Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ GARÐABÆR – OPIÐ HÚS Heimilisfang: Hrísmóar 2a, 3. hæð t.h. Stærð 85,8 fm Byggingarár: 1985 Brunabótamat: 10,8 millj. Verð: 12,6 millj. BJÖRT OG FALLEG 3JA HERB. ÍBÚÐ Á 3. HÆÐ MEÐ SÉRINNGANGI Í LITLU FJÖLBÝLI. Rúmgóð og vel skipulögð íbúð mið- svæðis í Garðabæ. Stórar suðursvalir. Stutt í alla þjónustu. Laus fljótlega Reynir Erlingsson RE/MAX tekur á móti gestum í dag milli kl.: 19:30 – 21:00 Reynir Erlingsson – símar 520 9556 / 896 9668 reynir@remax.is – Hans Pétur Jónsson lögg. fasteignasali. NÝLEG heimasíða Kattavinafélags Íslands, www.kattholt.is, hefur vakið mikla athygli, og hafa um 7.000 flett- ingar verið skráðar á síðunni á þeim tveimur mánuðum sem hún hefur verið starfrækt. Á síðunni eru birtar myndir af öll- um köttum sem koma í Kattholt, bæði þeim sem eru í óskilum og bíða rétts eiganda, en einnig þeim sem eru heimilislausir og bíða þess að einhver góðhjartaður kattavinur taki þá að sér. Í dag eru um 70 kettir á öllum aldri í Kattholti, segir Sigríður Heið- berg, formaður Kattavinafélags Ís- lands, sem á og rekur Kattholt. Frá 1. maí til dagsins í dag hafa um 170 óskila eða eigendalausir kettir dvalið í Kattholti um lengri eða skemmri tíma. „Það eru ansi fáir sem eru sótt- ir. Það segir mér mikið um kattahald hér á Íslandi, þetta er alveg skelfi- legt,“ segir Sigríður. Bæði lögreglan og almenningur koma með ketti í Kattholt frá öllu höfuðborgarsvæð- inu. Kattavinafélag Íslands opnaði Kattholt 1991, en heimasíðan er frek- ar nýtilkomin. Hún hefur vakið at- hygli á félaginu og starfseminni og hafa margir gengið í félagið und- anfarið. Skráðir félagsmenn í Katta- vinafélaginu hafa verið um milli 300 og 400, en talsverð fjölgun hefur ver- ið í sumar. „Fólk hefur samúð með dýrunum og vill styrkja þessa starf- semi,“ segir Sigríður. Á heimasíðu Kattholts birtast myndir af öllum köttum sem eru þar í óskilum, bæði þeim sem eru að bíða eftir réttum eigendum og þeim sem eru að bíða eftir að einhver taki þá að sér. Þannig geta þeir sem hafa hugs- að sér að taka að sér kött fengið hug- mynd um hvaða dýr sé hægt að kaupa, og þeir sem eru að leita að kettinum sínum geta séð hvort hann er staddur í Kattholti. Þar er einnig hægt að senda inn tilkynningu um týndan kött og er þegar kominn langur listi yfir týnda ketti. Hluti af starfseminni í Kattholti er starfræksla sérstaks kattahótels þar sem fólk getur fengið að geyma heimilisketti í lengri eða skemmri tíma. Hótelið er mikið notað af katta- eigendum, sér í lagi yfir sumartím- ann, og giskar Sigríður á að á milli þrjú og fjögur hundruð kettir hafi gist á hótelinu í sumar, enda er hót- elið er ein af bestu tekjulindum Kattavinafélagsins. Fólk nýtir sér þessa þjónustu t.d. þegar það fer til útlanda, á spítala eða á meðan það er að flytja. „Þá þarf kisan að vera heil- brigð, bólusett og hreinsuð. Svo pantar fólk allt frá einum, tveimur dögum upp í um þrjár vikur,“ segir Sigríður. Kostnaður við gistingu á kattahót- elinu er 700 kr. á sólarhring með mögulegum afslætti eftir 20 daga og þegar minna er að gera. „Þeir koma ár eftir ár og oft á ári sumir kettirnir, við erum farin að þekkja þá suma.