Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 43 Íslenska landsliðið í knattspyrnu fer upp um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, FIFA, og er í 56. sæti en var í 59. sæti á listan- um fyrir mánuði. Íslendingar hafa undanfarin misseri fikrað sig hægt og bítandi upp listann og frá því Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson tóku við stjórn landsliðsins af Atla Eðvaldssyni í maímánuði hefur liðið hækkað um 14 sæti eftir sigurleikina þrjá – á móti Færeyingum og Litháum. Heimsmeistarar Bras- ilíumanna eru sem fyrr í topp- sæti listans og á eftir þeim koma Frakkar, Spánverjar, Hollend- ingar, Mexíkanar, Argent- ínumenn, Tyrkir, Englendingar, Bandaríkjamann og Þjóðverjar sem eru í 10. sæti og falla um tvö sæti en Þjóðverjar mæta Íslend- ingum á Laugardalsvellinum 6. september. Danir eru í 15. sæti, Svíar í 20. sæti, Norðmenn í 22. sæti, Finnar í 43. sæti og Færeyingar eru í 118. sæti á listanum. Ísland í 56. sæti FIFA-listans Hópinn skipa tuttugu leikmennen fyrir leikinn við Færeyjar á dögunum voru valdir átján leik- menn og þeim nítjánda síðan bætt við á síðustu stundu. Kristján Örn bætist nú við þann hóp. „Við vildum hafa vaðið fyrir neðan okkur varð- andi Lárus Orra, en hann spilaði um helgina og var í lagi eftir þann leik. Við skoðum hann þegar hann kemur heim eftir helgina og það getur vel verið að við verðum tutt- ugu í öllum undirbúningnum, það metum við eftir leiki helgarinnar,“ sagði Logi í samtali við Morgun- blaðið í gær. Arnar kemur til greina Spurður hvort einhverjir fleiri hefðu verið við það að komast í hópinn að þessu sinni sagði Logi: „Arnar Gunnlaugsson lék auðvitað mjög vel með KR í síðustu umferð og ef hann heldur áfram að leika vel er hann inni í myndinni hjá okk- ur. Hann hefur verið í hópnum hjá okkur og við vitum fyrir hvað hann stendur og hvað hann getur.“ Logi sagði að íslensku leikmenn- irnir færu að tínast til landsins á mánudag og þriðjudag. „Einhverjir leika á mánudeginum og koma heim daginn eftir þannig að undirbúning- urinn verður lengri en hann var á móti Færeyingum,“ sagði Logi. Landsliðshópurinn er þannig að markverðir eru Árni Gautur Ara- son, Rosenborg, og Birkir Krist- insson, ÍBV. Aðrir leikmenn eru: Rúnar Krist- insson, Lokeren, Arnar Grétarsson, Lokeren, Hermann Hreiðarsson, Charlton Athletic, Helgi Sigurðs- son, Lyn, Þórður Guðjónsson, Bochum, Lárus Orri Sigurðsson, WBA, Brynjar Björn Gunnarsson, Nottingham Forest, Arnar Þór Við- arsson, Lokeren, Pétur Hafliði Marteinsson, Stoke City, Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea, Heiðar Helguson, Watford, Jóhannes Karl Guðjónsson, Real Betis, Marel Baldvinsson, Lokeren, Ívar Ingi- marsson, Wolverhampton Wander- ers, Ólafur Örn Bjarnason, Grinda- vík, Indriði Sigurðsson, Lilleström, Veigar Páll Gunnarsson, KR, og nýliðinn Kristján Örn Sigurðsson, KR. Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson velja 20 leikmenn fyrir leikinn við Þjóðverja Kristján Örn nýr í landsliðshópinn Morgunblaðið/Kristinn Logi Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson ganga af leikvelli á Tórsvelli í Þórshöfn í síðustu viku. KRISTJÁN Örn Sigurðsson, varnarmaður úr KR, er eini ný- liðinn sem landsliðsþjálfararnir í knattspyrnu, Ásgeir Sig- urvinsson og Logi Ólafsson, völdu í hóp sinn fyrir landsleik- inn við Þjóðverja á Laugardals- velli í undankeppni EM annan laugardag, en hópurinn var til- kynntur í gær.  EVRÓPUMEISTARALIÐ Íslands skipað leikmönnum 18 ára og yngri í handknattleik verður styrkt um 1,5 milljónir króna vegna árangurs síns, að því er stjórn sjóðs ungra og efni- legra íþróttamanna hjá Íþrótta- og ólympíusambandinu (ÍSÍ) ákvað á fundi sínum í fyrradag. Gert er ráð fyrir að stjórn ÍSÍ staðfesti ákvörð- unina í dag.  BRYNJAR Björn Gunnarsson sat á varamannabekk Nottingham For- est þegar liðið vann Coventry á úti- velli í ensku 1. deildinni í gærkvöldi.  