Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var aldrei um að ræða neitt „samsæri“ um að benda opinberlega á efnavopnasérfræðing- inn David Kelly sem aðalheimildarmanninn fyr- ir ásökunum um að brezkir ráðamenn hefðu ýkt ógnina sem stafaði af gereyðingarvopnabúri Írakstjórnar Saddams Husseins. Þetta sagði Geoff Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, í vitnisburði sínum fyrir sérskipaðri nefnd sem rannsakar tildrög andláts dr. Kellys. Sagði Hoon að yfirmenn Kellys, sem starfaði sem ráðgjafi brezku stjórnarinnar í efna- og sýklavopnamálum og hafði m.a. tekið þátt í vopnaeftirliti SÞ í Írak, hefðu komið vel fram við hann og hann hefði notið verndar þeirra. Hoon, sem er hæst setti maðurinn í brezka stjórnkerfinu sem kallaður hefur verið fyrir rannsóknarnefndina fram til þessa, sagði að hann hefði lagt sig fram um að komið yrði fram við Kelly af sanngirni og að hann fengi að njóta nafnleyndar unz fullljóst þótti að hann hefði ver- ið aðalheimildin fyrir frétt sem send var út í brezka ríkisútvarpinu og hrinti af stað hinum hörðu deilum sem leiddu til þess að rannsókn- arnefndin var skipuð. Hoon sagði að stjórnendur á skrifstofu for- sætisráðherrans Tonys Blair hefðu gefið varn- armálaráðuneytinu heimild til að greina frá því í fréttatilkynningu að ónafngreindur starfs- maður ráðuneytisins hefði viðurkennt að hafa átt samtal við viðkomandi fréttamann BBC, sem vann fréttina afdrifaríku. Máttu staðfesta nafn Kellys ef getið var upp á því Hoon sagðist hafa vitað að talsmenn ráðu- neytisins hefðu fengið heimild til að staðfesta nafn Kellys við fréttamenn sem gátu sér til um það. Gagnrýnendur hafa haldið því fram að með því að draga Kelly með þessum hætti fram í kastljósið hafi hinn hlédrægi vísindamaður lent undir miklu álagi og það kunni að hafa átt þátt í því að hann skyldi hafa fyrirfarið sér, en dán- arorsök hans virðist hafa verið sjálfsvíg. Hoon sagðist hafa hvatt yfirmenn BBC til að skýra frá því hvort Kelly hefði verið aðalheim- ildin fyrir frétt Andrews Gilligans frá 29. maí. Í fréttinni hafði Gilligan það eftir ónafngreindum heimildarmanni innan stjórnkerfisins að rík- isstjórnin hefði ýkt fullyrðingar um ógnina af vopnabúri Íraka í skýrslu sem var gefin út í september í fyrra, í því skyni að telja almenning á stuðning við hernaðaríhlutun. Talsmenn stjórnarinnar hafa vísað þessari ásökun á bug. Hoon sagði að fyrir dauða Kellys hefði hann sagt að ef BBC myndi staðfesta að Kelly væri aðalheimildarmaðurinn vildi hann að vís- indamaðurinn endurtæki fyrir opnum tjöldum það sem hann hafði tjáð yfirmönnum sínum; að þótt hann kannaðist við sumt af fullyrðingunum í frétt Gilligans hefði hann ekki sagt það sem gert var að aðalmáli í fréttinni. „Á þessu stigi hefði hann getað bent á hvað hann hefði tjáð Andrew Gilligan og hvað ekki,“ sagði Hoon. „Þá hefðum við öll verið í aðstöðu til að vita hvort Gilligan blés upp það efni sem hann hafði fengið hjá dr. Kelly eða ekki.“ En varnarmálaráðherrann sagði að þar sem það var enn óljóst þegar Kelly fannst látinn hvort Gilligan hefði haft annan heimildarmann hefði reynst ógerlegt að upplýsa þetta atriði. Hitti Kelly í apríl Hoon hóf vitnisburð sinn í gær með því að greina frá því að Kelly hefði lýst stuðningi við stefnu stjórnarinnar í Íraksmálinu þegar þeir hittust í mötuneyti varnarmálaráðuneytisins í apríl, eftir að stríðið var hafið. „Ég vissi við þetta tækifæri ekki hver hann var,“ sagði Hoon. „Við töluðum um Írak; við ræddum stefnu stjórnarinnar sem embætt- ismaðurinn sagðist styðja. Þetta var enginn formlegur fundur.