Morgunblaðið - 28.08.2003, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 39
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
MEYJA
Afmælisbörn dagsins:
Innra með afmælisbarni
dagsins búa miklir skipu-
lagshæfileikar. Þú kemur
miklu í verk en ert um leið
skapandi. Ánægjulegt
ár er í vændum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Nú er gæfan hliðholl hrútnum
og setur hann á réttan stað á
réttan tíma. Ekki nóg með
það heldur segir þú rétta hluti
við rétta fólkið. Allt gengur
upp!
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Góðar líkur eru á að þú vinnir
eitthvað í dag. Einnig máttu
vænta að einhver sýni þér
rómantískan áhuga eða vænta
skemmtilegrar uppákomu.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Alllíklegt er að foreldri eða
fjölskyldumeðlimur færi þér
óvænta gjöf í dag. Eitthvað
tengt fjölskyldunni kemur
þægilega á óvart.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Er líða tekur á daginn berast
þér jákvæðar fregnir af ætt-
ingja eða vinnufélaga. Þú öðl-
ast við þetta visst frelsi til að
ráða eigin högum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Reikna má með sviptivindum,
óvæntum gjöfum og gróða hjá
ljóninu í dag. Skuldir og aðrar
kvaðir kunna sömuleiðis að
hverfa.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Fjötrar fortíðarinnar losna af
þér í dag. Loksins losnarðu
undan byrði sem hefur lengi
hvílt á þér og framtíðin virðist
bjartari fyrir vikið.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Ráðist verður í bætur á
tækjabúnaði eða álíka á
vinnustað þínum sem gerir
kleift að vinna hlutina á betri
máta. Hvað svo sem gerist
verður til bóta.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Ábending frá vini kann að
koma þér að gagni fjárhags-
lega í dag. Einhver verður
ástfanginn við fyrstu sýn.
Góðir hlutir koma þér á óvart.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn kann að finna
fyrir truflunum í dag, en engu
að síður jákvæðum trufl-
unum. Af þeim hlýst meira
frelsi og byrðar þínar léttast.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Æsktu ekki of mikils af öðr-
um. Gefðu fólkinu í kringum
þig það svigrúm sem það þarf.
Þú kannt að vilja gefa gjöf eða
taka við góðri gjöf í dag.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Reiðufé eða aukin lánsheimild
rata til þín. Ánægjuleg gjöf
kann að berast þér að auki,
kannski afnot af einhverju
sem annar á.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Raunar er sannkallaður
happadagur í dag. Þú mátt
vænta þess besta en þú verð-
ur að sama skapi að muna að
kunna að meta allt sem þú
færð.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÁRNAÐ HEILLA
90 ára afmæli. Á morgun, föstudaginn 29. ágúst, verð-ur níræður Jóhannes Guðmundsson frá Syðri-
Þverá, Illugastöðum, Vatnsnesi. Eiginkona hans er Auð-
björg Guðmundsdóttir. 30. júní síðastliðinn áttu Auðbjörg
og Jóhannes demantsbrúðkaup. Í tilefni þessara merku
daga munu þau, ásamt fjölskyldu sinni, taka á móti gest-
um á Illugastöðum föstudaginn 29. ágúst á milli kl. 15 og
19.
60 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn
29. ágúst, verður sextug
Lilja Margrét Karelsdóttir,
Fjallalind 10, Kópavogi.
Eiginmaður hennar, Að-
algeir Gísli Finnsson, er 65
ára í dag, 28. ágúst. Þau
taka á móti gestum í safn-
aðarheimili Digraneskirkju
í Kópavogi á morgun, 29.
ágúst, frá kl. 16-19.
KOMUM, TÍNUM BERIN BLÁ
Komum, tínum berin blá.
Bjart er norðurfjöllum á.
Svanir fljúga sunnan yfir heiði.
Hér er laut, og hér er skjól.
Hér er fagurt, – móti sól
gleðidrukkinn feginsfaðm ég breiði.
Sko, hvar litla lóan þaut,
langt í geiminn frjáls á braut.
Þröstur kveður þarna á grænum meiði.
Ertu að syngja um ástvin þinn,
elsku litli fuglinn minn,
eru nýir söngvar enn á seyði?
Þú ert ungur eins og ég,
elskar, þráir líkt og ég. –
Förum seinast sama veg,
syngjum, deyjum, þú og ég,
litli vin á lágum, grænum meiði,
langt uppi á heiði.
Guðmundur Guðmundsson,
skólaskáld
LJÓÐABROT
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4
cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3
g6 6. Be3 Bg7 7. f3 O-O 8.
Dd2 Rc6 9. O-O-O Bd7 10.
g4 Re5 11. Bh6 Bxh6 12.
Dxh6 Hc8 13. h4 Hxc3 14.
bxc3 Da5 15. De3 Hc8 16.
