Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „ÞAÐ er alltaf erfitt fyrir stjórnmálaflokka að vera með einhvern einstakling sem allir eru að bíða eftir að taki við forystunni. Það setur flokk í ákveðna biðstöðu og það getur verið erfitt og nokkuð flókið að vinna úr slíkri stöðu, ekki ein- ungis fyrir sitjandi formann heldur flokkinn í heild og alla stefnumótun,“ segir Baldur Þór- hallsson, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þetta er ákveðinn biðleikur. Ingibjörg Sól- rún ætlar sér greinilega að taka við flokknum eftir tvö ár en það virðist ekkert liggja fyrir um að Össur hyggist draga sig til baka þá. Að minnsta kosti er það ekki á borðinu. Þetta er nokkuð erfið staða fyrir Össur að vinna úr og raunar einnig þingflokkinn því að yfirlýsingar margra forystumanna Samfylkingarinnar eru ekki samhljóða því viðhorfi flokksmanna sem kemur fram í skoðanakönnun Gallup. Það virð- ist gæta meiri trega innan þingflokksins varð- andi það að skipta um formann en hjá hinum al- menna flokksmanni. Það styrkir þó stöðu Össurar að sterkir aðilar standa með honum og gerir honum auðveldara fyrir að vinna innan flokksins.“ Baldur segir það há Samfylkingunni að hún komi ekki sérstaklega samstiga fram í stjórn- arandstöðu. „Þetta eru áhlaup einstakra þing- manna á ríkisstjórnina en ekki mikil sam- antekin ráð. Þetta tengist einnig togstreitunni u s a t a h g þ m a s e s u Ingibjörg ógnar stöðu þingflokk Á KVÖRÐUN Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladótt- ur um að gefa kost á sér í embætti varafor- manns í haust og stefna að því að bjóða sig fram til formanns að tveimur árum liðnum kom flestu Samfylkingarfólki á óvart. Flestir höfðu búist við að hún myndi annaðhvort gefa kost á sér í formannsembættið fyrir landsfund Samfylkingarinnar í nóvember eða bíða með framboð fram að þar næsta landsfundi. Kannanir mótuðu umræðu Ingibjörg hafði verið undir mikl- um þrýstingi síðustu vikur að bjóða sig fram til formanns ekki síst eftir að niðurstöður Gallup-könnunar, sem framkvæmd var að beiðni stuðningsmanna hennar, sýndi fram á að mikill meirihluti stuðnings- manna Samfylkingarinnar hana sem formann. Könnunin var framkvæmd í júní og júlí og sögðust 87,3% stuðnings- manna Samfylkingarinnar vilja Ingibjörgu sem formann en 12,7% sögðust vilja að Össur Skarphéðins- son yrði áfram formaður. Skoðanakönnun sem gerð var á vegum Plússins og kynnt var um miðjan ágúst sýndi einnig fram á mikinn stuðning við Ingibjörgu Sól- rúnu. Alls sögðu 62,5% þeirra sem sögðust styðja Samfylkinguna að hún ætti að bjóða sig fram sem for- maður, 24,5% voru því andvíg og rúm 13% sögðust ekki vera viss. Össur lýsti því hins vegar yfir í samtali við Morgunblaðið á mánu- dag að hann hefði tekið ákvörðun um að gefa kost á sér áfram og var því ljóst að slagur yrði um for- mannsembættið gæfi Ingibjörg Sól- rún kost á sér. Greinilegt er að innan Samfylk- ingarinnar hafa margir haft tölu- verðar áhyggjur af þessari þróun mála. Annars vegar var ljóst að slík- ur slagur yrði harður og margir myndu liggja sárir að honum lokn- um. Spennan magnaðist upp á síð- ustu vikum og segja má að þau Öss- ur og Ingibjörg hafi háð taugastríð þar sem bæði spiluðu hátt. Fangi eigin yfirlýsinga Þegar ljóst var að Össur hugðist ekki standa upp virðist það hafa ver- ið mat Ingibjargar Sólrúnar og stuðningsmanna hennar að skyn- samlegra væri að efna ekki til átaka. Þá hafa nokkrir af forystumönnum þingflokks Samfylkingarinnar lýst því yfir á síðustu dögum að þeir teldu rétt að Össur gegndi áfram formennsku. „Hún hefði eflaust sigrað í slíkum slag en hún hefði einnig goldið fyrir það. Það eru margir harðir baráttumenn í þing- flokknum sem styðja Össur. Nú get- ur þetta fólk ekkert sagt,“ sagði stuðningsmaður úr innsta kjarna Ingibjargar. Aðrir benda á að Ingibjörg hafi einnig verið fangi eigin yfirlýsinga. Hún hafi ítrekað lýst því yfir að hún hefði ekki hug á að taka að sér for- mennsku í flokknum meðal annars á blaðamannafundi 12. janúar, þar sem tilkynnt var um þá ákvörðun að hún yrði forsætisráðherraefni Sam- fylkingarinnar fyrir alþingiskosn- ingarnar í maí síðastliðnum. Yfirlýsingar