“ Nýjar reglur í Reykjavík Skipaður hefur verið starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar sem á að endurskoða reglugerðir um katta- hald í borginni, og er miðað við að hann skili tillögum um breytingar ekki síðar en 1. október 2003. Sigríð- ur segist hafa góða hugmynd um hvað þyrfti að breytast í þessum mál- um: „Það verður að herða reglurnar. Það verður að eyrnamerkja eða ör- merkja öll dýr og kalla fólk til ábyrgðar. Til dæmis getur köttur komið til okkar í Kattholti sem er yf- irgefinn af eiganda. Eigandinn sem er skráður ber enga ábyrgð, hún lendir á Kattavinafélagi Íslands.“ Sigríður segir að skráðir eigendur ættu að vera skyldaðir til að greiða allan kostnað vegna sinna dýra. „Ég mundi vilja hafa minni lausa- göngu, mér finnst ekkert eðlilegt að kettir fari inn og út þegar þeir vilja. Kettir valda ónæði. Ég er mikill dýravinur en ég vil ekki að kettir séu úti á nóttunni. Þá eiga þeir bara að vera heima með sínu fólki.“ Heimasíða Kattholts vekur mikla athygli kattavina Um 120 hafa skoðað síðuna dag hvern í sumar Morgunblaðið/Jim Smart Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafélags Íslands, með eina af óskilakisunum í Kattholti. Um 70 heimilislausir kettir hafast við í Kattholti um þessar mundir. Reykjavík Á FUNDI skipulags- og mann- virkjanefndar Seltjarnarnesbæjar hinn 15. ágúst sl. kom fram til- laga um að hafinn yrði undirbún- ingur að endurbyggingu Melshúsabryggju á Seltjarnarnesi með það fyrir augum að bryggjan verði nýtt til útivistar í þágu Sel- tirninga. Segir í tillögunni að endurbygging bryggjunnar verði fyrsta skrefið í átt að frekari fegrun og uppbyggingu í Lamba- staðahverfi. Í greinargerð með tillögunni segir ennfremur: „Á allra síðustu árum hefur orðið mikil vakning fyrir útivist meðal almennings. Íbúar gera kröfur um að njóta náttúrunnar þar sem hún er næst og á Seltjarnarnesi er þar oftast um að ræða ströndina. Mikið hef- ur verið unnið á Seltjarnarnesi sem og annars staðar á höf- uðborgarsvæðinu undanfarið í þessum málum. Nú er strand- lengja höfuðborgarsvæðisins [að miklu leyti] orðin hrein og er óð- um að öðlast fyrri sess sem eitt vinsælasta útivistar- og afþrey- ingarsvæði íbúanna.“ Tengist atvinnusögu Seltirninga Þá segir í greinargerðinni að rök fyrir endurbyggingu Mels- húsabryggju séu einnig af sögu- legum og menningarlegum toga. „[B]ryggjan tengist atvinnusögu Seltirninga órofa böndum. Þá er [viðhald bryggjunnar] ekki síður brýnt af öryggisástæðum, en bryggjan er að hruni komin þar sem viðhald hennar hefur verið í lágmarki undanfarin ár. Hin sögu- og menningarlegu tengsl bryggjunnar við Lambastaða- hverfi eru sterk. Götunöfnin bera mörg í sér nálægðina við sjóinn auk þess sem margt minnir á grásleppukarla er reru héðan til veiða á Skerjafirði og fiskverkun er stunduð var á túnum í kring- um bryggjuna. Með endurbygg- ingu Melshúsabryggju skapast ákjósanlegur staður fyrir almenn- ing til að stunda dorgveiðar í skjólsælu umhverfi en slík atriði eru afar mikilvæg fyrir bæj- arbrag Seltjarnarness. Kaj- akræðarar hafa á seinni árum nýtt Melshúsabryggju og sett skemmtilegan svip á bæjarlífið, en vegna ástands bryggjunnar hefur mjög dregið úr því. Lengi hefur staðið til að bjarga og end- urgera bryggjuna en samkvæmt áliti bæjarlögmanns frá 1998 er talið óyggjandi að hún sé eign Seltjarnarnesbæjar.