Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR 42 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT  FH-ingar sigruðu danska 2. deild- arliðið Amager, 33:26, í æfingaleik í Danmörku í fyrrakvöld. Logi Geirs- son var markahæstur í liði FH með 8 mörk, þar af sex úr vítum, og þeir Guðmundur Pedersen og Arnar Pét- ursson skoruðu 5 hvor.  MAGDEBURG sigraði þýska 2. deildarliðið Reinickendorfer Füchse, 34:24, í æfingaleik í fyrra- kvöld og skoraði Sigfús Sigurðsson tvö af mörkum Magdeburg en markahæstir voru Christian Schöne með 8 mörk og Grzegorz Tkaczyk með 7.  JENS Sævarsson, varnarmaður úr Þrótti R., var úrskurðaður í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda af aganefnd KSÍ í fyrradag og spilar ekki gegn ÍBV um næstu helgi. Nafn hans féll niður úr frétt um leikbönnin í blaðinu í gær.  TREVOR Brooking, knattspyrnu- stjóri West Ham, hefur sagt að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, eigi ekki mögu- leika á að klófesta Jermain Defoe, sóknarmann West Ham. „Viðhorf Defoe hefur verið frábært þó að hann hafi þurft að horfa á eftir mörgum fé- lögum sínum yfirgefa félagið. Defoe er ekki að fara frá West Ham því við ætlum ekki að selja hann,“ sagði Brooking.  CLAUDIO Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, er virkilega ánægður með að Argentínmaðurinn Hernan Crespo sé kominn til félagsins. „Crespo er frábær sóknarleikmaður og ég held að enski boltinn henti hon- um vel. Hann er mjög snöggur, góður skallamaður og hann skorar mikið af mörkum. Hann mun leika mikilvægt hlutverk fyrir okkur,“ sagði Ranieri.  ÞÝSKI varnarmaðurinn Markus Babbel hefur verið lánaður frá Liver- pool til Blackburn út tímabilið. Babbel er 31 árs gamall og hefur leik- ið yfir 50 landsleiki fyrir Þýskaland en hann var áður leikmaður Bayern München.  GRAEME Souness, knattspyrnu- stjóri Blackburn Rovers, greindi frá því í gær að liðið hefði gert tvær mis- heppnaðar tilraunir í þessari viku til að kaupa fyrirliða skoska landsliðsins og Glasgow Rangers, Barry Fergu- son. Ferguson vill fara frá Skotlandi og leika á Englandi og því er ekki loku fyrir það skotið að hann skipti yfir í enskt lið fyrir 31. ágúst en þá lokast félagaskiptaglugginn.  FRANSKI landsliðsmaðurinn Steve Marlet er genginn til liðs við Marseille í Frakklandi frá enska úr- valsdeildarliðinu Fulham. Marlet sem er 28 ára var keyptur til Fulham fyrir tveimur árum fyrir metfé frá Lyon. Marlet gekk illa á síðustu leik- tíð auk þess sem hann og Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, eiga ekki skap saman. FÓLK ÞRÍR fyrrverandi landsliðsfyrirlið- ar Íslands í knattspyrnu, Guðni Bergsson, Eyjólfur Sverrisson og Sigurður Jónsson, hafa tekið hönd- um saman við þann fjórða, Arnór Guðjohnsen, og munu reka með honum knattspyrnuskólann sem Arnór stofnaði síðasta vetur, ásamt Benedikt Guðmundssyni. Skólinn hóf göngu sína í mars undir nafninu Knattspyrnuskóli Arnórs Guðjohnsens en nafni hans verður breytt í Knattspyrnuaka- demía Íslands innan tíðar. Skólinn var