Ingibjargar hafa verið rifjaðar upp í fjölmiðlum síð- ustu daga og bentu margir viðmæl- endur á að ef til formannskosninga hefði komið hefðu fyrri ummæli óspart verið notuð gegn henni rétt eins og gert var með yfirlýsingar hennar á sínum tíma um þingfram- boð. Flokkurinn varpar öndinni léttar „Það myndaðist sterk stemmn- ing fyrir því síðustu dagana að ekki yrði tekist á um formannsembætt- ið. Flokkurinn varpaði því öndinni léttar þegar ákvörðun Ingibjargar lá fyrir. Jafnvel eindregnir stuðn- ingsmenn hennar vildu ekki að hún færi fram núna og þá ekki síst með hennar eigin hagsmuni að leiðar- ljósi. Hún yrði sökuð um að bak orða sinna“ og það hef hana,“ sagði einn þingma fylkingarinnar. „Engum tímabært að taka slagin bætti hann við. Margir af stuðning Ingibjargar lögðu hins veg henni og er hún sögð hafa v ir „ofboðslegri pressu frá um hópum“ að fara fram. Á hennar um að gefa kost s ætti varaformanns olli þes um miklum vonbrigðum o ákveðið að Ingibjörg my framt lýsa því yfir að hún að gefa kost á sér í form ættið eftir tvö ár. „Hún v að fara fram núna en v þessa málamiðlun,“ sagði n gjafi Ingibjargar. „Við æ starfa að þessu af heilindum var sú að hún var reiðubú fram. Þau ræddu þetta hú ur og þetta var niðurstaðan Ekkert samkomulag er Millilending loknu taugas Morgunblaði Ingibjörg Sólrún stefnir að formennsku í Samfylkingunni eftir Össur hyggst hins vegar bíða með að ákveða framtíðaráform sí Taugastríð hefur verið háð innan forystu Sam ingarinnar síðustu daga vegna forystumála fl ins. Steingrímur Sigurgeirsson tók púlsinn ystumönnum í flokknum og segir flesta fegn að ekki komi til harðra átaka á landsfundi í h „ÞETTA er málamiðlunarlausn hjá Ingibjörgu Sólrúnu. Hún er m stuðningsmenn sína á bakinu sem vilja að hún fari núna og sjá ekk semina í því að vera með formann sem hefur litla hylli annars veg hins vegar einhvern sterkasta stjórnmálamann þjóðarinnar á var um,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði skóla Íslands. „Össur hefur að mörgu leyti sinnt hlutverki sínu ve hann njóti ekki alþýðuhylli og þar að auki eru þau líka tengd nánu skylduböndum. Þessi niðurstaða virðist hugsuð til að enginn verð reiður. Össur hefur þannig nokkurn tíma til að venjast þessari tilh Ingibjörg er líka búin að stilla málum þannig upp að hún verði að fram, það þýðir ekkert fyrir Össur að verða reiður eftir tvö ár. Hi er staða Össurar þessi tvö ár ekki mjög eftirsóknarverð.“ Gunnar Helgi segir að málamiðlunarlausnir séu ekki alltaf mjö réttar. „En eins og hún hefur ítrekað spila hennar eigin persónule ir inn í sem ég get vel trúað. Hún er búin að vera í mikilli skothríð anfarið ár og það að hún vilji fá næði til að standa upp frá borðinu um og verða fyrir nýjum áhrifum er mjög trúverðugt.“ Niðurstaða sem gerir engan reiðan ALLIR FYRIR EINN OG EINN FYRIR ALLA Ár fatlaðra, sem nú stendur yfir,hefur orðið til þess að dragasérstöðu og þarfir þessa þjóð- félagshóps fram í sviðsljósið, ekki síst með tilliti til þess margvíslega vanda sem fatlaðir þurfa að glíma við í sínu daglega lífi. Eins og fram hefur komið á undanförnum misserum er víða pott- ur brotinn í þessu sambandi og löngu tímabært að ryðja úr vegi þeim hindr- unum er koma í veg fyrir að fatlaðir geti tekið þátt í samfélaginu með al- mennum hætti rétt eins og aðrir. Í Morgunblaðinu í gær var fjallað um þá óvissu sem ríkir um nám mikið fatlaðra framhaldsskólanemenda, en fresta þurfti skólabyrjun hjá fjórum af tíu nemendum á þessu skólastigi í Safamýrarskóla vegna þrengsla. Til stendur að þeir hefji nám næstkom- andi mánudag í skólastofu dagheim- ilisins Lyngáss, en Styrktarfélag van- gefinna hefur látið hana eftir til næstu áramóta. Þótt vandi þessara nemenda hafi þannig verið leystur til bráðabirgða er ljóst að skólamálum mikið fatlaðra nemenda á framhaldsskólastigi hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Af um- mælum Erlu Gunnarsdóttur, skóla- stjóra Safamýrarskóla, og Sölva Sveinssonar, skólastjóra Fjölbrauta- skólans í Ármúla, sem falið hefur verið að taka rekstrarlega og faglega ábyrgð á þessum nemendum, má merkja að mál þessi hafa verið látin reka á reiðanum um langt