Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 37 ÞRÍR af titilhöfunum í lands- liðsflokki á Skákþingi Íslands hafa náð hálfs vinnings forystu eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Stór- meistararnir Hannes Hlífar Stef- ánsson (2.560) og Þröstur Þór- hallsson (2.441) ásamt alþjóðlega meistaranum Stefáni Kristjánssyni (2.404) hafa allir fengið 2½ vinn- ing. Úrslit þriðju umferðar urðu þessi: Þröstur Þórhallsson – Sævar Bjarnason 1-0 Davíð Kjartansson – Hannes Hlífar 0-1 Stefán Kristjánsson – Sigurður Daði Sigfússon 1-0 Ingvar Þór Jóhannesson – Ró- bert Harðarson ½-½ Jón Viktor Gunnarsson – Björn Þorfinnsson 1-0 Ingvar Ásmundsson – Guð- mundur Halldórsson ½-½ Úrslitin í þessari umferð urðu nokkurn veginn í samræmi við skákstig keppenda. Þótt flestar viðureignir annarrar umferðar hafi endað í jafntefli náði Guðmundur Halldórsson (2.282) að koma á óvart með því að sigra alþjóðlega meistarann Jón Viktor Gunnars- son (2.411): Sævar Bjarnason – Ingvar Ás- mundsson 1-0 Guðmundur Halldórsson – Jón Viktor Gunnarsson 1-0 Björn Þorfinnsson – Ingvar Þór Jóhannesson ½-½ Róbert Harðarson – Stefán Kristjánsson ½-½ Sigurður D. Sigfússon – Davíð Kjartansson ½-½ Hannes Hlífar Stefánsson – Þröstur Þórhallsson ½-½ Staðan í landsliðsflokki er þessi: 1.–3. Hannes Hlífar (2.560), Þröstur Þórhallsson (2.444), Stef- án Kristjánsson (2.404) 2½ v. 4.–5. Ingvar Þór Jóhannesson (2.247), Róbert Harðarson (2.285) 2 v. 6.–7. Guðmundur Halldórsson (2.282), Jón Viktor Gunnarsson (2.411) 1½ v. 8.–9. Ingvar Ásmundsson (2.321), Sævar Bjarnason (2.269) 1 v. 10.–12. Björn Þorfinnsson (2.349), Davíð Kjartansson (2.320), Sigurður Daði Sigfússon (2.323) ½ v. Fjórða umferð var tefld í gær, en fimmta umferð hefst í dag kl. 17 í Hafnarborg, Hafnarfirði, og þá mætast m.a. Stefán Kristjáns- son og Þröstur Þórhallsson. Harpa efst í kvennaflokki Harpa Ingólfsdóttir (2.057) er efst eftir þrjár umferðir í kvenna- flokki Skákþings Íslands. Hún hef- ur sigrað í öllum þremur skákum sínum. Í þriðju umferð sigraði Harpa Elsu Maríu Þorfinnsdóttur eftir rúmlega 50 leikja baráttu. Lenka Ptacniková (2.215) gerði jafntefli við Guðfríði Lilju Grét- arsdóttur (2.058), en hin 10 ára gamla Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (1.280) gerði jafn- tefli við Önnu Björgu Þorgríms- dóttur (1.695). Óvæntustu úrslit annarrar umferðar voru sigur Önnu Bjargar á tíföldum Íslandsmeistara kvenna, Guðfríði Lilju Grétarsdóttir (2.058). Staðan að loknum þremur um- ferðum: 1. Harpa Ingólfs- dóttir (2.057) 3 v. 2. Lenka Ptacni- ková (2.215) 2½ v. 3.–4. Anna Björg Þorgrímsdóttir (1.695), Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (2.058) 1½ v. 5. Hallgerður Þor- steinsdóttir (1.280) ½ v. 6. Elsa María Þor- finnsdóttir 0 v. Aðalviðureign fimmtu umferðar sem hefst kl. 17 er á milli þeirra Lenku og Hörpu. Teflt er í Hafnarborg í Hafnarfirði. Harpa Ingólfsdóttir Stefán Kristjánsson Þröstur Þórhallsson SKÁK 24.8.–4.9. 2003 SKÁKÞING ÍSLANDS 2003 Hannes Hlífar Stefánsson Hannes Hlífar, Þröstur og Stefán efstir í landsliðsflokki dadi@vks.is Daði Örn Jónsson Síðsumarsbrids á Akureyri Nú líður senn að lokum sumar- brids hjá Bridsfélagi Akureyrar þó enn séu nokkur kvöld eftir. Þriðju- daginn 19. ágúst mættu 11 pör og var mikil barátta um efstu sætin en tvö pör urðu jöfn og efst: Hjalti Bergmann - Gissur Jónass. 56,7% Alda - Kristján frá Borgarnesi 56,7% Frímann Stefánss. - Pétur Guðjónss. 55,8% Jón Sverriss. - Una Sveinsd. 53,3% Kolbrún Guðveigsd. - Gylfi Pálss. 53,3% Það voru 10 pör sem reyndu með sér þriðjudaginn 26. ágúst en ekki var eins mjótt á munum þá: Frímann Stefánss. - Björn Þorlákss. 69,9% Hermann Huijbens - Steinarr Guðm. 59,3% Sveinn Pálss. - Stefán Sveinbjörnss. 58,8% Jón Sverriss. - Una Sveinsd. 56,0% Hart er einnig barist um að verða bronsstigameistari sumarsins en þannig er staða efstu spilara núna: Reynir Helgason 134 Björn Þorláksson 134 Frímann Stefánsson 131 Soffía Guðmundsdóttir 95 Pétur Guðjónsson 93 Sumarbrids er spilað á þriðjudög- um í Hamri, félagsheimili Þórs, kl. 19:30. Nú er lag að koma sér í gírinn fyrir veturinn. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Siglfirðingar í fjögurra liða úrslit í bikarnum Sveit Sparisjóðs Siglufjarðar og Mýrasýslu er komin í fjögurra liða úrslit eftir góða ferð á Suðurnesin sl. þriðjudag. Leikurinn var aldrei spennandi, hefðbundinn bikarleikur, þar sem norðanmenn skoruðu 63 gegn 8 í fyrstu lotunni og gerðu út um leik- inn. Heimamenn klóruðu í bakkann í annarri lotu, unnu hana 27-13, en síð- an sáu þeir aldrei til sólar og töpuðu með nær 130 impa mun. Í sveit Siglfirðinga spiluðu Jón Sigurbjörnsson, Ólafur Jónsson, Bogi Sigurbjörnsson og Birkir Jóns- son. Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12. Björk Jónsdóttir alt og Lenka Mát- éová orgel. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. Landspítali háskólasjúkrahús. Arnar- holt: Guðsþjónusta kl. 15. Sr. Birgir Ás- geirsson. Laugarneskirkja. Kyrrðarstundir kl. 12 á hádegi. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið frá kl. 12. Þjónustu annast sr. Bjarni Karlsson. Kl. 12.30 er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu. Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30-12. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deg- inum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkj- unnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skrá í bæna- bók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stundinni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10- 12. Opið hús fyrir 8-9 ára börn í safn- aðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17-18.30. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í safnaðarheimilinu. Pabbarnir að sjálfsögðu líka velkomnir. Kaffi á könnunni og djús. Sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 14.30 helgistund á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í kapellu kl. 12. Léttur hádeg- isverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Ásdís Hallgrímskirkja. ATVINNA mbl.is Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 Haustlínan komin LAUGARVEGUR 53, SÍMI 551 4884

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.