með námskeið í knattspyrnu- húsunum Fífunni og Egilshöll seinni part vetrar, og hélt síðan áfram starfseminni í sumar með námskeiðahaldi hjá nokkrum fé- lögum. „Það er mikill fengur að fá þá Sigurð, Guðna og Eyjólf með í skól- ann því þeir búa yfir gífurlegri reynslu sem atvinnumenn. Við fjór- ir höfum leikið erlendis samtals í 50–60 ár og spilað hátt í 300 lands- leiki, og viljum skila okkar reynslu til baka til íslenskra ungmenna sem hafa áhuga á að ná langt í knatt- spyrnunni. Sigurður verður á fullu í þjálfun í skólanum og þeir Guðni og Eyjólfur koma að honum með skipulagningu á æfingum og ann- arri ráðgjöf,“ sagði Arnór Guðjohn- sen í samtali við Morgunblaðið. Skólinn hefst að nýju 22. sept- ember og boðið verður upp á tvö fimm vikna námskeið í Fífunni og Egilshöll. „Síðasta vetur vorum við með allar æfingar klukkan hálfsjö á morgnana en nú verður æft tvisvar á þeim tíma og einu sinni á laug- ardögum,“ sagði Arnór. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans, www.knatt- spyrnuskoli.com. Fjórir landsliðs- fyrirliðar með knattspyrnuskóla TEITUR Þórðarson sagði í gær upp starfi sínu sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lyn. Teitur sagði upp á fundi með forráðamönn- um félagsins. Það hefur legið í loft- inu um nokkurn tíma að breytingar kynnu að eiga sér stað hjá Lyn. Teitur tók við þjálfun Lyn á síðasta vetri eftir að hafa verið þjálfari Brann í Björgvin um nokkurra ára skeið. Nokkrir leikmenn norska knatt- spyrnuliðsins Lyn höfðu óskað eftir því við stjórn félagsins að það segði Teiti upp störfum og réði Stuart Baxter í hans stað en Baxter var við stjórnvölinn á undan Teiti áður en hann tók við starfi hjá enska knatt- spyrnusambandinu. Ekki var ljóst í gær hver tæki við starfi Teits en forráðamenn félagsins sögðu að það myndi ekki dragast lengi að tilnefna eftirmann hans. Lyn hefur gengið afleitlega upp á síðkastið og eftir sex tapleiki í röð óx þrýstingur á Teit að segja starfi sínu lausu en Lyn, sem þeir Jóhann B. Guðmundsson og Helgi Sigurðs- son leika með, er í tólfta sæti af 14 liðum og í bullandi fallhættu. „Okkur hefur gengið allt í mót á tímabilinu og staða liðsins er ekki beint glæsileg. Það var búist við miklu af liðinu enda fullt af góðum leikmönnum sem spila með því. Nokkrir þeirra hafa hins vegar ver- ið mikið meiddir í langan tíma og hafa átt í basli með að komast í form. Þar fyrir utan hafa margir leikmenn leikið langt undir getu og staðan er einfaldlega sú að skipta þarf út stórum hópi leikmanna. Ég hef ekki verið ánægður með framlag Helga og Jóhanns. Báðir hafa þeir valdið mér vonbrigðum með sinni frammistöðu,“ sagði Teitur í samtali við Morgunblaðið í gær. Helgi hefur aðeins skorað þrjú mörk í 17 leikj- um og Jóhann eitt í 18 leikjum. Teitur segir að fullt af vanda- málum hafi skotið upp kollinum á tímabilinu og til að mynda hafi hann verið í stríði við þrjá til fjóra leik- menn í langan tíma vegna aga- vandamála. Hann segist hafa fullan stuðning frá stjórn Lyn og að stjórnarmenn hafi lýst