Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 11 Heimsferðir bjóða borgarævintýri til fegurstu borga Evrópu á hreint frábærum kjörum með beinu flugi í haust. Alls staðar nýt- ur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar, sem eru á heimavelli á söguslóðum og bjóða spennandi kynnisferðir meðan á dvölinni stendur. Notaðu tækifærið og kynnstu mest spennandi borgum Evrópu, mannlífi og menningu og upplifðu ævintýri í haust. Fegurstu borgirnar í beinu flugi í haust frá kr. 28.550 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Róm 1.-5. okt. Heimsferðir bjóða nú einstakt tæki- færi til borgarinnar eilífu í beinu flugi þann 1. okt. frá Íslandi til Rómar. Nú getur þú kynnst þessari einstöku borg sem á engan sinn líka í fylgd farar- stjóra Heimsferða og upplifað árþús- undamenningu og andrúmsloft sem er einstakt í heiminum. Péturstorgið og Péturskirkjan, Vatíkanið, Spænsku tröppurnar, Colosseum, Forum Romanum og Pantheon hofið. Sjá www.heimsferðir.is Verð frá kr.65.850 Búdapest október fimmtud. og mánud., 3, 4 eða 7 nætur Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem Íslendingum býðst nú að kynn- ast í beinu flugi frá Íslandi. Hér getur þú valið um góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta Budapest og spennandi kynnisferðir með farar- stjórum Heimsferða. Verð kr. 28.550 Flugsæti til Budapest 20. okt. með 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Verona 17. sept., 5 nætur Fegursta borg Ítalíu, þar sem þú getur notið hins besta af ítalskri menningu um leið og þú gengur um gamla bæinn, skoðar svalir Júlíu og kynnist frægasta útileik- húsi Ítalíu, Arenunni í Verona eða ferðast um Gardavatn og Feneyjar. Verð kr. 29.950 Flugsæti með sköttum. Völ um 3 og 4 stjörnu hótel. Ekki innifalið: Forfalla- gjald, kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Prag Okt. og nóv. fimmtud. og mánud., 3, 4 eða 7 nætur Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara nú hingað í þúsundatali á hverju ári með Heims- ferðum. Fararstjórar Heimsferða gjör- þekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag. Verð kr. 29.950 Flug og hótel í 3 nætur. M.v. 2 í her- bergi á Quality Hotel, 3. nóv. með 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Barcelona 2. okt. 3 nætur 22./26./30. okt. 4 nætur Einn vinsælsti áfangastaður Íslend- inga í 11 ár. Heimsferðir bjóða nú bein flug í október, sem er einn skemmtilegasti tíminn til að heim- sækja borgina. Menningarlífið er í hápunkti og ótrúlegt úrval listsýn- inga og tónleika að heimsækja ásamt spennandi næturlífi og ótrú- legu úrvali verslana. Fararstjórar Heimsferða kynna þér borgina á nýjan hátt, enda hér á heimavelli. Verð kr. 49.950 Flug og hótel í 4 nætur. M.v. 2 í herbergi á Aragon, 22. okt. Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flug- velli kr. 1.800. Sorrento 30. sept., 5 nætur Heimsferðir bjóða nú í fyrsta sinn á Íslandi beint flug til Napolí og dvöl í Sorrento, þessum frægasta sumar- leyfisstað Ítalíu. Hér kynnist þú hinni ótrúlega fögru Amalfi strönd, eyjunni Capri, Pompei og Napolí. Ótrúlega fallegt umhverfi og heill- andi andrúmsloft á þessum fagra stað. Völ um úrvalshótel í hjarta Sorrento. Verð kr. 63.650 Flug og hótel í 5 nætur. M.v. 2 í her- bergi á La Meridiana með morgunmat. Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flug- velli kr. 1.800. Verð m.v. 2 í herbergi, Hotel Villa Torlonia, flug, gisting, skattar, íslensk fararstjórn. Ekki innifalið: Forfalla- gjald, kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. ÞEIM brá nokkuð skipverjum á frystitogaranum Örvari frá Skagaströnd þegar þeir fengu stórhveli í trollið í síðustu veiði- ferð. Örvar var á grálúðuveiðum í Víkurál en í einu halinu fengu þeir stóran hval í trollið. Hval- urinn var nýdauður og hefur sjálfsagt drukknað við að lenda í trollinu. Trollið flaut upp með skepn- unni í og tóku skipverjar það til bragðs að fara á gúmmíbát og skera trollbelginn utan af hvaln- um til að losna við hann. Þegar trollið hafði verið skorið eftir endilöngum hvalnum flaut hann út og var skilinn eftir á floti, ósnertur af áhöfninni á Örv- ari. Ekki þekktu menn um borð tegundina en hér var um tann- hval að ræða. Áhöfnin sker hvalinn úr trollinu og sést vel hve stór hann var. Stórhveli í trollið Skagaströnd. Morgunblaðið. ÞÓRA Þórarinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags van- gefinna, segir sér virðast sem unnt verði að hefja undirbúning að var- anlegri lausn í skólamálum mikið fatlaðra nemenda í framhaldsdeild Safamýrarskóla