar 1:0 sigur til að komast áfram í Evrópukeppninni. Góð
stemning er í Grindavík fyrir leiknum en það er búist við að um 100
stuðningsmenn Kärnten verði á leiknum.
Morgunblaðið/Kristinn
Ólafs Arnar Bjarnasonar, fyrirliða Grindvíkinga, bíður krefjandi verkefni gegn Kärnten. Á mynd-
inni er Ólafur í baráttu við Kristin Tómasson, Framara, í einum af leikjum sumarsins.
UM 60–70 stuðningsmenn austurríska knatt-
spyrnuliðsins Kärnten voru væntanlegir með liðinu
til Grindavíkur í gær. Félögin mætast í kvöld í for-
keppni UEFA-bikarsins á Grindavíkurvelli en það
er síðari viðureign þeirra. Kärnten vann heimaleik
sinn fyrir hálfum mánuði, 2:1. Lið Kärnten kom
með einkaþotu um hádegið í gær og voru stuðn-
ingsmennirnir með í för. Jörg Haider, hinn kunni
forseti Kärnten og umdeildi stjórnmálaleiðtogi í
Austurríki, átti hins vegar ekki heimangengt en til
stóð að hann kæmi með liðinu til landsins.
Helgi Kolviðsson, fyrrverandi landsliðsmaður,
leikur með Kärnten og spilar sinn fyrsta leik með
félagsliði hér á landi í níu ár, eða frá því að hann
fór frá HK til þýska liðsins Pfullendorf haustið
1994.
Stuðningsmenn
fylgja Kärnten
en Haider
situr heima
HANNES Haubitz, þjálfari austurríska liðsins
Kärnten, reiknar með því að Grindvíkingar leggi
mikla áherslu á varnarleik í kvöld þegar liðin
eigast við í UEFA-bikarnum á Grindavíkurvelli.
„Það verður þar af leiðandi mikilvægt fyrir
okkur að nýta uppstillt atriði, hornspyrnur og
aukaspyrnur, sem best og við höfum búið okkur
sérstaklega vel undir það á æfingum að
undanförnu. Það verður ekki auðvelt að leika á
Íslandi en við höfum burði til þess að vinna þann
leik líka. Það er afar mikilvægt fyrir okkur að
komast áfram í keppnnni, það gefur okkur aukinn
kraft í deildakeppninni og síðan eigum við
möguleika á að fá sterkt lið í heimsókn til
Klagenfurt, sem gæfi félaginu góðar tekjur,“
sagði Haubitz á heimasíðu Kärnten fyrir
Íslandsferðina.
Býst við varn-
arsinnuðum
Grindvíkingum
SEX nýliðar eru í U-21 árs lands-
liðshópnum sem landsliðsþjálf-
arinn Ólafur Þórðarson tilkynnti
í gær fyrir leikinn á móti Þjóð-
verjum í undankeppni EM sem
fram fer á Akranesi föstudaginn
5. september.
Nýliðarnir eru Bjarni Þórður
Halldórsson, Fylki, sem hefur þó
verið í hópnum áður, Helgi Pétur
Magnússon, ÍA, Jóhann Helgason,
KA, Jón Skaftason, Víkingi,
Tryggvi Bjarnason, ÍBV, og Örn
Kató Hauksson, KA.
Aðrir leikmenn í hópnum eru:
Ómar Jóhannsson, Keflavík,
Helgi Valur Daníelsson, Fylki,
Guðmundur Viðar Mete, Norr-
köping, Haraldur Guðmundsson,
Keflavík, Sigmundur Krist-
jánsson, Utrecht, Gunnar Heiðar
Þorvaldsson, ÍBV, Viktor Bjarki
Arnarsson, Top Oss, Andri Fann-
ar Ottósson, Fram, Jökull
Elísabetarson, KR, og Ólafur Ingi
Skúlason, Fylki.
Íslensku strákarnir eru neðstir
í riðlinum án stiga eftir fjóra
leiki en Þjóðverjar hafa sjö stig
eftir þrjá leiki.
Ólafur velur
sex nýliða í
Þjóðverjaleikinn
Þýðir ekki að spila upp á jafntefli