því yfir að þeir vilji ekki að hann yfirgefi félag- ið. Teitur, sem var samningsbundinn Lyn til loka næsta árs, stýrir liðinu því ekki í UEFA-keppninni í kvöld þegar það tekur á móti færeyska liðinu NSÍ. Lyn vann fyrri leikinn, 3:1, og er því komið með annan fót- inn í 1. umferð keppninnar. Teitur sagði upp hjá Lyn ÞÝSKA stórliðið Magdeburg kem- ur til landsins síðdegis í dag en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar, með Sigfús Sigurðsson innanborðs, eru annað tveggja erlendra liða sem taka þátt í opna Reykjavík- urmótinu. Hitt er franska liðið Combault. Í liði Magdeburg er valinn maður í hverju rúmi og þó svo að franski landsliðsmaðurinn Joel Abati og júgóslavneski risinn Nenand Per- unicic eigi ekki heimangengt í Ís- landsferðina vegna meiðsla þá koma með liðinu handknattleiks- menn sem eru í fremstu röð og nægir þar að nefna þýska landsliðs- manninn Stefan Kretzschmar, Rússann Oleg Kuleschow, Rúmen- ann Robert Licu, pólska landsliðs- manninn Grzegorz Tkaczyk og ekki síst Sigfús Sigurðsson. Mótið hefst í dag klukkan 17 með leik Combault og Vals en Magde- burg leikur fyrsta leik sinn klukkan 18 á morgun þegar liðið mætir Vík- ingum. Allir leikirnir á opna Reykjavíkurmótinu fara fram í íþróttahúsinu Austurbergi í Breið- holti en mótið stendur yfir alla helgina og lýkur með úrslitaleik síðdegis á sunnudag. Í A-riðli eru: Haukar, ÍBV, Stjarnan og Breiðablik. B-riðill: Valur, Fram, Aftureld- ing, Combault og Selfoss. C-riðill: Magdeburg, HK, KA, Víkingur. Lærisveinar Alfreðs koma í dag SVEIT Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur, TBR, tapaði naumlega fyrsta leik sínum í Evrópukeppni félagsliða sem hófst í gær í Svíþjóð. TBR mætti þá Basel frá Sviss og tap- aði 4:3. TBR er í riðli með Finnum, Tyrkjum og Hollendingum, auk Svisslendinganna, en 23 þjóðir keppa. Í gær unnu Njörður Ludvigsson og Magnús Ingi Helgason tvíliðaleik- inn 15-2 og 15-8, Ragna Ingólfsdóttir tapaði 8-11 og 9-11 en Katrín Atla- dóttir vann 11-2 og 13-11. Helgi Jó- hannesson tapaði 15-10, 7-15 og 8-15 en Njörður vann sinn einliðaleik 6- 15, 15-6 og 15-8. Tvenndarleikurinn tapaðist síðan 10-15 og 5-15 en þar léku Helgi og Tinna Helgadóttir. Naumt tap hjá TBR Leiðrétting Eyjamenn æfa ekki hjá Víkingi Forráðamenn 1. deildarliðs Víkings í knatt- spyrnu vilja koma því á framfæri að ekki sé rétt sem fram kom í frétt Morgunblaðsins á þriðjudag að nokkrir leikmanna ÍBV muni æfa með Víkingum á næstu vikum. Víking- ar segja að ekki standi til að umræddir leik- menn æfi með Víkingsliðinu. KNATTSPYRNA UEFA-keppnin, 1. umferð, síðari leikir: Grindavíkurv.: Grindavík - Kärnten....17.30 Laugardalsvöllur: Fylkir - AIK Solna .....18 HANDKNATTLEIKUR Opna Reykjavíkurmót karla: Combault - Valur........................................17 Fram - Afturelding.....................................18 Haukar - Breiðabik ....................................19 Valur - Fram...............................................20 Breiðablik - Stjarnan .................................21  Allir leikirnir fara fram í íþróttahúsinu Austurbergi. KÖRFUKNATTLEIKUR Hraðmót Vals: Haukar - Fjölnir .........................................19 Njarðvík - Breiðablik .................................20 Í KVÖLD KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu Forkeppni, 3. umferð, síðari leikir: Lokom. Moskva - Shakhtar Donetsk.. 