Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Réttir Dagsetning Auðkúlurétt í Svínavatnshr., A.-Hún. laugardag 6. sept. Áfangagilsrétt á Landmannaafrétti, Rang. fimmtudag 25. sept. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. sunnudag 14. sept. Dalsrétt í Mosfellsdal sunnudag 21. sept. Fellsendarétt í Miðdölum, Dal. sunnudag 14. sept. Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. laugardag 20. sept. Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. þriðjud. 16. og sunnud. 21. sept. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. laugardag 13. sept. Fossrétt á Síðu, V.-Skaft. föstudag 5. sept. Fossvallarétt v/Lækjarbotna, (Rvík/Kóp) sunnudag 21. sept. Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sunnudag 21. sept. Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. þriðjudag 16. sept. Grófargilsrétt í Skagafirði föstudag 5. sept. Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. laugardag 13. sept. Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. laugardag 20. sept. Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. mánudag 15. sept. Hlíðarrétt í Bólstaðarhl.hr. A.-Hún. sunnudag 14. sept. Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing sunnudag 31. ágúst Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. sunnudag 7. sept. Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. föstudag 12. sept. Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. laugardag 6. sept. Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. laugardag 20. sept. Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós. sunnudag 21. sept. Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. sunnudag 14. sept. Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. miðvikudag 17. sept. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði laugardag 13. sept. Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. laugardag 6. sept. Nesjavallarétt í Grafningi, Árn. laugardag 20. sept. Nesmelsrétt í Hvítársíðu laugardag 6. sept. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. miðvikudag 17. sept. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. sunnudag 21. sept. Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum laugardag 20. sept. Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. laugardag 13. sept. Reynistaðarrétt í Skagafirði. sunnudag 7. sept. Selflatarrétt í Grafningi, Árn. mánudag 22. sept. Selvogsrétt í Selvogi, Árn. mánudag 22. sept. Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. mánudag 22. sept. Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft. laugardag 6. sept. Skaftártungurétt í Skaftártungu, V.-Skaft. laugardag 13. sept. Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. föstudag 12. sept. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardag 6. sept. Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. laugardag 20. sept. Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. mánudag 15. sept. Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. sunnudag 21. sept. Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún. sunnudag 14. sept. Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. laugardag 6. sept. Tungnaréttir í Biskupstungum, Árn. laugardag 13. sept. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. föstudag 12. sept. Valdarásrétt í Víðidal, V.-Hún. föstudag 12. sept. Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardag 13. sept. Þórkötlustaðarétt í Grindavík sunnudag 21. sept. Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit sunnudag 17. sept. Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 13. sept. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. mánudag 15. sept. Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. þriðjudag 23. sept. Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit laugardag 20. sept. um hádegi Húsmúlarétt við Kolviðarhól laugardag 20. sept. um hádegi Nesjavallarétt í Grafningilaugardag laugardag 20. sept. um hádegi Dalsrétt í Mosfellsdal sunnudag 21. sept. um hádegi Fossvallarétt við Lækjarbotna sunnudag 21. sept. kl. 10 Þórkötlustaðarétt í Grindavík sunnudag 21. sept. kl. 15 Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós sunnudag 21. sept. kl. 16 Grímslækjarrétt í Ölfusi sunnudag 21. sept. síðdegis Selvogsrétt í Selvogi mánudag 22. sept. árdegis Selflatarrétt í Grafningi mánudag 22. sept. árdegis Ölfusréttir í Ölfusi þriðjudag 23. sept. árdegis Seinni réttir verða þrem vikum síðar á sömu vikudögum, þ.e. dagana 11.–14. október. Til að auðvelda hreinsun afrétta og draga úr hættu á ákeyrslum á þjóð- vegum í haustmyrkrinu er lögð áhersla á að fé verði haft sem mest í haldi eftir réttir. Samkvæmt 5. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr. 401/1996 er óheimilt að sleppa aftur fé úr haustréttum á afrétti, segir í frétt frá Bændasamtökunum. Stóðréttir haustið 2003 Réttir Dagsetning Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardag 13. sept. um hádegi Reynistaðarrétt í Skagafirði. laugardag 13. sept. kl. 16 Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. sunnudag 21. sept. kl. 16 Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnudag 21. sept. um hádegi Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudag 21. sept. kl. 10 Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardag 27. sept. kl. 13 Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 27. sept. kl. 13 Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardag 4. okt. kl. 10 Melgerðismelarétt í Eyjafirði laugardag 4. okt. kl. 11 Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit sunnudag 5. okt. kl. 10 Fjárréttir haustið 2003 Nú liggur fyrir listi yfir fjár- og stóðhesta- réttir þessa hausts. Samkvæmt listanum verða fyrstu fjárréttir hausts- ins í Mývatnssveit á sunnudag. Morgunblaðið/RAX TÓMAS Ingi Olrich, menntamála- ráðherra, segir að borgaryfirvöld hafi komið að máli við sig og óskað eftir því að ríkið komi að fjár- mögnun íþróttamannvirkja í Laug- ardalnum. „Reykjavíkurborg hefur farið þess á leit við menntamálaráðu- neytið að ríkið taki þátt í kostnaði við gerð íþróttamannvirkja sem skilgreina mætti sem þjóðarleik- vanga. Í þessu sambandi hefur borgin fyrst og fremst rætt um fimmtíu metra innanhússsundlaug í Laugardal en einnig stækkun stúkubygginga við knattspyrnu- völlinn í Laugardal og uppbygg- ingu þjónustuhúsnæðis við leik- vanginn. Í þriðja lagi hefur borgin óskað eftir þátttöku ríkisins í fjár- mögnun nýrrar íþróttahallar,“ seg- ir Tómas Ingi. Borgin hefur átt í viðræðum við KSÍ Þórólfur Árnason, borgarstjóri, segir að borgin hafi átt í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um hugmyndir að stækkun þjóð- arleikvangs í Laugardal. Hann segir að verið sé að skoða málið heildstætt og þar þurfi að líta til byggingar keppnislaugar fyrir sundfólk og frjálsíþróttaaðstöðu innanhúss, en nýverið var fyrsta skóflustungan að slíkri aðstöðu tekin. „Rætt hefur verið um nokkra möguleika á stækkun Laugardalsvallar; m.a. hugsanlega breytingu á vellinum í knatt- spyrnuvöll með engum hlaupa- brautum. Það kallar hins vegar á nýja frjálsíþróttaaðstöðu utanhúss ef af því verður,“ segir Þórólfur. „Sem fyrrverandi formaður markaðsnefndar KSÍ þekki ég líka þá hlið sem snýr að áhuga á að efla áhorfendaaðstöðu og stuðning við íslenska knattspyrnulandsliðið. En það hefur þó þurft heimsmeist- ara eða silfur eða bronslið frá HM til að fylla völlinn,“ segir hann. Þórólfur bendir einnig á að KSÍ virðist hafa yfir fjármunum að ráða til þess að bæta félags- og fræðsluaðstöðu sambandsins og segir að borgin vilji mjög gjarnan að það fé nýtist til þess að bæta við og endurbæta núverandi stúku við Laugardalsvöll. Hefur boðist til að tilnefna aðila til að fara yfir málið Tómas Ingi Olrich segir að nokkur erindi hafi borist frá borg- inni um stuðning við byggingu íþróttamannvirkja. „Í öllum tilfell- um er borgin að fara fram á það við ríkið að nýtt verði