skeið. Erla segir t.d. að nemendur Safamýrar- skóla, sem er grunnskóli fyrir fatlaða, búi við mikil þrengsli en samt sem áð- ur hafi verið reynt að mæta þörfum nemenda framhaldsskólastigs að auki. „Við höfum bara þjappað okkur saman til þess að geta sinnt þessu verkefni og hugsað með okkur að það gangi af því að þetta er tímabundið mál en svo er þetta bara ekkert tímabundið. Þetta hefur verið árviss viðburður að við keyrum hérna framhaldsstig,“ segir hún. Að sögn Sölva var upphaflega gert ráð fyrir að Fjölbrautaskólinn í Ár- múla tæki við þessari kennslu frá og með þessu hausti, en „ekkert hafi heyrst frá ráðuneytinu í nokkurn tíma“ og því hafi það ekki orðið. Reynsla Friðgeirs Kristinssonar, föð- ur mikið fatlaðs drengs á nítjánda ári, er jafnframt til vitnis um aðgerðaleysi yfirvalda, en hann segir enga varan- lega lausn hafa verið fundna varðandi framhaldsnám sonar hans, þrátt fyrir ítrekaða fundi með tveimur ráðherr- um menntamálaráðuneytisins og starfsfólki þess. Að hans sögn hefur syni hans „verið úthýst alls staðar. Það hafa engin tilboð verið uppi sem orð eru á festandi heldur hefur verið um bráðabirgðalausnir að ræða“. Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra segir í blaðinu í gær að lausn þessa máls sé „innan seilingar“ og að- eins „dagaspursmál hvenær málið verður í höfn“. Ef menntamálaráð- herra er að vísa til þeirrar bráða- birgðalausnar sem reifuð var hér að ofan er langt frá því að málið sé í höfn. Þessir einstaklingar eiga rétt á námi við sitt hæfi og framtíðarúrlausnum á því sviði rétt eins og önnur börn á Ís- landi. Er ekki kominn tími til þess að gera einkunnarorð árs fatlaðra; „allir fyrir einn og einn fyrir alla“, að raun- verulegu markmiði í íslensku sam- félagi þannig að litlum hópum einstak- linga sem vissulega eiga undir högg að sækja sé „ekki úthýst“ heldur njóti sömu sjálfsögðu réttinda og aðrir – í þessu tilviki varanlegra lausna í menntamálum? VIÐSKIPTAPÓLITÍSK FJÁRFESTING Kaup Samsonar og Landsbankansá stórum eignarhlut í Fjárfest- ingarfélaginu Straumi, sem tilkynnt var um í gær, geta haft grundvallar- þýðingu í þeim miklu átökum og svipt- ingum, sem um langt skeið hafa staðið yfir í íslenzku viðskiptalífi. Straumur á umtalsvert safn hlutabréfa en kannski hefur eignarhlutur félagsins í Eimskipafélagi Íslands mesta við- skiptapólitíska þýðingu. Þegar Landsbanki Íslands gerðist stór hluthafi í Straumi virtist vera ein- hvers konar samkomulag eða skilning- ur á milli Íslandsbanka og Lands- banka um að þessir tveir bankar mundu taka höndum saman á þeim vettvangi. Eftir þau viðskipti, sem fram fóru í gær með hlutabréf í Straumi, er ekki annað að sjá en þeir aðilar, sem eiga Samson og eru jafn- framt ráðandi aðilar í Landsbanka Ís- lands, séu komnir mjög nálægt því að ná ráðandi hlut í Straumi. Erfitt er að sjá, að það geti þjónað hagsmunum Ís- landsbanka. En jafnframt er ljóst, að framundan geta verið töluverð umskipti í eigenda- hópi Eimskipafélags Íslands. Nái Landsbankinn og Samson ráðandi hlut í Straumi hafa þessir aðilar yf- irráð yfir um 15% hlut Straums í Eim- skipafélagi Íslands. Landsbankinn er einnig hluthafi í Eimskipafélaginu og sé hlutum Straums og Landsbankans í Eimskipafélaginu beitt af sömu aðil- um fer ekki á milli mála, að staða þeirra innan Eimskipafélagsins er orðin mjög sterk. Áhrifum innan Eim- skipafélagsins fylgir ýmislegt. Félagið er langstærsti hluthafinn í Flugleið- um, ræður yfir öflugum sjávarútvegs- fyrirtækjum auk veigamikillar hluta- fjáreignar í öðrum félögum eins og t.d. Íslandsbanka. Síðustu daga var skýrt frá því, að þeir feðgar Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor hefðu skipt með sér verkum í viðskiptaumsvifum sín- um og að Björgólfur Guðmundsson mundi einbeita sér að fjárfestingum á heimavígstöðvum. Augljóst er að við- skiptasamsteypa þeirra og Magnúsar Þorsteinssonar er orðin langöflugasta viðskiptasamsteypan á Íslandi. Hin viðskiptapólitíska staða Björg- ólfs Guðmundssonar sýnist vera orðin sterkari en nokkurra annarra einstak- linga, sem láta að sér kveða í íslenzku viðskiptalífi um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.