strax í næstu viku. Þóra, Erla Gunnarsdóttir, skóla- stjóri Safamýrarskóla, Birna Björnsdóttir, forstöðukona á Lyng- ási, og Eygló Eyjólfsdóttir, sér- fræðingur á framhaldsskóla- og full- orðinsfræðsludeild menntamálaráðuneytisins, áttu fund í gær þar sem gengið var formlega frá afnotum á húsnæði í Lyngási sem nýtast mun hluta þeirra tíu barna í framhaldsdeild skólans sem stunda þar nám í vetur. Þóra segir að óskað hafi verið eft- ir því við fulltrúa ráðuneytisins á fundinum í gær að nefnd sem upp- haflega átti að skipa í vor þar sem sæti eiga fulltrúar menntamála- ráðuneytisins, Ármúlaskóla, Safa- mýrarskóla og Fræðslumiðstöðvar, komi saman og fundi með foreldra- hópi úr Safamýrarskóla strax í næstu viku Samningurinn endurskoðaður um áramót „Það er náttúrulega öllum ljóst að þessi vinna sem verður að fara af stað, og átti fyrir löngu að vera far- in af stað, henni átti helst að vera lokið. […]Eins og er þá virðist vera farvegur til þess að setja þá vinnu af stað,“ segir Þóra eftir fund gær- dagsins. Samningurinn sem menntamála- ráðuneytið og Styrktarfélag vangef- inna hafa gert með sér um afnot af kennslustofu á Lyngási verður end- urskoðaður í desember í ljósi þeirra markmiða að Ármúlaskóli taki við rekstrinum um áramót. Þóra segir hins vegar allt enn á huldu um hvernig þau mál þróist og að styrktarfélagið sé tilbúið að heimila notkun á húsinu við Lyngás fram á vor. Hvorki náðist í Eygló Eyjólfs- dóttur, fulltrúa menntamálaráðu- neytisins, í gær né Árna Magnússon félagsmálaráðherra, sem staddur er erlendis. Félagsmálaráðuneytið fer með málefni fatlaðra á Íslandi og er þátttakandi í samstarfi Evrópu- þjóða í tilefni Evrópuárs fatlaðra. Styrktarfélag vangefinna og fulltrúi ráðuneytisins funduðu um málefni Safamýrarskóla í gær Óskað eftir fundi með foreldrum í næstu viku SNORRA MÁ Skúlasyni, um- sjónarmanni Íslands í dag á Stöð 2, hefur verið sagt upp störfum og tekur upp- sögnin gildi 1. september nk. Skýr- inguna á upp- sögninni segir Karl Garðars- son, frétta- stjóri Stöðvar 2, vera þá að fækka hafi þurft starfsfólki. „Við höfum ekki pláss, við höfum verið með of mikið af fólki. Breytt vaktafyrirkomulag sem tók gildi 1. júlí þýðir að við þurf- um að fækka fólki. Þar að auki er þessi breyting á Ís- landi í dag komin til, þannig að við höfum ekki lengur pláss þar.“ Nýir umsjónarmenn Íslands í dag taka við Nýir umsjónarmenn Ís- lands í dag eru Þórhallur Gunnarsson og Jóhanna Vil- hjálmsdóttir úr morgunþætt- inum Ísland í bítið. Spurður um ástæðu þess að Snorra Má, sem hefur langa reynslu af fjölmiðlum, er sagt upp í stað reynsluminna fólks, segir Karl: „Þegar þú ert í sjónvarpi er ekki alltaf spurt að því. Þetta er bara spurning um hvaða fólk hent- ar okkur best á hverjum stað hverju sinni.“ Karl segir af og frá að upp- sögn Snorra Más tengist um- töluðum „leka“ af fréttastofu Stöðvar 2 til vefsíðunnar frettir.com. Sjö hættir störfum frá því í júní Frá því í lok júní hefur sjö fréttamönnum eða þátta- stjórnendum auk Snorra Más verið sagt upp störfum hjá Stöð 2 eða þeir látið af störf- um. Þau eru Árni Snævarr, Bryndís Hólm, Hulda Gunn- arsdóttir, Margrét Stefáns- dóttir, Ólöf Rún Skúladóttir, Snorri Sturluson og Þor- steinn J sem var umsjónar- maður spurningaþáttarins Viltu vinna milljón? Snorra Má Skúlasyni sagt upp á Stöð 2 Snorri Már Skúlason VEGNA óvenjugóðs tíðarfars eiga bændur margir hverjir fyrningar af heyi og eins er útlit fyrir umfram- uppskeru af kartöflum. Unnt væri að nýta bæði hey og kartöflur til landgræðslu og segist Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra treysta bændum vel til að huga að þeim möguleika í samvinnu við ráðunautaþjónustuna og Land- græðsluna. Hann sér þó ekki fyrir sér að ríkissjóður styrki bændur til þessara verkefna. Guðni Ágústsson segir tíðarfar hafa verið óvenju gott undanfarin ár og sérstaklega í sumar. Góður hafi sprottið sem aldrei fyrr og gróð- urlínan sé komin í um 900 m hæð. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af vanda bænda vegna hins góða tíð- arfars og telur að huga megi jafnvel að útflutningi á heyi og kartöflum sem ekki nýtist innanlands. Þá segir hann bændur kunna vel til verka við landgræðslu, þeir séu gróðurvernd- armenn og muni huga að því að af- setja léleg hey í rofabörð. Ráðherra segir Landgræðsluna geta hjálpað bændum og leiðbeint í þessum efnum eftir því sem þörf krefur og bent á hvar helst væri þörf á slíkri landgræðslu. Umframbirgðir til landgræðslu og útflutnings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.