Kd2
Staðan kom upp á Norð-
urlandamóti taflfélaga á
Netinu sem Taflfélagið
Hellir stóð að og lauk fyrir
skömmu. Sænski meðlimur
Hróksins, Tairi Faruk
(2245), hafði svart gegn
landa sínum Luis Couso
(2331). 16...Rexg4! 17.
fxg4 Hxc3 18. Bd3 hvítur
hefði tapað drottningunni
eftir 18. Dxc3 Rxe4+. Í
framhaldinu reyndist sókn
svarts of sterk jafnvel þótt
hvítur hefði hrók meira.
18...Rxg4 19. Dg1 Re5 20.
Ke3 Bg4 21. Hb1 Dxa2 22.
De1 Dc4 23. Dd2 Dc5 24.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
Df2 Rxd3 25. cxd3 e5 26.
Kd2 Hc2+ 27. Rxc2 Dxf2+
28. Kc3 b6 29. Hb4 Be6
30. h5 Dc5+ 31. Kd2 Df2+
32. Kc3 Df3 33. Hbb1 Kf8
34. hxg6 hxg6 35. Hbf1
Dg2 36. Ha1 a5 37. Hab1
Df2 38. Hh8+ Kg7 39.
Hb8 a4 40. H8xb6 Bb3 41.
H6xb3 axb3 42. Hxb3 g5
43. Rb4 g4 44. Rd5 g3 45.
Re7 g2 og hvítur gafst
upp. 5. umferð Skákþings
Íslands hefst í dag kl.
17.00 í Hafnarborg í Hafn-
arfirði.
SVEIT Rose Meltzer
komst í úrslitaleik Spingold-
keppninnar og beið þar lægri
hlut gegn Roy Welland og fé-
lögum. Áður en til úrslita dró
hafði Meltzer þurft að yf-
irstíga ýmsar hindranir. Í
átta liða úrslitum leit út fyrir
stórtap Meltzer gegn
óþekktri sveit, en skuldin í
hálfleik var 65 IMPar. Liðs-
menn Meltzer sneru leiknum
við í síðari hálfleik og unnu
með 1 IMPa! Þetta spil gaf
Meltzer 10 IMPa í plúsdálk-
inn:
Vestur gefur; allir á hættu.
Norður
♠ Á93
♥ KD6
♦ 754
♣7652
Vestur Austur
♠ K62 ♠ 105
♥ G987 ♥ 104
♦ D ♦ KG10862
♣ÁKD93 ♣1084
Suður
♠ DG874
♥ Á532
♦ Á93
♣G
Vestur Norður Austur Suður
1 lauf Pass 1 tígull 1 spaði
Dobl 2 lauf 2 tíglar 2 hjörtu
Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Alan Sontag og Peter
Weichsel voru í NS og end-
uðu í lapþunnum fjórum
spöðum. Weichsel var við
stýrið og fékk út smáan
spaða, sem hann heypti heim
og drap tíu austurs. Útspilið
leysti hluta af vanda sagn-
hafa, en samt vantar enn slag
úr því hjartað fellur ekki. Sér
lesandinn leið?
Weichsel ákvað að leika
millileik. Hann spilaði lauf-
gosa í öðrum slag. Vestur
drap og trompaði aftur út.
Nía blinds átti þann slag og
innkomuna notaði Weichsel
til að stinga lauf. Hann fór
svo tvisvar inn í borð á KD í
hjarta til að trompa tvö lauf í
viðbót. Þannig tryggði hann
sér sex slagi á tromp með öf-
ugum blindum, og fjóra átti
hann til hliðar í rauðu lit-
unum.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
HLUTAVELTA
Morgunblaðið/Ragnhildur
Þessir duglegu krakkar héldu flóamarkað og söfnuðu
1.485 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau eru Atli
Arnarsson og Kristín Elísabeth Gunnarsdóttir.
Hvar eigum við að standa
á morgun? Veðurspáin
segir vera heiðskírt allan
daginn!
Grennri
BOGENSE TAFLAN
Örugg hjálp í baráttunni við aukakílóin
Mörkinni 6 • Sími 588 5518
STÓRÚTSALA
Síðustu dagar
Yfirhafnir í úrvali
Klassa stuttkápur 50% afsláttur
Nýjar vetrarvörur 20% afsláttur
Hattar og húfur
Opnum kl. 10.00
Áhugasamir hafi samband
við Douglas Brotchie
í síma 511 5400 og 899 4639.
douglas@hateigskirkja.is
SÖNGFÓLK
Getum bætt við fólki í allar raddir í
KÓR
HÁTEIGSKIRKJU
TILBOÐ - 2 FYRIR 1
Þú kaupir pakka af snertilinsum og færð annan
samskonar ókeypis! Gildir til 6.9.03 um allar gerðir af
linsum gegn framvísun auglýsingarinnar.
CONTACTLINSUDEILDIN
Allar gerðir af linsum: dags,- mánaðar,- litaðar,-
harðar,- sjónskekkju,- margskiptar,- tvískiptar,
- fyrir fólk með þurr augu og til meðhöndlunar ýmissa
augnsjúkdóma
Sérstök áhersla er lögð á að hjálpa fólki sem hefur
þolað linsur illa og með önnur linsuvandamál.
SJÓNVERND - ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
www.sjonvernd.is - ÞVERHOLTI 14 - S. 511 3311