3:1 Míkhaíl Ashvetja 20., 44., Sergei Ignashe- vítsj 86. víti - Mariousz Lewandowski 71.  Lokomotiv áfram, 3:2 samanlagt. CSKA Sofia - Galatasaray ................... 0:3 - Cesar Luis Prates 28., Sabri Sarioglu 53., Arif Erdem 86. Galatasaray áfram, 6:0 samanlagt. FC København - Glasgow Rangers .... 1:2 Alvaro Dos Santos 83. - Mikel Arteta 52. víti, Shota Arveladze 86.  Rangers áfram, 3:2 samanlagt. AEK Aþena - Grasshoppers ................ 3:1 Kostas Katsouranis 21., Nilos Liberopou- los 25., 40. - Richard Nunes 68.  AEK áfram, 3:2 samanlagt. Ajax - Grazer AK ................................. 2:1 Zlatan Ibrahimovic 15., Tomas Galesek 104. víti. - Roland Kollmann 40.  Ajax áfram, 3:2 samanlagt. Dortmund - Club Brugge .................... 2:1 Marcio Amorosso 3., Henrique Ewerthon 86. - Andres Mendoza 27.  Club Brugge áfram, 3:3 samanlagt, en hafði betur í vítaspyrnukeppni.. Celtic - MTK Búdapest ........................ 1:0 Chris Sutton 13.  Celtic áfram, 5:0 samanlagt. Dinamo Zagreb - Dynamo Kiev .......... 0:2 - Maksim Shatskikh 46., Diogo Rincon 70.  Kiev áfram, 5:1 samanlagt. Newcastle - Partizan Belgrad ............ 0:1 - Iliev 50.  Belgrad áfram, 1:1 samanlagt, en hafði betur í vítaspyrnukeppni.. Slavia Prag - Celta Vigo...................... 2:0 Richard Dostalek 18., Tomas Hrdlicka 30.  Celta Vigo áfram, 3:2 samanlagt. Marseille - Austria Vín ........................ 0:0  Marseille áfram, 1:0 samanlagt. Benfica - Lazio ..................................... 0:1 Rodriguez Cesar 28.  Lazio áfram, 4:1 samanlagt. UEFA-bikarinn Forkeppni, síðari leikir: Zhenis (Kaz.) - Viktoria Zizkov (Tékk.) 1:3  Viktoria áfram, 6:1 samanlagt. Atlantas (Lit.) - Groclin (Pól.)) ............ 1:4  Groclin áfram, 6:1 samanlagt. England Úrvalsdeild: Arsenal - Aston Villa ........................... 2:0 Sol Campbell 56., Thierry Henry 90. 38.010. Liverpool - Tottenham ........................ 0:0 43,778. Manchester United - Wolves ............... 1:0 John O’Shea 9. 67.648. Staðan: Arsenal 3 3 0 0 8:1 9 Man. Utd 3 3 0 0 7:1 9 Portsmouth 3 2 1 0 7:2 7 Man. City 3 2 1 0 7:3 7 Chelsea 2 2 0 0 4:2 6 Blackburn 3 1 1 1 9:6 4 Everton 3 1 1 1 6:5 4 Charlton 3 1 1 1 6:5 4 Birmingham 2 1 1 0 1:0 4 Tottenham 3 1 1 1 2:2 4 Southampton 3 0 3 0 2:2 3 Fulham 2 1 0 1 4:5 3 Leeds 3 0 2 1 3:4 2 Leicester 3 0 2 1 3:4 2 Liverpool 3 0 2 1 1:2 2 Newcastle 2 0 1 1 3:4 1 Aston Villa 3 0 1 2 1:4 1 Middlesbro 3 0 1 2 2:7 1 Bolton 3 0 1 2 2:10 1 Wolves 3 0 0 3 1:10 0 1. deild: Coventry - Nottingham Forest............ 