“ Inga Hersteinsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar Seltjarnarness, segir að enn eigi eftir að ákveða endurbyggingu bryggjunnar í nefndinni. „Mér finnst þó líklegt að áhugi sé fyrir því að viðhalda þessu sögulega mannvirki, sem er eitt af menn- ingarverðmætum Seltirninga.“ Seltjarnarnes Morgunblaðið/Árni Sæberg Melshúsabryggja er talin mikilvægur hluti af sögu Seltjarnarness og ná- tengd sjávarútvegshefð bæjarins. Hér sést Melshúsabryggja á háflóði. Lagt til að endurbyggja Melshúsabryggju GAMLA „bæjarblokkin“ er úrelt hugtak og tákn liðins tíma og nýjar áherslur hafa tekið við í málefnum fé- lagslegs húsnæðis undanfarin ár. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Félagsbústaðir hf. og Fé- lagsþjónustan í Reykjavík héldu í nýjum þjónustuíbúðarkjarna í Þórð- arsveig 1–5 í Grafarholti, í gær. Á fundinum var gerð grein fyrir þróun félagslegra leiguíbúða og þjónustuí- búða í Reykjavík. Slíkum íbúðum hef- ur fjölgað mikið á undanförnum árum og nýjar áherslur hafa tekið við. Nú er til dæmis lögð ríkari áhersla á að mæta breytilegum þörfum hvers og eins og að sveigjanleiki í húsnæðisúr- ræðum ráði ferðinni. Nýju þjónustuíbúðirnar í Þórðar- sveig eru ætlaðar eldri borgurum, en þar er um að ræða fimmtíu tveggja herbergja íbúðir, sem eru um sextíu og tveir fermetrar að stærð. Fjórar íbúðanna gera ráð fyrir íbúum í hjóla- stól og eru þar rennihurðir. Sjálfstýrt félags- og tómstundastarf Í húsinu er salur, þar sem íbúar og gestir geta haldið uppi félags- og tóm- stundastarfi. Félagsstarf mun byggj- ast á sjálfstýrðu starfi íbúa og gesta. Þannig geta íbúar spilað og myndað klúbba og hópa sem geta nýtt sér að- stöðuna. Mun Félagsþjónustan hlutast til að stofnað verði íbúaráð í september til að styrkja íbúalýðræði. Sérstaklega hefur verið tekið tillit til hljóðvistar og eru loft í göngum og í sal klædd með hljóðísogsplötum til að bæta hljóðvistina. Sigurður Kr. Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða hf., segist ánægður með hvernig tókst til með nýja þjónustuíbúðakjarnann og hann sé dæmi um komandi tíð í rekstri félagslegra þjónustuíbúða. „Hér er meðalaldurinn um 70 ár og á eftir að hækka og þarfirnar að breyt- ast, og þá gerum við ráð fyrir því að þjónustan sem við veitum breytist meðfram þörfum fólksins hér þegar árin líða.“ Sigurður segir Félagsbústaði hf. hafa lagt mikið í lagfæringar og við- gerðir á eldra húsnæði í sinni eigu til að fegra umhverfi og íbúðir og gera þær vistlegri. „Við höfum verið að laga hús um allan bæ sem voru væg- ast sagt orðin frekar ljót. Nú eru þetta meðal fallegustu húsanna á hverjum stað og aðkoman allt önnur. Reynslan hefur líka kennt okkur að þegar við búum vel að okkar við- skiptavinum, batnar umgengni til muna og þeim líður mun betur í hús- næðinu. Þetta dregur úr viðhalds- kostnaði til lengri tíma og gerir okkur kleift að bæta þjónustuna á öðrum sviðum. Það borgar sig þannig að búa vel að viðskiptavinum sínum.“ Ný stefna í félagslegu húsnæði Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjónustuíbúðirnar við Þórðarsveig eru dæmi um nýja hugsun í félags- legum húsnæðisúrræðum og þjónustu við viðskiptavini Félagsbústaða. Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.