heimild í lögum þar sem segir að mennta- málaráðherra sé heimilt að eiga aðild að samningum um stofnun og starfsemi íþróttamiðstöðva í sam- vinnu við sveitarfélög og íþrótta- samtök, enda miðist þjónusta stöðvanna við landið allt. Þessar viðræður eru á frumstigi og ég hef lýst því yfir að ég sé tilbúinn til þess að tilnefna aðila til að fara yf- ir málið með borginni ef eftir því yrði leitað,“ segir hann. Vilja stækka völlinn svo hann taki 14 þúsund manns Eggert Magnússon, formaður KSÍ, hefur lýst því yfir að hann telji að stækka þurfi Laugardals- völl svo hann taki fjórtán þúsund manns í sæti. Hann segir í Morg- unblaðinu á sunnudaginn að Ís- lendingar hafi dregist aftur úr öðr- um þjóðum sökum þess hve fáir komist á landsleiki. Hann nefnir að Færeyingar hafi völl sem rúmi sex þúsund manns og segir það jafngilda því að á Íslandi kæmust 35 til 40 þúsund manns á leiki. Nú rúmast um sjö þúsund á Laugardalsvelli. Þegar heims- meistarar Frakka heimsóttu Ís- land í undankeppni EM í sept- ember 1998 fékkst heimild til þess að setja upp bráðabirgðapalla svo völlurinn rúmaði ríflega tólf þús- und áhorfendur. Síðan þá hefur Knattspyrnusamband Evrópu breytt reglum sínum og nú er ekki lengur heimilt að setja upp bráða- birgðastúkur. Eggert nefnir í samtali við Morgunblaðið sl. sunnudag að lík- ur séu til þess að KSÍ fái fjármagn bæði frá FIFA og UEFA til þess að byggja við áhorfendastúkuna. Sökum þessa komast munu færri en vilja á leik Íslands og Þýskalands sem fram fer 6. sept- ember nk. Þegar áhorfendafjöldi á heima- landsleiki Íslands í undankeppnum stórmóta frá 1997 er skoðaður sést að fjórum sinnum hafa áhorfendur verið yfir sjö þúsund; sem þýðir að ekki komust fleiri að. Fjórtán sinnum hafa hins vegar verið laus sæti. Að meðaltali hafa tæplega 5.200 áhorfendur sótt leikina. Knattspyrnusambandið vill láta stækka þjóðarleikvanginn í Laugardal í samstarfi við ríki og borg Viðræður aðila um stækkun á frumstigi              !        "  ##   ## " #  #   # " #"   #" "  #"   #"  #$ % & ' % & ' % & ' % & ' % & ' % & ' % & ' % & ' % & ' % & ' % & ' % & ' % & ' % & ' % & ' % & ' % & ' % & ' 7    .0  ! ) *  %& ' ) +*      , & ' - & - ' &   !" ./%& ' 0& & 1 && 23& ' - ' & 4 && ' #$  ) *  56& 70 70 70 80 80 80 80 80 70 70 70 70 70 70 70 80 80 80  $ !  " " $ # $ "$# $ $ ! "!# $ $$ !"$ "! "!$ $" ""# ! $ 3366  $ !    $$ ! !$ !     " $!! $ # "" $#   $!$ #$ 6. 2 %&'! &'' ()*   +& ' - ' 59 & : &9 & & & *  ';&  ,!, STJÓRN Sláturfélags Suður- lands ákvað í síðustu viku að úrelda sláturhúsið við Laxá í Leirársveit og slátra ekki í hús- inu í haust. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir þessa ákvörðun tekna á rekstrarlegum forsendum. Starfsstöðin í Leirársveit hafi ekki leyfi til að slátra á markað Evrópusambandsins og mikil hækkun útflutningsskyldu á lambakjöti krefjist þess að meira sé slátrað í húsi Slátur- félagsins á Selfossi. Það upp- fylli skilyrði ESB til útflutnings á þessum afurðum. Þegar slátr- un dragist saman verði starf- semin mjög óhagkvæm. Frystihús er ekki við Laxá og segir Steinþór óhagkvæmt að þurfa að flytja kjötið til frystingar á Hvolsvelli. Mark- miðið sé að fá ESB leyfi þar og því má ekki vera kjöt án ESB leyfis í stöðinni nema í mjög litlum mæli og þá aðskilið frá öðru kjöti. Slátrað var við Laxá í 50 ár Í fyrrahaust var um 25 þús- und fjár slátrað við Laxá í Leir- ársveit. Það var í fimmtugasta skipti sem slátrað var og því er þessi ákvörðun erfið fyrir stjórnendur SS að sögn Stein- þórs. Þetta sé nauðsynlegt til að bregðast við erfiðum að- stæðum á kjötmarkaði í dag. Hann segir að um 40 manns hafi unnið við slátrun í starfs- stöðinni. Lokun hennar nú hafi ekki eins mikil áhrif á framboð atvinnu á svæðinu þar sem at- vinnuuppbygging hafi verið mikil við Hvalfjörð undanfarin ár. Frekar hafi verið erfitt að fullmanna stöðina yfir slátur- tíðina. Sláturhúsi SS við Laxá í Leirár- sveit lokað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.