“ Margir stjórnmálaskýrendur hafa sagt að frammistaða Hoons fyrir rannsóknarnefndinni kynni að verða úrslitastund á stjórnmálaferli hans, þar sem getum hefur verið að því leitt að hann verði látinn taka á sig skellinn af þessu máli sem hefur reynzt mesti ólgusjórinn sem Tony Blair og ríkisstjórn hans hefur ratað í frá því hún tók við völdum í maímánuði 1997. Blair kemur sjálfur fyrir nefndina í dag, fimmtudag. Varnarmálaráðherra Bretlands ber vitni fyrir Hutton-rannsóknarnefndinni Hoon segir að Kelly hafi verið hlíft Reuters Geoff Hoon yfirgefur dómhúsið í Lundúnum þar sem hann bar vitni hjá nefnd Huttons. Lundúnum. AP, AFP. AÐ minnsta kosti 39 manns létu lífið og meira en 100 slösuðust þegar þeir tróðust undir mannfjölda á Kumbh Mela, trúarhátíð hindúa, í bænum Nashik í Vestur-Indlandi í gær. Að sögn yfirvalda myndaðist troðning- urinn þegar múgurinn ruddist gegnum þrönga götu í átt að hinni heilögu á Godav- ari þar sem fólkið hugðist baða sig. Meira en 2,5 milljónir hindúa höfðu safn- ast saman í borginni um morguninn til að ganga síðan að ánni og baða sig. Vitnum bar ekki saman um hvað gerðist, Uttam Rao Dhikle, fulltrúi borgarinnar á þinginu, sagði að troðningurinn hefði átt sér stað þegar mannfjöldinn kom að vegatálma sem lokði þröngri götu en lögreglan sagði að fólk hefði þyrpst á sama stað til að ná í smápen- inga sem heilagir menn köstuðu á jörðina. Þúsundir lögreglumanna voru á vettvangi til að gæta þess að allt færi vel fram og hindra að óeirðir brytust út eða fólk drukknaði í ánni. Milljónir hindúa taka þátt í hátíðinni sem hófst 30. júní og lýkur 8. sept- ember. Reuters Mikið manntjón í troðningi TVEIR bandarískir hermenn féllu í gær í Írak, annar í Bagdad en hinn í bænum Fallujah sem er skammt vestur af borginni. Talið er að margir íbúar í Fallujah styðji enn Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, og hefur oft komið þar til átaka milli hernámsliðsins og þeirra. George W. Bush Bandaríkjaforseti flutti ræðu á þriðjudag á fundi með uppgjafaher- mönnum í St. Louis og sagði þar að ekki yrði um neitt undanhald að ræða í Írak, þrátt fyrir árásirnar á bandaríska hermenn og vaxandi gagnrýni á stefnu forsetans heima fyrir. Bush sagði mikinn árangur hafa náðst í bar- áttunni gegn hryðjuverkum, búið væri að fella þúsundir liðsmanna al-Qaeda en eftir sem áður væru samtökin mikil ógnun við Bandaríkin. Hann gaf í skyn að mannfallið í Írak væri hluti gjaldsins sem menn yrðu að greiða til að hindra árásir á Bandaríkin. „Hermenn okkar kljást við hryðjuverka- menn í Írak og Afganistan og fleiri löndum til þess að þjóð okkar þurfti ekki að fást við of- beldi hryðjuverkamanna í New York, St. Louis eða Los Angeles,“ sagði forsetinn. Hann sagði að taka myndi tíma og kosta mikið fé að gera Írak að frjálsu og friðsamlegu samfélagi en hann myndi vinna með Bandaríkjaþingi að því að tryggja að það yrði gert. „Við tókum upp nýja stefnu til að nota í nýrri tegund stríðs: Við munum