KANADAMENN fögnuðu óvænt- um gullverðlaunum í 100 m grinda- hlaupi kvenna á HM í frjálsíþróttum í París þegar Perdita Felicien kom fyrst í mark á besta tíma sem náðst hefur í greininni á árinu, 12,53 sek- úndum. Önnur í mark kom Brigitte Foster frá Jamaíku á 12,57 og þriðja varð bandaríska stúlkan Miesha McLelvy á 12,67.  ALLIR verðlaunapeningarnir þrír sem í boði voru í kúluvarpi kvenna fóru til landa sem eitt sinn tilheyrðu Sovétríkjunum. Rússinn Svetlana Krivelyova vann gullið, varpaði 20,63 metra. Nadezhda Ostapchuk frá Hvíta-Rússlandi fékk silfrið, varpaði 20,12. Vita Pavlysh frá Úkraínu hlaut bronsið með 20,08.  ÞESS má geta að þetta eru fyrstu gullverðlaun Krivelyova á stórmóti síðan hún vann gullið í kúluvarpi kvenna á Ólympíuleikunum í Barce- lona fyrir 12 árum.  BRASILÍSKI sóknarmaðurinn Giovane Elber gekk í gær til liðs við frönsku meistarana Lyon frá Þýska- landsmeisturum Bayern München. Monaco og Lyon voru í kapphlaupi um að fá þennan 31 árs gamla leik- mann í sínar raðir og á endanum ákvað Elber, sem er 31 árs gamall, að ganga að tilboði Lyon. FÓLK BANDARÍKJAMAÐURINN Tom Pappas stóð uppi sem sigurvegari í tugþraut á heimsmeistaramótinu í frjáls- íþróttum, hlaut 8.750 stig, fékk 116 stigum meira en heimsmethafinn Roman Sebrle frá Tékklandi, en keppni lauk í gærkvöldi. Þriðja sætið kom í hlut hins unga Dmítrís Karpovs frá Kasakstan, Karpov önglaði saman 8.374 stigum í greinunum tíu og setti landsmet. Þetta er í fyrsta sinn síðan á heimsmeistaramótinu í Gautaborg fyrir átta árum að Bandaríkjamaður vinnur tugþrautarkeppnina. Þá vann Dan O’Brien, þáverandi heimsmethafi, örugglega. Síðan hefur Tékkinn Tomás Dvorák verið óstöðvandi og unnið á þremur síðustu mótum. Hann varð fjórði að þessu sinni með 8.242 stig og var langt frá sínu besta. Ana Guevara frá Mexíkó vann öruggan sigur í 400 m hlaupi kvenna. Hún hljóp á 48,89 sekúndum sem er besti tími sem náðst hefur í greininni á þessu ári. Hicham El Guerrouj, heimsmethafi í 1.500 metra og míluhlaupi karla frá Marokkó, vann sín fjórðu gull- verðlaun í 1.500 m hlaupi á heimsmeistaramóti, er hann kom fystur í mark í greininni á HM í París. El Gu- errouj hljóp vegalengdina á 3.31,77 mínútum og var tæpum sex sekúndum frá eigin heimsmeti. Heimamenn unnu silfurverðlaun þegar Frakkinn Mehdi Baala varð annar á 3.32,31 mín. og þriðja sætið kom í hlut Úkraínumannsins Ívans Heshko, sem hljóp á 3.33,17 mín. og var þriðjungi úr sekúndu á undan Paul Korir frá Kenýa. Langt er liðið síðan Kenýamenn hafa ekki unnið til verðlauna í 1.500 m hlaupi karla á stór- móti í frjálsíþróttum. Pappas vann gull í tugþrautinni Tom Pappas, heimsmeistari í tugþraut. ENSKU meistararnir í Manchest- er United rétt mörðu nýliðana í Wolves þegar liðin mættust á Old Trafford í gær. John O’Shea gerði eina mark leiksins og var þetta fyrsta mark hans fyrir United. Ruud van Nistelrooy náði sem sagt ekki að skora þar sem hann var í strangri gæslu varn- armanna Úlfanna enda hafði kappinn skorað í tíu leikjum í röð fyrir United og því full ástæða til að hafa gætur á hon- um. Þó svo að meistararnir væru meira með boltann fengu nýlið- arnir fullt af færum og geta Unitedmenn talist heppnir að hafa krækt í öll þrjú stigin. Sol Campbell kom Arsenal af stað með marki skömmu eftir leikhlé í leik liðsins við Aston Villa og átti kappinn fínan leik, og tími til kominn, segja margir. Markaskorarinn mikli Thierry Henry bætti síðara markinu við á lokamínútu leiksins og kom Ars- enal í efsta sætið á betri mar- kamun en United en bæði eru lið- in með fullt hús stiga. Liverpool og Tottenham gerðu markalaust jafntefli og hafa menn orðið áhyggjur af marka- leysi Liverpool sem hefur aðeins tvö stig úr fyrstu þremur leikj- unum í deildinni og er búið að skora einu sinni. Meistararnir rétt mörðu nýliðana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.