1:3 Staðan: Cr. Palace 4 3 0 1 8:5 9 WBA 4 3 0 1 7:5 9 Reading 4 2 2 0 7:3 8 Stoke City 4 2 2 0 6:2 8 Millwall 4 2 2 0 4:1 8 Sheff. Utd. 4 2 2 0 3:1 8 Norwich 4 2 1 1 7:5 7 Cardiff 4 2 1 1 6:4 7 Wigan 4 2 1 1 4:3 7 West Ham 4 2 1 1 3:2 7 Crewe 4 2 1 1 4:4 7 Sunderland 4 2 0 2 4:3 6 Nottingham F. 4 2 0 2 6:6 6 Walsall 4 1 2 1 5:3 5 Rotherham 4 1 2 1 1:2 5 Gillingham 4 1 2 1 1:3 5 Bradford 4 1 1 2 4:4 4 Wimbledon 4 1 0 3 7:9 3 Burnley 4 1 0 3 6:9 3 Coventry 3 0 2 1 2:4 2 Ipswich 4 0 2 2 2:4 2 Preston 4 0 1 3 2:6 1 Derby 4 0 1 3 3:10 1 Watford 3 0 0 3 0:4 0 Spánn Meistarakeppnin: Real Madrid - Mallorca........................ 3:0 Raul 45., Ronaldo 53. David Beckham 73. Þýskaland Hannover - Hansa Rostock.................. 3:3 Thomas Christiansen 16., 66., Jan Simak 71. - Martin Max 43., 63., Marco Vorbeck 90. Staðan: Bremen 4 3 1 0 9:2 10 Bayern München 4 3 1 0 10:4 10 Stuttgart 4 3 1 0 5:0 10 Leverkusen 4 3 0 1 10:3 9 Dortmund 4 2 1 1 9:4 7 1860 München 4 2 1 1 4:4 7 Wolfsburg 4 2 0 2 9:8 6 Rostock 4 1 2 1 8:7 5 Freiburg 4 1 2 1 7:7 5 Hannover 4 1 2 1 9:10 5 Schalke 4 1 2 1 6:8 5 Bochum 4 1 1 2 4:7 4 Gladbach 4 1 1 2 3:6 4 Köln 4 1 0 3 3:5 3 Kaiserslautern 4 1 0 3 2:5 3 Hertha 4 0 3 1 0:3 3 Frankfurt 4 0 1 3 2:8 1 Hamburger SV 4 0 1 3 2:11 1 FRJÁLSÍÞRÓTTIR HM í París Kúluvarp kvenna: Svetlana Krivelyova, Rússl. ..............20,63 Nadezhda Ostapchuk, H-Rússl. ........20,12 Vita Pavlysh, Úkraínu .......................20,08 100 m grindahlaup kvenna: Perdita Felicien, Kanada...................12,53 Brigitte Foster, Jamaíku...................12,57 Miesha McKelvy, Bandar. ................ 12,67 1.500 m hlaup karla: Hicham El Guerrouj, Marokkó ......3.31,77 Mehdi Baala, Frakklandi................3.32,31 Ívan Heshko, Úkraínu ....................3.33,17 400 m hlaup kvenna: Ana Guevara, Mexíkó ........................48,89 Lorraine Fenton, Jamaíku ................49,43 Amy Mbacke Thiam, Senegal ...........49,95 Tugþraut karla: Tom Pappas, Bandar. .................8.750 stig Roman Šebrle, Tékklandi ..........8.634 stig Dmítríj Karpov, Kasakstan........8.374 stig ÚRVALSDEILDARLIÐ KR-inga í körfuknattleik hefur gert samning við Bandaríkjamanninn Gregory Jerome Gray um að leika með liðinu á kom- andi leiktíð. Gray, sem er 2 metrar á hæð og nálægt 100 kg., er að sögn KR-inga mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað allar stöður á vell- inum. Gray sem er 24 ára gamall hefur leikið með nokkrum háskólaliðum í Bandaríkjunum, þar á meðal með South Carolina State þar sem hann skoraði að jafnaði 15 stig í leik og tók 6 fráköst. Í sumar spilaði Gray í sum- ardeild í Los Angeles þar sem hann þótti standa sig vel en í þessari deild voru saman komnir leikmenn sem eru með lausa samninga auk leikmanna í NBA sem nota deildina til að halda sér í æfingu. Þá hafa KR-ingar endurheimt Ólaf Má Ægisson frá Val en Ólafur var í herbúðum KR en lék með Valsmönn- um á síðustu leiktíð. Hann hefur leikið um 60 leiki með KR-ingum í úrvals- deildinni og varð Íslandsmeistari með vesturbæjarliðinu fyrir þremur árum. KR-ingar sömdu við Gray

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.