ekki bíða eftir því að yfirlýstir óvinir okkar ráðist aftur á okkur. Við munum ráðast á þá,“ sagði Bush. Saka Bush um orðagjálfur Demókratar gagnrýndu í gær Bush fyrir að reyna að fegra stöðu mála í Írak og sögðu hann stefna í ófæru með því að leggja ekki aukna áherslu á að fá Sameinuðu þjóðirnar til að taka meiri þátt í uppbyggingunni í Írak. Einn af þeim sem keppir að því að verða for- setaefni demókrata, Phil Gramm, sagði Bush hafa látið „innantómt orðagjálfur“ duga í stað þess að viðurkenna að ástandið væri slæmt í Írak. L. Paul Bremer, yfirmaður hernámsstjórnar Bandaríkjamanna í Írak sagði í gær að verja þyrfti tugmilljörðum dollara til að reisa innviði landsins úr rústum en fullyrti að alrangt væri að segja að þar ríkti alger ringulreið. Hann sagðist vera bjartsýnn en taka myndi eitt ár og kosta tvo milljarða dollara, um 160 milljarða ísl. króna, að lagfæra raforkukerfið og 16 millj- arða dollara, um 320 milljarða króna, að tryggja öllum Írökum hreint neysluvatn. Enn á ný átök við Fallujah Bagdad, Washington, St.Louis. AFP, AP. Bush segir ekkert und- anhald á dagskrá í Írak YASSER Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, hvatti í gær samtök harðlínumanna til að hefja vopna- hlé að nýju en þeir aflýstu sjö vikna löngu vopnahléi í síðustu viku eftir að Ísraelar drápu háttsettan Ham- as-liða. Yfirlýsing Arafats kemur á sama tíma og bandarísk stjórnvöld beita hann miklum þrýstingi um að láta af völdum sem foringi palestínskra öryggissveita en þau telja að þann- ig verði auðveldara fyrir Mahmoud Abbas forsætisráðherra að láta til skarar skríða gegn samtökum á borð við Hamas og Heilagt stríð. Arafat neitar hins vegar að víkja þrátt fyrir að Bandaríkin hafi þrýst mjög á um það og neiti að eiga bein samskipti við hann. Háttsettur ísraelskur embættis- maður sagði í gær að Ísraelar myndu halda áfram að elta uppi og drepa meðlimi í herskáum samtök- um þrátt fyrir að mistök hefðu átt sér stað í loftárás á Gaza á þriðju- dag sem leiddu til þess að að veg- farandi lét lífið og tuttugu særðust. „Við munum halda áfram að- gerðum þar sem við teljum þær koma að gagni og nota þar öll til- tæk ráð þar til stjórnvöld í Palest- ínu ákveða að berjast gegn hryðju- verkamönnunum eins og þau hafa skuldbundið sig til að gera,“ sagði embættismaðurinn. Heimildamenn úr hernum sögðu að ísraelskur hermaður hefði skot- ið ungan Palestínumann til bana í gær en að sá hefði hlaupið að hon- um með hníf á lofti. Ekki var vitað hvort hann tilheyrði einhverjum samtökum. Ísraelsher sagðist hafa handtekið 32 liðsmenn herskárra samtaka í fyrrinótt á Vesturbakk- anum. Einnig hefðu hermenn fund- ið sprengjuverksmiðju í Nablus. Upplýsingaráðherra Palestínu, Nabil Amr, sagði í gær að stjórnin teldi Ísraela bera „fulla ábyrgð á hinni versnandi stöðu og öllum þeim alvarlegu afleiðingum sem hún hefði á stöðugleika á svæðinu“. Hann lýsti því yfir að Abbas myndi leita eftir stuðningsyfirlýsingu frá þinginu í næstu viku. Yfirlýsingin gæti hjálpað Abbas í togstreitunni við Arafat en þeir berjast um völd- in yfir öryggissveitunum. Arafat ræður nú yfir 60% þeirra. Arafat vill vopnahlé Ramallah. AP. Reynt að fá leiðtogann til að afsala sér valdi yfir öryggissveitunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.